Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 asta tímabili þurfti liðið að sætta sig við tap fyrir Val í úrslitarimmunni án þess að vinna leik. Steinunn bendir á að til þess að verða Íslandsmeistari þurfi margt að ganga upp. Ýmsar breytur hafi áhrif á það sem gerist inni á vellinum. „Þetta er samspil af svo mörgu hvort sem það er dagsformið eða líð- an leikmanna yfir höfuð. Það þarf svo margt að ganga upp og margt að spila saman þótt þú sért með góðan hóp,“ sagði Steinunn en helstu breyt- ingarnar á Fram-liðinu eru þær að Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Marthe Sördal eru hættar samkvæmt upp- lýsingum sem blaðið fékk frá Fram. Þá eru talsverðar breytingar varð- andi markmannsstöðuna því óvíst er hvort Erla Rós Sigmarsdóttir verður með. Á hinn bóginn hefur Fram fengið tvo markverði: Hafdísi Renötudóttur og Katrínu Ósk Magnúsdóttur. Tveir nýir markverðir „Þær eru frábær viðbót við okkar hóp. Hafdís er ekki leikfær þegar deildin hefst vegna smávægilegra meiðsla en við eigum von á henni á allra næstu vikum. Katrín var okkur mjög erfið í leikjum okkar á móti Sel- fossi á síðasta tímabili. Hún hefur staðið sig vel með okkur á undirbún- ingstímabilinu. Ég hlakka til að spila með þeim og við erum ekki á flæði- skeri staddar með markverði. Varð- andi þær sem eru farnar þá gleymist svolítið hversu sterkir leikmenn það eru. En Kristrún og Perla virðast koma með krafti inn í liðið sem er mögulega eitthvað sem vantaði. Við erum virkilega ánægðar með lið- styrkinn þótt ekki megi gleyma því að við misstum einnig leikmenn,“ sagði Steinunn Björnsdóttir sem er í fyrsta landsliðshópi Arnars Péturs- sonar sem kynntur var í vikunni eins og þrír samherjar hennar: Perla Ruth Albertsdóttir, Karen Knúts- dóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Nokkuð breytt en sterkt lið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir er í stóru hlutverki hjá Fram og var næst- markahæsti leikmaður liðsins í deildinni á síðasta keppnistímabili.  Steinunn Björnsdóttir segist ekki lesa of mikið í stórsigurinn á Val FRAM Kristján Jónsson kris@mbl.is Fram hefur verið eitt allra besta liðið á Íslandsmóti kvenna í hand- knattleik á undanförnum árum. Liðið varð meistari 2017 og 2018 auk þess að hafa leikið til úrslita síðasta vor. Liðið er til alls líklegt í vetur eins og síðustu árin enda liðið skipað fyrr- verandi atvinnumönnum og mörgum konum sem leikið hafa A-landsleiki. Morgunblaðið truflaði fyrirliðann baráttuglaða, Steinunni Björns- dóttur, á haustráðstefnu Advania í gær og spurði hana út í tímabilið sem er að hefjast. „Ég er bara nokkuð bjartsýn mið- að við hvernig undirbúningstímabilið fer af stað hjá okkur. Við höfum svo sem átt gott undirbúningstímabil áð- ur án þess að standa undir vænt- ingum en jú jú auðvitað er maður bjartsýnn. Ég er full tilhlökkunar að byrja og við byrjum á strembnum leik miðað við hvernig gengi okkar var á Akureyri í fyrra,“ sagði Stein- unn en Fram vann stórsigur á Ís- landsmeisturum Vals 36:23 í Meist- arakeppni HSÍ á dögunum. Hún var skiljanlega ánægð með frammistöðu Fram en segir ekki skynsamlegt að lesa mikið í þá viðureign. „Nei ég held að þessi leikur gefi ekki rétta mynd af vetrinum vegna þess að Díana og Lovísa voru ekki með Val og það munar mikið um þær. Við ein- beitum okkur að okkar leik og við virðumst vera í góðu standi. Nú er spurning hvort við höldum dampi og bætum í eða hvort við eigum eftir að gefa eftir. Íslandsmótið snýst ekki um að toppa núna heldur að bæta sig jafnt og þétt og toppa í vor.