Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 47

Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 47
því að skora glæsilegt sigurmark beint úr aukaspyrnu þegar FH vann seinni leikinn í Kaplakrika, 1:0. Arnar með nýjan og óuppsegjanlegan samning Víkingar tilkynntu í gær að Arnar Gunnlaugsson hefði gengið frá nýj- um samningi við félagið til næstu tveggja ára, óuppsegjanlegum af beggja hálfu. Ljóst er að þessi tíma- setning, daginn fyrir bikarúrslita- leik, á að þjappa liðinu og stuðnings- mönnum Víkings enn frekar saman fyrir þennan mikilvægasta leik fé- lagsins frá því það vann sinn síðasta stóra titil sem Íslandsmeistari árið 1991. Áhrif á Íslandsmótið Það eru ekki bara Víkingar og FH-ingar sem bíða spenntir eftir úrslitum leiksins í dag. Þau munu hafa talsverð áhrif á baráttuna á lokaspretti Íslandsmótsins. Ef FH- ingar verða bikarmeistarar bendir allt til þess að liðið í fjórða sæti deildarinnar komist í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar. Ef Víkingar verða bikarmeistarar mun fjórða sætið hinsvegar ekki gefa neitt og það myndi til dæmis gera að mestu út um Evrópu- drauma þeirra fimm liða sem nú eru með 25 stig í fimmta til níunda sæt- inu. Sá sextugasti í boði í dag  Bikarúrslitaleikur Víkings og FH klukkan 17  Bæði mæta í leikinn á siglingu  Aðeins 5% líkur á að Kári verði með  Úrslitin gætu haft áhrif á fleiri lið Morgunblaðið/Árni Sæberg Ættfræði Víkingurinn Guðmundur Andri Tryggvason reynir að komast fram hjá FH-ingnum Birni Daníel Sverr- issyni í Kaplakrika í sumar. Tryggvi Guðmundsson, faðir Guðmundar, varð bikarmeistari með FH árið 2007. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Evrópska liðið er með nauma for- ystu gegn því bandaríska eftir fyrsta dag í keppninni um Solheim- bikarinn í golfi. Evrópa hefur fjór- an og hálfan vinning og Bandaríkin þrjá og hálfan. Á mótinu keppa margir af bestu kvenkylfingum heims, en leikið er á Gleneagles- vellinum í Skotlandi. Jessica og Nelly Korda urðu fyrstu systurnar frá Bandaríkj- unum til að spila saman á mótinu og unnu þær 6/4-sigur á Caroline Mas- son og Jodi Shadoff. Annar hring- urinn fer fram í dag. sport@mbl.is Evrópa með naumt forskot AFP Pútt Englendingurinn Charley Hull púttar fyrir evrópska liðið í gær. Ólafur Jóhannesson verður líklega ekki áfram þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu. Fótbolti.net greindi frá í gær. Ólafur er á sínu fimmta sumri með Val. Hann gerði liðið að bikarmeisturum 2015 og 2016 og Íslandsmeisturum 2017 og 2018. Samningur Ólafs rennur út í október og ætlar félagið ekki að bjóða honum nýjan samning. Heim- ir Guðjónsson, þjálfari HB í Fær- eyjum og fyrrverandi þjálfari FH, hefur verið orðaður við starfið hjá Val. Ólafur þjálfaði FH áður en Heimir tók við af honum árið 2007. Ólafur á förum frá Valsmönnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Ólafur Jóhannesson er búinn að vinna fjóra titla með Val. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar mínir menn úr Árbænum urðu bikarmeistarar árin 2001 og 2002. Leikurinn 2001 gegn KA var auðvitað að- eins eftirminnilegri enda í fyrsta sinn sem Fylkismenn unnu stór- an titil. Sigurinn var líka eitt- hvað svo extra sætur þar sem jafnt var eftir venjulegan leik- tíma og framlengdan leik, 2:2, og því var gripið til víta- spyrnukeppni þar sem Kjartan Sturluson reyndist hetja Árbæ- inga. Ég var að sjálfsögðu í stúk- unni á báðum þessum leikjum og í minningunni finnst mér eins og allur Árbærinn hafi verið mættur þarna til þess að fagna fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins. Þegar ég skoða skýrsluna frá árinu 2001 sé ég að það voru 2.839 áhorfendur á Laugardalsvelli þennan dag. Ári síðar lék Fylkir aftur til úrslita gegn Fram þar sem dramatíkin var minni. Fylkir vann 3:1-sigur í venjulegum leik- tíma en sigurinn var engu að síður ekki tryggður fyrr en Theó- dór Óskarsson innsiglaði hann með marki á 81. mínútu. 