Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulags-og sam-gönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt að lengja gjald- skyldu í bíla- stæðum þar sem „vinsæl- ast“ er að leggja til klukkan átta á kvöldin og taka um leið upp gjald- skyldu á sunnudögum. Þetta er enn ein aðgerð- in til þess að sauma að þeim, sem kjósa að fara ferða sinna akandi. Núverandi meirihluti í höfuðborginni hefur und- anfarin ár lagt metnað sinn í að þrengja að um- ferð. Ekkert er gert til þess að laga helstu flösku- hálsa í umferðinni. Einu gildir þótt bent sé á að umferðartafirnar valdi talsverðum og fullkomlega óþörfum kostnaði í við- skiptalífinu og steli dýr- mætum tíma frá almenn- ingi. Ekki virðist heldur skipta máli að með því að stuðla markvisst að umferðarhnútum leggur meirihlutinn sitt af mörk- um til að dýpka kolefn- isfótspor borgarbúa og annarra þeirra, sem hætta sér í umferðina á götum höfuðborgarinnar á há- annatímum þegar hún er hvað þyngst. Þrátt fyrir að mun lengri tíma taki að komast milli staða en áður í einkabíl hefur það ekki leitt til þess að fólk flykkist í Strætó. Þó hefur miklu fé verið varið í að efla almennings- samgöngur og hefði það án vafa nýst betur í að greiða fyrir umferðinni. Við því á að bregðast með því að ausa svimandi upphæðum í borgarlínu þótt reynslan gefi fulla ástæðu til að ótt- ast að þar verði almannafé hent út um gluggann. Ekki er langt síðan tekin var upp gjaldskylda á laugardögum. Nú á að bæta sunnudögum við. Um leið á að teygja gjald- skyldu fram á kvöld. Það er full ástæða til þess að velta fyrir sér að hverjum þessi gjaldskylda beinist. Staðreyndin er sú að fólk sem býr utan miðbæjarins er farið að veigra sér við að koma þangað. Kaupmenn og veitinga- húsaeigendur í miðbænum hafa kvartað undan því að borgin taki geð- þóttaákvarðanir til dæmis um lokanir fyrir umferð og hafi hagsmuni þeirra að engu. Ætli umfangsmikið samráð hafi verið haft um þessa ákvörðun? Það er full ástæða til að efa það. Fyrirtækjunum í mið- bænum fylgir sá drif- kraftur, sem þarf til að hann iði af lífi. Um þessar mundir hefur hægt á í við- sktipalífinu og margir veit- ingastaðir berjast í bökk- um. Ákvörðun á borð við þessa er helst til þess fall- in að fæla fólk frá því að fara í miðbæinn. Veit- ingamenn og verslunareig- endur þurfa ekki á því að halda. Þessi ákvörðun er einnig birtingarmynd þeirrar ár- áttu að þurfa sífellt að seilast í vasa almennings. Eitt af yfirlýstum mark- miðum með henni er aukn- ar tekjur. Meirihlutinn í borginni leitast við að skrúfa alla gjaldtöku og álögur upp í topp. Útsvar er í leyfilegu hámarki. Fasteignagjöld hækka langt umfram verðbólgu vegna þess að þau eru lát- in fylgja fasteignamati. Nú bætist þessi aukna gjald- taka við og þess er ugg- laust ekki langt að bíða að bætt verði við gjald- skyldum svæðum í borg- inni. Þessari ákvörðun var reyndar ekki tekið alveg möglunarlaust. Eins og fram kom í frétt mbl.is um málið lét Ásgerður Jóna Flosadóttir, áheyrnar- fulltrúi Flokks fólksins, bóka að breytingarnar snerust um að „gera bíla- fólki eins erfitt fyrir og hægt sé“ að komast á bíln- um í bæinn. „Afleiðingar munu ekki láta standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar út- hverfa, munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar að- gerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost,“ sagði í bókuninni. En meirihlutanum er slétt sama um rök og held- ur áfram sókn sinni gegn borgarbúum. Nú á að rukka fyrir bílastæði til kl. átta á kvöldin og á sunnudögum } Mælirinn fullur Þ ingflokkur Framsóknar gengur bjartsýnn til verka á þessu hausti með samvinnu og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Flokkurinn hefur sett fjölmörg verkefni á odd- inn sem