Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  227. tölublað  107. árgangur  SJÁLFIÐ RANNSAKAÐ Á LITLA SVIÐI HLÝLEG OG FALLEG NÚTÍMAHEIMILI HEIMILI OG HÖNNUNMENNING 36 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Fulltrúar ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu undirrituðu samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á svæðinu næstu fimmtán árin í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í gær. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 120 millj- arða króna. Ríkið muni leggja fram 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og sérstök fjár- mögnun muni standa undir 60 milljörðum. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, segir löngu tímabært að farið verði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu. „Höfuðborgarsvæðið hefur verið að fá kannski um 20% af heildarfjármagninu af vegafé þó að hér búi 2/3 hlutar landsmanna. Það er ekki síst vegna þess að borgar- stjórnin í Reykjavík hefur kallað yfir okkur framkvæmdastopp með 10 ára samningi,“ segir Eyþór. Helmingurinn stendur eftir Þá sé einnig áhyggjuefni að helmingurinn af framkvæmdafénu eigi að koma með nýjum veggjöld- um, alls 60 milljarðar króna, án þess að fyrir liggi hvernig og hvar þau verði innheimt. „Þannig að þó svo að það sé ánægjulegt að ríkið ætli að reyna að bjarga borgar- búum frá Degi B. Eggertssyni með því að koma með peninga, þá er hlutur ríkisins og sveitarfélaganna bara helmingurinn og það þarf að passa það þegar veggjöld eru lögð á að þau séu með jafnræði. Það má aldrei vera þannig að Reykvíkingar borgi tvöfalt og landsbyggðin bara einu sinni,“ segir Eyþór. 120 milljarðar í samgönguinnviði  Áhyggjuefni hvernig staðið verður að veggjöldum, segir oddviti Sjálfstæðisflokks MMeira öryggi og minni tafir »6 Evrópski tungumáladagurinn var haldinn hátíð- legur í gær í Veröld, húsi Vigdísar Finnboga- dóttur. Nemendur úr 7. bekk Austurbæjarskóla mættu þar í ratleik um húsið og höfðu gaman af. Ný samantekt Eurostat sýnir vel hve hátt hlut- fall nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins lærir ensku og fleiri tungumál, eða 99,6% í efri bekkjum grunnskóla. Utan Dan- merkur er danska aðeins kennd á Íslandi. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ratleikur á Evrópska tungumáladeginum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einungis 8% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands, sem lýtur að endurskoðun stjórnarskrárinnar, eru mjög óánægð með gildandi stjórnarskrá. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, og Jón Ólafsson prófessor kynntu könnunina í Ráð- herrabústaðnum í gær. Könnunin er fyrsta skrefið í umfangsmeiri rann- sókn. Svarendur í könnuninni voru alls 2.165. Þá sögðust 19% svarenda vera frekar óánægð með núverandi stjórnarskrá og því voru 27% svar- enda óánægð eða frekar óánægð með gildandi stjórnarskrá. Þá voru 37% svarenda ánægð eða mjög ánægð með hana en 36% segjast hvorki ánægð né óánægð. Svarendur vildu helst að ákvæði um dómstóla, mannréttindi og kjör- dæmaskipan og atkvæðajafnvægi væru endurskoðuð eða um þau fjallað. Hvað varðar ný efnisatriði í stjórnarskránni vildu flestir fá þar inn ákvæði um náttúruauðlindir og umhverfismál. Þá voru 62% svar- enda sem tóku þátt í könnuninni frekar hlynnt eða mjög hlynnt tak- mörkunum á því hversu lengi forseti Íslands geti setið í embætti. „Hálfgerð markleysa“ Spurð hvernig það horfi við Stjórnarskrárfélaginu hversu fáir eru óánægðir með núverandi stjórnarskrá segir Katrín Odds- dóttir, formaður félagsins, að spyrja hefði átt um afstöðu til nýju stjórn- arskrárinnar. „Það segir mér í raun og veru ótrúlega lítið. Það sem ég sé þarna er að langstærstur hluti svarenda er í raun óákveðinn. Þar sem yfirvöld og þeir sem standa að könnuninni eru ekki að spyrja um afstöðu til nýju stjórnarskrárinnar finnst mér þetta í raun og veru ekki segja neitt um málið,“ segir Katrín. „Til þess að geta metið hvert þjóðin vill fara með þetta mál hefði að sjálfsögðu átt að spyrja um það líka. Eins og margoft hefur komið fram í skoðanakönnunum frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla átti sér stað vill fólk fá endurskoðun á stjórnar- skránni,“ segir Katrín og á þar við að spurt yrði einnig um afstöðu til nýju stjórnarskrárinnar í skoðana- könnuninni. „Á meðan því er sleppt finnst mér þetta hálfgerð markleysa,“ segir hún enn fremur um ánægju og óánægju svarenda með gildandi stjórnarskrá. Fleiri ánægð með stjórnarskrá  Alls voru 27% mjög eða frekar óánægð með gildandi stjórnarskrá í yfir 2.000 manna könnun Félagsvísindastofnunar  37% svarenda mjög ánægð eða frekar ánægð með gildandi stjórnarskrá  Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í gærmorgun nýtt skipulag bankans og var í kjölfarið 100 manns sagt upp störfum. Um er að ræða mestu fjöldauppsagnir sem Arion banki hefur ráðist í frá því að bankinn var stofnaður á grunni gamla Kaupþings eftir hrun ís- lenska fjármálakerfisins haustið 2008. Þungt hljóð var í starfs- mönnum í höfuðstöðvum bankans í gær þegar uppsagnirnar voru kynntar og fólk var kallað til fundarherbergja þar sem því var sagt upp störfum. Um 80% þeirra sem misstu vinnuna störfuðu í höfuðstöðvum bankans. »4 og 12 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arion Langflestir þeirra sem misstu vinn- una störfuðu í höfuðstöðvum bankans. Hundrað manns sagt upp hjá Arion

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.