3.376 áhorfendur mættu á leikinn. Nú verð ég 35 ára gamall á næsta ári en ég hef haldið með mínu uppeldisfélagi frá því ég man eftir mér. Þetta eru bestu minningarnar mínar um mitt fé- lag. Mæting á bikarúrslitaleikina undanfarin ár hefur farið dvín- andi. Í kringum 3.000-4.000 manns á meðan það mættu tæplega 6.000 manns á bikarúr- slitin 2015 þegar Valur lagði KR 2:0. Mig langar til þess að nota tækifærið og hvetja foreldra til að mæta með börnin sín á úr- slitaleik Víkings og FH í dag. Þið gætuð verið að búa til dýrmætar minningar með börnunum ykkar sem gætu jafnvel varað að eilífu. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Rúnar Arn- órsson komust allir áfram á 2. stig úrtökumót- anna um keppn- isrétt á Evrópu- mótaröðinni í golfi í gær. Leik- ið var í Fleesen- see í Þýskalandi. Þeir léku allir fjóra hringi á samanlagt 281 höggi, sjö höggum undir pari, og voru jafnir í tólfta sæti. Axel Bóasson, Ragnar Már Garð- arsson og Aron Snær Júlíusson léku einnig á mótinu, en þeir komust ekki áfram. Axel lék á tveimur höggum undir pari, Ragnar á parinu og Aron á tveimur höggum yfir pari og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi. Alls eru þrjú stig á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Annað og þriðja stigið fara fram í nóvember og tryggja 25 efstu kylfingar þriðja stigsins sér þátttökurétt á mótaröð- inni, sem er sú sterkasta í álfunni. Sæti á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu, er í boði fyrir þá sem komast næst því að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni. Þrír íslenskir kylfingar áfram á 2. stig Bjarki Pétursson  Víkingar leika sinn þriðja úrslitaleik í bikarkeppninni, þann fyrsta í 48 ár og þann fyrsta sem lið í efstu deild.  Þegar Víkingar léku fyrst til úrslita árið 1967 og töpuðu 3:0 fyrir KR á Melavellinum höfðu þeir endað í 2.-3. sæti 2. deildar (sem þá var næstefsta deild). Þá slógu þeir Skagamenn út í undanúrslitum og B-lið Skagamanna í átta liða úrslitum.  Víkingar sigruðu Breiðablik 1:0 í úrslitaleik á Mela- vellinum 9. nóvember 1971 með skallamarki Jóns Ólafssonar eftir aukaspyrnu Guðgeirs Leifssonar. Þá voru þeir nýkrýndir meistarar í 2. deild en Breiðablik hafði endað í 7. og næstneðsta sæti 1. deildar. Leikið var í flóðljósum í fyrsta skipti í bikarúrslitaleik.  Á leið sinni í úrslitin höfðu Víkingar unnið tvö önnur lið úr 1. deild, Akureyringa, 3:0, og Skagamenn, 2:0.  Víkingar höfðu mikla yfirburði í 2. deildinni árið 1971, unnu 12 leiki af 14 og skoruðu 43 mörk gegn 5. Þeir enduðu átta stigum á undan næsta liði, Ármanni, en á þeim tíma voru gefin tvö stig fyrir sigur.  Víkingur er eina félagið í sögu íslenskrar knatt- spyrnu sem hefur orðið bikarmeistari á tímabili þar sem það lék ekki í efstu deild. Víkingur  FH-ingar leika í sjötta sinn til úrslita í bikarkeppni karla í dag en þeir hafa tví- vegis orðið bikarmeistarar.  