Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
✝ Jón MagnúsMagnússon
fæddist í Reykjavík
28. október 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum 20. ágúst
2019.
Jón Magnús bjó á
Nýlendugötunni
fyrstu tvö árin, flutt-
ist þá með fjölskyldu
sinni á Fálkagötu
sem tilheyrði Gríms-
staðaholtinu í Vesturbæ Reykja-
víkur. Foreldrar hans voru Jón
Magnús Jónsson, f. 22. maí 1897,
d. 4. september 1970, og Petrína
Guðný Nikulásdóttir, f. 13. mars
1905, d. 14. febrúar 1982.
Eiginkona Jóns Magnúsar til
60 ára er Kristrún Bjarney
Hálfdanardóttir, f. 8. nóvember
1940.
Börn þeirra eru: 1) Þórdís, f.
1958, maki Ólafur Helgi Kjart-
Barnabarnabörnin eru átta
talsins.
Jón Magnús og Kristrún
bjuggu lengst af á Fálkagöt-
unni í Vesturbæ Reykjavíkur,
áður en þau fluttu á Laug-
arnesveginn og síðar í Sand-
gerði. Hann byrjaði að vinna
mjög ungur hjá H. Ben., síðar
fyrir íþróttahreyfinguna, á
Melavellinum og á Laugardals-
vellinum. Auk þess starfaði
hann sem dyravörður á
skemmtistaðnum Röðli. Hann
spilaði með Knattspyrnufélag-
inu Þrótti frá stofnun þess,
1949. Félagið var starfrækt í
Vesturbæ Reykjavíkur á þeim
tíma. Hann lék upp alla flokka
og þar með yfir 50 leiki í meist-
araflokki. Hann starfaði mikið í
félagsmálum, var formaður
knattspyrnudeildarinnar í þrjú
ár og sat í aðalstjórn félagsins í
fjögur ár. Þá þjálfaði hann
meistaraflokkinn 1965 en það
árið vann Þróttur B-deildina og
öðlaðist við það keppnisrétt í A-
deild 1966. Íþróttir voru honum
ætíð hugleiknar.
Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
ansson, f. 1953,
börn þeirra eru
Kristrún Helga, f.
1980, Melkorka
Rán, f. 1983, Kol-
finna Bjarney, f.
1992, og Kjartan
Thor, f. 1992. 2)
Jón Magnús, f.
1963, maki Gyða
Viðarsdóttir, f.
1961, börn þeirra
eru Jóna Björk, f.
1980, Linda Rós, f. 1990, og
Halldóra Jóna, f. 1993. 3) Sigríð-
ur Jóna, f. 1966, maki Magnús
Ásgeirsson, f. 1960, börn þeirra
eru Þórdís Eirný, f. 1992, og
Guðrún Lovísa, f. 2002. 4) Jón
Magnús eignaðist Tómas Huld-
ar, f. 1983, barnsmóðir Eldey
Huld Jónsdóttir, maki Guðlaug
Birna Kristmannsdóttir, f. 1983,
börn þeirra eru Leó Steinn, f.
2011, og Salka Líf, f. 2013.
Elsku hjartans Nonni, að
kveðja þig er það erfiðasta sem ég
hef þurft að gera. Ég finn þó styrk
í öllum minningunum okkar sem
ég mun ylja mér við. Takk fyrir
samfylgdina í öll þessi ár okkar og
eins og segir í laginu:
We’ll meet again
don’t know where
don’t know when
but I know we’ll meet again
some sunny day.
Þín alltaf, Kiddý.
Kristrún Bjarney.
Minningarnar streyma fram.