mörg hver snúa að bættum hag fjöl- skyldna og skilvirkari þjónustu við þær. Hrað- ar þjóðfélagsbreytingar skapa fjölskyldum stöðugar áskoranir sem mikilvægt er að mæta af festu. Félags- og barnamálaráðherra vinnur að umbótum á fæðingarorlofskerfinu til að auka rétt foreldra með lengingu orlofs, hækkun á mánaðarlegum hámarksgreiðslum og endur- skoðun á forsendum greiðslna. Á árinu 2021 mun samanlagður réttur foreldra til fæðingar- orlofs lengjast úr níu í tólf mánuði. Þá munu framlög til barnabóta aukast á næsta ári þegar skerðingarmörk hækka sem þýðir að fleiri njóta barna- bóta. Nú stendur yfir víðtæk endurskoðun á málefnum barna með aðkomu þverpólitískrar þingmannanefndar, sem und- irrituð leiðir, og munu fyrstu frumvörpin úr þeirri vinnu koma til þingsins í vetur. Vinnan gengur m.a. út á að tryggja betri samfellu í núverandi þjónustu og brjóta nið- ur múra milli kerfa. Markmiðið er að fyrirbyggja vanda og tryggja að fullnægjandi þjónusta sé fyrir hendi þegar hennar er þörf, óháð efnahag. Börn eiga ekki að bíða árum saman eftir þjónustu sem skipt getur sköpun fyrir þeirra framtíð. Heilbrigðisstefna var samþykkt á síðasta þingi en hún á rætur í þingsályktun Fram- sóknar frá árinu 2016. Það eru sjálfsögð mann- réttindi að allar fjölskyldur eigi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, stöðu eða búsetu. Þá heldur vinna við róttækar breyt- ingar í húsnæðismálum áfram og nú með sér- stakri áherslu á köld svæði á landsbyggðinni. Heildstæðar aðgerðir mennta- og menning- armálaráðherra hafa skilað sér í stóraukinni aðsókn að kennaranámi sem undirbyggir enn öflugra menntakerfi til framtíðar. Í haust verð- ur lagt fram frumvarp sem mun umbylta lána- umhverfi námsmanna. Breytingarnar fela í sér meiri stuðning og jafnræði til náms með 30% niðurfellingu á lánum ásamt sérstökum stuðn- ingi við barnafólk. Þessar tímamótabreytingar verða þær mestu sem gerðar hafa verið á Lánasjóði íslenskra námsmanna í 30 ár. Í vetur mun ráð- herra einnig leggja fram heildstæða menntastefnu til árs- ins 2030 fyrir Alþingi. Framúrskarandi menntun er lykil- forsenda þess að Ísland geti mætt áskorunum fram- tíðarinnar og skapað ný tækifæri til að efla samfélagið. Á Íslandi eiga allir að hafa jafnan aðgang að framúrskarandi menntun, því allir geta lært og allir skipta máli. Víðtæk samvinna er nú sem áður lykillinn að árangri. Þar liggur grunnurinn að farsælu samfélagi. lineikanna@althingi.is Líneik Anna Sævarsdóttir Pistill Fjölskyldan í forgrunni Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Yfirlit um þau þingmál semríkisstjórnin hyggst flytjaá 150. löggjafarþingi varlagt fram á miðvikudaginn samhliða flutningi stefnuræðu for- sætisráðherra, ásamt áætlun um hve- nær málum verður útbýtt. Í þingmálaskrá kemur fram að ríkisstjórnin hyggst leggja fram 205 mál á nýhöfnu þingi. Þar af eru 170 frumvörp, 27 mál eru í formi þings- ályktunartillagna og mun utanríkis- ráðherra bera fram 16 þeirra. Átta skýrslur verða fluttar, þar af þrjár af forsætisráðherra. Nokkur þessara þingmála hafa þegar verið talsvert til umræðu, m.a. fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og samgönguáætlun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Á þingmálaskrá forsætisráð- herra eru sjö frumvörp. Meðal þeirra eru frumvarp um að óheimilt verði að láta uppljóstrara sæta óréttlátri með- ferð á borð við uppsögn eða kjara- skerðingu. Annað frumvarp forsætis- ráðherra felur í sér að leyfi fyrir nýtingu jarðefna verði felld undir leyfisveitingarhlutverk sveitarfélaga. Þá er á skrá forsætisráðherra frum- varp um sanngirnisbætur fyrir fötluð börn sem voru vistuð á stofnunum. Mannanafnalög verði rýmkuð Dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram 20 frumvörp. Eitt felur í sér að endurupptökunefnd verði lögð niður og í staðinn komi sérdómstóll. Meðal efnis annarra frumvarpa er að lögfest verði heimild foreldra til að semja um skipta búsetu barna sinna, að Þjóðskrá gefi út ný nafnskírteini sem væru ferðaskilríki á Schengen- svæðinu og rýmkun á mannanafna- lögum. