Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Á vormorgni fögrum fagna þér jörð, og finn nú til angandi blóma. Þannig leið mér þegar ég steig inn fyrir þröskuldinn hjá þeim heiðurshjónum Jóhönnu og Guðna, heimilislaus með dóttur mína. Áður hafði talast svo til að þar yrðum við þar til úr rættist. Jóhanna var stórbrotin kona og ekki má gleyma Guðna. Þau störfuðu saman fyrir Guð og máttu ekkert aumt sjá. Hún tók lifandi trú á Drottin 13 ára gömul og vék aldrei af þeim vegi. Það voru margir sem fengu skjól hjá þeim, og eins og dóttir hennar sagði eitt sinn: „Hver hefur ekki verið heima!“ Jóhanna Friðrika Karlsdóttir ✝ Jóhanna Frið-rika Karlsdóttir fæddist 24. ágúst 1928. Hún lést 21. ágúst 2019. Útför Jóhönnu Friðriku hefur farið fram. Hanna, eins og hún var oft köll- uð, var stórvel gefin og skáld gott og liggja eft- ir hana mörg fög- ur ljóð og sálmar. Guðni spilaði á píanó og fjöl- skyldan sísyngj- andi. Þau hjónin ráku um tíma sælgætisgerðina „Valsa“ og þegar farið var heim að borða var að máltíð lokinni sest við hljóðfærið og sungið. Varð þá oft fyrir valinu sálm- urinn góði: „Ég fann þann vin sem frelsar og forðum gaf sitt blóð“ sem er eftir Jóhönnu og lagið eftir eiginmanninn. Þessi indælu hjón áttu fáa sína líka og greinilegt að þau orð í Jakobsbréfinu, að sýna trúna í verkum sínum, höfðu ekki farið fram hjá þeim. Nú að leiðarlokum kveð ég þessa trúföstu konu og votta börnum hennar og öðrum ást- vinum mína dýpstu samúð. Þóra Björk Benediktsdóttir. Ein af okkur systkinabörnunum frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, elsku Sigrún Jensdóttir, lést 2. ágúst síðastliðinn. Sigrún fædd- ist 13. september árið 1941 og hefði því orðið 78 ára í gær. Sigrún var næstelst í systk- inabarnahópnum, sem var mjög náinn, sérstaklega þegar við vorum yngri. Sigrún Pálsdóttir (Lillý), fædd 1939, var elst, og Guðrún Magnúsdóttir, fædd 1943, sú þriðja í röðinni af stelp- unum. Þær þrjár héldu vel hóp- inn fram eftir aldri og alltaf var hlýtt á milli þeirra. Vináttubönd sem bundin eru á æskuárunum eru sterk. Þann- ig var það með þær frænkur og systkinabörnin öll, og er enn, þegar góð tækifæri gefast. Sigrún Jónína Jensdóttir ✝ Sigrún JónínaJensdóttir fæddist 13. sept- ember 1941. Hún lést 2. ágúst 2019. Sigrún var jarð- sungin 14. ágúst 2019. Minningarnar lifa og væntumþykjan er ávallt fyrir hendi. Foreldrar okkar voru frá Syðri- Grund í Svarfaðar- dal og tengslin á milli fjölskyldn- anna náin í þeim stóra frændgarði og vinahópi. Við höfum hald- ið skemmtileg ættarmót í gegnum tíðina, styrkt böndin og gefið yngri kynslóðinni kost á því að hittast og kynnast. Þegar skörðunum fjölgar með tímanum verður aldrei neitt eins. Öll elsta kynslóðin er nú horfin á braut en hún lifir með okkur í minningunni: Sigurð- ur, Þorsteinn, Karl, Anna, Þor- björg, Dagmar og Júlía Jóns- börn – yndisleg. Amma Sigrún, sem Sigrún hét í höf- uðið á, bjó lengi ein og var hjálpin því kærkomin þegar Þorbjörg, mamma Sigrúnar, og fleiri systkini komu til að aðstoða við heyannir og fleiri bústörf. Eldri krakkarnir nutu þess að vera í sveitinni hjá ömmu á sumrin, þar var oft kátt á hjalla og mikið hlegið og sung- ið. Það var alltaf gaman