Heyrði að pabbi hefði farið á
handahlaupum þegar ég fæddist,
þá 18 ára piltur. Lærði á spil með
því að sitja á hnjánum á pabba að
fylgjast með honum spila vist í
fjölskylduboðum. Á skautum á
Melavellinum, þar sem pabbi
vann á daginn. Koma inn í hlýjuna
og hann nuddaði á mér hendurn-
ar. Með honum í leigubíl á Röðul,
þar sem hann vann sem dyravörð-
ur á kvöldin. Helga Marteins, eig-
andi, alltaf í peysufötum, tók á
móti mér opnum örmum. Henni
og pabba var vel til vina. Hún
flutti reglulega inn erlenda
skemmtikrafta. Ég fékk að fylgj-
ast með þeim baka til, úr dyra-
gætt. Með pabba á Röðul seinni-
part dags og heyrði
húshljómsveitina æfa sig. Á Röðli
vaknaði tónlistaráhugi minn sem
við hjónin deilum, á tónleikum hér
heima og erlendis. Pabbi gaf mér
forláta segulbandstæki. Notaði
það til þess að taka upp lög úr ka-
naútvarpinu. Útilegurnar og
sunnudagsbíltúrar með teppi og
nesti eru ofarlega í minni. Pabbi
var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa með skólalærdóminn,
stærðfræði eða saumaskap og allt
þar í milli. Hann gat allt. Þótt
pabbi væri í tveimur vinnum var
hann alltaf nálægur.
Á unglingsárunum var stund-
um drama í gangi því mér fannst
hann vilja fylgjast fullmikið með
því sem ég hafði fyrir stafni. Gerði
mér seinna grein fyrir því að það
er það sem góðir pabbar gera.
Fullorðinsárin og hann orðinn
afi. Gerði mikið ásamt mömmu
fyrir börnin okkar hjóna sem
minnast afa síns með blíðu.
Við hjónin bjuggum á Ísafirði í
18 ár en aldrei slitnaði strengur-
inn. Alltaf var slegið upp veislu
þegar frumburðurinn kom í bæ-
inn til að gista. Fluttum á Selfoss.
Undir lok búsetu þar veiktist ég
og þurfti reglulega í bæinn til
rannsókna og eftirlits. Pabbi
reddaði því og keyrði sína út og
suður. Iðulega var stoppað hjá
Sissa bakara í súpu og kaffi í há-
deginu. Við fluttum til Keflavíkur
og pabbi og mamma ári síðar í
Sandgerði. Mikil var gleðin hjá
mér að fá að hafa þau nærri mér,
fara í helgarkaffi í spjall og hlusta
á sögur frá í gamla daga af Gríms-
staðaholtinu. Því miður vegna
veikinda pabba áttu þau mamma
ekki langan tíma til að njóta í Sól-
gerði, eins og pabbi kallaði Sand-
gerði.
Pabbi var íþróttamaður á yngri
árum, gallharður Þróttari. Hann
var sterkur, réttsýnn, sanngjarn,
sjálfstæðismaður, vel að sér um
menn og málefni og umfram allt
hagleiksmaður. Hann var afar
stoltur af afkomendum sínum.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með hlýju og þakklæti fyrir gott
veganesti í lífinu og takk fyrir að
láta mig alltaf finnast ég elskuð.
Það er þér og mömmu að þakka
hversu hamingjusama og litríka
æsku ég átti.
Elsku mamma mín, söknuður-
inn er mikill. Þið pabbi voruð tvær
hliðar á sama peningi. Alltaf sam-
an og nutuð eftirlaunaáranna.
Veikindi pabba tóku sinn toll og
það var ekki gaman lengur. Það
var auðsjáanlega léttir fyrir hann
að fá að fara, svo friðsæll og fal-
legur. Við höldum saman utan um
minningarnar um elsku pabba.
Þín
Þórdís Jónsdóttir.
Elsku pabbi er dáinn. Það er
merkilegt að finna fyrir sorg og
söknuði en um leið ró og friði.
Pabbi var kallaður Nonni Magg
og svo bætti hann sjálfur við það
með dásamlegri hógværð – „best
in town“. Snillingur.
Hann ólst upp á Fálkagötu á
Grímsstaðaholtinu í Vesturbæ
Reykjavíkur eins og reyndar
mamma líka. Þau ólust upp í sömu
götunni og bjuggu þar fram á sex-
tugsaldur. Það er mjög skemmti-
legt að eiga foreldra sem eiga
æskuna og æskufélagana saman.
Það voru svo margar sögur sem
maður heyrði um lífið, vinina og
tilveruna á þeirra æskuárum.
Pabbi vann alltaf mikið en
þrátt fyrir það tókst honum að
finna tíma fyrir bíltúra, útilegur
og lautarferðir með okkur fjöl-
skyldunni. Við tvö vorum mjög
mikið saman því ég nánast bjó á
Melavellinum og á Laugar-
dalsvellinum þegar ég var krakki
og unglingur.
