Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
asta tímabili þurfti liðið að sætta sig
við tap fyrir Val í úrslitarimmunni án
þess að vinna leik. Steinunn bendir á
að til þess að verða Íslandsmeistari
þurfi margt að ganga upp. Ýmsar
breytur hafi áhrif á það sem gerist
inni á vellinum.
„Þetta er samspil af svo mörgu
hvort sem það er dagsformið eða líð-
an leikmanna yfir höfuð. Það þarf svo
margt að ganga upp og margt að
spila saman þótt þú sért með góðan
hóp,“ sagði Steinunn en helstu breyt-
ingarnar á Fram-liðinu eru þær að
Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Marthe
Sördal eru hættar samkvæmt upp-
lýsingum sem blaðið fékk frá Fram.
Þá eru talsverðar breytingar varð-
andi markmannsstöðuna því óvíst er
hvort Erla Rós Sigmarsdóttir verður
með. Á hinn bóginn hefur Fram
fengið tvo markverði: Hafdísi
Renötudóttur og Katrínu Ósk
Magnúsdóttur.
Tveir nýir markverðir
„Þær eru frábær viðbót við okkar
hóp. Hafdís er ekki leikfær þegar
deildin hefst vegna smávægilegra
meiðsla en við eigum von á henni á
allra næstu vikum. Katrín var okkur
mjög erfið í leikjum okkar á móti Sel-
fossi á síðasta tímabili. Hún hefur
staðið sig vel með okkur á undirbún-
ingstímabilinu. Ég hlakka til að spila
með þeim og við erum ekki á flæði-
skeri staddar með markverði. Varð-
andi þær sem eru farnar þá gleymist
svolítið hversu sterkir leikmenn það
eru. En Kristrún og Perla virðast
koma með krafti inn í liðið sem er
mögulega eitthvað sem vantaði. Við
erum virkilega ánægðar með lið-
styrkinn þótt ekki megi gleyma því
að við misstum einnig leikmenn,“
sagði Steinunn Björnsdóttir sem er í
fyrsta landsliðshópi Arnars Péturs-
sonar sem kynntur var í vikunni eins
og þrír samherjar hennar: Perla
Ruth Albertsdóttir, Karen Knúts-
dóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Nokkuð
breytt en
sterkt lið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir er í stóru hlutverki hjá Fram og var næst-
markahæsti leikmaður liðsins í deildinni á síðasta keppnistímabili.
Steinunn Björnsdóttir segist ekki
lesa of mikið í stórsigurinn á Val
FRAM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Fram hefur verið eitt allra besta
liðið á Íslandsmóti kvenna í hand-
knattleik á undanförnum árum. Liðið
varð meistari 2017 og 2018 auk þess
að hafa leikið til úrslita síðasta vor.
Liðið er til alls líklegt í vetur eins og
síðustu árin enda liðið skipað fyrr-
verandi atvinnumönnum og mörgum
konum sem leikið hafa A-landsleiki.
Morgunblaðið truflaði fyrirliðann
baráttuglaða, Steinunni Björns-
dóttur, á haustráðstefnu Advania í
gær og spurði hana út í tímabilið sem
er að hefjast.
„Ég er bara nokkuð bjartsýn mið-
að við hvernig undirbúningstímabilið
fer af stað hjá okkur. Við höfum svo
sem átt gott undirbúningstímabil áð-
ur án þess að standa undir vænt-
ingum en jú jú auðvitað er maður
bjartsýnn. Ég er full tilhlökkunar að
byrja og við byrjum á strembnum
leik miðað við hvernig gengi okkar
var á Akureyri í fyrra,“ sagði Stein-
unn en Fram vann stórsigur á Ís-
landsmeisturum Vals 36:23 í Meist-
arakeppni HSÍ á dögunum. Hún var
skiljanlega ánægð með frammistöðu
Fram en segir ekki skynsamlegt að
lesa mikið í þá viðureign. „Nei ég
held að þessi leikur gefi ekki rétta
mynd af vetrinum vegna þess að
Díana og Lovísa voru ekki með Val
og það munar mikið um þær. Við ein-
beitum okkur að okkar leik og við
virðumst vera í góðu standi. Nú er
spurning hvort við höldum dampi og
bætum í eða hvort við eigum eftir að
gefa eftir. Íslandsmótið snýst ekki
um að toppa núna heldur að bæta sig
jafnt og þétt og toppa í vor.“
Samspil margra þátta
Rétt eins og í fyrra er Fram með
góðan leikmannahóp, reynda leik-
menn og sigursælan þjálfara. Á síð-
Karen Knútsdóttir
Kristrún Steinþórsdóttir
Lena Margrét Valdimarsdóttir
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir
Ragnheiður Júlíusdóttir
Þjálfari: Stefán Arnarson.