að heyra Sigrúnu rifja upp skemmtilegar og ljúfar bernskuminningar úr Svarfað- ardalnum. Börn Þorbjargar og afkom- endur þeirra eru samheldinn og þéttur hópur. Sigrún var elst sex systkina, traust og skemmtileg, með góð- an húmor, og alltaf tilbúin að styðja og styrkja þá sem í kringum hana voru. Hún var einstaklega dugleg og ákveðin kona. Sigrúnar er sárt saknað af fjölskyldu henn- ar, vinum og okkur öllum. Guð blessi og varðveiti minn- ingu elsku Sigrúnar frænku. Elsku Hilmar Logi, Helga, Hafdís, makar og börn, systkini Sigrúnar, Jens, Anna, Helga, Karl og Guðrún Elísabet og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Sigrún, Sigurbjörg, Anna Pála og Helena Önnu- og Pálsdætur. ✝ Steinunn Ás-kelsdóttir fæddist 27. júlí 1948 í Reykjavík. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 29. ágúst 2019 eftir stutta baráttu við krabbamein. For- eldrar hennar voru Áskell Einarsson, f. 3. júlí 1923, d. 25. september 2005, og Þórný Þorkelsdóttir, f. 4. sept- ember 1920, d. 31. mars 1961. Steinunn ólst upp í Vogunum í Reykjavík fyrstu 10 ár ævi hjónanna Steingríms Birg- issonar og Karítasar Her- mannsdóttur. Börn þeirra eru Steingrímur Birgisson, f. 1969, kvæntur Ólöfu Kristinsdóttur. Sonur Ólafar og fóstursonur Steingríms er Snorri Við- arsson. Þórný Birgisdóttir, f. 1973, gift Ólafi Gunnarssyni. Synir þeirra eru Björn Steinar og Birgir Örn. Áskell Geir Birgisson, f. 1981, unnusta Elva Rún Jónsdóttir og eiga þau saman Rúnar Frey. Fyrir á Elva Rún soninn Sæþór Má Ólafsson. Steinunn vann mestallan sinn starfsferil sem lífeindafræð- ingur á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík, sem nú er Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Húsavík. Útförin fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 14. sept- ember 2019, klukkan 14. sinnar. Fjölskyldan fluttist til Húsvíkur 1958 þegar Áskell var ráðinn bæj- arstjóri þar. Alsystir Stein- unnar er Ása Birna Áskelsdóttir, f. 1952. Hálfsystkini Steinunnar eru Guðrún, Ólafía og Einar Áskelsbörn. Stjúpbróðir er Valdemar Steinar Guðjónsson. Hinn 21. júní 1969 giftist Steinunn Birgi Steingrímssyni, f. 31. október 1945, syni Elsku systir, baráttu þinni við illvígan sjúkdóm er lokið og kom- ið að kveðjustund. Við fæddumst í Reykjavík og ólumst upp í Nökkvavoginum, þar til 1958 að fjölskyldan fluttist til Húsavíkur. Árið 1961 varð af- drifarík breyting í lífi okkar þeg- ar mamma okkar deyr úr krabbameini aðeins fertug. Við vorum þá skildar að, þú varst 12 ára og varst áfram á Húsavík hjá pabba en ég var níu ára og send í fóstur hjá móðursystur okkar henni Frænku og manni hennar Geir. Samband okkar var ekki mikið næstu árin. En við náðum saman í kringum tvítugsaldurinn og þróaðist með okkur náin vin- átta. Þú búin að kynnast Birgi þínum og við báðar orðnar mæð- ur. Þú varst leiðtogi í eðli þínu og tókst ákvarðanir og frumkvæði og áttir auðvelt með að stjórna. Dugnaður, trygglyndi og glað- lyndi einkenndu þig og þú varst mikil félagsvera og vinmörg. Hjálpsemin var þér líka í blóð borin og varst tilbúin að leggja mikið á þig til að hjálpa öðrum og nutu margir góðs af. Svo varstu afar ættfróð og gast rakið skyld- leika fólks langt aftur í