Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þeir vegtollar sem nú stendur til að setja á umferð ökutækja um helstu stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu geta kostað bíleigendur um 400 þús- und krónur á ári. Á þetta einkum við um þá sem búa í úthverfum Reykja- víkur og í nágrannasveitarfélögum. Á þessi aukaskattur á eigendur öku- tækja að fjármagna löngu tímabærar endurbætur á vegakerfi borgarinnar og svokallaða borgarlínu. Runólfur Ólafsson, formaður Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda, segir fyrirhugaða gjaldtöku geta numið allt að 600 krónum fyrir hverja ferð. Upphæð sem þessi sé nokkuð sem FÍB geti á engan hátt sætt sig við. „Maður sem býr í Hafnarfirði og þarf að sækja vinnu í miðbæ Reykja- víkur eða nám í háskóla þyrfti að greiða 600 krónur fyrir hvorn legg. Ef sami einstaklingur þyrfti að sækja einhverja þjónustu, eins og gengur og gerist, getur þessi kostnaður auð- veldlega farið upp í 300 til 400 þúsund krónur á ári,“ segir Runólfur, en eigi einstaklingur að greiða 400 þúsund krónur í veggjald þarf sá hinn sami að afla um 600 þúsund króna í launa- tekjur. „Það eru tvöföld lágmarks- laun á Íslandi í dag.“ Verið að auka umferðartafir Litlar sem engar framkvæmdir hafa verið við stofnbrautir á höfuð- borgarsvæðinu sl. 12 ár. Á sama tíma hefur íbúum þar fjölgað um 40 þús- und. Segir Runólfur einkennilegt að verið sé að þrengja sífellt að umferð- inni til að magna tafir í stað þess að ráðast í brýna uppbyggingu. „Með því að leggja á ofurgjöld, sem þessir tollar geta hæglega orðið að, er einfaldlega verið að þvinga fólk til að nýta aðra samgöngumöguleika en bílinn,“ segir Runólfur og bætir við að um leið sé verið að auka markaðs- legt vægi borgarlínu. „Ég get alveg skilið að einhverjir hafi þessa pólitísku sýn, en ég er aft- ur á móti mjög hissa að Jón Gunn- arsson [þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis] hafi þessa pólitísku sýn,“ segir hann. Spurður út í skoðun FÍB á um- ræddum skatti á bifreiðaeigendur svarar Runólfur: „Við erum alfarið á móti þessum hugmyndum enda er um að ræða verulegar skattahækk- anir fyrir marga.“ Engin sátt ríkir á Alþingi Í frétt RÚV í fyrradag sagði Jón Gunnarsson þverpólitíska sátt ríkja um vegtolla til að flýta og hraða upp- byggingu samgöngukerfisins. Morgunblaðið leitaði viðbragða frá öllum formönnum þingflokka stjórn- arandstöðu. Enginn þeirra kannaðist við þverpólitíska sátt í málinu. Sögð- ust sumir þeirra ekki einu sinni hafa fengið kynningu á þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur varðandi veg- tolla á höfuðborgarsvæðinu. „Þessi sátt er bara í höfðinu á hon- um, málið hefur bara ekkert verið kynnt fyrir okkur í minnihlutanum á Alþingi,“ segir Hanna Katrín Frið- riksson, formaður þingflokks Við- reisnar. „Þegar hann kemur fram og segir þverpólitíska sátt ríkja, þá veit ég ekki í hvað hann er að vísa.“ Aðspurð segir hún 600 króna gjald ekki koma til greina. „Það verður að gæta jafnræðis og sanngirnis milli íbúa þessa lands þegar kemur að skattaálögum sem nota á til að greiða fyrir samgöngumannvirki.“ Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, segir enga þverpólitíska sátt ríkja um veggjöld. „Við erum tilbúin til viðræðna um veggjöld á einhverjum afmörkuðum leiðum en það þurfa þá að vera góð rök fyrir því,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt nein- ar útfærslur. „Kannski finnst Jóni það nóg að komin sé á sátt á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna,“ bætir Oddný við. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Miðflokksins, segir veg- gjöld koma til greina ef aðrir skattar lækki á móti. Veggjöld geti ekki orðið viðbótarskattur á bíleigendur. „Þetta verður að vera þannig að vegtollar þyngi ekki róður þeirra sem þurfa að greiða þá en einnig þarf að létta á öðrum sköttum. Við erum nú þegar margsköttuð fyrir fram- kvæmdum og búin að greiða fyrir notkun á vegum landsins. Þeir sem nú þurfa að bíða tímunum saman fastir í umferð í Reykjavík ættu að spyrja þá sem á sínum tíma sömdu „Verulegar skattahækkanir“  Vegtollar á höfuðborgarsvæðinu geta kostað 400 þúsund krónur á ári fyrir einn bíl, segir FÍB  Stjórnarþingmaður hefur talað um þverpólitíska sátt  Stjórnarandstaða kannast ekki við það Morgunblaðið/Hari Grænt ljós? Tafir og vandræðagangur eru daglegt brauð í Reykjavík enda hafa framkvæmdir setið á hakanum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Er pólitísk sátt um veggjöld? Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 • Sérhæft fyrirtæki sem vinnur aukaafurðir úr fiski og selur erlendis. Velta er um 700 mkr. og ebitda um 60 mkr. Mjög stöðugur rekstur með mikla vaxtamöguleika. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. • Sérhæfð gjafavöruverslun í miðborg Reykjavíkur sem hefur gengið mjög vel. Velta tæpar 100 mkr. