Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Plúsarkitektar ehf. hafa fyrir hönd byggingarfélagsins Þingvangs ehf. sent fyrirspurn til borgarinnar varðandi uppbyggingu íbúðar- húsnæðis til skammtímanota á lóð nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg. Af- greiðslu erindisins var frestað á síð- asta fundi í skipulags- og sam- gönguráði Reykjavíkur. Umrædd lóð er í Laugarnesi og óska fyrirspyrjendur eftir því að fá að setja allt að 550-600 innréttaðar íbúðaeiningar á lóðina. Einingarnar yrðu fluttar inn fullfrágengnar, þeim raðað upp og tengdar lagna- kerfi borgarinnar. Mögulegt sé að hafa húsnæðið tilbúið á nokkrum mánuðum. Stöðuleyfi verði til 10 ára en þá er reiknað með að lóðin fari í framtíðaruppbyggingu. Samráð haft við borgina Þingvangur er lóðarhafi og myndi reisa húsnæðið og sjá um viðhald. Þingvangur tekur fram að samsetning leigjenda verði ákveðin í samráði við Reykjavíkurborg og fleiri. Fyrirtækið nefnir Fé- lagsstofnun stúdenta, Félagsbú- staði, ASÍ, farandverkamenn og fleiri. Á afstöðumyndum sem fylgja fyrirspurninni má sjá að gert er ráð fyrir 15 íbúðarhúsum sem verði 3-4 hæðir. Í fjórum húsanna verða 48 íbúðir en 36 í hinum 11. Í miðjunni er gert ráð fyrir þjónustuhúsi. Tek- ið er fram að þetta séu frumskissur og skipulagið gæti breyst við frek- ari vinnslu. Lóðin í Laugarnesi sé heppileg til þessara nota. Hún sé miðsvæðis í borginni, biðstöðvar Strætó nálægt og góðar göngu- og hjólatengingar. Í fyrirspurn Þingvangs og Plús- arkitekta segir að óskin sé sett fram í samræmi við stefnumörkun átakshóps stjórnvalda í húsnæðis- málum frá janúar 2019. Í skýrslunni sé m.a. lagt til að heimilt verði að reisa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum til að bregðast við tímabundnum vanda. „Tilgangur slíkra heimilda er að vinna gegn búsetu í óvið- unandi og ósamþykktu húsnæði, mæta þörf vegna tímabundinnar búsetu og vinna gegn heimilisleysi,“ segir m.a. í fyrirspurninni. Fram kemur að finna megi mörg nýleg fordæmi frá nágrannalönd- unum þar sem húsnæði til skamm- tímanotkunar hafi verið reist til þess að bregðast við tímabundnum húsnæðisskorti. Þingvangur er eitt öflugasta byggingafyrirtæki á Íslandi og hef- ur verið í stöðugum vexti frá stofn- un árið 2006. Eigandi Þingvangs, Pálmar Harðarson, stjórnarmenn og lykilstjórnendur búa allir yfir áratuga reynslu úr verktakaiðnaði, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Félagið hefur m.a. byggt hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, sumarhús, iðnaðarbyggingar, nautabú og verslunarkjarna. Hjá Þingvangi starfa um 100 manns, auk fjölda undirverktaka. Mynd/Plúsarkitektar Möguleg útfærsla Í fyrstu drögum er gert ráð fyrir því að íbúðarhúsin verði 15 talsins. Þjónustuhús í miðjunni. Köllunarklettsvegur Lóðirnar sem um ræðir standa á milli Köllunarkletts- vegar og Sæbrautar. Í framtíðinni verður skipulögð íbúðarbyggð á reitnum. Telja sig geta reist 550-600 íbúðir á nokkrum mánuðum  Þingvangur vill leysa skammtímaskort á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni Frakkland Dæmi um lausn á húsnæðisvanda. Fjögurra hæða nemendaíbúðir í Ville du Havre. Einingar eru 120. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í beint samband við réttan starfsmann sem klárar málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum. Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Þjónustugátt Eignareksturs Traust - Samstaða - Hagkvæmni Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.