Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þrjú fylgismestu forsetaefni demó- krata í Bandaríkjunum – Joe Biden, Elizabeth Warren og Bernie Sanders – deildu einkum um umbætur á sjúkratryggingum í kappræðum sem fóru fram í fyrrinótt. Þetta var í fyrsta skipti sem öll for- setaefnin þrjú tóku þátt í sömu kapp- ræðunum því að áður hafði frambjóð- endunum verið skipt í tvo hópa sem öttu kappi hvor í sínu lagi. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, 76 ára fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, sé með mikið forskot á keppinauta sína. Næst koma öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders, sem er 78 ára, og Elizabeth Warren, sem er sjötug. Forsetaefnin voru sammála um margt, m.a. þörfina á aðgerðum til að stemma stigu við losun gróðurhúsa- lofttegunda sem valda loftslags- breytingum, en deildu einkum um sjúkratryggingar. Warren og Sand- ers eru bæði hlynnt opinberu sjúkra- tryggingakerfi fyrir alla, ekki aðeins fyrir eldri borgara (medicare) og tekjulága (medicaid) eins og nú er. Biden vill hins vegar umbætur á „obamacare“, sjúkratryggingalögum sem voru samþykkt í forsetatíð Bar- acks Obama til að tryggja að fleiri yrðu sjúkratryggðir. Telur opinberar tryggingar fyrir alla of dýrar Biden vill að fólk geti valið á milli opinberra sjúkratrygginga og einka- trygginga og segir að ríkisrekið sjúkratryggingakerfi fyrir alla sé óraunhæfur kostur og alltof dýr. „Mín tillaga myndi kosta mikla pen- inga … en ekki 30 billjónir dollara,“ sagði hann. Hann benti ennfremur á að tugir milljóna Bandaríkjamanna myndu missa einkatryggingar sínar yrðu áformin um opinberar sjúkra- tryggingar fyrir alla að veruleika. Warren varði stefnu sína og sagði að núverandi sjúkratryggingakerfi væri óheyrilega dýrt fyrir bandarísk- ar fjölskyldur og opinberar sjúkra- tryggingar fyrir alla myndu aðeins auka kostnað auðugra Bandaríkja- manna og stórfyrirtækja. Nær öll forsetaefnin fóru lofsam- legum orðum um Obama, ólíkt kapp- ræðum sem fóru fram í lok júlí þegar mörg þeirra létu í ljós efasemdir um stefnuna sem hann framfylgdi í for- setatíð sinni, t.a.m. í innflytjenda- og heilbrigðismálum. Þessar efasemdir komu stjórnmálaskýrendum á óvart þar sem Obama er enn langvinsæl- asti stjórnmálamaður demókrata í Bandaríkjunum. Of gamall og gleyminn? Einn frambjóðendanna í forkosn- ingum demókrata, Julián Castro, var gagnrýndur fyrir að ýja að því í kappræðunum að Biden væri orðinn of gamall og gleyminn til að gegna forsetaembættinu. „Þú gleymdir því sem þú sagðir fyrir tveimur mínút- um,“ sagði Castro, sem var ráðherra húsnæðis- og skipulagsmála í stjórn Obama. Aðstoðarmenn Bidens sök- uðu Castro um lágkúrulega árás á varaforsetann fyrrverandi. Castro sagði hins vegar eftir kappræðurnar að hann teldi ekki að Biden væri orð- inn of gamall til að gegna forseta- embættinu. Tekist á um sjúkratryggingar  Forsetaefni demókrata deila um hvort koma eigi á opinberum sjúkratryggingum fyrir alla Meðalfylgi í síðustu könnunum Meðalfylgið í gær að sögn vefmiðilsins RealClearPolitics, í % Fylgi forsetaefna demókrata Heimild: RealClearPolitics/AFP Photos 16,8 26,8% 17,3 6,5 4,8 2,8 Joe Biden Bernie Sanders Elizabeth Warren Kamala Harris Pete Buttigieg Beto O'Rourke Andrew Yang 3,0 Gestir greiða um 50 pund, jafnvirði tæpra 8.000 króna, hver fyrir gistingu í miðalda- kirkju í þorpinu Edlesborough, um 64 km norðan við Lundúnir. Þeir deila henni aðeins með leðurblökum, geta gengið um leiðin í kirkjugarðinum áður en þeir fara í háttinn, spilað á kirkjuorgelið og gert það sem þá lystir, svo fremi sem þeir raska ekki ró ná- grannanna. Margir gista þar reyndar til að njóta kyrrðarinnar og helginnar í guðshúsinu en gistingin vekur þó sumum hroll. Maríukirkjan í Edlesborough er frá þrett- ándu öld og ein af nítján kirkjum þar sem boðið er upp á gistingu til að afla fjár til við- halds á vegum stofnunar sem annast verndun 354 kirkna í Bretlandi. Gestunum er séð fyrir beddum og svefnpokum. „Hrollvekjandi nótt“ „Ég er frá Japan. Þar fær fólk ekki að gista í hofum,“ sagði einn gestanna í Maríukirkj- unni, háskólaneminn Kae Ono (t.h. á mynd- inni). Hún viðurkenndi að hún hefði verið svo- lítið hrædd í kirkjunni um nóttina en sagði að það hefði einmitt verið ætlunin. Hún kvaðst hafa horft á hrollvekjuna Særingamanninn (The Exorcist) áður en hún fór að sofa og ekki komist hjá því að hugsa um vofur. „Þetta var hrollvekjandi nótt, en á góðan hátt!“ AFP Boðið upp á helga nótt í miðaldakirkju Sumir sækjast eftir kyrrðinni og helginni en aðrir vilja hrollvekjandi upplifun þegar þeir gista í gömlu kirkjunum Þrír flokkar – Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn – náðu í gær samkomulagi um myndun borgaralegrar stjórnar, að sögn fær- eyska ríkisútvarpsins. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, stjórnaði við- ræðunum og fór á fund forseta lög- þingsins í gær til að skýra honum frá því að flokkarnir þrír hygðust mynda nýja landstjórn. Áður hafði færeyska útvarpið skýrt frá því að slitnað hefði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokk- anna þriggja í fyrrakvöld. Bárður ræddi síðan við formenn Jafnaðar- flokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar í gærmorgun, skömmu áður en umboð hans til að reyna að mynda stjórn átti að renna út. Hann fór síðan á fund forseta lögþings- ins eftir hádegi og skýrði honum frá því að samkomu- lag hefði náðst um borgaralega stjórn. „Ég harma að ég neyddist til að ræða við Jafnaðarflokkinn, Þjóð- veldisflokkinn og Framsókn áður en stjórnin varð að veruleika,“ sagði Bárður, án þess að útskýra hvað varð til þess að Sambandsflokkur- inn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkur- inn náðu loks samkomulagi. Bárður Nielsen lögmaður Færeyski fréttavefurinn Norðlýs- ið kvaðst hafa heimildir fyrir því að Bárður Nielsen yrði lögmaður Fær- eyja, þ.e. æðsti handhafi fram- kvæmdavaldsins í landstjórninni. Sambandsflokkurinn ætti einnig að fara með atvinnu- og heilbrigðismál í stjórninni. Fólkaflokkurinn færi með sjávarútvegsmál, fjármál og opin- bera þjónustu og Miðflokkurinn utanríkis- og menntamál. Samkomulag um borgara- lega stjórn í Færeyjum  Sambandsflokkur samdi við Fólkaflokkinn og Miðflokkinn Bárður á Steig Nielsen Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.