ættir. Það kom sér nú oft vel. Það var yndislegt að koma á notalegt heimili ykkar Birgis og tekið á móti manni af mikilli gestrisni. Þú varst snillingur í matargerð og bakstri og galdrað- ir fram bæði brauð og tertur af þvílíkri snilld. Auk þess hafðirðu unun af því að prjóna og eru þær ófáar prjónaflíkurnar sem frá þér hafa komið og fjölskylda og vinir fengið að njóta. Þú tókst þátt í starfsemi Leikfélags Húsa- víkur til margra ára og sást um gervi og förðun fyrir fjölda leik- sýninga. Smekkvísi og listrænir hæfileikar þínir nutu sín vel á því sviði. Alltaf varstu til staðar fyrir mig og tilbúin að hjálpa mér við allt sem var í gangi í mínu lífi og fjölskyldunnar. Þú hjálpaðir með og skipulagðir heilu veislurnar og bakaðir og bjóst til alls konar góðgæti. Það var ómetanlegt að eiga þig að og ég er óendanlega þakklát fyrir það. Við áttum sameiginlegt að vera haldnar mikilli ferðaþrá og ferðuðumst mikið saman. Tvisv- ar fór stórfjölskyldan saman til útlanda til að halda upp á stór- afmælin þín, annars vegar sex- tugsafmæli í Frakklandi þar sem við dvöldum í gamalli myllu í Burgundy-héraði og svo sjötugs- afmælið þitt í fyrra á Spáni. Hvorutveggja ógleymanlegar ferðir og yndislegar samveru- stundir. Við ferðuðumst líka saman um Spán, Frakkland og Ítalíu og áttum margar ógleym- anlegar stundir saman bæði ut- anlands og innan að ógleymdum gæðastundunum okkar í Lyng- rimanum. Að þú skulir vera farin rétt tæpu ári eftir að þú greinist með krabbamein er mér alveg óskilj- anlegt. Þú barðist eins og hetja og ætlaðir að hafa betur, enda áttirðu eftir að fylgjast með barnabörnunum vaxa úr grasi og ferðast mikið meira. Stóð til að þið Birgir kæmuð með okkur Stebba og fjölskyldu til Toscana núna í september að halda upp á afmælið hans og þú baðst okkur svo um að koma með ykkur til Palma á Mallorca í október að halda upp á 50 ára brúðkaups- afmæli ykkar Birgis. Ég sakna þín óendanlega mikið, elsku syst- ir, og það verður erfitt að fara til Ítalíu án ykkar Birgis. Hjartans saknaðarkveðjur með þakklæti fyrir allt frá Stebba, Þórnýju, Baldri, Ómari, Örnu, Röggu og Krissa og börn- um. Elsku Birgir, Steingrímur, Þórný og Áskell Geir og fjöl- skyldur, hjartans samúðarkveðj- ur frá okkur fjölskyldunni. Megi fallegar minningar um yndislega konu létta ykkur sorgina. Þín systir, Ása. Um Jökuldalinn, Hlíðina og Hérað fer hljóður saknaðarþeyr. Um öræfaslóðirnar andvarinn hvíslar: „Aldrei kemur þú meir.“ Blómin sem lögðust til hvíldar í haust munu hlusta og bíða í vor. Steinarnir, moldin og grösin sem gróa geyma þín horfnu spor. Glettin, áræðin, gjafmild og trygglynd gafstu úr traustri mund. Þú kunnir ekki að kvarta né æðrast þó kulaði svalt um stund. Allir þeir mörgu, sem lagðirðu lið er lífsbyrðin þyngdi för, hugsa til baka með hlýju og þökk þá hinsta sinn ýtt er úr vör. (Brynhildur L. Bjarnadóttir) Lífið getur breyst mikið á stuttum tíma, það höfum við vin- konurnar fengið að reyna nú er við kveðjum æskuvinkonu okkar, Steinunni Áskelsdóttur. Móður- ætt hennar var af Jökuldalnum, sem hún tengdist æ meira eftir því sem árin liðu. Hana langaði í ferðalag austur með okkur því hún efaðist um að við værum nógu kunnugar. Ferðin var ákveðin