Þrátt fyrir stutta skólagöngu
hannaði hann, teiknaði og smíðaði
það sem honum datt í hug. Hann
smíðaði tæki sem notuð voru á
íþróttavöllunum, lagði hitaveitu í
húsið okkar og klæddi það að ut-
an, gerði við bíla og vélar og svona
mætti lengi telja.
Pabbi kenndi mér mikið, með-
vitað og ómeðvitað með sinni
ákveðni, vinnusemi, þolinmæði,
yfirvegun og umburðarlyndi.
Ósjaldan heyrði maður frasana
hans; það eru ekki til vandamál
heldur verkefni, sem kenndi
manni að vandamál er eitthvað til
að vinna með en ekki til að velta
sér upp úr; þú gerir ekki meira en
þú getur, sem var mjög notalegt
að heyra en fékk mann líka til
þess að hugsa; hmm, var ég að
gera eins og ég gat? Hann kenndi
manni einnig að við manneskjurn-
ar erum ekki fullkomin vél og við
erum alla ævina að læra á okkur
sjálf og hvernig við förum með líf-
ið. Hann var líka mjög ákveðinn
og fylginn sér, ósjaldan sagði
hann; svona verður þetta og ekk-
ert kjaftæði.
Pabbi var mjög hraustur mað-
ur en síðustu árin fóru veikindi að
kræla á sér. Ég þekki engan
mann sem hefur farið í eins marga
uppskurði og haft eins marga
varahluti í skrokknum eins og
hann; plötu í höfuðkúpunni, skrúf-
ur og nagla hér og þar, rör, net og
lím í kviðnum. Hann var þó ekki
að fárast yfir þessu. Hann var
alltaf bjartsýnn og kátur. Tók allt-
af öllu með stökustu ró og yfirveg-
un. Þegar maður spurði hvernig
hann hefði það sagði hann alltaf:
Það er allt í lagi með mig. Ef þetta
leit eitthvað illa út hjá honum
sagði hann: Það er allt í lagi með
mig en þú þyrftir hins vegar að
tala við hana mömmu þína. Það
var ekki fyrr en undir það síðasta
að maður fann fyrir þreytu og
leiða hjá honum. Það er ekki auð-
velt fyrir vinnusaman mann sem
gerði allt sjálfur að geta ekki
haldið því áfram. Hann var mjög
þakklátur fyrir það sem mamma
og við öll hin gerðum fyrir hann
en honum líkaði ekki þessi van-
máttur eins og hann kallaði það.
Elsku mamma, nú stendur
„The crazy family“ frammi fyrir
því að lifa lífinu án pabba, þó að
sjálfsögðu með hann í hjarta og
huga. Leysum verkefni, gerum
okkar allra besta og höldum
áfram að læra af lífinu. Það mun
okkur takast því annað kemur
ekki til greina, eins og hann hefði
sagt; þið gerið það og ekkert
kjaftæði.
Kveðja
Sigríður Jóna (Sigga Jóna).
Árið er 1985 og ég nýbúinn að
kynnast Siggu minni og það kom
að því að hitta foreldra hennar,
Nonna og Kiddý, í fyrsta sinn.
Þessi skref voru frekar tauga-
trekkjandi eins og margir upplifa
þegar hitta á foreldra kærustunn-
ar í fyrsta skipti. Hvernig eru
þau? Hvernig taka þau mér?
Hvað er ég kominn út í? Ég hefði
alveg getað sparað mér þessar
áhyggjur og stress því það fyrsta
sem Nonni sagði með sinni hrjúfu
röddu og þvílíku glotti var: „Ertu
nokkuð stressaður?“ Það var eins
og þungu fargi væri af mér létt.
Það var húmor í honum.
Frá þessari stundu myndaðist
sérstakt og sterkt vinasamband á
milli mín, Nonna og Kiddýjar og
voru þau mínir bestu vinir. Ekki
hefði ég getað hugsað mér betri
tengdaforeldra. Það er hægt að
lýsa Nonna með mörgum orðum
en það sem er efst í huga mínum
er hve hjálplegur, hugulsamur og
skemmtilegur hann var. Það var
alltaf mikið hlegið hvort sem við
vorum tveir einir eða fleiri í fjöl-
skyldunni voru komin saman.
