Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38 | 105 Reykjavík | 514 8000 | info@grand.is | islandshotel.is VILLIBRÁÐARBRUNCH 3. nóvember 5.800 kr. á mann Börn 6-11 ára fá 50% afslátt 5 ára og yngri fá frítt Villibráðarhlaðborð 26. október 2. nóvember VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ VILLTA KOKKSINS Á GRAND HÓTEL 15.900 kr. á mann Pantaðu borð á islandshotel.is veitingar@grand.is eða í síma 514-8000 Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur á Grand Hotel Reykjavík, reiðir fram 60 ómótstæðilega veislurétti úr úrvals villibráð UPPSELT Á tímum samfélags- miðla og stöðugrar tækniþróunar hinnar svokölluðu fjórðu iðn- byltingar ætti það að vera orðið auðveldara að ná til ungs fólks og vekja áhuga þess á stjórnmálum og póli- tískri umræðu. Ég efast ekki um að fjöldi ungmenna hafi áhuga, myndi sér skoðanir og hafi kröftugan vilja til þess að taka þátt í flokksstarfi af einhverju tagi, eða sé virkt í félagsstarfi utan stjórnmálaflokka. Ég hef það þó á tilfinningunni að það sé minni áhugi í dag meðal ungs fólks á að starfa í stjórn- málum. Þá ályktun dreg ég út frá því sem ég hef sjálfur heyrt og upplifi að sumu leyti persónulega. Það þarf að þora að láta vaða, segja skoðanir sínar, sama hversu mikilli dómhörku þær kynnu að sæta og vera sama þó maður yrði tekinn í gegn af virkum í at- hugasemdum. Af hverju skyldi þetta vera? Fyrir þessu kunna að vera ýms- ar ástæður. Þær eru þó vissulega mismunandi eftir fólki. En með til- komu samfélagsmiðla hefur um- ræðuhefðin breyst. Það er ekkert mál að segja skoðanir sínar á yf- irvegaðan og málefnalegan hátt, en á sama tíma getur maður átt von á því að einhver hakki mann í sig, ásaki, eða geri manni upp skoð- anir. Er umræðan orðin öfgakenndari? Ég upplifi umræðuna þannig að, til dæmis, ef þér finnst ekki sjálf- sagt að hann Magnús bílstjóri geti heitið Margrét, þá sértu fáviti, eða ef þú ert á móti því að hægt sé að fara í þungunarrof fram að tutt- ugustu og annarri viku þá sértu á móti sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Viljir þú fá léttvín í búðir, þá sértu óábyrgur og viljir stofna lífi ungs fólks í hættu og ef þú ert efins um að kynlaus klósett séu málið, þá sértu gamaldags og fordómafullur. Það virðast allir eiga að hafa sömu skoðunina. Allir eiga að vera sammála og alls ekki detta það í hug að bera „vitlausar“ skoð- anir á borð. Þetta getur ekki verið hollt fyrir mál- efnalegar umræður, ekki heldur fyrir mannleg samskipti og allra síst gott fyrir hið margumtalaða lýð- ræði. Hversu hollt skyldi það vera fyrir Alþingi, stjórnmálaflokka og lýðræðið ef sá sem í raun er ekki sammála þeim sem hæst hafa, „hinum réttsýnu“, kæmi ekki sínum skoðunum á framfæri af ótta við að vera með aðrar skoðanir en fylgdi þess í stað „hinum réttsýnu“? Er ekki heilbrigðara að fá ólíkar skoðanir fram? Rökræða, en ekki vera með upphrópanir, sem margir virðast eiga afskaplega erfitt með að tileinka sér. Er ekki mannlegra að hlusta á skoðanir annarra án þess að dæma viðkomandi? Jákvætt að hafa ólíkar skoðanir Stjórnmálin þurfa að vera spenn- andi vettvangur að starfa á, við unga fólkið þurfum að fá þau skila- boð að það sé í lagi að vera með ólíkar skoðanir, að allir þurfi ekki alltaf að vera sammála. Maður á að standa með sannfæringunni sinni, fylgja hjartanu og hugsjón, því ef það gerist ekki, þá halda stjórn- málaflokkar á Íslandi áfram að líkj- ast hver