Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið/Hari WOW Trygging Isavia fór með Air- bus-þotunni sem flogið var brott. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Isavia hefur kært niðurstöðu Lands- réttar sem hafnaði að ógilda úrskurð héraðsdóms um að Isavia þyrfti að afhenda flugvélaleigunni þotu þá sem Isavia kyrrsetti vegna krafna á eigandann frá því WOW air varð gjaldþrota í lok mars. ALC hefur gagnkært vegna málskostnaðar. Deilur Isavia og ALC vegna kyrr- setningar Isavia á Airbusþotu sem WOW air var með á leigu hefur verið fyrir hinum ýmsu dómstigum frá því WOW air varð gjaldþrota. Vélin var eina trygging Isavia vegna liðlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Eftir mikið japl, jaml og fuður fékk ALC þotuna af- henta eftir miðjan júlí og lét fljúga henni af landi brott eftir að Héraðs- dómur Reykjaness úrskurðaði að vélin gæti ekki verið trygging fyrir heildarskuldum WOW air, aðeins þeim skuldum sem snéru að notkun vélarinnar sjálfrar. Vísað frá Landsrétti Landréttur hafnaði í lok ágúst kröfu Isavia um að úrskurður hér- aðsdóms yrði felldur úr gildi á þeim forsendum að ALC hefði fengið far- þegaþotuna afhenda og Isavia ætti ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu héraðsdóms hnekkt. Á sömu forsendum var neitun hér- aðsdóms um að málskot frestaði réttaráhrifum úrskurðarins hafnað. Var báðum þessum efnisatriðum vís- að frá dómi. Telja dóminn rangan Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, staðfestir að niður- staða Landsréttar hafi verið kærð til Hæstaréttar. Segir hann að Isavia telji mikilvægt að fá úr málinu skorið fyrir æsta dómstóli landsins því nið- urstaðan verði fordæmisgefandi fyr- ir önnur mál í framtíðinni. Stjórnendur Isavia voru afar óánægðir með niðurstöðu héraðs- dóms á sínum tíma. Sögðu að vélin hefði farið úr landi vegna þess að dómur héraðsdóms hafi verið rangur en ekki vegna þess að Isavia hafi beitt kyrrsetningarheimild með röngum hætti. Ákvörðun málskostnaðar var eina atriðið sem Landsréttur vísaði ekki frá dómi. Ákvað rétturinn að máls- kostnaður og kærumálskostnaður félli niður, þannig að hvor aðili skyldi bera sinn kostnað. Oddur Ástráðs- son, lögmaður ALC, staðfestir að fyrirtækið hafi gagnkært vegna málskostnaðar. Isavia kærir niðurstöðu Landsréttar  Þotan er löngu farin en Isavia telur mikilvægt að fá úrskurð Hæstaréttar í málinu gegn ALC vegna fordæmis niðurstöðunnar  ALC gagnkærir vegna málskostnaðar sem Landsréttur lét falla niður Eigendur vindorkugarðanna sem óskuðu eftir styrkingu á flutnings- kerfinu þannig að þeir gætu komið orkunni frá sér þurfa ekki að greiða stofnkostnað vegna lagningar um 100 km háspennulínu úr Hvalfirði í Hrútafjörð. Áætla má að umrædd háspennu- lína kosti rúma átta milljarða króna. Gert er ráð fyrir að undirbúningi fyrir lagningu hennar verði flýtt, samkvæmt uppfærðri kerfisáætlun Landsnets sem skilað hefur verið til Orkustofnunar. Endurnýjun á byggðalínu Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri tækni- og þróunar- sviðs Landsnets, segir að línan sé hluti af meginflutningskerfinu. End- urnýja þurfi byggðalínuna á þessum kafla og víðar og það sé Landsnets að koma með tillögu um forgangs- röðun framkvæmda. Væntanlega aukist viðskiptin þegar vindorku- garðarnir hefji raforkuframleiðslu og það auki tekjur Landsnets. Of snemmt sé að fullyrða um hvort og þá hvaða áhrif framkvæmdin hefði á gjaldskrá. Sverrir tekur fram að vindorku- garðarnir gætu þurft að greiða kostnað við tengingar við kerfið, svo- kallað kerfisframlag, en það þurfi að skoða í hverju tilviki fyrir sig. Línan verður tæpir 100 km að lengd og tengir Norðvesturland við mesta orkuöflunarsvæði landsins, Suðvesturland. Hún nýtist því stærra svæði en Dölum og Gilsfirði þar sem fyrirhugað er að reisa þrjá vindorkugarða. helgi@mbl.is Vindorkugarðar greiða ekki línuna  Háspennulínan kostar um átta milljarða Sigurður Ægisson sae@sae.is Ormskríkja (Vermivora peregrina), lítill amerískur spörfugl, hefur und- anfarna daga haldið til á Suðvestur- landi, nánar tiltekið við Reykjanes- vita, eftir að einhver kröftug lægðin greip hana nýverið og feykti upp til Íslands. Fuglar þessarar tegundar eru 10-13 cm að stærð og 6,2-18,4 g að þyngd. Skríkjunnar varð fyrst vart á sunnudag, 8. september, þeg- ar náðist af henni símamyndbands- upptaka. Einungis einu sinni áður hefur ormskríkja fundist hér á landi, það var 14. október 1956 á Hall- bjarnareyri í Eyrarsveit á Snæfells- nesi. Það var jafnframt fyrsta orm- skríkja Evrópu. Sumarheimkynnin eru í austan- verðri Norður-Ameríku, stranda á milli í Kanada, allt norður undir 63. breiddargráðu, og suður í nyrstu ríki Bandaríkjanna, Maine, New York, Michigan og Minnesota. Vetrarstöðvar eru í löndunum frá Gvatemala og austur til Vestur- Kólumbíu og Norður-Venesúela. Í varpheimkynnum sínum nær- ist ormskríkjan aðallega á skor- dýralirfum, einkum hreisturvængja (fiðrilda), en á veturna líka sitt- hverju úr jurtaríkinu, s.s. ávöxtum, berjum og hunangslegi. Ormskríkjan á Reykjanesi mun vera ungfugl. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Síðast sást hér til fugls- ins 1956 Sjaldgæfur spörfugl úr Vesturheimi, ormskríkja, hefur sést að undanförnu á Suðvesturlandi GRÆNT ALLA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.