“ Samspil margra þátta Rétt eins og í fyrra er Fram með góðan leikmannahóp, reynda leik- menn og sigursælan þjálfara. Á síð- Karen Knútsdóttir Kristrún Steinþórsdóttir Lena Margrét Valdimarsdóttir Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir Ragnheiður Júlíusdóttir Þjálfari: Stefán Arnarson. Aðstoðarþjálfari: Guðmundur Þór Jónsson. Árangur 2018-19: 2. sæti og silfur í úrslitakeppninni. Íslandsmeistari: 1950, 1951, 1952, 1953, 1954, 1970, 1975, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1990, 2013, 2017, 2018. Bikarmeistari: 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990, 1991, 1995, 1999, 2010, 2011, 2018.  Fram sækir KA/Þór heim í 1. umferð Olísdeildarinnar í KA- heimilið á Akureyri kl. 14.30 í dag. MARKVERÐIR: Hafdís Renötudóttir Heiðrún Dís Magnúsdóttir Katrín Ósk Magnúsdóttir HORNAMENN: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir Harpa María Friðgeirsdóttir Perla Ruth Albertsdóttir Unnur Ómarsdóttir Þórey Rósa Stefánsdóttir LÍNUMENN: Elva Þóra Arnardóttir Jónína Hlín Hansdóttir Steinunn Björnsdóttir Svala Júlía Gunnarsdóttir ÚTISPILARAR: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir Hildur Þorgeirsdóttir Ingunn Lilja Bergsdóttir Lið Fram 2019-20 KOMNAR Hafdís Renötudóttir frá Start Elblag (Póllandi) Katrín Ósk Magnúsdóttir frá Selfossi Kristrún Steinþórsdóttir frá Selfossi Perla Ruth Albertsdóttir frá Selfossi FARNAR Berglind Benediktsdóttir í Hauka (lán) Erla Rós Sigmarsdóttir, óvíst Hafdís Shizuka Iura í HK Ingibjörg Pálmadóttir, óvíst Marthe Sördal, hætt Sara Sif Helgadóttir í HK (lán) Sigurbjörg Jóhannsdóttir, hætt Breytingar á liði Fram  Stór leikmannahópur með mikil gæði og langmestu breiddina í deildinni.  Framarar verða í toppbaráttu í öllum mótum vetrarins.  Markvarslan ætti að vera sterkari en í fyrra með tilkomu tveggja nýrra markmanna.  Áhugavert: Hvernig stelpurnar frá Selfossi eiga eftir að koma inn í liðið. Guðríður Guðjónsdóttir um Fram KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalsvöllur: Víkingur R. – FH.... L17 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Grindavík ........... S16 Greifavöllur: KA – HK....................... S16.45 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinvöllur: ÍBV – Fylkir................... S14 Nettóv.: Keflavík – HK/Víkingur .......... S14 Meistaravellir: KR – Selfoss.................. S14 Þórsvöllur: Þór/KA – Stjarnan ......... S14.45 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur. S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Leiknir R ......... L14 Ásvellir: Haukar – Keflavík................... L14 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Grótta......... L14 Varmá: Afturelding – Víkingur Ó ......... L14 Grenivíkurv.: Magni – Þróttur R .......... L14 Framvöllur: Fram – Þór ........................ L14 2. deild karla: Samsung-völlur: KFG – Fjarðabyggð.. L14 Sauðárkrókur: Tindastóll – Kári........... L14 Jáverksvöllur: Selfoss – Völsungur ...... L14 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Víðir ...... L14 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Vestri .......... L14 Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – ÍR...... L14 3. deild karla: Sindravellir: Sindri – Kórdrengir ......... L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Reynir S........ L14 Valsvöllur: KH – Álftanes...................... L14 Fagrilundur: Augnablik – Einherji ...... L14 KR-völlur: KV – Höttur/Huginn........... L14 4. deild karla, úrslitaleikur: Egilshöll: Elliði – Ægir .......................... L13 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Stjarnan .................. L13 Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding .... L14 KA-heimilið: KA/Þór – Fram ........... L14.30 Kórinn: HK – Valur ................................ S13 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – ÍBV ........................... S14 Kórinn: HK – Fjölnir.............................. S15 Kaplakriki: FH – Valur ..................... S17.15 TM-höllin: Stjarnan – Afturelding ........ S18 KA-heimilið: KA – Haukar..................... S20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – Víkingur ...................... L14 Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur U....... S19.30 KARATE Smáþjóðamótið 2019 fer fram í Laugar- dalshöll í dag kl. 9 til 17.45 og á morgun kl. 9.30 til 14. Keppendur eru um 220 frá Ís- landi, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu, Mónakó og San Marínó. Keppt er í öllum aldursflokkum frá 12 ára aldri. UM HELGINA!  Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Al-Arabi í 5:1-sigri á Umm- Salal á útivelli í þriðju umferð katörsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Með sigrinum fór Al-Arabi upp í sjö stig og upp í toppsæti deildarinnar. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.  Gunnar Nelson mætir Bras- ilíumanninum Gilbert Burns á UFC- bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn 28. september næstkomandi. Burns kemur í staðinn fyrir Thiago Alves sem þurfti að draga sig úr bardag- anum sökum veikinda.  Sara Odden, 24 ára gömul sænsk handknattleikskona, er búin að skrifa undir tveggja ára samning við Hauka. Hún er rétthent skytta og kemur frá Tyresö í sænsku B-deildinni þar sem hún lék í þrjú ár en spilaði áður með Skuru og Nacka.  Orri Gunnarsson, 16 ára leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann mun æfa með þýsku liðunum Bonn og Alba Berlín. Martín Hermannsson leik- ur með Alba Berlín.  Guðrún Brá Björvinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á WPGA Int- ernational Challenge-mótinu á Let- Access-mótaröðinni í golfi. Hún er á þremur höggum yfir pari eftir tvo hringi og í 27. sæti. Eitt ogannað Argentínumenn, fyrstu heimsmeist- ararnir í körfubolta karla, leika til úrslita gegn Spánverjum í Kína á morgun. Þeir lögðu Frakka að velli, 80:66, í Peking í gær þar sem Luis Scola fór á kostum, skoraði 28 stig og tók 13 fráköst. Argentína vann sinn fyrsta og eina titil á fyrsta HM á heimavelli sínum árið 1950 en fékk silfrið 2002. Spánverjar, sem urðu heimsmeistarar 2006, í sínum eina úrslitaleik til þessa, unnu Ástr- ala í tvíframlengdum leik í gær, 95:88. Marc Gasol skoraði 33 stig fyrir Spán. vs@mbl.is Fyrstu meist- ararnir í úrslit AFP Góður Luis Scola er á heimavelli í Kína sem leikmaður Shanghai. Már Gunnarsson setti sitt fimmta Íslandsmet í flokki S11 á HM fatl- aðra í sundi í London í gær. Már synti á tímanum 1:03,65 í undan- riðlum í 100 metra skriðsundi og bætti þar með 24 ára gamalt Ís- landsmet Birkis Rúnars Gunn- arssonar um tvær sekúndur en það dugði honum þó ekki til þess að komast áfram í úrslit. Már hefur tvíbætt Íslandsmetið í 100 metra baksundi á mótinu, þá setti hann Ís- landsmet í 50 metra skriðsundi á mánudaginn og í 50 metra flug- sundi á fimmtudaginn. Fimmta met Más á HM í London Ljósmynd/ÍF London Már Gunnarsson sló 24 ára gamalt Íslandsmet í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.