Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Friðrik ÞórEinarsson var fæddur 21. nóv- ember 1936 í Svein- ungsvík í Þistilfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu. Hann lést á Skógarbrekku, hjúkrunardeild Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands, 23. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Þorbjörg Björnsdóttir, f. 18. nóvember 1900, d. 21. októ- ber 1983, húsmóðir í Sveinungs- vík, og Einar Sigmundur Ein- arsson, f. 23. mars 1901, d. 16. apríl 1961, bóndi í Sveinungsvík. Fyrri eiginmaður Þorbjargar var Friðrik Guðnason, f. 17. október 1889, d. 23. júlí 1932. Alsystkini Friðriks Þórs eru: Guðmundur, f. 5. október 1934, Signý, f. 22. apríl 1940, og Björg Guðrún, f. 31. mars 1943. Hálfsystkini Friðriks Þórs voru Björn, f. 2. september það ár fluttu þau í Fossberg að Ásgötu 11. Börn þeirra eru: 1) Þór, f. 24. júní 1964, maki Sigrún Hrönn Harðardóttir, f. 5. ágúst 1966. Þeirra börn: Hrannar Þór, f. 1994, og Rósa Björg, f. 1996. 2) Olga, f. 4. október 1969, maki Ragnar Axel Jóhannsson, f. 20. júní 1969. Þeirra börn: Þórunn Nanna, f. 1995, unnusti Sigmar Darri Unnsteinsson, f. 1994, og Friðrik Þór, f. 1998, unnusta Auður Ragna Þorbjarnardóttir, f. 2001. Fyrir átti Rósa eina dóttur sem þau Friðrik ólu upp, Guðnýju Sigrúnu Baldursdótt- ur, f. 6. júlí 1961. Guðný á dótt- urina Berglindi Mjöll, f. 1980, og ólu Friðrik og Rósa hana upp. Maki Guðnýjar er Jón Eiður Jónsson, f. 10. apríl 1958. Þeirra börn: Bylgja Dröfn, f. 1984, maki Bryngeir Daði Malmquist Baldursson, f. 1982, og eiga þau fjóra syni. Brynjar Freyr, f. 1990, unnusta Aníta Ágúst- udóttir, f. 1995. Friðrik vann lengst af sem vélstjóri í fiskvinnslu á Rauf- arhöfn. Útför Friðriks fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag, 14. september 2019, og hefst at- höfnin klukkan 14. 1918, d. 27. mars 2001, Guðni, f. 31. mars 1920, d. 13. apríl 2011, Jóhann, f. 2. mars 1924, d. 12. janúar 1956, og Friðný Guðný, f. 18. október 1929, d. 4. nóvember 2015. Friðrik Þór ólst upp í Sveinungs- vík, hann gekk í barnaskóla á Rauf- arhöfn og síðar einn vetur á Laugarvatni. Eftir það fór hann á sjó og vann á Hafsilfri sem beykir. Þann 18. desember 1965 kvæntist Friðrik Þór Rósu Lilju Þorsteinsdóttur, f. 10. febrúar 1940. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gestsson, f. 21. des- ember 1908, d. 11. ágúst 1998, og Guðný Sigurðardóttir, f. 31. desember 1906, d. 9. september 1998. Friðrik og Rósa hófu sinn búskap í Brún á Raufarhöfn og bjuggu þar til ársins 1969, en Elsku pabbi, nú þegar þú hefur kvatt okkur eftir erfið veikindi, sem tóku mikið á mig og aðra að- standendur þína, koma upp minn- ingar sem við áttum saman. Ég var ekki gamall þegar ég fór með þér og Guðmundi bróður þínum á vorin í björgin í Sveinungsvík að tína egg. Mér þótti þetta svo sjálf- sagt að ég tók Hrannar Þór með mér á svipuðum aldri og ég var þegar ég fór með ykkur í fyrsta skipti. Við fórum í eitt skiptið allir fjórir saman í björgin og talar Hrannar Þór oft um það enn þann dag í dag. Þú gerðir aldrei kröfur til neins nema til þín sjálfs og man ég ekki eftir þér reiðum eða að þú hafir skammað mig, þó svo að það væru eflaus mörg tilefni til þess. Þú hugsaðir vel um tengdafor- eldra þína og talaði afi Steini oft um það hversu mikils virði þú varst þeim. Þegar við byggðum sumarhús- ið saman í Þverárdal þá smíðuð- um við lengst fram eftir kvöldi og talaði Hrönn oft um það að ég mætti ekki ofgera þér heldur yrði ég að gera mér grein fyrir því að þú værir á sextugsaldri en ekki á þrítugsaldri, eins og ég. Saman unnum við hins vegar á meðan ná- grannarnir leyfðu og kvartaðir þú aldrei, þrátt fyrir aldurinn. