Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þrjú fylgismestu forsetaefni demó- krata í Bandaríkjunum – Joe Biden, Elizabeth Warren og Bernie Sanders – deildu einkum um umbætur á sjúkratryggingum í kappræðum sem fóru fram í fyrrinótt. Þetta var í fyrsta skipti sem öll for- setaefnin þrjú tóku þátt í sömu kapp- ræðunum því að áður hafði frambjóð- endunum verið skipt í tvo hópa sem öttu kappi hvor í sínu lagi. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, 76 ára fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna, sé með mikið forskot á keppinauta sína. Næst koma öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders, sem er 78 ára, og Elizabeth Warren, sem er sjötug. Forsetaefnin voru sammála um margt, m.a. þörfina á aðgerðum til að stemma stigu við losun gróðurhúsa- lofttegunda sem valda loftslags- breytingum, en deildu einkum um sjúkratryggingar. Warren og Sand- ers eru bæði hlynnt opinberu sjúkra- tryggingakerfi fyrir alla, ekki aðeins fyrir eldri borgara (medicare) og tekjulága (medicaid) eins og nú er. Biden vill hins vegar umbætur á „obamacare“, sjúkratryggingalögum sem voru samþykkt í forsetatíð Bar- acks Obama til að tryggja að fleiri yrðu sjúkratryggðir. Telur opinberar tryggingar fyrir alla of dýrar Biden vill að fólk geti valið á milli opinberra sjúkratrygginga og einka- trygginga og segir að ríkisrekið sjúkratryggingakerfi fyrir alla sé óraunhæfur kostur og alltof dýr. „Mín tillaga myndi kosta mikla pen- inga … en ekki 30 billjónir dollara,“ sagði hann. Hann benti ennfremur á að tugir milljóna Bandaríkjamanna myndu missa einkatryggingar sínar yrðu áformin um opinberar sjúkra- tryggingar fyrir alla að veruleika. Warren varði stefnu sína og sagði að núverandi sjúkratryggingakerfi væri óheyrilega dýrt fyrir bandarísk- ar fjölskyldur og opinberar sjúkra- tryggingar fyrir alla myndu aðeins auka kostnað auðugra Bandaríkja- manna og stórfyrirtækja. Nær öll forsetaefnin fóru lofsam- legum orðum um Obama, ólíkt kapp- ræðum sem fóru fram í lok júlí þegar mörg þeirra létu í ljós efasemdir um stefnuna sem hann framfylgdi í for- setatíð sinni, t.a.m. í innflytjenda- og heilbrigðismálum. Þessar efasemdir komu stjórnmálaskýrendum á óvart þar sem Obama er enn langvinsæl- asti stjórnmálamaður demókrata í Bandaríkjunum. Of gamall og gleyminn? Einn frambjóðendanna í forkosn- ingum demókrata, Julián Castro, var gagnrýndur fyrir að ýja að því í kappræðunum að Biden væri orðinn of gamall og gleyminn til að gegna forsetaembættinu. „Þú gleymdir því sem þú sagðir fyrir tveimur mínút- um,“ sagði Castro, sem var ráðherra húsnæðis- og skipulagsmála í stjórn Obama. Aðstoðarmenn Bidens sök- uðu Castro um lágkúrulega árás á varaforsetann fyrrverandi. Castro sagði hins vegar eftir kappræðurnar að hann teldi ekki að Biden væri orð- inn of gamall til að gegna forseta- embættinu. Tekist á um sjúkratryggingar  Forsetaefni demókrata deila um hvort koma eigi á opinberum sjúkratryggingum fyrir alla Meðalfylgi í síðustu könnunum Meðalfylgið í gær að sögn vefmiðilsins RealClearPolitics, í % Fylgi forsetaefna demókrata Heimild: RealClearPolitics/AFP Photos 16,8 26,8% 17,3 6,5 4,8 2,8 Joe Biden Bernie Sanders Elizabeth Warren Kamala Harris Pete Buttigieg Beto O'Rourke Andrew Yang 3,0 Gestir greiða um 50 pund, jafnvirði tæpra 8.000 króna, hver fyrir gistingu í miðalda- kirkju í þorpinu Edlesborough, um 64 km norðan við Lundúnir. Þeir deila henni aðeins með leðurblökum, geta gengið um leiðin í kirkjugarðinum áður en þeir fara í háttinn, spilað á kirkjuorgelið og gert það sem þá lystir, svo fremi sem þeir raska ekki ró ná- grannanna. Margir gista þar reyndar til að njóta kyrrðarinnar og helginnar í guðshúsinu en gistingin vekur þó sumum hroll. Maríukirkjan í Edlesborough er frá þrett- ándu öld og ein af nítján kirkjum þar sem boðið er upp á gistingu til að afla fjár til við- halds á vegum stofnunar sem annast verndun 354 kirkna í Bretlandi. Gestunum er séð fyrir beddum og svefnpokum. „Hrollvekjandi nótt“ „Ég er frá Japan. Þar fær fólk ekki að gista í hofum,“ sagði einn gestanna í Maríukirkj- unni, háskólaneminn Kae Ono (t.h. á mynd- inni). Hún viðurkenndi að hún hefði verið svo- lítið hrædd í kirkjunni um nóttina en sagði að það hefði einmitt verið ætlunin. Hún kvaðst hafa horft á hrollvekjuna Særingamanninn (The Exorcist) áður en hún fór að sofa og ekki komist hjá því að hugsa um vofur. „Þetta var hrollvekjandi nótt, en á góðan hátt!“ AFP Boðið upp á helga nótt í miðaldakirkju Sumir sækjast eftir kyrrðinni og helginni en aðrir vilja hrollvekjandi upplifun þegar þeir gista í gömlu kirkjunum Þrír flokkar – Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn – náðu í gær samkomulagi um myndun borgaralegrar stjórnar, að sögn fær- eyska ríkisútvarpsins. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, stjórnaði við- ræðunum og fór á fund forseta lög- þingsins í gær til að skýra honum frá því að flokkarnir þrír hygðust mynda nýja landstjórn. Áður hafði færeyska útvarpið skýrt frá því að slitnað hefði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum flokk- anna þriggja í fyrrakvöld. Bárður ræddi síðan við formenn Jafnaðar- flokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar í gærmorgun, skömmu áður en umboð hans til að reyna að mynda stjórn átti að renna út. Hann fór síðan á fund forseta lögþings- ins eftir hádegi og skýrði honum frá því að samkomu- lag hefði náðst um borgaralega stjórn. „Ég harma að ég neyddist til að ræða við Jafnaðarflokkinn, Þjóð- veldisflokkinn og Framsókn áður en stjórnin varð að veruleika,“ sagði Bárður, án þess að útskýra hvað varð til þess að Sambandsflokkur- inn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkur- inn náðu loks samkomulagi. Bárður Nielsen lögmaður Færeyski fréttavefurinn Norðlýs- ið kvaðst hafa heimildir fyrir því að Bárður Nielsen yrði lögmaður Fær- eyja, þ.e. æðsti handhafi fram- kvæmdavaldsins í landstjórninni. Sambandsflokkurinn ætti einnig að fara með atvinnu- og heilbrigðismál í stjórninni. Fólkaflokkurinn færi með sjávarútvegsmál, fjármál og opin- bera þjónustu og Miðflokkurinn utanríkis- og menntamál. Samkomulag um borgara- lega stjórn í Færeyjum  Sambandsflokkur samdi við Fólkaflokkinn og Miðflokkinn Bárður á Steig Nielsen Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.