Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ríflega 700 manns stunda í vetur nám við Háskólann á Bifröst og hafa aldrei verið fleiri. Forysta og stjórnun eru meðal þeirra greina við skólann sem mestra vinsælda njóta, það er nám á meistarastigi sem er mikið sótt af fólki sem hefur skapað sinn feril í atvinnulífinu en vill hafa þekkingu til að takast á við stjórnunarstörf. Þá er mikil aðsókn í nám í viðskiptafræði, við- skiptalögfræði og miðlun og al- mannatengslum, en fyrrgreind fög eru í raun kjarninn í starfinu á Bif- röst, segir Vilhjálmur Egilsson, rektor skólans. Flestir eru í fjarnámi Sex ár eru um þessar mundir síð- an Vilhjálmur var ráðinn rektor og segir hann að á því tímabili hafi margt breyst í starfi skólans. Flest þar megi rekja til örrar tækniþró- unar og samfélagsbreytinga sem fylgt hafi. Nýr veruleiki í atvinnu- lífinu, svo sem í tengslum við fjórðu iðnbyltinguna, krefjist þess að fólk afli sér nýrrar menntunar, þá gjarnan jafnhliða vinnu. Þá nýta sér margir möguleika fjarnáms, en nú er svo komið að 85% nemenda eru í fjarnámi. Aðeins 15% eru í staðnámi, það er búa á Bifröst og sækja þar tíma og sinna verkefna- vinnu. „Skólinn og starf hans hefur gjörbreyst á þessum árum mínum hér, “ segir Vilhjálmur sem lætur af starfi rektors eftir líðandi vetur. Sífellt er verið að bryddda upp á nýjungum í starfinu á Bifröst og meðal nýrra námslína þar er BA- nám í opinberri stjórnsýslu. Þar er fléttað saman lögfræði, stjórn- málafræði og viðskiptafræði þannig að nemendur kynnast gagnvirkni hins opinbera stjórnkerfis, sem er flókið og margslungið. Þá er bætt við greinum eins og vinnurétti, mannauðsstjórnun og verk- efnastjórnun, svo nemendur séu sem best í stakk búnir til að sinna opinberum störfum. Uppfærð þekking „Fjarnám er framtíðin, því þann- ig má betur en ella mæta nem- endum á þeirra forsendum. Fram- setningin verður stöðugt markvissari og fyrirlestrar kenn- ara, sem hægt er að nálgast hve- nær sem er í gegnum netið, eru í örri þróun. Eru orðnir miklu meira en einræða og þróast í að verða heimildamyndir,“ segir Vilhjálmur og heldur áfram: „Í stóra samhenginu er þróunin annars sú að í dag þarf fólk stöðugt að uppfæra þekkingu sína, því nú skipta flestir um störf oft á lífsleið- inni eða þurfa á einhverjum tíma- punkti að skapa sér eigið starf. Þetta þýðir þá að fólk þarf geta að- lagast breytingum, haft sam- skiptahæfni, verið læst á upplýs- ingar og tekið ákvarðanir á réttum forsendum. Sé fólk með þetta á hreinu er það jafnan eftirsótt á vinnumarkaði. Í dag segjum við að líka fólk taki sér mislangt hlé frá námi, það er úrelt hugsun að segja að fólk heltist úr lestinni.“ Þegar tal berst að tækniþróun og hröðum samfélagsbreytingum, svo sem á vinnumarkaði, segir Vil- hjálmur að hafa beri í huga að nýj- ar lausnir skapi vandamál eða ný úrlausnarefni. Iðnbyltingin á Vest- urlöndum fyrir meira en 200 árum hafi mætt harðri andstöðu því þannig hafi tapast fjöldi starfa þar sem handaflið þurfti áður. Iðnvæð- ingin hafi hins vegar leitt af sér verðmætari störf sem urðu und- irstaða betri lífskjara. Sama gerist væntanlega nú, þegar til dæmis hefðbundin afgreiðslustörf í versl- unum eru á undanhaldi. Afskriftir og létt á skuldaklafa Háskólinn á Bifröst stendur vel um þessar mundir. Árin 2014-2016 voru erfið í rekstri skólans, en þá töpuðust samanlagt um 250 millj- ónir. Munaði þar mikið um af- skriftir á skólagjöldum sem ekki innheimtust. Einnig höfðu framlög ríkisins til skólans verið stórlega skert. Þau hafa nú verið aukin aft- ur og eru tæpar 500 milljónir króna í ár, en skólagjöld og sértekjur verða um 400 millj. kr. Þá er búið að selja um 100 af 200 íbúðarein- ingum