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum en bjóst aldrei við að fá neitt í staðinn. Enda komst þú alltaf þegar ég var að laga húsið mitt og vildir hjálpa, en baðst aldrei um hjálp þegar þú varst að laga þitt hús. Þú þurftir alltaf að vera að gera eitthvað og sast sjaldan kyrr. Því var mjög erfitt þegar veikindin fóru að taka völd- in af þér, þá var viljinn mikill til að gera allt sjálfur en getan var ekki til staðar lengur. Ég var mjög heppinn að vinna með þér í mörg ár sem vélstjóri og enn í dag er ég að hitta menn sem komu í frystihúsið og tala um hversu mikill öðlingur þú varst. Saga Gunnars Jónasar sem var vinnufélagi þinn til margra ára lýsir þér vel. Á hverjum morgni í morgunkaffinu var Gunni búinn að smyrja brauð handa ykkur fé- lögum með osti og gúrku, og borðuðuð þið brauðið saman með góðri lyst hvern einasta morgun í mörg ár. Einn morguninn kemur Gunni þungur á brún og tilkynnir þér að nú sé það ljótt; ekki hafi verið til gúrka og því þurfið þið að sætta ykkur við að borða brauðið án gúrku í þetta skiptið. Þá svar- ar þú að það sé gott af því að þér finnist gúrka vond. Það er sárt að fá ekki að njóta félagsskapar þíns lengur en minningin um þig lifir og munt þú alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Þór. Nú er dagurinn runninn upp sem ég hef kviðið fyrir frá því ég var barn. Elskulegur pabbi minn er látinn eftir þunga glímu við alz- heimer-sjúkdóminn. „Andskotans vitleysan í þér, stelpa, svona jæja þá,“ var pabbi vanur að segja þegar ég vildi gera eitthvað sem ekki var gáfulegt eins og t.d. að keyra bílinn þrátt fyrir að ná ekki niður á bremsurn- ar, eða fá að aska af sígarettu. Aldrei sagði hann nei, sama hvað. Fyrir vikið er ég nú ríkari að skemmtilegum minningum. Pabbi var dugnaðarforkur og kunni best við sig þegar hann var við vinnu. Hann var mjög árrisull og var oft búinn að vera vakandi lengi þegar aðrir vöknuðu. Hann hjálpaði okkur að smíða palla við húsið okkar og var þá unnið frá morgni til kvölds og fannst ná- grönnunum örugglega nóg um. Þegar smíðum var lokið á föstu- dagskvöldi, og við orðin dauð- þreytt og vildum helst ekki byrja fyrr en um hádegi næsta dag, sögðum við: „Við byrjum ekkert snemma á morgun, er það?“ „Nei, nei, ég kem þá bara um áttaleyt- ið“ svaraði pabbi. Hann vildi allt fyrir alla gera, en vildi aldrei láta neitt fyrir sér hafa og fannst það „andskotans bölvuð vitleysa“ ef eitthvað átti að gera fyrir hann. Þegar ég talaði um það við hann hvort við ættum ekki að halda upp á afmælið hans, þá vildi hann ekkert afmælisrugl, sagði að það gæti komið fólki í mikil vandræði að vera boðið í af- mæli. Þrátt fyrir að vera orðinn mjög veikur tapaði hann aldrei sínum karakter og hló að skemmtilegum minningum. Hann var einstakt ljúfmenni. Þegar yndislegu starfsstúlkurnar voru að gefa honum að borða og spurðu hvern- ig honum fyndist grauturinn svaraði hann: „Hann er alveg hel- víti góður!