Einnig fannst mér mikið varið í
hvað hann var hreinskilinn, hann
sagði hlutina eins og þeir voru og
talaði aldrei undir rós – hans að-
alfrasi var: „Og ekkert kjaftæði.“
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa kynnst honum Nonna og
hafa fengið að hafa hann í mínu lífi
í þetta langan tíma. Ég á þó mjög
erfitt með að sætta mig við það að
hann sé farinn og söknuðurinn er
mikill. Það sem hjálpar eru allar
minningarnar um minn yndislega
og frábæra tengdapabba og minn
besta vin.
Elsku Nonni, best in town,
hvíldu í friði og ég hlakka til að
hitta þig í Sumarlandinu.
Kveðja,
Magnús Ásgeirsson
(Maggi Ásgeirs).
Elsku afi Nonni, það er svo erf-
itt að sætta sig við að þú hafir ver-
ið tekinn svona snögglega frá okk-
ur. En þegar ég hugsa til baka um
okkar tíma saman, þá hlýnar mér
í hjartanu og ég get ekki annað en
brosað og glaðst yfir því að hafa
átt svona frábæran afa og langafa
fyrir börnin mín. Við eyddum
kannski ekki miklum tíma saman
þar sem við bjuggum á Ísafirði
þegar ég var að alast upp og svo
eftir framhaldsskóla bjó ég í
Bandaríkjunum, kom heim og við
Seckin eignuðumst Volkan og
Dömlu og fórum svo aftur til
Bandaríkjanna. En ég er svo
þakklát fyrir að hafa verið komin
heim aftur og hafa náð að eyða
smá tíma með þér og kveðja þig
almennilega með allri fjölskyld-
unni.
Það eru nokkrar minningar
sem ég geymi á mjög sérstökum
stað í hjarta mínu. Ég man svo vel
eftir því að sitja í eldhúsinu á
Fálkagötunni þegar ég var
kannski í kringum fimm ára ald-
urinn og þú sýndir mér puttagald-
urinn. Ég trúði ekki mínum eigin
augum og fannst þú flottasti afinn
í heiminum. Að þú skyldir vera
svona klár að taka af þér þumal-
fingurinn og setja hann aftur á
þig! Þau voru ófá skiptin sem þú
sóttir mig á flugvöllinn þegar ég
kom í heimsókn frá Ísafirði. Ég
man alltaf eftir þér að horfa á fót-
boltann, enda varstu Die Hard-
aðdáandi. Ég man þegar við flutt-
um á Laugaveginn, þá mættir þú
á svæðið og hjálpaðir okkur að
dytta að ýmsu, eins og setja upp
gardínur og fleira. Enda varstu
frábær þúsundþjalasmiður og ég
held að það sé ekkert sem þú gast
ekki gert. Ég man eftir því að þú
varst svo duglegur að spjalla við
Seckin á ensku og auðvitað um
fótbolta.
Svo þegar fjölskyldan flutti
okkur Seckin og Volkan á Fálka-
götuna áður en við komum heim
frá Tyrklandi varst þú þar að
hjálpa til. Þér fannst ekkert mál
að koma með mér og Seckin að
kaupa fyrsta bílinn okkar og þeg-
ar rafgeymirinn var alltaf að klár-
ast, sama á hvaða tíma dags, varst
þú mættur til að gefa okkur start.
Þetta gerðist næstum vikulega yf-
ir veturinn svo það endaði með því
að þú gafst okkur kaplana.
Ég á svo margar æðislegar
minningar en svona man ég eftir
þér, elsku afi Nonni, alltaf svo
hjálpsamur, alltaf tilbúinn að
koma hlaupandi. Þú varst með svo
stórt hjarta. Ég mun aldrei
gleyma þér brosandi út að eyrum.
Takk fyrir að hafa verið afi minn
og eins og við öll lofuðum munum
við passa upp á ömmu Kiddý fyrir
þig. Elska þig alltaf.
Þín
Melkorka.