Aðstoðarþjálfari: Guðmundur
Þór Jónsson.
Árangur 2018-19: 2. sæti og silfur
í úrslitakeppninni.
Íslandsmeistari: 1950, 1951, 1952,
1953, 1954, 1970, 1975, 1976, 1977,
1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986,
1987, 1988, 1989, 1990, 2013, 2017,
2018.
Bikarmeistari: 1978, 1979, 1980,
1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990,
1991, 1995, 1999, 2010, 2011, 2018.
Fram sækir KA/Þór heim í 1.
umferð Olísdeildarinnar í KA-
heimilið á Akureyri kl. 14.30 í dag.
MARKVERÐIR:
Hafdís Renötudóttir
Heiðrún Dís Magnúsdóttir
Katrín Ósk Magnúsdóttir
HORNAMENN:
Daðey Ásta Hálfdánsdóttir
Harpa María Friðgeirsdóttir
Perla Ruth Albertsdóttir
Unnur Ómarsdóttir
Þórey Rósa Stefánsdóttir
LÍNUMENN:
Elva Þóra Arnardóttir
Jónína Hlín Hansdóttir
Steinunn Björnsdóttir
Svala Júlía Gunnarsdóttir
ÚTISPILARAR:
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir
Hildur Þorgeirsdóttir
Ingunn Lilja Bergsdóttir
Lið Fram 2019-20
KOMNAR
Hafdís Renötudóttir frá Start Elblag
(Póllandi)
Katrín Ósk Magnúsdóttir frá Selfossi
Kristrún Steinþórsdóttir frá Selfossi
Perla Ruth Albertsdóttir frá Selfossi
FARNAR
Berglind Benediktsdóttir í Hauka (lán)
Erla Rós Sigmarsdóttir, óvíst
Hafdís Shizuka Iura í HK
Ingibjörg Pálmadóttir, óvíst
Marthe Sördal, hætt
Sara Sif Helgadóttir í HK (lán)
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, hætt
Breytingar á liði Fram
Stór leikmannahópur með mikil gæði og
langmestu breiddina í deildinni.
Framarar verða í toppbaráttu í öllum mótum
vetrarins.
Markvarslan ætti að vera sterkari en í fyrra
með tilkomu tveggja nýrra markmanna.
Áhugavert: Hvernig stelpurnar frá Selfossi
eiga eftir að koma inn í liðið.
Guðríður Guðjónsdóttir
um Fram
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, úrslitaleikur:
Laugardalsvöllur: Víkingur R. – FH.... L17
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Grindavík ........... S16
Greifavöllur: KA – HK....................... S16.45
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinvöllur: ÍBV – Fylkir................... S14
Nettóv.: Keflavík – HK/Víkingur .......... S14
Meistaravellir: KR – Selfoss.................. S14
Þórsvöllur: Þór/KA – Stjarnan ......... S14.45
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur. S19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Extra-völlur: Fjölnir – Leiknir R ......... L14
Ásvellir: Haukar – Keflavík................... L14
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Grótta......... L14
Varmá: Afturelding – Víkingur Ó ......... L14
Grenivíkurv.: Magni – Þróttur R .......... L14
Framvöllur: Fram – Þór ........................ L14
2. deild karla:
Samsung-völlur: KFG – Fjarðabyggð.. L14
Sauðárkrókur: Tindastóll – Kári........... L14
Jáverksvöllur: Selfoss – Völsungur ...... L14
Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Víðir ...... L14
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Vestri .......... L14
Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – ÍR...... L14
3. deild karla:
Sindravellir: Sindri – Kórdrengir ......... L14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Reynir S........ L14
Valsvöllur: KH – Álftanes...................... L14
Fagrilundur: Augnablik – Einherji ...... L14
KR-völlur: KV – Höttur/Huginn........... L14
4. deild karla, úrslitaleikur:
Egilshöll: Elliði – Ægir .......................... L13
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Stjarnan .................. L13
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding .... L14
KA-heimilið: KA/Þór – Fram ........... L14.30
Kórinn: HK – Valur ................................ S13
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – ÍBV ........................... S14
Kórinn: HK – Fjölnir.............................. S15
Kaplakriki: FH – Valur ..................... S17.15
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding ........ S18
KA-heimilið: KA – Haukar..................... S20
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Kórinn: HK U – Víkingur ...................... L14
Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur U....... S19.30
KARATE
Smáþjóðamótið 2019 fer fram í Laugar-
dalshöll í dag kl. 9 til 17.45 og á morgun kl.