“ Sem betur fer fannst honum það því þetta var seinasta máltíð hans í þessum heimi. Við erum viss um að margir verða glaðir að fá að hitta hann þar sem hann er núna og taka vel á móti honum. Við viljum þakka pabba allar góðu stundirnar sem við áttum saman og biðjum góðan Guð að styrkja þig, elsku mamma mín, á þessari sorgarstundu. Betri pabba, tengdapabba og afa er ekki hægt að hugsa sér. Við kveðjum hann með orðum sem Friðný systir hans sagði jafnan um hann: „Friðrik Þór á hverjum degi besti maður heims.“ Það eru sko orð að sönnu. Olga og Ragnar (Raggi). Pabbi, takk fyrir að halda í höndina á mér í gegnum lífið. Takk fyrir að hafa verið pabbi minn. Að taka mér eins og þinni eigin dóttur frá fyrsta degi. Fyrir að hafa kennt mér allt sem ég kann. Fyrir að hafa verið sá allra þolinmóðasti við freku mig. Fyrir að hafa alltaf sagt já við mig. Fyr- ir að hafa leyft mér alltaf að koma með í vinnuna þína á kvöldin til að leyfa mér að leika mér í kössun- um. Fyrir að hafa skutlað mér út um allt land, meira að segja til Bolungarvíkur því ég þorði ekki að fljúga. Takk fyrir að kenna mér að synda og fara alltaf með mér í sund. Það var vegna þín sem ég var orðin flugsynd fimm ára og fékk minn fyrsta verðlaunapen- ing. Takk fyrir að kenna mér að skauta og koma með mér á kvöld- in á Kottjörnina. Takk fyrir bíl- prófið og þolinmæðina við alla rúntana sem þú fórst með mér. Takk fyrir að styðja við mig í gegnum skólagönguna á Laugum og förðunarnám í RVK. Takk fyr- ir hjálpina með kaupin á fyrsta bílnum mínum. Takk fyrir allt. Þú varst án efa sá besti pabbi og fyrirmynd sem nokkur gæti hugsað sér. Ég var heppin að fá þig. Þú varst alltaf svo blíður og góður. Ég held að ég hafi aldrei heyrt þig hækka rödd þína nema þegar þú varst að syngja með kórnum. Þú varst sá allra duglegasti, enn vinnandi 75 ára. Því veit ég að það var bæði áfall fyrir þig og okkur þegar þú greindist með þennan ljóta sjúkdóm, alzheim- ers. Öllu var kippt frá þér á núll einni. Við vorum dugleg að taka göngutúr og kíkja í berjamó þau skipti sem ég kom í heimsókn heim á meðan heilsan þín leyfði. Því miður urðu heimsóknir mínar heim færri með árunum en alltaf var gott og gaman að hitta þig. Ljúfi góði pabbi, tókst alltaf vel á móti mér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt þig í byrjun ágúst. Bæði í góðu standi og slæmu. En við náðum að hlæja saman, hlustuð- um á karlakóra og ég náði aðeins að bulla í þér. Ég fann það á mér að þetta væri örugglega með þeim síðustu skiptum sem ég myndi hitta þig og því kvaddi ég þig vel og lengi. Það var vissulega áfall þegar ég fékk svo þær fréttir að þú værir farinn. En svo kvaddi ég þig aftur í kistulagningunni og þú varst svo fallegur og friðsæll og ég fann að þér leið betur. Ég kyssti þig aftur bless og þakkaði þér fyrir allt. Því ég veit ekki hvort þú vissir hversu þakk- lát ég var fyrir þig. Þú varst besti pabbi í heimi! Ég elska þig, pabbi minn, og þín verður sárt saknað. Allar mín- ar góðu minningar munu lifa með mér. Berglind Mjöll. Í dag kveð ég stjúpa minn sem kom inn í líf mitt þegar ég var tveggja ára og bar aldrei skugga á okkar samband. Minningabank- inn er fullur af skemmtilegum minningum sem gott er að hugsa til á þessum erfiða tíma. Fíi kvaddi þann 23. ágúst eftir erfið veikindi á Skógarbrekku, hjúkr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, en þar hafði hann dvalið frá því í febrúar á þessu ári. Ég kveð með þessu ljóði sem lýsir honum vel og segir svo margt um hans geðslag og innræti. