Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 36
36 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 þar sem fermingarbörn taka þátt. Vígslubiskup Skálholtsstiftis Kristján Björnsson. Sr. Þór Hauksson, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir djákni þjóna í athöfn- inni. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Á eftir er foreldrafundur fyrir foreldra ferming- arbarna þar sem rætt verður um ferming- arstarf vetrarins. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur, djákna Ássafnaðar, og séra Hjalta Jóns Sverrissonar, prests Laugarnessafnaðar. Brúður, bænir, söngur, sögur. BESSASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Upphaf fermingarstarfsins; fermingarbörn vorsins 2020 og foreldrar þeirra sérstaklega boðin velkomin. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar organista. Sr. Hans Guðberg þjónar fyrir altari og Margrét djákni flytur hug- leiðingu á degi kærleiksþjónustunnar í kirkj- unni. Súpa í boði Lionsklúbbsins Seylu að athöfn lokinni í Brekkuskógum 1. Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um- sjón Sigrún Ósk og Þórarinn. BORGARNESKIRKJA | Kvöldmessa sunnu- dag kl. 20. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason þjón- ar fyrir altari, og kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Fermingarbörn eru hvött til þess að mæta ásamt forráðamönnum. Heiðrún Helga mun fara yfir fermingarstarf vetrarins, og því er því mikilvægt að sem flestir úr hópnum sjái sér fært at mæta. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Síðan fara börnin niður með Steinunni Leifsdóttur. Í messunni þjónar Sighvatur Karls- son héraðsprestur. Kór Breiðholtskirkju syng- ur. Léttur hádegisverður eftir messu. Ensk bænastund kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Boð- ið er upp á hressingu eftir stundina. Í barna- messum þjóna Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jón- as Þórir og sr. Pálmi. Almennar messur kl. 14. Tónlist, bænir, ritningarlestur og hugleiðing. Þar þjóna messuþjónar, Kór Bústaðakirkju, Jónas Þórir og sr. Pálmi. Boðið er upp á hress- ingu eftir stundina. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Gunnar Sigurjónsson. Vinir Digraneskirkju leiða söng. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarfræðsla fyrir verðandi fermingarbörn að messu lokinni. DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Presta- og djáknavígsla kl. 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígir. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkór- inn og organisti er Örn Magnússon. Sunnu- dagaskóli á kirkjuloftinu. Bílastæði við Alþingi, gegnt Þórshamri. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffisopi eft- ir stundina. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhanns- son, leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni organista. Barnakór Fríkirkjunnar syng- ur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjölskyldur fermingarbarna til að mæta og vera með börnum sínum í guðsþjón- ustunni. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjark- ar Pálsdóttur organista. Umsjón með sunnu- dagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Arna Ýrr Sigurð- ardóttir þjóna. Organisti er Hilmar Örn Agn- arsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng. Fermingarbörn og for- eldrar/forráðafólk fermingarbarna úr Keldu- skóla og Rimaskóla eru sérstaklega boðin vel- komin. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Hlustað verður á sögu, sungnir söngvar og í lokin fá börnin límmiða og bók. GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng | Sel- messa kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir pré- dikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agn- arsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju og Vox Populi leiða söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa fellur niður vegna djáknavígslu í Dómkirkjunni kl. 11. Daníel Ágúst Gautason, æskulýðsfulltrúi í Grensás- og Bústaðasöfnuðum, verður vígður til djákna- þjónustu. Sunnudagaskólinn er í Bústaða- kirkju kl. 11. Kyrrðarstund á þriðjudag kl. 12, opið hús til kl. 14. Núvitund kl. 18.15 og opinn kynningar- fundur 12-spora starfs kl. 19.15 á fimmtudag. Ferð eldri borgara á miðvikudag kl. 12.30. Skráning í síma 528 4410 í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn Helgadótt- ir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudaga- skólinn verður á sínum stað og Pétur Ragnhild- arson mun kenna Húba, húba dansinn. Kirkju- vörður Lovísa Guðmundsdóttir, kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skyldustund. Kirkjubrall (Messy Church) kl. 11. Börn og fullorðnir sameinast í sköpun, samveru, borðhaldi og helgihaldi. Vinsamleg- ast mætið í fötum sem má bralla og föndra í. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Guðmundur Sig- urðsson er organisti. Eftir samveruna verður boðið upp á pítsur og djús. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna að- stoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrð- arstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía, kór Háteigskirkju, leiðir messusöng. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sunna Dóra Möller og Lára Bryndís org- anisti sjá um stundina. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Sunnudagaskóli í húsi Jóns Sigurðssonar sunnudaginn 15. sept. kl. 11.15 og kynning- arfundur fermingarfræðslu kl. 12. Guðsþjón- usta kl. 14 í Skt. Pauls-kirkju. Kammerkórinn Staka syngur. Organisti er Sólveig Anna Ara- dóttir. Kirkjukaffi í Jónshúsi. Sr. Ágúst Ein- arsson. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11 er markar upphaf vetrarstarfs sunnudaga- skólans. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Helga, Ingi Þór og Jóhanna María leiða stundina ásamt sr. Erlu og Arnóri organista. Að lokinni messu er boðið uppá súpu og brauð í Kirkjulundi. Kvöldmessa kl. 20 þar sem afhentir verða nýendurgerðir ljósahjálmar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sr. Fritz Már og sr. Erla þjóna. KIRKJA heyrnarlausra | Messa í Grens- áskirkju kl. 14. Prestur er Kristín Pálsdóttir. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Kaffi eftir messuna. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir djákni prédikar á degi kærleiksþjónustunnar. Félagar úr kór Kópa- vogskirkju syngja undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Krúttakórinn og sunnudagaskólabörnin eru sérstaklega boðin í samveruna með Söru Gríms, Auði Guðjohnsen og Aldísi Rut Gísla- dóttur, sem leiðir stundina. Léttur hádeg- ismatur í lok samveru. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Karla- kórinn Esja og Kári Allansson stjórnandi leiða tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Betri stofan, Hátúni 12 kl. 13. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. 17.9. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina. Kirkjan opnar kl. 19.45. 19.9. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádeg- isverður og samvera eldri borgara strax á eftir. Fyrsta samvera vetrarins. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Þór Ólafsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar org- anista. Sunnudagaskóli er í umsjá Rúnars Reynissonar og Ara Agnarssonar. Hressing að loknum stundunum á torginu í safnaðarheim- ilinu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organ- ista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmunds- son. Sunnudagaskólinn hefst kl. 12 þar sem leiðtogar kynna starfið í vetur og í framhaldi mun Leikhópurinn Lotta mæta. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður: Ron Harris frá Bandaríkjunum. Barnastarf. Túlkað á ensku/íslensku. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Eva Björk Valdi- marsdóttir héraðsprestur þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Sveinn Bjarki og leið- togar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almenn- an safnaðarsöng. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn eru boðuð ásamt fjölskyldum sínum. Kór Seyðisfjarð- arkirkju leiðir söng og organisti er Rusa Petri- ashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og með- hjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudaginn kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson annast prestsþjónustuna og Jón Bjarnason organisti leikur á orgelið. Almennur safn- aðarsöngur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta 15. sept- ember kl. 14. Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir altari og prédikar. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Al- mennur söngur við gítarundirleik. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídal- ínskirkju syngja og organisti er Douglas A. Brotchie. Sunnudagaskóli á sama tíma sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi stýrir. Messukaffi í safnaðarheimili. Sjá gardasokn- .is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Popp- messa kl. 11. Tónlistarkonan Madala sér um söng og tónlist. ORÐ DAGSINS: Miskunnsami Samverjinn (Lúk. 10) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Borgarfjörður Húsafellskirkja. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.