9.30 til 14. Keppendur eru um 220 frá Ís-
landi, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg,
Möltu, Mónakó og San Marínó. Keppt er í
öllum aldursflokkum frá 12 ára aldri.
UM HELGINA!
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson skoraði í öðrum leiknum í
röð fyrir Al-Arabi í 5:1-sigri á Umm-
Salal á útivelli í þriðju umferð katörsku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.
Með sigrinum fór Al-Arabi upp í sjö
stig og upp í toppsæti deildarinnar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.
Gunnar Nelson mætir Bras-
ilíumanninum Gilbert Burns á UFC-
bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn
28. september næstkomandi. Burns
kemur í staðinn fyrir Thiago Alves
sem þurfti að draga sig úr bardag-
anum sökum veikinda.
Sara Odden, 24 ára gömul sænsk
handknattleikskona, er búin að skrifa
undir tveggja ára samning við Hauka.
Hún er rétthent skytta og kemur frá
Tyresö í sænsku B-deildinni þar sem
hún lék í þrjú ár en spilaði áður með
Skuru og Nacka.
Orri Gunnarsson, 16 ára leikmaður
Stjörnunnar í körfuknattleik, er nú
staddur í Þýskalandi þar sem hann
mun æfa með þýsku liðunum Bonn og
Alba Berlín. Martín Hermannsson leik-
ur með Alba Berlín.
Guðrún Brá Björvinsdóttir komst í
gegnum niðurskurðinn á WPGA Int-
ernational Challenge-mótinu á Let-
Access-mótaröðinni í golfi. Hún er á
þremur höggum yfir pari eftir tvo
hringi og í 27. sæti.
Eitt
ogannað
Argentínumenn, fyrstu heimsmeist-
ararnir í körfubolta karla, leika til
úrslita gegn Spánverjum í Kína á
morgun. Þeir lögðu Frakka að velli,
80:66, í Peking í gær þar sem Luis
Scola fór á kostum, skoraði 28 stig
og tók 13 fráköst. Argentína vann
sinn fyrsta og eina titil á fyrsta HM
á heimavelli sínum árið 1950 en
fékk silfrið 2002. Spánverjar, sem
urðu heimsmeistarar 2006, í sínum
eina úrslitaleik til þessa, unnu Ástr-
ala í tvíframlengdum leik í gær,
95:88. Marc Gasol skoraði 33 stig
fyrir Spán. vs@mbl.is
Fyrstu meist-
ararnir í úrslit
AFP
Góður Luis Scola er á heimavelli í
Kína sem leikmaður Shanghai.
Már Gunnarsson setti sitt fimmta
Íslandsmet í flokki S11 á HM fatl-
aðra í sundi í London í gær. Már
synti á tímanum 1:03,65 í undan-
riðlum í 100 metra skriðsundi og
bætti þar með 24 ára gamalt Ís-
landsmet Birkis Rúnars Gunn-
arssonar um tvær sekúndur en það
dugði honum þó ekki til þess að
komast áfram í úrslit. Már hefur
tvíbætt Íslandsmetið í 100 metra
baksundi á mótinu, þá setti hann Ís-
landsmet í 50 metra skriðsundi á
mánudaginn og í 50 metra flug-
sundi á fimmtudaginn.
Fimmta met Más
á HM í London
Ljósmynd/ÍF
London Már Gunnarsson sló 24 ára
gamalt Íslandsmet í gær.