öðrum meira og meira, og enginn almennileg skoðanaskipti myndu eiga sér stað. Annars getum við bara sameinað alla flokka, allt heila klabbið. Því stjórnmálaflokkar þurfa að mynda sér sérstöðu. Getum við ekki sammælst um að fagna ólíkum skoðunum, fagna fjöl- breyttri umræðu, fagna rökræðum? Að vera með „vit- lausar skoðanir“ Eftir Róbert Gunnarsson Róbert Gunnarsson » Það þurfa ekki allir alltaf að vera sam- mála, maður á að standa með sannfæringunni sinni, fylgja hjartanu og hugsjón. Höfundur er formaður Víkings – ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði. Hugtakið „frjáls- lyndi“ er illa skilgreint. Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að Ísland verði sem fyrst ný- lenda erlends ríkja- sambands telja sig „frjálslynda“. Þeir sem hins vegar telja að Ís- land eigi að vera áfram frjálst og óháð, full- valda ríki eru ekki taldir „frjálslyndir“ og enn síður íhaldssamir heldur eru þeir upp- nefndir „einangrunarsinnar“ og „po- púlistar“. Hjá flestum fullvalda menningarþjóðum þætti þetta við- horf hin mesta skömm. Þó svo t.d. Bandaríkjamenn telji sig upp til hópa vera „frjálslynda“ dytti engum stjórnmálamanni þar í landi í hug að framselja fullveldið í bitum til er- lends ríkis. Sá hinn sami yrði um- svifalaust sendur úr landi í böndum og komið varnalega fyrir á eyðieyju. Á Íslandi þykir það hins vegar ekki tiltökumál að erlend ríki séu að vasast í fjármálum, persónuvernd- armálum og auðlindamálum lands- ins. Menn virðast aldrei fá nóg af undirlægjuhættinum, sem þeir „frjálslyndu“ flokka undir „al- þjóðlega samvinnu“. Bretar verða almennt seint taldir vera „frjáls- lyndir“ en samt tókst þeim „frjáls- lyndu“ í öllum flokkum þar í landi að sannfæra bresku þjóðina um að rétt væri að ganga í ESB árið 1973, en merkilegt nokk, þá hafði þeim tví- vegis áður verið neitað um aðild að frumkvæði Charles De Gaulle Frakklandsforseta sem taldi að Bretar hefðu meiri áhuga á fríversl- un en samvinnu og að þeir hefðu meiri áhuga á samskiptum við Bandaríkin en önnur Evrópuríki. Forsetinn reyndist sannspár. Bretar eru nú orðnir langþreyttir á ólýðræðislegum vinnubrögðum ESB og eru nú á hægri en öruggri siglingu út úr ríkjasambandinu. Breska þingið hafnaði nýlega aðild að EES- samningnum sem þeir kalla „norsku leiðina“. Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra, hélt því nýlega fram í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut að ástæðan fyrir þeirri höfnun hefði í raun verið sú að Bret- ar vissu sem var, að EES-samning- urinn felur í sér meira afsal full- veldis aðildarríkjanna heldur en bein aðild að ESB. Hvað sem því líð- ur þá er EES-samningurinn nú kominn í algjört uppnám vegna kjarkleysis Alþingis Íslendinga þeg- ar þeir innleiddu 3. orkupakka ESB í íslensk lög með þingsályktun- artillögu sem forseti Íslands gat ekki með nokkru móti hafnað að skrifa undir og vísað til þjóðarinnar. Þetta vissu menn í ráðuneytunum, þetta vissu þingmennirnir okkar en kjósendur ekki. Alþingi Íslendinga hefur fyrir löngu ákveðið að innlima Ísland í ESB, bakdyramegin. Kjós- endum kemur það bara ekkert við! Almenningur á Íslandi er þó í aukn- um mæli að átta sig á eðli og inntaki EES-samningsins og til hvers hann leiðir ef menn nýta ekki ákvæði hans til fulls, heldur gleypa þar allt hrátt. Að vera frjáls er að vera óháður öðrum, m.