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú ertu kominn í sumarlandið og allar þrautir að baki. Takk fyr- ir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Bónusbarnið þitt, Guðný Sigrún. Þó við kveðjum við þig í síðasta sinn í dag, elsku afi okkar, mun- um við alltaf muna þig og þær ótalmörgu stundir sem við nutum með þér. Við vorum svo heppin að búa á sama stað og þið amma og geta heimsótt ykkur hvenær sem var. Maður vissi samt alltaf að maður þyrfti bara að labba aðra leið, því þú skutlaðir okkur svo alltaf til baka. Í bílnum hjá þér var hægt að taka miðjusætið aftur í niður, og skríða í skottið. Það var því aldrei slegist um framsætið, enda stranglega bannað að sitja þar, þar sem við vorum ekki búin að ná þeirri hæð og þyngd sem þurfti. En í skottinu vorum við „örugg“. Þú rúntaðir með okkur þangað til við fengum leiða á að „sitja aftur í“ og þú fékkst leyfi til að skutla okkur heim. Stoppaðir þú þá fyrir utan heima, fórst út úr bílnum, opnaðir skottið og varðst alveg steinhissa á að sjá okkur þar. Oft leyfðir þú okkur að koma með í frystihúsið og sýndir okkur allar vélarnar sem þú sást um. Merkilegust fannst okkur vélin sem tók á móti okkur, þar sem við héldum lengi vel að væri inngang- urinn, en er í raun vélasalurinn. Við þurftum alltaf að halda fyr- ir eyrun út af hávaðanum sem kom frá vélinni og furðuðum við okkur alltaf á því hvernig þú færir að því að fara þarna í gegn án þess að þurfa þess líka. Oftar en ekki urðum við eftir hjá ykkur ömmu á sunnudögum eftir hádegismatinn, þá loksins gátum við algjörlega ráðið sjón- varpinu og tekið af þessu hund- leiðinlega Silfri Egils og sett á teiknimynd, því aldrei sagðir þú nei. Þá tókst þú bara upp bók og last í stólnum þínum og „sussað- ir“ róandi á meðan. Þetta „suss“ var einkennandi fyrir þig og róaði alla og jafnvel svæfði í kringum þig. Við erum óendanlega þakklát fyrir allar stundirnar okkar sam- an yfir jólin, áramótin, páskana og afmælin, svo eitthvað sé nefnt, sem við nutum með þér og mun- um geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elskum þig. Þinn nafni, Friðrik Þór og Þórunn Nanna. Elsku afi, það fyrsta sem kem- ur í hugann þegar við hugsum til þín er hversu blíður og geðgóður einstaklingur þú varst. Þú varst aldrei neikvæður, talaðir alltaf vel um alla og varst með einstaklega hlýja nærveru. Við munum það vel þegar þið pabbi voruð að smíða bústaðinn þá máttum við alltaf koma með litla plasthamarinn og sögina okkar til að hjálpa ykkur við smíðarnar. Þú tókst alltaf vel á móti okkur og upplifðum við það aldrei að við værum að trufla ykk- ur. Þó svo að það tefði smíðarnar þá varstu alltaf tilbúinn til að stoppa og halda í naglann fyrir okkur svo við gætum hamrað litla plasthamrinum okkar í hann. Þol- inmæði, dugnaður, hjálpsemi og góðmennska eru orð sem ein- kenndu þig og varst þú ákaflega falleg fyrirmynd til að líta upp til. Orð fá því ekki lýst hversu ein- stakur maður þú varst og eru ef- laust margir sem halda það að öll sú hlýja sem þú bjóst yfir finnist ekki í neinum lifandi manni. Við erum sannfærð um að ekki hafi verið til neitt slæmt í þér og erum afar þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Elsku afi, einstaklinga eins og þig er erfitt að finna og erum við ákaflega stolt af því að geta kallað þig afa okkar þar sem heimurinn væri vissulega betri staður ef allir litu á lífið eins og þú gerðir. Við viljum þakka þér fyrir ynd- isleg ár sem við höfum átt með þér og