Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það getur verið mikil næringog hvatning fyrir fólk aðkoma í ritsmiðju. Sumirskrifa fyrir sjálfa sig og hafa engan áhuga á að fara neitt lengra með það, líta bara á það sem sína útrás. Aðrir koma með texta sem þeir eru þegar byrjaðir á og vilja fara lengra með. Sú hlustun og virðing sem fólk fær á svona nám- skeiði getur hjálpað mikið. Ein- hverjar bækur hafa orðið til í fram- haldi af því að fólk hefur komið á námskeið hjá okkur og sumir nem- endur okkar hafa haldið áfram og farið í meistaranám í ritlist í háskól- anum. Þá finnum við til ljósmóður- tilfinningar,“ segir Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona og rithöf- undur. Hún verður ásamt Soffíu Bjarnadóttur rithöfundi með rit- smiðjuna Skrif og sköpun í október og nóvember fyrir fólk sem vill vinna með eigin texta. „Við erum ekki beinlínis að rit- stýra heldur finna út með fólki hvað textinn þess vill verða. Við rýnum í möguleika textans, skoðum hvað er í honum sem er að reyna að verða til. Stundum eru þeir sem koma til okkar með mjög ákveðnar hug- myndir en stundum alls ekki. Þá er allt opið. Okkur finnst rosalega gaman og gefandi að vinna með texta og að vinna með öðrum höf- undum. Það er líka lærdómsríkt fyr- ir okkur. Mikið traust skapast í svona ritsmiðju og virkilega gaman að leiða hópinn.“ Þykist þú ætla að skrifa? Halla segir að þær Soffía vinni líka með kveikjur að hugmyndum fyrir skapandi skrif og hvernig fólk geti komið sér af stað. „Það er áríðandi að taka rit- skoðarann af öxlinni sem er alltaf að hvísla: Heldurðu að þetta sé góð hugmynd? Hver heldurðu eiginlega að þú sért? Þykist þú ætla að fara að skrifa? Við hjálpum fólki að fjar- lægja þennan niðurrífandi ritskoð- ara sem við erum mörg með á öxl- inni. Við viljum ekki að hann trufli okkur á meðan við erum að vinna. Þannig hjálpum við fólki að ryðja hindrunum úr vegi. Ef fólk kemur með texta með sér vinnum við meira eins og skrifvinir eða ritvinir og ígrundum texta hvert annars. Þetta fer allt eftir því hvernig hópurinn er saman settur. Við höfum verið með hóp þar sem allir komu með texta en við höfum líka verið með hóp þar sem enginn kom með texta,“ segir Halla og bætir við að þær Soffía leggi áherslu á traust innan hópsins. „Við kennararnir gefum ekki aðeins endurgjöf á textana, heldur einnig þátttakendur, enda erum við líka að þjálfa lestur skrifaranna, að þeir greini og skynji texta. Stundum sér maður betur hjá öðrum en sjálf- um sér hvað texti býður upp á, því sá texti sem maður skrifar sjálfur vill stundum lokast um sjálfan sig og finnur engar leiðir. Í þessu eins og mörgu öðru er glöggt gests aug- að.“ Að taka eftir því sem knýr á Fyrirkomulagið í ritsmiðjunni hjá Höllu og Soffíu er þannig að þær eru alltaf báðar til staðar í leið- beiningunni. „Við prófuðum strax í byrjun að vera báðar og það hefur reynst vel. Boltinn gengur skemmtilega á milli okkar Soffíu þegar við erum að kenna og þá fá nemendur fleiri sjónarhorn. Við teljum það líka kost fyrir nemendur að hafa tvo kennara í einu, því við förum það nálægt bæði höfundi og texta í þessari vinnu.“ Þegar Halla er spurð að því hvernig kennsla fari fram í inn- blæstri og hugmyndavinnu segir hún það felast í að benda fólki á leiðir. „Grunnstefið lærði ég hjá Þor- valdi Þorsteinssyni heitnum þegar ég fór sjálf í tvígang í ritsmiðju til hans, en hann sagði: „Taktu eftir því sem þú tekur eftir.“ Ég tek eftir einhverju sem vek- ur athygli mína og kannski vil ég nota það í texta mínum og sköpun- arvinnu, en einhver annar tekur eft- ir allt öðru og þess vegna verða textar okkar aldrei eins. Við af- greiðum það sem við tökum eftir sem eitthvað léttvægt og lítilfjörlegt en stundum leita einfaldir hlutir á okkur aftur og aftur. Þetta snýst einmitt um að taka eftir því sem knýr á, að hver og einn spyrji sig að því hvað banki upp á hjá honum og veiti því athygli. Öll skynfæri geta verið þarna undir, af hverju finn ég til dæmis alltaf rúgbrauðslykt þegar ég geng framhjá þessu húsi? Hvers vegna tek ég alltaf eftir því? Langar mig að gera eitthvað við það?