FH lék fyrsta úrslitaleik sinn árið 1972, þremur árum áður en liðið lék fyrst í efstu deild. FH tapaði þá 2:0 fyrir Eyjamönnum í síðasta úrslitaleiknum sem leikinn var á Melavellinum. FH var þá taplaust í 2. deild (næstefstu deild) en komst ekki upp. Ósigurinn gegn ÍBV var því eini tapleikur tímabilsins hjá Hafnarfjarðarliðinu í deild og bikar.  FH komst ekki úrslit aftur fyrr en 2003 þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Skagamönnum í úrslitaleiknum.  FH varð bikarmeistari í fyrsta sinn 2007 með því að vinna Fjölni 2:1 í framlengdum úrslitaleik þar sem Matt- hías Guðmundsson skoraði bæði mörkin, bæði eftir sendingar Tryggva Guðmundssonar.  FH vann bikarinn í annað sinn 2010 með 4:0 sigri á KR í úrslitaleik. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr tveim- ur vítaspyrnum í fyrri hálfleik og þeir Atli Viðar Björns- son og Atli Guðnason bættu við mörkum í síðari hálf- leik. Það er stærsti sigur í bikarúrslitaleik karla frá 1987.  FH tapaði fyrir Eyjamönnum, 1:0, í úrslitaleik bikar- keppninnar árið 2017. FH BIKARÚRSLIT Jóhann Ingi Hafþórsson Víðir Sigurðsson Sextugasti bikarmeistaratitillinn í knattspyrnu karla er í boði á Laug- ardalsvellinum í dag þegar FH- ingar freista þess að vinna bikarinn í þriðja skipti og Víkingar í annað sinn. Flautað verður til leiks á þjóð- arleikvanginum klukkan 17 en hann hefur verið vettvangur úrslitaleikj- anna frá árinu 1973. Fyrstu þrettán ár keppninnar, frá 1960 til 1972, fóru úrslitaleikirnir fram á Melavellinum og voru þá jafnan leiknir í vetrarbyrjun, í októ- ber eða nóvember, og eitt árið dróst úrslitaleikur meira að segja fram í desember. Kári væntanlega ekki með Kári Árnason verður að líklegast ekki með Víkingi í leiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lands- leiknum við Albaníu síðasta þriðju- dag. Er það áfall fyrir Víkinga, enda Kári einn reynslumesti og besti leik- maður liðsins. „Það eru 95% líkur á að hann verði ekki með,“ sagði Arn- ar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Morgunblaðið. Kári hef- ur spilað á miðjunni í síðustu leikj- um. Viktor Örlygur Andrason hefur verið á bekknum að undanförnu og tekur hann væntanlega sæti Kára í byrjunarliðinu. Þá verður Dofri Snorrason ekki með vegna meiðsla. Miklar líkur eru á því að Logi Tóm- asson taki stöðu Dofra. Hjörtur Logi Valgarðsson, Cedric D’Ulivo, Atli Guðnason og Morten Beck Guldsmed hafa allir verið að glíma við smávægileg meiðsli í að- draganda leiksins. Þeir verða lík- lega búnir að jafna sig í tæka tíð. Sjálfstraust í báðum liðum Bæði lið ættu að mæta til leiks með sjálfstraustið í lagi. FH hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og skorað fjórtán mörk. Mor- ten Beck Guldsmed skoraði þrennu gegn Stjörnunni í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni. Hann og Ste- ven Lennon mynda stórhættulegt sóknarpar. Víkingur hefur unnið fjóra af síð- ustu fimm leikjum sínum og aðeins fengið fjögur mörk á sig. Varnar- leikurinn hefur gengið betur eftir að Kári Árnason færði sig á miðjuna og verður áhugavert að sjá hvernig lið- ið spjarar sig á stóra sviðinu án hans. Þó að bæði liðin geti spilað líf- legan sóknarfótbolta og Víkingar hafi þótt sérstaklega frískir í ár voru ekki mörg mörk skoruð þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í sumar. Þau skildu jöfn, 1:1, á Eim- skipsvelli Þróttar í vor þar sem Halldór Orri Björnsson jafnaði fyrir tíu FH-inga, sem höfðu misst Brand Olsen af velli með rautt spjald. Brandur svaraði síðan fyrir það með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.