Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Plúsarkitektar ehf. hafa fyrir hönd
byggingarfélagsins Þingvangs ehf.
sent fyrirspurn til borgarinnar
varðandi uppbyggingu íbúðar-
húsnæðis til skammtímanota á lóð
nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg. Af-
greiðslu erindisins var frestað á síð-
asta fundi í skipulags- og sam-
gönguráði Reykjavíkur.
Umrædd lóð er í Laugarnesi og
óska fyrirspyrjendur eftir því að fá
að setja allt að 550-600 innréttaðar
íbúðaeiningar á lóðina. Einingarnar
yrðu fluttar inn fullfrágengnar,
þeim raðað upp og tengdar lagna-
kerfi borgarinnar. Mögulegt sé að
hafa húsnæðið tilbúið á nokkrum
mánuðum. Stöðuleyfi verði til 10
ára en þá er reiknað með að lóðin
fari í framtíðaruppbyggingu.
Samráð haft við borgina
Þingvangur er lóðarhafi og
myndi reisa húsnæðið og sjá um
viðhald. Þingvangur tekur fram að
samsetning leigjenda verði ákveðin
í samráði við Reykjavíkurborg og
fleiri. Fyrirtækið nefnir Fé-
lagsstofnun stúdenta, Félagsbú-
staði, ASÍ, farandverkamenn og
fleiri.
Á afstöðumyndum sem fylgja
fyrirspurninni má sjá að gert er ráð
fyrir 15 íbúðarhúsum sem verði 3-4
hæðir. Í fjórum húsanna verða 48
íbúðir en 36 í hinum 11. Í miðjunni
er gert ráð fyrir þjónustuhúsi. Tek-
ið er fram að þetta séu frumskissur
og skipulagið gæti breyst við frek-
ari vinnslu. Lóðin í Laugarnesi sé
heppileg til þessara nota. Hún sé
miðsvæðis í borginni, biðstöðvar
Strætó nálægt og góðar göngu- og
hjólatengingar.
Í fyrirspurn Þingvangs og Plús-
arkitekta segir að óskin sé sett
fram í samræmi við stefnumörkun
átakshóps stjórnvalda í húsnæðis-
málum frá janúar 2019. Í skýrslunni
sé m.a. lagt til að heimilt verði að
reisa íbúðarhúsnæði til
skammtímanota á athafnasvæðum
til að bregðast við tímabundnum
vanda. „Tilgangur slíkra heimilda
er að vinna gegn búsetu í óvið-
unandi og ósamþykktu húsnæði,
mæta þörf vegna tímabundinnar
búsetu og vinna gegn heimilisleysi,“
segir m.a. í fyrirspurninni.
Fram kemur að finna megi mörg
nýleg fordæmi frá nágrannalönd-
unum þar sem húsnæði til skamm-
tímanotkunar hafi verið reist til
þess að bregðast við tímabundnum
húsnæðisskorti.
Þingvangur er eitt öflugasta
byggingafyrirtæki á Íslandi og hef-
ur verið í stöðugum vexti frá stofn-
un árið 2006. Eigandi Þingvangs,
Pálmar Harðarson, stjórnarmenn
og lykilstjórnendur búa allir yfir
áratuga reynslu úr verktakaiðnaði,
segir á heimasíðu fyrirtækisins.
Félagið hefur m.a. byggt hótel,
skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði,
sumarhús, iðnaðarbyggingar,
nautabú og verslunarkjarna. Hjá
Þingvangi starfa um 100 manns,
auk fjölda undirverktaka.
Mynd/Plúsarkitektar
Möguleg útfærsla Í fyrstu drögum er gert ráð fyrir því að íbúðarhúsin verði 15 talsins. Þjónustuhús í miðjunni.
Köllunarklettsvegur Lóðirnar sem um ræðir standa á milli Köllunarkletts-
vegar og Sæbrautar. Í framtíðinni verður skipulögð íbúðarbyggð á reitnum.
Telja sig geta reist 550-600
íbúðir á nokkrum mánuðum
Þingvangur vill leysa skammtímaskort á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni
Frakkland Dæmi um lausn á húsnæðisvanda. Fjögurra hæða nemendaíbúðir í Ville du Havre. Einingar eru 120.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í
beint samband við réttan starfsmann sem klárar
málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum.
Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Þjónustugátt Eignareksturs
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum