Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Borgarráð hefur
samþykkt að
ónefnt sund vest-
an Þjóðleikhúss-
ins, milli Hverf-
isgötu og
Lindargötu,
verði nefnt Egn-
erssund í höfuðið
á norska leikrita-
skáldinu Thor-
björn Egner.
Frumkvæði hafði Ari Matthíasson
þjóðleikhússtjóri.
Fyrsta sýning á verkum Egners
var Kardimommubærinn í Þjóðleik-
húsinu leikárið 1959-1960. Frum-
sýning á Dýrunum í Hálsaskógi 16.
nóvember var jafnframt heims-
frumsýning á verkinu. Egner samdi
einnig leikritið Karíus og Baktus.
Í bréfi Ara til nafnanefndar borg-
arinnar segir að Thorbjörn Egner
hafi verið svo hrifinn af sýningum
Þjóðleikhússins að hann gaf leik-
húsinu sýningarrétt á þeim í 100 ár
með gjafabréfi 1965.
„Ekkert leikskáld hefur verið
Þjóðleikhúsinu jafn gjöfult og
Thorbjörn Egner og ekkert leik-
skáld hefur laðað jafn mörg börn í
Þjóðleikhúsið og hann,“ segir Ari í
bréfinu. Verk hans hafi að jafnaði
verið sýnd á tíu ára fresti í leikhús-
inu og ávallt gengið fyrir fullu húsi
í langan tíma.
Kardimommubærinn verður
frumsýndur enn á ný í apríl 2020, á
70 ára afmæli leikhússins. Verður
þetta stærsta sýning Þjóðleikhúss-
ins á nýju leikári.
sisi@mbl.is
Sund nefnt eftir leikskáldi
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
Egnerssund Sundið milli leikhússins og Safnahússins hefur fengið nafn.
Sundið vestan Þjóðleikhússins fær heitið Egnerssund
Thorbjørn
Egner
Umsóknarfrestur
um tvær stöður
sóknarpresta á
landsbyggðinni
rann út fyrir
skömmu. Tvær
umsóknir bárust
um bæði emb-
ættin.
Umsóknar-
frestur um stöðu
sóknarprests í Laufásprestakalli,
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts-
dæmi, rann út 2. september.
Tvær umsóknir bárust um emb-
ættið, frá sr. Gunnari Einari Stein-
grímssyni og Sindra Geir Óskars-
syni guðfræðingi. Skipað verður í
embættið frá 1. nóvember nk.
Umsóknarfrestur um embætti
sóknarprests í Kirkjubæjarklaust-
ursprestakalli í Suðurprófastsdæmi
rann út 9. september.
Tveir guðfræðingar sóttu um
embættið, þau Ingimar Helgason og
María Gunnarsdóttir.
Skipað er í embættið frá 15. nóv-
ember 2019 til fimm ára.
sisi@mbl.is
Tvær umsókn-
ir bárust um
prestsembætti
Laufáskirkja.
Matvælastofnun beinir þeim til-
mælum til fólks sem er að koma frá
Noregi að gæta ýtrustu varkárni til
að koma í veg fyrir að sjúkdómur í
hundum þar í landi berist til Íslands.
Smitið, sem lýsir sér í blóðugum
uppköstum og niðurgangi, hefur
valdið bráðum dauða þrátt fyrir
meðhöndlun.
Fólki sem hefur verið í mikilli
snertingu við veika hunda eða verið
á svæðum þar sem mörg tilfelli hafa
greinst er bent á að skipta um fatnað
og þrífa og sóttheinsa skófatnað fyr-
ir komu, segir í tilkynningu.
Bann við innflutningi hunda frá
Noregi, sem Matvælastofnun setti 6.
september, mun vera áfram í gildi
um óákveðinn tíma. Stofnunin segist
fylgjast áfram með þróuninni, tíðni
nýrra tilfella, dreifingu og þeirri
greiningarvinnu á ástæðu og upp-
runa smits, sem unnið sé að af miklu
kappi í Noregi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundar Myndin tengist efni fréttar-
innar ekki með beinum hætti.
Noregs-
farar gæti
varkárni
HAUSTTILBOÐ
20% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
INNRÉTTINGUM
Í SEPTEMBER
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Fim. 9–18
Föstudaga 9–17
Laugardaga 11–15