Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 15
þessari orðræðu í setningarræðu sinni á Alþingi en orð hans eiga vel við orðræðuna sem er í gangi gagn- vart mér opinberlega úr lög- reglunni.“ – Nú hefur komið fram í fréttum að stjórnir Lögreglufélags Eyja- fjarðar og Lögreglufélags Þing- eyinga lýsi yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna um að efna beri til úttektar á ríkislög- reglustjóra. Þá eru stjórnirnar sagð- ar fagna frumkvæði dómsmála- ráðherra í málinu og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin verði unnin. Af slíkum fréttum má skilja að óánægja sé með störf þín? Skiptar skoðanir um hlutverkið „Allt frá stofnun embættis ríkis- lögreglustjóra hafa verið mjög skipt- ar skoðanir um hlutverk þess og stöðu í lögreglukerfinu. Það voru all- margir áhrifamenn innan lögreglu – þá er ég að tala um yfirmenn lög- reglu – sem voru þeirrar skoðunar að það ætti ekki að setja þetta embætti á fót. Síðan voru þeir þeirrar skoðunar að embættið ætti að vera pínulítil stjórnsýslueining. Og aðrir voru á þeirri skoðun að embættið ætti ekki að fara með stjórn lögreglumála. Síðan eru liðin rúm 20 ár frá því embættið var stofnað og á þeim tíma höfum við farið í gegnum tímabil þar sem mis- mikill ágreiningur hefur birst um embættið innan lögreglunnar. Það hafa verið átök um hvert hlutverk embættisins eigi að vera en það var sérstaklega áberandi fyrir nokkrum árum. Á þessum 22 árum hefur þessi umræða gosið upp með ákveðnu millibili.“ – Hefur umræðan farið fram innan ykkar raða, án þess að fara upp á yfirborðið? „Já.“ – Hefur verið undiralda? „Já. Það hafa verið átök og skiptar skoðanir um hlutverk embættisins allar götur frá stofnun þess. Það hefur yfirleitt ekki birst opinberlega með þeim hætti sem nú er. Átökin sem birtast almenningi núna eru meðal annars út af því að ég hef haldið því fram – hef að vísu farið varlega í það í gegnum tíðina – að það eigi að stokka upp kerfi lög- reglunnar í landinu. Að stofna eigi nýtt embætti lögreglustjóra yfir landið allt og endurraða verkefnum og starfsmönnum inn í þetta nýja embætti. Og að það eigi að fá utan- aðkomandi erlendan aðila, með sér- fræðiþekkingu, til að gera heildar- úttekt á lögreglunni og koma með tillögur um hvernig framtíðar- lögreglan, með tilliti til verkefna framtíðarlögreglu, eigi að líta út.“ Hægt að fara betur með skattfé – Nú eru ellefu embætti með lög- reglumenn á launaskrá; níu lög- regluembætti, héraðssaksóknari og ríkislögreglustjóri. Hvernig sérðu þetta kerfi fyrir þér eftir 10 ár ef þér verður að ósk þinni? „Ef hugmyndir mínar myndu ræt- ast, með einni eða annarri birting- armynd, væri einn lögreglustjóri yfir landinu og áherslur þess emb- ættis færu eftir verkefnum á hverjum tíma, sveigjanleika og þörf- um eftir landshlutum. Mannafli og um leið skattfé almennings myndi þá nýtast betur en nú er.“ – Fara miklir fjármunir í yfir- stjórn hjá svo mörgum embættum? „Já, nú fara miklir fjármunir í há- timbraða yfirmannabyggingu í land- inu. Þar má telja fjölda lögreglu- stjóra, yfirlögregluþjóna, aðstoðar- yfirlögregluþjóna, aðalvarðstjóra, varðstjóra, lögreglufulltrúa og svo mætti áfram telja. Vandinn við fyrir- komulagið í dag er að það eru of mikil átök og núningur um fjárveit- ingar og völd og það er of mikill sér- hagsmuna- og eiginhagsmunaþrýst- ingur í þessu kerfi. Ef lögreglan væri eitt lið, eitt embætti vil ég segja, þá væri ekki þessi núningur og valdabarátta og togstreita um fé og verkefni eins og við höfum orðið vitni að. Þá ekki aðeins að undan- förnu eins og ég sagði áðan, heldur hefur þetta verið allt frá upphafi embættisins fyrir 22 árum. Það má ekki gleyma því að ég hafði sem ungur varalögreglustjóri í Reykjavík þá skoðun að það ætti að fækka lögreglustjórum og sýslu- mönnum í landinu, sem þá voru 27 talsins, og aðgreina sýslumanns- verkefni frá lögreglustjórn og toll- stjórn. En eins og menn kannski muna var þetta allt á sömu hendi sýslumanns nema hér í Reykjavík. Ég fékk ekki miklar undirtektir við þeim hugmyndum en þetta gekk nú samt eftir. Sýslumönnum og lög- reglustjórum var fækkað og lög- reglu- og tollstjórn aðskilin frá embættum sýslumanna. Þegar litið er til baka má segja að við stefnum í þá átt að gera lögregluna að einu embætti, þannig að hún verði eins og ríkisskattstjóri og ríkistollstjóri. Áður voru nokkrir skattstjórar og tollstjórar um landið en nú eru þetta embætti hvort um sig.