Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 89.900 KR. FLUG&GISTINGMEÐMORGUNVERÐI NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Landsréttur hefur staðfest 17 ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigur- jónssyni fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desem- ber árið 2017. Dagur var dæmdur fyrir að hafa orðið Klevis Sula að bana með hnífstungum og fyrir að veita Elio Hasani stunguáverka. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari staðfesti þetta í sam- tali við mbl.is í gær. Helgi Magnús flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en hann taldi eðlilegt að Dagur yrði dæmdur í 18-19 ára fangelsi fyrir brot sín, 16 ár fyrir manndrápið og tvö til þrjú ár fyrir tilraun til mann- dráps. Lúðvík Örn Steinarsson, skipaður verjandi Dags, gerði kröfu um sýknu, en til vara að refsing hans yrði milduð. Auk fangelsisvistarinn- ar er Degi gert að greiða rúmar fimm milljónir króna í sakarkostnað. Þá ber honum að greiða foreldrum Sula samtals rúmlega sjö milljónir króna í miskabætur og Hasani 1,5 milljónir. 17 ár fyrir manndráp  Dómur vegna árásar á Austur- velli staðfestur Morgunblaðið/Árni Sæberg Dæmdur Dómur héraðsdóms yfir Degi Hoe Sigurjónssyni var staðfestur. Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra hefur falið settum rík- islögmanni, Andra Árnasyni, að taka afstöðu til máls Erlu Bolla- dóttur, sem sak- felld var fyrir meinsæri í Guð- mundar- og Geir- finnsmálinu. Erla greindi frá því fyr- ir þremur vikum að hún hygðist stefna íslenska ríkinu vegna höfn- unar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í málinu. Hinir fimm sakborningarnir í málinu fengu mál sín tekin upp og voru í fyrra sýknaðir af sakfellingu fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu átti Andri nýverið fund með lögmanni Erlu þar sem farið var yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið í málinu. Ráðgert er að niðurstaða muni liggja fyrir innan tíðar. Í viðtali við Morgunblaðið í ágúst sagði Erla að hún hefði átt fund með forsætisráðherra í lok síðasta árs þar sem þær ræddu framhald máls- ins og síðan þá hefði hún beðið við- bragða yfirvalda. Katrín sagði þá að sér þætti leitt að meðferð málsins hefði tekið lengri tíma en búist hefði verið við. annalilja@mbl.is Mál Erlu á borði ríkis- lögmanns  Niðurstöðu að vænta innan tíðar Erla Bolladóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forystumenn BSRB og aðildar- félaga þess og félagsmenn eru orðnir óþreyjufullir vegna þess hversu litlu viðræður þeirra við samninganefnd- ir ríkisins, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna hafa skilað. Við- ræðurnar hafa staðið yfir í sex mán- uði. Krafa um styttingu vinnutímans og krafa vinnuveitenda um að fá eitt- hvað á móti virðist aðalágreinings- málið. Forystumenn eru að íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og undirbúa aðgerðir. Viðræðurnar fara fram á tvennum vígstöðvum. BSRB fer með sameig- inleg mál félaganna, eins og vinnu- tímamálin, en félögin fara sjálf með launamálin. „Við erum búin að vera ansi lengi í þessum viðræðum og þær ganga að okkar mati ekki neitt. Við höfum ekki fengið neinar beinar til- lögur frá samninganefnd ríkisins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis – stéttarfélags í almanna- þjónustu sem er stærsta félagið inn- an BSRB. Vilja skerða réttindi á móti Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, tekur í sama streng og Árni Stefán. Hún bendir á að BSRB hafi verið með styttingu vinnuvik- unnar sem áherslumál í mörg ár. Til- raunaverkefni sem unnið hafi verið að sýni jákvæða niðurstöðu og sé góð leið til að vinna gegn streitu og ein- kennum kulnunar sem starfsfólk í al- mannaþjónustu finni fyrir vegna mikils álags. Segir Sonja að BSRB hafi lagt upp með að stytta vinnuvikuna án þess að skerða önnur réttindi á móti. For- mannaráð BSRB hafnar í ályktun al- farið hugmyndum samninganefnda ríkisins, borgarinnar og sveitar- félaganna um að gefa eftir kaffitíma eða önnur réttindi félagsmanna í skiptum fyrir styttingu vinnuvikunn- ar. Sonja segir að þar sé átt við ýmis réttindi sem tengist vaktavinnu, auk almennra kaffitíma. Hugað að vísun til sáttasemjara Áfram verður fundað í deilunni eftir helgi. Árni Stefán og Sonja segja að óþreyja sé komin í fé- lagsmenn vegna þess hversu hægt viðræðurnar ganga. „Ef þetta fer ekki að ganga á næstu dögum verður að grípa til næstu úrræða; vísa deil- unni til ríkissáttasemjara. Það er undanfari þess að við getum þrýst á um lausn deilunnar með aðgerðum,“ segir Árni Stefán. BSRB hugar að aðgerðum  Viðræður stranda á kröfum um skerðingu réttinda á móti styttingu vinnutíma Árni Stefán Jónsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Árlegt púttmót íbúa og starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram í gær. Kepptu Hrafnistumenn gegn bæjarstjórn þar sem bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, var í fremstu víglínu. Keppt er um Hrafnistubikarinn eins og ávallt á mótum Hrafnistu. Keppendur úr báðum liðum nutu veðurblíð- unnar á púttvellinum, klæddu sig eftir aðstæðum og nutu síðan góðra veit- inga að leik loknum. Morgunblaðið/Hari Hrafnistumenn leika á bæjarstjórann Óþekktur maður kynnti sig sem starfsmann Norðurorku þegar hann bankaði upp á í húsi á Akur- eyri á dögunum og sagðist þurfa að lesa af mælum. Barn sem kom til dyra hleypti honum inn. Fór hann síðan út aftur. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir frá þessu á facebooksíðu sinni. Þegar farið var að skoða mál- ið kom í ljós að þarna var ekki starfsmaður Norðurorku á ferð. Starfsmenn fyrirtækisins eru allir í merktum yfirhöfnum og með starfsmannapassa. Þá er þeim uppálagt að lesa ekki af ef enginn fullorðinn er á heimilinu. Lögreglan hvetur fólk til þess að brýna það fyrir börnum að hleypa ekki ókunnugum inn á heimili sín. Fór inn á heimili á fölskum forsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.