í júlí sl., en þegar til kom leyfði heilsa hennar það ekki. Steinunn okkar er farin. Tæp- lega eins árs stríði við illvígan sjúkdóm er lokið. Það er gott að það varð ekki lengra úr því sem komið var. En okkar sterkasta hugsun nú er hvað okkur finnst þetta ótíma- bært. Við ætluðum svo sannar- lega að njóta efri áranna í góðum félagsskap. Við kynntumst henni fyrir rúmum 60 árum er hún þá 10 ára flutti til Húsavíkur með foreldr- um sínum og yngri systur. Hún kom í okkar bekk og hún varð strax vinkona okkar þriggja. Vin- átta okkar hefur haldist alla tíð síðan. Samband okkar jókst eftir að börnin okkar voru uppkomin, þá fórum við aftur að hafa meiri tíma til samveru og við höfum alltaf verið traustar vinkonur og haldið vel utan um hver aðra, sérstaklega síðustu árin. Við höf- um notið þess ásamt mökum okkar og fleira vinafólki að dvelja saman einn mánuð á vetri í sól- inni á Kanaríeyjum. Nú á einu ári eru höggvin tvö skörð í hóp- inn. Okkur langar að þakka sam- fylgdina og kveðja vinkonu okkar með þessu fallega ljóði eftir Brynhildi L. Bjarnadóttur. Í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag, þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld. Því er kveðjunnar stund, og við krjúp- um í dag í klökkva við minningaeld. Orð eru fátæk, en innar þeim skín það allt sem við fáum ei gleymt. Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín á sér líf, er í hug okkar geymt. Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál eins þó gustaði um hjarta þitt kalt. Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt. (Brynhildur L. Bjarnadóttir) Við sendum Birgi, Steingrími, Þórnýju, Áskeli og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gakk í sólskini eins og Steinunn sagði svo oft við okkur í kveðjuskyni. Hjördís, Sigrún og Hera. Ákveðna, ábyggilega, trygga, trausta Steinunn sólargeisli, prjónasnillingur, skeggmeistari, yfirförðunarmeistari leikhússins. Móðir, amma, kona, meyja. Hrein og bein og kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Pukur ekki að hennar skapi. Vin- ur sem lagði lönd undir fót til að aðstoða og líka til að njóta. Skemmtileg vinkona. Leikhúsmógúll, kvikmynda- unnandi sem alltaf var með fing- urinn á púlsinum í þeim málum. Valborg og Steinunn heimsóttu mig til London þegar ég vann þar og þar sem þær voru rétt búnar að horfa á Notting Hill var tekin lest frá Gerrards Cross og inn í borg til að ganga um göturnar í Notting Hill, svona rétt eins og Hugh Grant í gegnum árstíðirn- ar, og leituðu þær að bókabúðinni og viti menn þær fundu hana og mynduðu hvor aðra í bak og fyrir hjá henni. Því miður var þetta samt ekki bókabúðin úr myndinni en þær eru jafnflottar á mynd- unum fyrir framan vitlausu bóka- búðina. Eins var heilum degi var- ið í að upplifa umhverfi myndarinnar Fjögur brúðkaup og jarðarför sem reyndar var ekki langt frá minni búsetu og lifðum við okkur inn í aðstæður myndarinnar. Hvað gerum við nú sem eftir sitjum án þín? Allavega er glatt á hjalla í hæstu hæðum og vel tekið á móti þér þar. Hjarta okkar grætur sorgina – gleðina sem var. Þú varst órjúf- anlegur hlekkur í vinahópnum og nú ertu farin. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Vinkonurnar Bryndís og Valborg. Fallin er frá of snemma mín bezta vinkona Steinunn Áskels- dóttir, hún barðist við krabba. Það er mikill harmur að kveðja. Steinunn er gift frænda mín- um og vini Birgi Steingrímssyni. Í raun kynntumst við tvisvar. Sem drengur dvaldi ég á Húsavík með móður minni, Gunnu Dóru Hermanns og systrum hennar, þeim Kæju og Þuríði sem eru farnar. Alltaf og hvar sem syst- urnar hittust var mikið fjör. Í minningu drengs var, hlátur og gleði. Þrátt fyrir aldursmun voru þær nánar. Þegar gleði var söng- ur og spil fengu aldnir sem ungir að vera með ávallt gengið fallega um gleðinnar dyr þar. Leiðir okkar Steinunnar og Birgis liggja aftur saman í gegn- um Laxá í Aðaldal. Ég var við veiðar í Nesi og vissi ekki hvað ég var að gera og hringdi í Bibba frænda sem kom og síðan hafa liðið ár. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir því að Laxá væri mörg veiðisvæði. Síðan hef ég og Jói Bjössi, vinur, veitt með þeim bræðrum Bibba og Ásgeiri á hverju sumri. Ég eignaðist mjög góða félaga við Laxá. Mér er til- hlökkun að hitta þessa deild sem er full af höfðingjum. Ég vil þakka Bibba sem hefur miðlað og gefið mér ró, nánd og skilning við Laxá. Vinskapur minn við Steinunni og Birgi varð það góður að þau fóru að heimsækja mig til Spán- ar. Þær stundir varðveiti ég. Þar styrktust kynni, skemmtun og endalaus hlátur sem og sögur. Við Steinunn náðum ein- stökum vinskap og áttum með okkur svo mikið „trúnó“ eins og sagt er í dag. Ég treysti og trúði henni fyrir mínum hlutum enda glímdi ég við slappleika. Þar var manneskja hlaðin fegurð sem ráðum góðum. Ekki má gleyma matarást sem ég hafði á henni. Gerum Ossobuco segir hún, ég ekki mjög áhugasamur og gleymdi nafni sífellt. Við fórum í búð, á meðan horfðu Bibbi og Evita Peron (hundur) á fótbolta. Hráefni fannst og ég grínaðist með að það tæki mánuð að elda svona þykk bein. Steinunn fór létt með þetta á einu kvöldi. Nú er þetta með því betra sem ég fæ. Í hvert skipti þegar ég yfirgaf Laxá var alltaf kjöt í karrý hjá frú Steinunni. Saddur kvaddi ég. Að lokum sönn saga úr Laxá. Aldrei þessu vant var Steinunn mætt til veiða ásamt Birgir og áttu þau Kistu að vestan. Ég og Jói áttum Miðstykki. Þau ákveða að fara upp í Háfholu í bríararíi, rólegt. Áður rædd Sporðaköstin hans Eggerts um Laxá. Þá hvell- ur yfir bakka og með hennar glampa í augum, hnefi á lofti og gellur hátt í henni: „Nú heiti ég á þig Grani!“ (Helgi Bjarnason frá Grafabakka), fluga fer í Háfholu og það er allt í keng strax og stóð rúmar 30 mínútur, svo elt niður. Við stöndum á austurbakka og sjáum lax. Þetta var moli nærri 30 pundum, sporðblaðkan! Þessi höfðingi fór af og sagan segir að það hafi verið af því að Bibbi tók við stönginni. Ég þakka þér samferðina, kæra vinkona. Við skulum vera eins og Stein- unn dugleg að knúsa hvort ann- að, yfirgefið hefur þetta líf stór hetja og miklu stærri en allur Jökuldalur sem henni var afar kær. Guð fylgi þér og geymi ásamt öllum sem þurfa á styrk í þeirra sorg sem þitt fráfall er. Birgir og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þórir Hlynur Þórisson. Meira: mbl.is/minningar Steinunn Áskelsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.