“ Nýtist almenningi sem best – Það er væntanlega ekki sársaukalaust fyrir menn þegar embætti eru sameinuð. Menn fá þá kannski ekki þær vegtyllur sem þeir sækjast eftir? „Lögreglan hefur takmarkað fé, það fé sem skattborgararnir leggja af mörkum í ríkissjóð. Það fé verður fyrst og fremst að nýtast þeim til heilla. Almenningi í landinu og skattborgurum en ekki yfir- mannabyggingu sem stórt hlutfall fjárveitinga lögreglunnar rennur til. Þess vegna m.a. er ég að tala um hvernig best megi nýta skattfé.“ – Hafa breytingar á skipulagi lög- reglunnar leitt til fjölgunar á „silkihúfum“? „Já. Ég held að ég geti fullyrt að þótt við höfum horft á sameiningu lögregluliðanna hafi silkihúfunum, eins og þú orðar það, frekar fjölgað en fækkað. Fjöldinn hefur að minnsta kosti ekki breyst í takt við fækkunina.“ Myndi fækka með sameiningu – Hvers vegna? „Það er að hluta til vegna launa- kjara og að hluta til vegna þess að við erum með sjálfstæða lögreglu- stjóra. Í flestum umdæmum er lög- reglustjóri, yfirlögregluþjónn og að- stoðaryfirlögregluþjónn og aðrir yfirmenn. Með einum lögreglustjóra væri unnt að fækka silkihúfunum, eins og þú segir, en það gerist held ég ekki nema með þeirri aðferða- fræði að nýtt embætti verði sett á fót og núverandi embætti lögð niður eins og í Svíþjóð. Sagan hjá hinu opinbera segir að það gefi ekki góða raun að sameina ríkisstofnanir með ólíka menningu. Þá er ég til dæmis að vísa til þess þegar rannsóknar- lögregla ríkisins var lögð niður og embætti ríkislögreglustjóra var stofnað upp úr rannsóknarlögreglu ríkisins. Það tók mig á annan áratug að reyna að koma á fót nýju embætti ríkislögreglustjóra og það hefur verið torsótt og erfið aðferð. Þess vegna segi ég að það er að öllu leyti heppilegra að búa til nýja stofnun frá grunni.“ Treystir ríkisendurskoðanda – Með umræðu um bílamálin var gefið í skyn að ríkislögreglustjóri ætti við rekstrarvanda að etja. Mun úttekt ríkisendurskoðanda leiða hið gagnstæða í ljós? „Ég veit ekki fyrirfram hvað mun koma út úr úttekt ríkisendurskoð- anda á embættinu. Ég treysti hins vegar núverandi ríkisendurskoð- anda og veit að hann mun vinna fag- lega að úttekt ríkisendurskoðunar.“ – Hver eru viðbrögð þín við því að þessi úttekt fari fram? „Ég er mjög ánægður með að það fari fram stjórnsýsluúttekt á embættinu með það í huga að nálg- ast endamarkið sem er ein lög- reglustofnun. Því ég held að menn átti sig á því að með þeirri valdabar- áttu og samkeppni um peninga og völd og skattfé, sem hefur birst mér á undanförnum áratugum, muni menn ekki ná tilætluðum árangri. Ef úttektin verður til þess að gerðar verði breytingar á skipan lögregl- unnar í landinu í þá veru sem ég nefndi verð ég ánægður.“ – Hefurðu sagt þitt síðasta orð? „Það er efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur geng- ið á á bak við tjöldin,“ segir Har- aldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið/Eggert Embætti Um 107 lögreglumenn störfuðu hjá Ríkislögreglustjóra í ársbyrjun. Þar með talið í sérsveitinni. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að með einu lög- regluembætti myndi togstreita og hreppapólitík innan lögreglunnar verða hverfandi. Þá myndi betri nýting fjármuna birtast í öflugri löggæslu. Embætti ríkislögreglustjóra hafi gengið í gegnum mikinn niður- skurð allt frá efnahagshruninu. Síðan hafi löggjafinn bætt við verkefnum hjá embættinu sem aftur hafi haft í för með sér að getan til að sinna verkefnunum hratt og örugglega hafi að ein- hverju leyti minnkað. „Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spillingu innan lög- reglunnar. Hluti af umræðunni sem er að brjótast fram núna er kannski einnig vegna þeirrar af- stöðu minnar. Ég hef til dæmis bent á að það fari ekki saman að lögreglumenn séu meðfram starfi sínu í pólitísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki saman.“ Séu ekki líka í einkarekstri – Hefur það verið að birtast að undanförnu að lögreglumenn séu í þessu aukahlutverki? „Já, það eru dæmi um það. Án þess að ég vilji nefna tilvikin geta menn skoðað þau og þeir sem þekkja til vita um hvað ég er að tala. Ég hef líka rætt um að það fari ekki saman að vera lög- reglumaður og vera í einkarekstri og jafnvel að selja búnað til lög- reglunnar eða að vera í ferðaþjón- ustu. Það á að vera hafið yfir allan vafa að lögreglumenn séu ekki að gæta eigin hagsmuna. Þetta hef ég rætt um innan lögreglunnar og það eru ekki allir sáttir við þessa orðræðu mína.“ Skrifa ráðherra bréf Það er mat Haraldar að hluti af gagnrýninni á embættið, sem komið hafi upp á yfirborðið að undanförnu, stafi af óánægju innan sérsveitar með stjórnarhætti ríkis- lögreglustjóra og yfirmanna embættisins. „Þeir hafa skrifað dómsmálaráðherra bréf með alls kyns umkvörtunarefnum og við yfirmennirnir höfum svarað dómsmálaráðuneytinu. Ég hef til skoðunar að fram fari úttekt á menningu sérsveitarinnar en einn- ig er tímabært að marka framtíð- arstefnu fyrir hana, hversu fjöl- menn hún á að vera og hvert hlutverk hennar og geta á að vera. Sérsveit er kannski sú eining innan lögreglunnar sem þarf hvað mesta og styrkasta stjórn. Þar geta starfsmenn ekki gengið fram eins og þeim hentar. Ég hef velt því fyrir mér hvort óánægja sér- sveitarmanna með ríkislög- reglustjóra stafi kannski af því að þeir fái ekki öllu sínu framgengt. Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé tímabært að fram fari at- hugun fagaðila á þeim menningar- afkima sem ég held kannski að sér- sveitin sé,“ segir Haraldur. Alrangar fullyrðingar Ríkislögreglustjóri er eigandi allra ökutækja lögreglunnar. Haraldur segir aðspurður að borið hafi á alvarlegum rang- færslum varðandi svonefndan bíla- sjóð. Fullyrt hafi verið að ríkislög- reglustjóri hafi ofrukkað önnur lögregluembætti fyrir þjónustu bílamiðstöðvar. Það sé alrangt. Markmiðið sé að sannfæra almenn- ing um óráðsíðu í rekstri embættis- ins, að embættinu sé illa stjórnað og að fjárveitingar til þess skili ekki þeim árangri sem ætlast er til. „Það er ekki aðeins fullyrt að ég sé ógnarstjórnandi heldur er nú einnig fullyrt að ég sé alveg ómögulegur rekstrarmaður,“ segir Haraldur. Þess má geta að dóms- málaráðuneytið hefur ákveðið að leggja niður bílamiðstöðina og er starfshópur að yfirfara framtíðar- skipan mála. Fram kemur á vef ríkislögreglu- stjóra að í fjárlögum 2019 sé gert ráð fyrir að rekstur lögreglu- bifreiða skili ríflega 200 milljón króna afgangi í ríkissjóð. Haraldur segir gagnrýni á að- búnað lögreglumanna, hvað varðar fatnað, sama marki brennda. Al- mennt sé fatnaður og búnaður ís- lenskra lögreglumanna vandaður. Síðustu áratugi hafi orðið grund- vallarbreyting til hins betra. Það hafi hins vegar sýnt sig að útboð séu oft ekki til þess fallin að greiða fyrir lausn í fatamálum. Ísland lítill markaður „Íslenska lögreglan er örmark- aður þegar kemur að útboðum og í raun ætti lögreglan að taka virkari þátt í útboðum lögregluliðanna á Norðurlöndunum eða að fá að vera í innkaupasambandi beint við þau. Útboðsmál hafa verið erfiðleikum háð en það hefur ekki skort á vilja embættisins í þeim efnum, síður en svo.“ Loks vísar Haraldur á bug þeirri gagnrýni að embættið hafi dregið að setja verklagsreglur. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur á síðustu 22 árum gefið út ógrynni verklagsreglna sem voru ekki til fyrir stofnun þessa embættis. Það má alltaf bæta og endurnýja verklagsreglur eftir því sem lögreglan þróast, það er gert og það er unnið að því. En að nefna þetta sem sérstakt vandamál er satt best að segja afar sér- kennilegt,“ segir Haraldur. Spilling eigi ekki að líðast innan lögreglu  Ríkislögreglustjóri segir gagnrýni sína á framgöngu lögreglumanna eiga þátt í undiröldunni  Gera þurfi úttekt á menningu sérsveitarinnar  Vísar fullyrðingum um bíla- og fatamál á bug Ljósmynd/RLS Útgjöld Kostnaður við rekstur lögreglubifreiða hefur verið til umræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.