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra leggur fram 24 frum- vörp. Í september leggur ráðherra fram frumvarp sem banna á inn- heimtu gjalda af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark. Ann- að septemberfrumvarp ráðherrans felur í sér breytingar á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri hér á landi. Á málaskrá félags- og barna- málaráðherra eru 23 frumvörp. Núna í september leggur hann fram frum- varp um hlutverk nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í næsta mánuði hyggst hann leggja fram frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum um skerðingu á ferðafrelsi fatlaðs fólks og í nóvember leggur hann fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Breytingar á tollalögum Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram 39 frumvörp. Breyting á tollalögum, auknar heim- ildir fólks til að nýta séreignar- sparnað til íbúðakaupa, ýmsar breytingar á virðisaukaskatti og á tryggingargjaldi eru meðal efnis þeirra. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram 10 frumvörp, m.a. endurflytja frumvarp um neyslurými fyrir neyt- endur vímuefna. Þá leggur ráð- herrann fram frumvarp um lög sem eiga að skilgreina betur valdsvið for- stjóra heilbrigðisstofnana, ný lyfja- lög og einföldun á skipulagi sjúkra- trygginga. Mennta- og menningarmála- ráðherra leggur fram sjö frumvörp. Ætla má, af umræðu undanfarið, að endurflutt frumvarp sem styður við rekstur einkarekinna fjölmiðla og leggja á fram núna í mánuðinum verði býsna umdeilt og líklega verða skiptar skoðanir um frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra leggur fram 15 frumvörp, eitt þeirra er um breytingar á tekju- stofnum sveitarfélaganna í október. Í nóvember leggur hann fram frum- varp sem auka á frelsi á leigubíla- markaðnum og annað sem mun heimila ráðherra að fela einkaaðilum framkvæmdir og viðhald á þjóð- vegum. Einnig leggur hann fram þrjár þingsályktunartillögur; ein þeirra er um samgönguáætlun til 2034. Fiskveiðar og plast Breytt úthlutun tollkvóta og breytingar á lögum um innflutning og sóttkví dýra eru meðal efnis þeirra níu frumvarpa sem sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram. Búast má við því að breytingar á lögum um fiskveiði- stjórn verði umdeildar og sömuleiðis skýrsla um eflingu matvælaöryggis og bætta samkeppnisstöðu inn- lendrar matvælaframleiðslu. Meðal 12 frumvarpa umhverfis- og auðlindaráðherra er frumvarp um alþjóðlegar skuldbindingar Ís- lands um losun gróðurhúsaloftteg- unda, heildarendurskoðun laga um vernd og veiðar villtra fugla og spen- dýra og stofnun þjóðgarðs á miðhá- lendinu. Þá mun ráðherra leggja fram frumvarp þar sem markaðs- setning tiltekinna plastvara verður gerð óheimil. Utanríkisráðherra leggur fram fjögur frumvarp, m.a. eitt í sept- ember um nauðsynlegar breytingar á lögum vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Þá leggur utanríkisráðherra fram 16 þingsályktunartillögur sem flestar eru um staðfestingar á ákvörðunum EES. Í inngangi þingmálaskráar- innar er tekið fram að vera kunni að fleiri mál verði flutt og að atvik geti hindrað flutning mála. Því er ólíklegt að öll þessi mál komist á dagskrá 150. löggjafarþings. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Fjöldi mála er á dagskrá ríkisstjórnarinnar á þessu þingi. 170 frumvörp, 27 til- lögur og átta skýrslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.