á Bifröst og létta á skulda- klafa sem þeim fylgdi. Íbúðir sem áfram eru í eigu fasteignafélags skólans munu nýtast nemendum í staðnámi og starfsmönnum – svo og sumaskólastarfsemi á Bifröst. Nýjar aðstæður í atvinnulífinu krefjast að fólk afli sér menntunar  Metfjöldi á Bifröst  Upplýsingalæsi  Nýjum lausnum fylgja vandamál Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfjörður Rekstur Háskólans á Bifröst gengur vel um þessar mundir, þegar létt hefur verið á skuldum, fram- lög hafa verið aukin og nemendum fjölgar. Komið er til móts við samfélagið með ýmsum nýjum námsbrautum. Menntun Fjarnám er framtíðin, segir Vilhjálmur Egilsson rektor. Frá og með 1. október næst- komandi verður póstnúmerið 102 tekið upp fyrir Vatnsmýri. Þá mun sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póst- númerið 102. Mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Þá hyggst Pósturinn einnig gera nokkrar breytingar á póstnúm- erum á landsbyggðinni en helsti til- gangur þeirra er að afmarka sveit- arfélög með sérstökum póst- númerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu. Þannig munu hreppirnir í nágrenni Selfoss, sem áður voru með áritunina 801 Sel- foss, fá hver sitt póstnúmer. Árborg verður áfram með 801 en Flóa- hreppur verður með númerið 803, Gnúpverjahreppur með 804 og Grímsnes- og Grafningshreppur 805. Þá verður Bláskógabyggð með áritunina 806 Selfoss frá og með næstu mánaðamótum. Sveitir í nágrenni Akureyrar sem áður voru með áritunina 601 Ak- ureyri eru sömuleiðis aðgreindar frekar, þannig að Hörgársveit fær póstnúmerið 604 Akureyri, Eyja- fjarðarsveit 605 og Svalbarðs- hreppur verður með 606 Akureyri. 102 Reykjavík frá mánaðamótum Lögreglu barst í vikunni tilkynning um óprúttinn ferðalang sem hafði látið greipar sópa í fríhöfninni í Leifsstöð. Lagði viðkomandi leið sína inn í verslunina í þrígang og hafði á brott með sér varning án þess að greiða fyrir hann. Er lögregla kom á staðinn var hinn grunaði kominn um borð í flugvél og var hann handtekinn þar. Við leit í ferðapoka sem hann var með fannst merkjafatnaður með verðmiðum á, samtals að verð- mæti tæpar 50 þúsund krónur. Ferðalangurinn, sem var erlend- ur, viðurkenndi að hafa tekið fötin án þess að greiða fyrir þau og bar fyrir sig að hann hefði hvorki verið með peninga né kort til að borga fyrir varninginn. Gripinn með merkja- föt í Leifsstöð Meistarakokkarnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson hafa gengið til liðs við Saffran-veitinga- staðina. Munu þeir m.a. þróa nýja rétti á matseðlinum ásamt því sem þeir munu hafa yfirumsjón með gæðamálum á Saffran-stöðunum. Í fréttatilkynningu frá Saffran segir að Viktor Örn og Hinrik séu á meðal fremstu matreiðslumanna landsins en Viktor var valinn mat- reiðslumaður ársins árið 2013, auk þess sem hann vann til brons- verðlauna í matreiðslukeppninni Bo- cuse d’Or árið 2017 sem er ein sú virtasta í heimi. Viktor Örn segir í tilkynningunni að hann og Hinrik hlakki mikið til að prófa sig áfram með að bæta nýjum réttum á mat- seðilinn hjá Saffran. „Þetta er líka gott tækifæri til að spreyta sig meira á tandoori-pottinum, eld- unartæki sem Indverjar hafa unnið með í margar aldir,“ segir Viktor Örn. Jóhann Örn Þórarinsson, einn af eigendum Saffran, segir mikinn feng í nýju liðsmönnunum. „Við hlökkum til að kynna viðskiptavin- um Saffran nýja rétti á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jóhann. Kokkar Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson hefja störf hjá Saffran. Viktor Örn og Hinrik til liðs við Saffran kulturntc verslunin.kultur Kringlan Nýjar haustvörur frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.