Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Borgarráð hefur samþykkt að ónefnt sund vest- an Þjóðleikhúss- ins, milli Hverf- isgötu og Lindargötu, verði nefnt Egn- erssund í höfuðið á norska leikrita- skáldinu Thor- björn Egner. Frumkvæði hafði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fyrsta sýning á verkum Egners var Kardimommubærinn í Þjóðleik- húsinu leikárið 1959-1960. Frum- sýning á Dýrunum í Hálsaskógi 16. nóvember var jafnframt heims- frumsýning á verkinu. Egner samdi einnig leikritið Karíus og Baktus. Í bréfi Ara til nafnanefndar borg- arinnar segir að Thorbjörn Egner hafi verið svo hrifinn af sýningum Þjóðleikhússins að hann gaf leik- húsinu sýningarrétt á þeim í 100 ár með gjafabréfi 1965. „Ekkert leikskáld hefur verið Þjóðleikhúsinu jafn gjöfult og Thorbjörn Egner og ekkert leik- skáld hefur laðað jafn mörg börn í Þjóðleikhúsið og hann,“ segir Ari í bréfinu. Verk hans hafi að jafnaði verið sýnd á tíu ára fresti í leikhús- inu og ávallt gengið fyrir fullu húsi í langan tíma. Kardimommubærinn verður frumsýndur enn á ný í apríl 2020, á 70 ára afmæli leikhússins. Verður þetta stærsta sýning Þjóðleikhúss- ins á nýju leikári. sisi@mbl.is Sund nefnt eftir leikskáldi Ljósmynd/Þjóðleikhúsið Egnerssund Sundið milli leikhússins og Safnahússins hefur fengið nafn.  Sundið vestan Þjóðleikhússins fær heitið Egnerssund Thorbjørn Egner Umsóknarfrestur um tvær stöður sóknarpresta á landsbyggðinni rann út fyrir skömmu. Tvær umsóknir bárust um bæði emb- ættin. Umsóknar- frestur um stöðu sóknarprests í Laufásprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts- dæmi, rann út 2. september. Tvær umsóknir bárust um emb- ættið, frá sr. Gunnari Einari Stein- grímssyni og Sindra Geir Óskars- syni guðfræðingi. Skipað verður í embættið frá 1. nóvember nk. Umsóknarfrestur um embætti sóknarprests í Kirkjubæjarklaust- ursprestakalli í Suðurprófastsdæmi rann út 9. september. Tveir guðfræðingar sóttu um embættið, þau Ingimar Helgason og María Gunnarsdóttir. Skipað er í embættið frá 15. nóv- ember 2019 til fimm ára. sisi@mbl.is Tvær umsókn- ir bárust um prestsembætti Laufáskirkja. Matvælastofnun beinir þeim til- mælum til fólks sem er að koma frá Noregi að gæta ýtrustu varkárni til að koma í veg fyrir að sjúkdómur í hundum þar í landi berist til Íslands. Smitið, sem lýsir sér í blóðugum uppköstum og niðurgangi, hefur valdið bráðum dauða þrátt fyrir meðhöndlun. Fólki sem hefur verið í mikilli snertingu við veika hunda eða verið á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa greinst er bent á að skipta um fatnað og þrífa og sóttheinsa skófatnað fyr- ir komu, segir í tilkynningu. Bann við innflutningi hunda frá Noregi, sem Matvælastofnun setti 6. september, mun vera áfram í gildi um óákveðinn tíma. Stofnunin segist fylgjast áfram með þróuninni, tíðni nýrra tilfella, dreifingu og þeirri greiningarvinnu á ástæðu og upp- runa smits, sem unnið sé að af miklu kappi í Noregi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundar Myndin tengist efni fréttar- innar ekki með beinum hætti. Noregs- farar gæti varkárni HAUSTTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM Í SEPTEMBER Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 9–18 Föstudaga 9–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.