Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 89.900 KR. FLUG&GISTINGMEÐMORGUNVERÐI NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Landsréttur hefur staðfest 17 ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigur- jónssyni fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desem- ber árið 2017. Dagur var dæmdur fyrir að hafa orðið Klevis Sula að bana með hnífstungum og fyrir að veita Elio Hasani stunguáverka. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari staðfesti þetta í sam- tali við mbl.is í gær. Helgi Magnús flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en hann taldi eðlilegt að Dagur yrði dæmdur í 18-19 ára fangelsi fyrir brot sín, 16 ár fyrir manndrápið og tvö til þrjú ár fyrir tilraun til mann- dráps. Lúðvík Örn Steinarsson, skipaður verjandi Dags, gerði kröfu um sýknu, en til vara að refsing hans yrði milduð. Auk fangelsisvistarinn- ar er Degi gert að greiða rúmar fimm milljónir króna í sakarkostnað. Þá ber honum að greiða foreldrum Sula samtals rúmlega sjö milljónir króna í miskabætur og Hasani 1,5 milljónir. 17 ár fyrir manndráp  Dómur vegna árásar á Austur- velli staðfestur Morgunblaðið/Árni Sæberg Dæmdur Dómur héraðsdóms yfir Degi Hoe Sigurjónssyni var staðfestur. Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra hefur falið settum rík- islögmanni, Andra Árnasyni, að taka afstöðu til máls Erlu Bolla- dóttur, sem sak- felld var fyrir meinsæri í Guð- mundar- og Geir- finnsmálinu. Erla greindi frá því fyr- ir þremur vikum að hún hygðist stefna íslenska ríkinu vegna höfn- unar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í málinu. Hinir fimm sakborningarnir í málinu fengu mál sín tekin upp og voru í fyrra sýknaðir af sakfellingu fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu átti Andri nýverið fund með lögmanni Erlu þar sem farið var yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið í málinu. Ráðgert er að niðurstaða muni liggja fyrir innan tíðar. Í viðtali við Morgunblaðið í ágúst sagði Erla að hún hefði átt fund með forsætisráðherra í lok síðasta árs þar sem þær ræddu framhald máls- ins og síðan þá hefði hún beðið við- bragða yfirvalda. Katrín sagði þá að sér þætti leitt að meðferð málsins hefði tekið lengri tíma en búist hefði verið við. annalilja@mbl.is Mál Erlu á borði ríkis- lögmanns  Niðurstöðu að vænta innan tíðar Erla Bolladóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forystumenn BSRB og aðildar- félaga þess og félagsmenn eru orðnir óþreyjufullir vegna þess hversu litlu viðræður þeirra við samninganefnd- ir ríkisins, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna hafa skilað. Við- ræðurnar hafa staðið yfir í sex mán- uði. Krafa um styttingu vinnutímans og krafa vinnuveitenda um að fá eitt- hvað á móti virðist aðalágreinings- málið. Forystumenn eru að íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og undirbúa aðgerðir. Viðræðurnar fara fram á tvennum vígstöðvum. BSRB fer með sameig- inleg mál félaganna, eins og vinnu- tímamálin, en félögin fara sjálf með launamálin. „Við erum búin að vera ansi lengi í þessum viðræðum og þær ganga að okkar mati ekki neitt. Við höfum ekki fengið neinar beinar til- lögur frá samninganefnd ríkisins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis – stéttarfélags í almanna- þjónustu sem er stærsta félagið inn- an BSRB. Vilja skerða réttindi á móti Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, tekur í sama streng og Árni Stefán. Hún bendir á að BSRB hafi verið með styttingu vinnuvik- unnar sem áherslumál í mörg ár. Til- raunaverkefni sem unnið hafi verið að sýni jákvæða niðurstöðu og sé góð leið til að vinna gegn streitu og ein- kennum kulnunar sem starfsfólk í al- mannaþjónustu finni fyrir vegna mikils álags. Segir Sonja að BSRB hafi lagt upp með að stytta vinnuvikuna án þess að skerða önnur réttindi á móti. For- mannaráð BSRB hafnar í ályktun al- farið hugmyndum samninganefnda ríkisins, borgarinnar og sveitar- félaganna um að gefa eftir kaffitíma eða önnur réttindi félagsmanna í skiptum fyrir styttingu vinnuvikunn- ar. Sonja segir að þar sé átt við ýmis réttindi sem tengist vaktavinnu, auk almennra kaffitíma. Hugað að vísun til sáttasemjara Áfram verður fundað í deilunni eftir helgi. Árni Stefán og Sonja segja að óþreyja sé komin í fé- lagsmenn vegna þess hversu hægt viðræðurnar ganga. „Ef þetta fer ekki að ganga á næstu dögum verður að grípa til næstu úrræða; vísa deil- unni til ríkissáttasemjara. Það er undanfari þess að við getum þrýst á um lausn deilunnar með aðgerðum,“ segir Árni Stefán. BSRB hugar að aðgerðum  Viðræður stranda á kröfum um skerðingu réttinda á móti styttingu vinnutíma Árni Stefán Jónsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Árlegt púttmót íbúa og starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram í gær. Kepptu Hrafnistumenn gegn bæjarstjórn þar sem bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, var í fremstu víglínu. Keppt er um Hrafnistubikarinn eins og ávallt á mótum Hrafnistu. Keppendur úr báðum liðum nutu veðurblíð- unnar á púttvellinum, klæddu sig eftir aðstæðum og nutu síðan góðra veit- inga að leik loknum. Morgunblaðið/Hari Hrafnistumenn leika á bæjarstjórann Óþekktur maður kynnti sig sem starfsmann Norðurorku þegar hann bankaði upp á í húsi á Akur- eyri á dögunum og sagðist þurfa að lesa af mælum. Barn sem kom til dyra hleypti honum inn. Fór hann síðan út aftur. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir frá þessu á facebooksíðu sinni. Þegar farið var að skoða mál- ið kom í ljós að þarna var ekki starfsmaður Norðurorku á ferð. Starfsmenn fyrirtækisins eru allir í merktum yfirhöfnum og með starfsmannapassa. Þá er þeim uppálagt að lesa ekki af ef enginn fullorðinn er á heimilinu. Lögreglan hvetur fólk til þess að brýna það fyrir börnum að hleypa ekki ókunnugum inn á heimili sín. Fór inn á heimili á fölskum forsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.