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig innflutningi og þjónustu við verslun iðnað og einstaklinga. Velta er rúmlega 260 mkr. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Mjög góð afkoma og stöðugur rekstur. • Áhugavert fyrirtæki sem sérhæfir sig í yfirborðsmeðferð á málmi og þjónar fjölda viðskiptavina. Velta er um 140 mkr. og ebitda um 25 mkr. Félagið er rekið í leiguhúsnæði. Stöðugur og góður rekstur. • Veitingarekstur í einum af stærstu golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, mjög góð aðstaða til veitingareksturs og veisluþjónustu. Reksturinn skilar um 10 milljónum í ebitda á ári. • Áhugavert fyrirtæki í gistiþjónustu á Suðurlandi sem skilar góðum hagnaði. • Sérhæft innflutningsfyrirtæki á sviði tækja og búnaðar fyrir bændur og verktaka sem hefur verið í miklum vexti.Velta 2018 tæpar 300 mkr., ebitda um 23 mkr. • Öflugt og vaxandi matvælaframleiðslufyrirtæki sem meðal annars framleiðir mjög vinsæla rétti sem seldir eru í smásöluverslunum, til mötuneyta og stærri notenda. Velta tæpar 200 mkr. Góð afkoma. • Sérhæfð verslun í Smáralind með langa sögu og ágætis afkomu. • Sérhæfð sælkeraverslun á Laugavegi með mikla sérstöðu. • Icelandic Fish & Chips í miðbæ Reykjavíkur. Góður rekstur með mikla möguleika. • Mjög arðbær verslun með ís og veitngar í Reykjanesbæ. Fyrirtæki er í eigin húsnæði. Stöðugur hagnaður, miklir möguleikar. um framkvæmdastopp hvað þeir voru eiginlega að hugsa. Staðan í borginni er algerlega á ábyrgð þeirra sem gerðu þetta samkomulag,“ segir Gunnar Bragi og vísar þar í umdeilt samkomulag milli ríkisins og borgar- innar árið 2012. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir sátt vera „bull“. „Hann er mögulega að hugsa um stjórnarþingmenn,“ segir hún. Þá segir Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Fólks flokksins, það vera „algjört rugl“ ef greiða þurfi 400 þúsund krónur á ári fyrir eina bifreið. „Hvernig eiga þeir sem eru á lægstu launum að standa undir því – það er útilokað. Það er kominn tími til að nota þá peninga sem eiga að fara í vegagerðina í vegagerðina,“ segir hann. ’ Þessi sátt er bara í höfðinu á honum [Jóni Gunnarssyni], mál- ið hefur bara ekkert verið kynnt fyr- ir okkur í minnihlutanum á Alþingi. Hanna Katrín Friðriksson ’ Kannski finnst Jóni það nóg að komin sé á sátt á milli Sjálfstæð- isflokksins og Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir ’ Þeir sem nú þurfa að bíða tím- unum saman fastir í umferð í Reykjavík ættu að spyrja þá sem á sínum tíma sömdu um fram- kvæmdastopp hvað þeir voru eig- inlega að hugsa. Gunnar Bragi Sveinsson ’ Það er kominn tími til að nota þá peninga sem eiga að fara í vega- gerðina í vegagerðina. Guðmundur Ingi Kristinsson ’ Hann er mögulega að hugsa um stjórnarþingmenn. Halldóra Mogensen Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á sam- gönguinnviðum og rekstri almenn- ingssamgangna á höfuðborgarsvæð- inu til 15 ára, þ.e. til og með ársins 2033, er enn óundirritað þrátt fyrir að til hafi staðið að undirrita það í vikunni. Efni samkomulagsins var til kynn- ingar af hálfu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir sveitar- stjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu og þingmenn ríkisstjórnarflokka í vikunni, en trúnaður gildir um efni þess fram til undirritunar. Í fréttaflutningi af málinu hefur komið fram að veggjöld muni standa undir um helmingi af þeim fram- kvæmdum sem um er fjallað í sam- komulaginu. Meðal framkvæmdanna eru fyrstu áfangar borgarlínu, fram- kvæmdir við gatnamót Bústaðaveg- ar og Reykjanesbrautar og fram- kvæmdir við að leggja Miklubraut í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Rauðarárstígs. Þá er gert ráð fyrir framkvæmdum við stokk á Hafnar- fjarðarvegi í Garðabæ og stokk á Sæbraut milli Vesturlandsvegar og Holtavegar. Efasemdir í Sjálfstæðisflokki Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tafði það fyrir afgreiðslu málsins að kynning á því þótti gróf og fannst þingmönnum sumum hverjum að ýmsir þættir væru óút- færðir og illa kynntir, t.d. hvernig veggjald yrði innheimt. Málið væri sett fram í þannig búningi að ekki rynni vel ofan í þingmenn. Einkum var það í þingflokki sjálf- stæðismanna sem vart varð við at- hugasemdir af þessum toga og efa- semdir. Einn þingmaður sagði í samtali við Morgunblaðið að málið væri af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að leggjast yfir það til þess að þingmenn gætu tjáð sig um það eða haft miklar skoðanir á því. Í það minnsta þyrftu þingmenn í Reykja- vík að skoða málið mjög vel. Færri athugasemdir í þessa veru munu hafa komið úr þingflokkum Fram- sóknarflokks og Vinstri-grænna. Samkomulag um sam- göngur enn óundirritað  Fannst ýmislegt óútfært og kynning samkomulagsins gróf Morgunblaðið/Eggert Þing Sjálfstæðismenn gerðu athugasemdir við kynningu samkomulagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.