Amma Kiddý og afi Nonni voru
rétt fertug þegar ég fæddist. Ég
tel mig hafa notið góðs að eiga svo
unga ömmu og afa og það eru for-
réttindi að hafa fengið að njóta
samvista við afa í svo mörg ár á
meðan hann var ungur og hraust-
ur.
Afi Nonni var góðhjartaður,
ósérhlífinn og klár maður. Mér
eru minnisstæðar bílferðir og
stúss með afa, ömmu og Perlu
hundinum þeirra í gráu Mözdunni
þegar ég kom í heimsókn frá Ísa-
firði á mínum yngri árum. Afi var
hlýr og sýndi mér ávallt væntum-
þykju. Afi var sá sem kenndi mér
á klukku og hann kenndi mér að
tefla. Hann var fjölhæfur og
handlaginn. Fyrir utan það sem
hann lagaði og bætti sem tengdist
heimili, vinnu eða bílum man ég
sérstaklega eftir því þegar hann
lagaði fyrir mig dúkkuna mína.
Ég átti dúkku sem lýsti í myrkri
ef þrýst var á magann á henni.
Hún bilaði og hætti að lýsa. Afi
gerði sér lítið fyrir og tók út allt
vírakerfið í dúkkunni splæsti og
sauð saman vírana, saumaði fóðr-
ið saman aftur og dúkkan var sem
ný. Í einni Reykjavíkurheimsókn-
inni fékk ég augastað á leikfangi
sem mig langaði að safna fyrir. Afi
gaf mér gamlan vindlakassa úr
tré sem hann stakk upp á að ég
myndi nota fyrir peningana á
meðan ég væri að safna. Afi var
svo duglegur að gauka að mér aur
í kassann að það leið ekki á löngu
þar til ég átti fyrir leikfanginu.
Afi vann á Laugardalsvellinum
og ég fékk stundum að heimsækja
hann í vinnuna. Þrátt fyrir að
deila ekki íþróttaáhuga afa fannst
mér spennandi að flækjast um
króka og kima á vinnustaðnum
hans. Þegar ég flutti suður til að
fara í háskóla reyndust amma og
afi mér vel og það var gott að eiga
þau að. Afi vildi ekki vita af mér
einni að ganga heim í Vesturbæ af
djamminu úr miðbænum og tók
loforð af mér að ég myndi alltaf
hringja í hann sama hvað klukkan
væri ef ég fengi ekki bílfar.
Afi var alltaf svo blíður og ljúf-
ur við Ríkharð son minn og al-
mennilegur við Ómar manninn
minn en þeir deildu áhuga á fót-
bolta og golfi sem þeir ræddu þeg-
ar þeir hittust. Afi hafði fallega
rithönd og þau amma hafa gefið
Ríkharði mörg falleg tækifær-
iskort sem við höfum geymt og
okkur þykir dýrmætt að eiga í
dag þar sem afi skrifaði alltaf á
kortin.
Ég mun sakna afa Nonna og
vildi að ég hefði fengið enn lengri
tíma með honum sem ég gæti nýtt
betur. Ég er þakklát fyrir sam-
verustundir okkar og að eiga
margar fallegar og góðar minn-
ingar um yndislegan afa.
Hvíldu í friði, elsku afi Nonni.
Kristrún Helga.
Afi Nonni okkar. Við eigum
erfitt með að finna orðin til að
byrja kveðjuna til þín. „Best in
town“, afi okkar. Við varðveitum
minningarnar. Litla baunin mun
verða upplýst um manninn sem
hún fékk ekki að kynnast. Tók
Perla vel á móti þér? Við vonum
það svo sannarlega. Einn daginn
fáum við að heyra hvernig fagn-
aðarlætin voru þegar þið hittust
aftur. Þangað til þá – elskum við
þig og söknum sárt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þínar afadætur,
Þórdís Eirný
og Guðrún Lovísa.
Hann Jón Magg er fallinn frá
og mig langar að kveðja hann með
nokkrum orðum. Margar góðar
og ógleymanlegar minningar
koma í hugann þegar ég hugsa til
hans.