“ segir Halla og bætir við að ólíklegustu hlutir geti orðið kveikjur. „Það getur verið eitthvað í um- hverfinu en það getur líka verið í minningum. Æviminningar hafa aldeilis ratað í bækur, af því að það er eitthvað sem fólk tekur eftir í minningum sínum og vill deila með öðrum. Tónlist getur líka verið kveikja eða eitthvað allt annað. Við leiðum fólk í það hvar það geti sótt sér innblástur og hvernig við getum tekið eftir því hvað veitir okkur inn- blástur. Við þurfum að kveikja á skynfærunum og athuga hvað það er sem talar til okkar og okkur langar annaðhvort að miðla áfram eða umturna, og nota sem kveikju.“ Halla segir að þær Soffía fái fólk á öllum aldri og báðum kynjum í ritsmiðjuna til sína. „Við miðum þetta við fullorðna, frá 18 ára, en til okkar hefur komið fólk allt upp í sjötugt.“ Að dusta púkann af öxlinni Að setjast niður og skrifa skapandi texta er nokkuð sem margir gera. Sumir gera það fyrir skúffuna og sjálfa sig, aðrir gera það til að fara eitthvað lengra með efni sitt. Halla Margrét Jóhannesdóttir og Soffía Bjarnadóttir verða með ritsmiðjuna Skrif og sköpun, í haust fyrir fólk sem vill vinna með eigin texta. Thinkstock Setið að skriftum Oftast hefur fólk velt hlutunum fyrir sér vel og lengi áður en það mundar pennann til að koma hugsunum sínum á blað. Fyrsta námskeið hefst 2. okt og fer fram í Dósaverksmiðjunni, Tin Can Factory, Borgartúni 1, Rvk. Skráning og nánari upplýsingar á skrifogskopun@gmail.com eða í síma 695 1321. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikkona og rithöfundur Halla Margrét segir það afar gefandi að leiðbeina fólki í því að vinna með eigin texta. Í ýmsum heimildum er fullyrt að söngur í íslenskum kirkjum fram á síðari hluta 19. aldar hafi víða verið úr lagi genginn. Hver hafi sungið sitt lag við sálmana, ekki verið samtaka né haft þekkingu né skilning á nótum né takti. Eitt og annað kemur þar til Á morgun, sunnudaginn 15. sept- ember kl. 14, fylgir Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns í Þjóðminja- safni Íslands, gestum um sýninguna Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Til sýningar þessarar var efnt í tilefni þess að út- gáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands í 31 bindi lauk á sl. ári. Á sýningunni sem stendur til 27. október er sýndur fjöldi gripa sem fengnir voru að láni úr 42 kirkjum vítt um landið. Gripunum er skipað niður í einingar og leitast er við að setja þá í listfræðilegt samhengi. Þeir elstu eru frá miðöldum og yngstu frá 20. öldinni. Fjölbreytni gripanna varpar ljósi á smekk og fagurfræði hvers tíma. Listrænt og menningarsögulegt gildi íslenskrar kirkjulistar má glöggt sjá í gripaköflum bókaflokksins og sýningin varpar ljósi á fjölbreytileika gripa í íslenskum kirkjum. Þessu tengt er að næstkomandi þriðjudag, 17. september, flytur dr. Bjarki Sveinbjörnsson erindi í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Kirkjusöngurinn á 18. og 19. öld, hefst kl. 12 og er öllum opinn. eins og misgóðir forsöngvarar, bygg- ingarlag margra kirkna, sætisskipan kirkjugesta, skortur á söngbókum og þekkingu á nótnalestri, hefðir og fleira. Bjarki mun draga upp mynd af þessum þáttum, gera grein fyrir ástæðum og tilraunum til úrbóta. Leiðsögn um kirkjusýningu og fyrirlestur um tónlist á Þjóðminjasafni Íslands Listræn fjölbreytni og sögulegt samhengi Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðminjasafn Lilja Árnadóttir mun á morgun, sunnudag, fylgja fólki um sýn- ingu þar sem má líta marga gripi sem fengnir eru úr kirkjum víða um landið. Fyrirtæki með mikla möguleika Gamalgróin og vel þekkt raftækjaverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Mikill eigin innflutningur á ýmis konar rafmagnsvörum sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og heildverslun. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.