ö.o. að vera sjálfstæður. Fullvalda ríki er því frjálst ríki. Við erum ekki lengur fullvalda ríki, við erum því ekki langur frjáls. Við er- um hins vegar orðin afar „frjáls- lynd“ og hluti af 500 milljóna manna ríkjasambandi og enginn segir neitt við því. Enginn virðist einu sinni vita af því, nema örfáir alþingismenn og „kverúlantar“, „popúlistar“ og „ein- angrunarsinnar“ í grasrót stjórn- málaflokkanna svo og meðlimir í samtökunum Orkan okkar. Hvort al- þingismenn hafi með þessum óláns- gjörningi svikið þjóð sína og föður- land læt ég öðrum eftir að dæma. Hitt er ljóst að þingmenn stjórn- arflokkanna gengu þar á bak orða sinna gagnvart sínum kjósendum og virtu að vettugi ályktanir og sam- þykktir sinna eigin flokksmanna, grasrótar og undirstöðu flokkanna. Hvað varðar fullveldismál á Íslandi er landinu okkar nú stjórnað af með- virkum, ofmetnum popúlistum á Al- þingi sem taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum frá frjálsum og full- valda vinaþjóðum með fýlusvip og hóta að setja lög sem banna frekari samvinnu við þær, nema með sér- stöku leyfi Alþingis! Þetta eru afar undarlegir fyrirvarar í „alþjóðlegri samvinnu“ því það eru samningarnir sem gilda. Menn semja ekki eftirá. Það þarf ekki sérfræðinga í glæpa- sögum til að átta sig á því. Nú er fjórði orkupakki ESB í far- vatninu. Hvernig ætla menn að taka á þeirri sendingu frá móðurskipinu ESB? Ég ráðlegg öllum að geyma síðustu reikningana frá orkuveit- unum og fylgjast vel með orkuverð- inu, flutningskostnaði, mælagjaldinu og verðinu á heita og kalda vatninu. Ísland er orðið hluti af orku- sambandi ESB vegna EES- samningsins og bráðum koma nýir orkumælar í hvert hús. Á Íslandi býr nú „frjálslynd“ þjóð í fjötrum. EES-samningurinn: Frjálslyndi í fjötrum Eftir Elinóru Ingu Sigurðardóttur » Á Íslandi virðist ekki vera tiltökumál að erlend ríki séu að vasast í fjármálum, persónu- vernd og auðlinda- málum landsins. Er það „alþjóðleg samvinna“. Elinóra Inga Sigurðardóttir Höfundur er formaður samtakanna Orkan okkar. elinoras@gmail.comAllt um sjávarútveg Það ætti að koma íslenskum ljóða- unnendum þægilega á óvart að frétta að ég hafi nú verið skipaður lárvið- arskáldið á Íslandi, til lífstíðar (af Vináttufélagi Íslands og Kanada; að breskri fyrirmynd). Skal það nú tilheyra því embætti mínu, að minna landsmenn á fortíð ljóðlistarhefðar Íslendinga aftur til sögualdar okkar sem og til Forn- Grikkja. Lesendur Morgunblaðsins hafa þegar kynnst hér ígildi tveggja ljóða- bóka minna síðan 1982 og þrettán þeirra hafa fengið þar viðhlítandi dóma. (Af öðrum viðurkenningum má nefna ljóðaviðurkenningu Jean Mon- net og síðar Ljóðhatt Bókasafns Kópavogs.) Á þessum þjóðlegu ólgutímum nýrrar aldar þykir þannig þarft að marka okkar þjóðernislegu menning- armál skarpari tökum. Er mér því ljúft að enda nú þennan fyrsta pistil minn sem lárviðarskáld VÍK með því að vitna í tuttugustu ljóðabók mína; en þar yrki ég um skáldkonuna Saffó frá Lesbos, sem var uppi um 600 f. Kr., í ljóði sem heit- ir: Hvunndags-pár einnar skáldkonu; og segi þar m.a. svo: … Og jafnvel Saffó væri bara venjuleg líka ef hún væri nú ekki fyrst til að lýsa þessum ofurvenjulegu hlutum í nágrenni Mýtílenu-borgar Lesbosar-eyjar, áður en nokkrum öðrum í heiminum gæti hugkvæmst að skrifa um slíkt, í einu konubrjósti um síðdegisstund, eins og það skipti nokkru máli! Tryggva V. Líndal Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Fyrsta lárviðarskáld Íslands Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.