munum alltaf minnast þess hversu góður afi þú varst. Hvíldu í friði, þín verður sárt saknað. Rósa Björg og Hrannar Þór. Friðrik Þór Einarsson Hún Magga frænka er farin frá okkur, 97 ára að aldri. Hún var það móðursystkina minna sem ég kynntist fyrst og sem lifði lengst. Móðir mín veiktist alvarlega við fæðingu mína og Magnea systir hennar kom norður og dvaldist all- lengi á Arnarhóli til að aðstoða við heimilishaldið og foreldrum mínum til stuðnings. Svo vildi til að ég leit dagsins ljós á 21. afmælisdegi Möggu, 13. júní. Einnig þess vegna þótti viðeigandi að skíra mig í höf- uðið á þessari hjálparhellu okkar. Á mínum bernskuárum var töluvert fyrirtæki að ferðast á milli lands- hluta og auk þess átti sveitafólk óhægt með að hlaupa frá búskapn- um. Hins vegar fengum við krakk- arnir jafnan kort, jóla- og afmæl- isgjafir frá ættingjunum fyrir sunnan. Kortin frá Möggu skáru sig úr að því leyti að þau voru hand- Magnea Soffía Hallmundsdóttir ✝ Magnea SoffíaHallmunds- dóttir fæddist 13. júní 1922. Hún lést 21. ágúst 2019. Útför Magneu fór fram 2. septem- ber 2019. gerð og mörg hrein- ustu listaverk. Allt til síðustu æviára henn- ar fengum við Bri- gitte svona smá lista- verk frá henni fyrir hver jól. Magga og börnin voru meðal þeirra ættingja sem komu alloft í heimsókn til okkar í Arnarhól. Elsta barnið, Hrefna, dvaldist hjá okkur „í sveit“ hluta úr þremur sumrum, okkur öllum til mikillar ánægju. Sjálfur fór ég til Reykjavíkur þriggja ára að aldri en síðan ekki fyrr en 16 árum síðar. Þá og síðar kom ég oftast við hjá Möggu og fjölskyldu ef ég átti leið um og tækifæri gafst. Á sumrin sýndi frænka mín mér gjarnan garðinn sinn, enda vissi hún að ég hafði áhuga á trjám og blómum. Innanhúss var þó ekki minna til að dást að, því að Magga var afar list- ræn í sér og alveg óvenjulega fjöl- hæf og afkastamikil listakona. Bæði innanhúss og í garðinum gaf að líta listaverk eftir hana, ótrúlega fjölbreytt að formi og gerð og úr hinum ólíkustu efnum. Vegna þess hve smekklega mununum var kom- ið fyrir virkuðu herbergin samt alls ekki yfirhlaðin heldur eins og út- hugsuð listræn heild, en þó hlý og heimilisleg. Í rúmgóðu og vistlegu herbergi Möggu í hjúkrunarheim- ilinu Mörk, þar sem hún bjó síð- ustu árin, var lítið úrval af list- munum hennar, afar smekklega fyrir komið. Magnea var listakona af lífi og sál og sagði eitt sinn í viðtali að sér hefði alltaf liðið best þegar hún væri að fást við eitthvað skapandi. En hún var líka glaðvær, fé- lagslynd og góð heim að sækja. Til að örva tengsl innan fjölskyldunn- ar bauð hún árum saman reglu- lega upp á „laugardagskaffi“, opið hús með kaffi, vöfflum og öðru gómsæti fyrir þá ættingja sem koma vildu. Þegar við Brigitte vorum stödd á landinu komum við þangað hvenær sem tækifæri gafst. Það gladdi mig mjög að Magga skyldi geta komið til Ak- ureyrar í fylgd Hrefnu dóttur sinnar í tilefni af 70. afmæli mínu árið 2013. Þá fór hún líka með okk- ur í Arnarhól í boði Harðar bróður míns og Sigrúnar. Talaði hún oft um það síðar hvað það hefði glatt sig að geta þegið þessi boð. Sjálfur átti ég þess kost að taka þátt í 95 ára afmælihófi hennar í Mörk árið 2017 þar sem mikill fjöldi nánasta skyldfólks okkar kom saman. Þá var hún enn hress og glöð enda þótt heilsunni væri verulega farið að hraka. Elsku Magga, blessuð sé minn- ing þín. Magnús Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.