Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 47
því að skora glæsilegt sigurmark beint úr aukaspyrnu þegar FH vann seinni leikinn í Kaplakrika, 1:0. Arnar með nýjan og óuppsegjanlegan samning Víkingar tilkynntu í gær að Arnar Gunnlaugsson hefði gengið frá nýj- um samningi við félagið til næstu tveggja ára, óuppsegjanlegum af beggja hálfu. Ljóst er að þessi tíma- setning, daginn fyrir bikarúrslita- leik, á að þjappa liðinu og stuðnings- mönnum Víkings enn frekar saman fyrir þennan mikilvægasta leik fé- lagsins frá því það vann sinn síðasta stóra titil sem Íslandsmeistari árið 1991. Áhrif á Íslandsmótið Það eru ekki bara Víkingar og FH-ingar sem bíða spenntir eftir úrslitum leiksins í dag. Þau munu hafa talsverð áhrif á baráttuna á lokaspretti Íslandsmótsins. Ef FH- ingar verða bikarmeistarar bendir allt til þess að liðið í fjórða sæti deildarinnar komist í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar. Ef Víkingar verða bikarmeistarar mun fjórða sætið hinsvegar ekki gefa neitt og það myndi til dæmis gera að mestu út um Evrópu- drauma þeirra fimm liða sem nú eru með 25 stig í fimmta til níunda sæt- inu. Sá sextugasti í boði í dag  Bikarúrslitaleikur Víkings og FH klukkan 17  Bæði mæta í leikinn á siglingu  Aðeins 5% líkur á að Kári verði með  Úrslitin gætu haft áhrif á fleiri lið Morgunblaðið/Árni Sæberg Ættfræði Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason reynir að komast fram hjá FH-ingnum Birni Daníel Sverr- issyni í Kaplakrika í sumar. Tryggvi Guðmundsson, faðir Guðmundar, varð bikarmeistari með FH árið 2007. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Evrópska liðið er með nauma for- ystu gegn því bandaríska eftir fyrsta dag í keppninni um Solheim- bikarinn í golfi. Evrópa hefur fjór- an og hálfan vinning og Bandaríkin þrjá og hálfan. Á mótinu keppa margir af bestu kvenkylfingum heims, en leikið er á Gleneagles- vellinum í Skotlandi. Jessica og Nelly Korda urðu fyrstu systurnar frá Bandaríkj- unum til að spila saman á mótinu og unnu þær 6/4-sigur á Caroline Mas- son og Jodi Shadoff. Annar hring- urinn fer fram í dag. sport@mbl.is Evrópa með naumt forskot AFP Pútt Englendingurinn Charley Hull púttar fyrir evrópska liðið í gær. Ólafur Jóhannesson verður líklega ekki áfram þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu. Fótbolti.net greindi frá í gær. Ólafur er á sínu fimmta sumri með Val. Hann gerði liðið að bikarmeisturum 2015 og 2016 og Íslandsmeisturum 2017 og 2018. Samningur Ólafs rennur út í október og ætlar félagið ekki að bjóða honum nýjan samning. Heim- ir Guðjónsson, þjálfari HB í Fær- eyjum og fyrrverandi þjálfari FH, hefur verið orðaður við starfið hjá Val. Ólafur þjálfaði FH áður en Heimir tók við af honum árið 2007. Ólafur á förum frá Valsmönnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Ólafur Jóhannesson er búinn að vinna fjóra titla með Val. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar mínir menn úr Árbænum urðu bikarmeistarar árin 2001 og 2002. Leikurinn 2001 gegn KA var auðvitað að- eins eftirminnilegri enda í fyrsta sinn sem Fylkismenn unnu stór- an titil. Sigurinn var líka eitt- hvað svo extra sætur þar sem jafnt var eftir venjulegan leik- tíma og framlengdan leik, 2:2, og því var gripið til víta- spyrnukeppni þar sem Kjartan Sturluson reyndist hetja Árbæ- inga. Ég var að sjálfsögðu í stúk- unni á báðum þessum leikjum og í minningunni finnst mér eins og allur Árbærinn hafi verið mættur þarna til þess að fagna fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins. Þegar ég skoða skýrsluna frá árinu 2001 sé ég að það voru 2.839 áhorfendur á Laugardalsvelli þennan dag. Ári síðar lék Fylkir aftur til úrslita gegn Fram þar sem dramatíkin var minni. Fylkir vann 3:1-sigur í venjulegum leik- tíma en sigurinn var engu að síður ekki tryggður fyrr en Theó- dór Óskarsson innsiglaði hann með marki á 81. mínútu. 