Ég kynntist Jóni Magg á
íþróttavöllum Reykjavíkur þegar
ég byrjaði þá lítill 14 ára pjakkur
að vinna sumarvinnu á Laugar-
dalsvelli og Melavelli. Nonni var
verkstjóri á Melavellinum og síð-
ar yfirverkstjóri á Laugardals-
vellinum. Hann stjórnaði vinnu-
flokki sem sá um alla kappleiki og
íþróttamót sem haldin voru á
Laugardalsvelli, Melavellinum og
félagsvöllunum í Reykjavík.
Nonni Magg, eins og hann var
alltaf kallaður, var sérstaklega
ljúfur og góður maður og reyndist
okkur einstaklega vel. Hann var
okkur góður verkstjóri, kenndi
okkur handverk og vinnubrögð og
á þann hátt átti hann heilmikið í
því að koma okkur til manns.
Hann hélt utan um okkur, þessa
ærslafullu ungu stráka, og var
duglegur að kenna okkur og leið-
beina til betri vegar.
Það var sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, allt lék í höndum
hans. Hann var alltaf fyrsti mað-
ur, sama hvort það var vegna
knattspyrnuleiks eða frjáls-
íþróttamóts á Laugardalsvelli eða
skautasvells á Melavelli eða á
Tjörninni í Reykjavík, og alltaf
vorum við með eins og jafningar.
Nonni Magg var einstaklega
hjálplegur og alltaf boðinn og bú-
inn að hjálpa. Þannig man ég vel
þegar ég, ungur drengur, var að
fara í tjaldútilegu á Laugarvatn
en átti ekki neinn himin yfir tjald-
ið mitt. Nonni var fljótur til:
„Gústi, eigum við ekki bara að
sauma himin á tjaldið þitt?“ Og
eins og við manninn mælt þá sát-
um við nokkur kvöld í Baldurs-
haga og Nonni saumaði þennan
fína himin fyrir mig.
Eins man ég svo vel þegar ég
eignaðist fyrsta bílinn minn, 18
ára, þá hafði ég ætlað mér að
skipta sjálfur um bremsuklossa.
Eitthvað vafðist það fyrir mér,
stráklingnum, og það endaði
þannig að fingur minn klemmdist
illa í smergelskífu. Þá var það
Nonni Magg sem var fyrsti mað-
urinn til að mæta og henda bíln-
um í lag og klára verkið.
Það var stutt í glens og gaman
hjá Nonna Magg og við fengum
alltaf að sprella heilmikið á Vell-
inum. Minnisstætt er þegar við
tókum marga daga í að búa til og
leika í stuttri kvikmynd þar sem
gert var grín að spaugilegum at-
vikum sem gerst höfðu í boltanum
og frjálsum íþróttum á vellinum.
Á hverju sumri stóð Nonni
Magg fyrir því að halda frjáls-
íþróttamót og knattspyrnumót á
Laugardalsvellinum þar sem við í
flokknum hans kepptum saman.
Þetta var Nonni Magg því hann
vildi hafa gaman og var vinur okk-
ur.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
notið leiðsagnar hans og vináttu í
svo mörg ár á vellinum. Ég veit að
það er mér dýrmætt veganesti í
lífinu sem hann kenndi mér.
Nonni Magg er einn allra besti
maður sem ég hef orðið samferða
á lífsleiðinni og hann reyndist mér
alltaf vel.
Ég sendi Kristrúnu, konu
Nonna Magg, og börnunum fjór-
um og fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur. Jón Magg var
góður maður sem skilur eftir hlýj-
ar og góðar minningar. Ég veit að
ég tala fyrir hönd allra þeirra sem
unnu í flokkunum hans á íþrótta-
völlunum í Reykjavík. Ég kveð
þig með söknuði Nonni minn.
Ágúst Kr. Björnsson,
vallarstarfsmaður.
Jón Magnús
Magnússon
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi Nonni. Það er
ótrúlegt hvað margar
minningar úr æsku rifjast
upp þegar þú ert farinn. Að
fá að sitja hjá þér og horfa á
fótboltann eða formúluna
og vindlalyktin sem minnir
mann enn þann dag í dag á
nærveru þína. Sama hvað
varstu alltaf tilbúinn að
hjálpa, hlaupa til og skutla
dag sem nótt. Þín er sárt
saknað.
Hvíldu í friði,
Kjartan Thor og
Kolfinna Bjarney.