3.376 áhorfendur mættu á leikinn. Nú verð ég 35 ára gamall á næsta ári en ég hef haldið með mínu uppeldisfélagi frá því ég man eftir mér. Þetta eru bestu minningarnar mínar um mitt fé- lag. Mæting á bikarúrslitaleikina undanfarin ár hefur farið dvín- andi. Í kringum 3.000-4.000 manns á meðan það mættu tæplega 6.000 manns á bikarúr- slitin 2015 þegar Valur lagði KR 2:0. Mig langar til þess að nota tækifærið og hvetja foreldra til að mæta með börnin sín á úr- slitaleik Víkings og FH í dag. Þið gætuð verið að búa til dýrmætar minningar með börnunum ykkar sem gætu jafnvel varað að eilífu. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Rúnar Arn- órsson komust allir áfram á 2. stig úrtökumót- anna um keppn- isrétt á Evrópu- mótaröðinni í golfi í gær. Leik- ið var í Fleesen- see í Þýskalandi. Þeir léku allir fjóra hringi á samanlagt 281 höggi, sjö höggum undir pari, og voru jafnir í tólfta sæti. Axel Bóasson, Ragnar Már Garð- arsson og Aron Snær Júlíusson léku einnig á mótinu, en þeir komust ekki áfram. Axel lék á tveimur höggum undir pari, Ragnar á parinu og Aron á tveimur höggum yfir pari og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi. Alls eru þrjú stig á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Annað og þriðja stigið fara fram í nóvember og tryggja 25 efstu kylfingar þriðja stigsins sér þátttökurétt á mótaröð- inni, sem er sú sterkasta í álfunni. Sæti á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu, er í boði fyrir þá sem komast næst því að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni. Þrír íslenskir kylfingar áfram á 2. stig Bjarki Pétursson  Víkingar leika sinn þriðja úrslitaleik í bikarkeppninni, þann fyrsta í 48 ár og þann fyrsta sem lið í efstu deild.  Þegar Víkingar léku fyrst til úrslita árið 1967 og töpuðu 3:0 fyrir KR á Melavellinum höfðu þeir endað í 2.-3. sæti 2. deildar (sem þá var næstefsta deild). Þá slógu þeir Skagamenn út í undanúrslitum og B-lið Skagamanna í átta liða úrslitum.  Víkingar sigruðu Breiðablik 1:0 í úrslitaleik á Mela- vellinum 9. nóvember 1971 með skallamarki Jóns Ólafssonar eftir aukaspyrnu Guðgeirs Leifssonar. Þá voru þeir nýkrýndir meistarar í 2. deild en Breiðablik hafði endað í 7. og næstneðsta sæti 1. deildar. Leikið var í flóðljósum í fyrsta skipti í bikarúrslitaleik.  Á leið sinni í úrslitin höfðu Víkingar unnið tvö önnur lið úr 1. deild, Akureyringa, 3:0, og Skagamenn, 2:0.  Víkingar höfðu mikla yfirburði í 2. deildinni árið 1971, unnu 12 leiki af 14 og skoruðu 43 mörk gegn 5. Þeir enduðu átta stigum á undan næsta liði, Ármanni, en á þeim tíma voru gefin tvö stig fyrir sigur.  Víkingur er eina félagið í sögu íslenskrar knatt- spyrnu sem hefur orðið bikarmeistari á tímabili þar sem það lék ekki í efstu deild. Víkingur  FH-ingar leika í sjötta sinn til úrslita í bikarkeppni karla í dag en þeir hafa tví- vegis orðið bikarmeistarar.  FH lék fyrsta úrslitaleik sinn árið 1972, þremur árum áður en liðið lék fyrst í efstu deild. FH tapaði þá 2:0 fyrir Eyjamönnum í síðasta úrslitaleiknum sem leikinn var á Melavellinum. FH var þá taplaust í 2. deild (næstefstu deild) en komst ekki upp. Ósigurinn gegn ÍBV var því eini tapleikur tímabilsins hjá Hafnarfjarðarliðinu í deild og bikar.  FH komst ekki úrslit aftur fyrr en 2003 þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Skagamönnum í úrslitaleiknum.  FH varð bikarmeistari í fyrsta sinn 2007 með því að vinna Fjölni 2:1 í framlengdum úrslitaleik þar sem Matt- hías Guðmundsson skoraði bæði mörkin, bæði eftir sendingar Tryggva Guðmundssonar.  FH vann bikarinn í annað sinn 2010 með 4:0 sigri á KR í úrslitaleik. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr tveim- ur vítaspyrnum í fyrri hálfleik og þeir Atli Viðar Björns- son og Atli Guðnason bættu við mörkum í síðari hálf- leik. Það er stærsti sigur í bikarúrslitaleik karla frá 1987.  FH tapaði fyrir Eyjamönnum, 1:0, í úrslitaleik bikar- keppninnar árið 2017. FH BIKARÚRSLIT Jóhann Ingi Hafþórsson Víðir Sigurðsson Sextugasti bikarmeistaratitillinn í knattspyrnu karla er í boði á Laug- ardalsvellinum í dag þegar FH- ingar freista þess að vinna bikarinn í þriðja skipti og Víkingar í annað sinn. Flautað verður til leiks á þjóð- arleikvanginum klukkan 17 en hann hefur verið vettvangur úrslitaleikj- anna frá árinu 1973. Fyrstu þrettán ár keppninnar, frá 1960 til 1972, fóru úrslitaleikirnir fram á Melavellinum og voru þá jafnan leiknir í vetrarbyrjun, í októ- ber eða nóvember, og eitt árið dróst úrslitaleikur meira að segja fram í desember. Kári væntanlega ekki með Kári Árnason verður að líklegast ekki með Víkingi í leiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lands- leiknum við Albaníu síðasta þriðju- dag. Er það áfall fyrir Víkinga, enda Kári einn reynslumesti og besti leik- maður liðsins. „Það eru 95% líkur á að hann verði ekki með,“ sagði Arn- ar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Morgunblaðið. Kári hef- ur spilað á miðjunni í síðustu leikj- um. Viktor Örlygur Andrason hefur verið á bekknum að undanförnu og tekur hann væntanlega sæti Kára í byrjunarliðinu. Þá verður Dofri Snorrason ekki með vegna meiðsla. Miklar líkur eru á því að Logi Tóm- asson taki stöðu Dofra. Hjörtur Logi Valgarðsson, Cedric D’Ulivo, Atli Guðnason og Morten Beck Guldsmed hafa allir verið að glíma við smávægileg meiðsli í að- draganda leiksins. Þeir verða lík- lega búnir að jafna sig í tæka tíð. Sjálfstraust í báðum liðum Bæði lið ættu að mæta til leiks með sjálfstraustið í lagi. FH hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og skorað fjórtán mörk. Mor- ten Beck Guldsmed skoraði þrennu gegn Stjörnunni í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni. Hann og Ste- ven Lennon mynda stórhættulegt sóknarpar. Víkingur hefur unnið fjóra af síð- ustu fimm leikjum sínum og aðeins fengið fjögur mörk á sig. Varnar- leikurinn hefur gengið betur eftir að Kári Árnason færði sig á miðjuna og verður áhugavert að sjá hvernig lið- ið spjarar sig á stóra sviðinu án hans. Þó að bæði liðin geti spilað líf- legan sóknarfótbolta og Víkingar hafi þótt sérstaklega frískir í ár voru ekki mörg mörk skoruð þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í sumar. Þau skildu jöfn, 1:1, á Eim- skipsvelli Þróttar í vor þar sem Halldór Orri Björnsson jafnaði fyrir tíu FH-inga, sem höfðu misst Brand Olsen af velli með rautt spjald. Brandur svaraði síðan fyrir það með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.