Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 Fyrir hrein eyru EINFÖLD OG ÁHRIFARÍK LEIÐ TIL AÐ MÝKJAOGFJARLÆGJAEYRNAMERGÁ NÁTTÚRULEGANHÁTTMEÐÓLÍFUOLÍU fæst í öllum helstu apótekum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símasamtali við forseta Úkra- ínu í júlí að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði knúið stjórnvöld í Kænugarði til að víkja „mjög góðum“ ríkissaksóknara úr embætti árið 2016. Þessi lýsing á embættismanninum fyrrverandi, Viktor Shokín, er undarleg í ljósi þess að hann hefur verið sakaður um spillingu. Baráttumenn gegn spill- ingu í Úkraínu segja að Shokín hafi staðið í vegi fyrir rannsóknum á henni. Viktor Shokín er 67 ára og þáver- andi forseti Úkraínu, Petro Poro- shenko, skipaði hann ríkissaksókn- ara 10. febrúar 2015. Áður hafði Shokín verið saksóknari í rúma tvo áratugi til ársins 2001. Hann sagðist þá hafa verið neyddur til að segja af sér eftir að hann hefði neitað að taka að sér saksókn gegn Júlíu Tymos- henkó, fyrrverandi forsætisráðherra. Þegar Shokín varð ríkissaksóknari hét hann því að berjast gegn land- lægri spillingu í Úkraínu eftir pólit- íska umrótið í landinu árið 2014 þeg- ar þingið vék Viktor Janúkóvítsj úr embætti forseta. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og lánardrottnar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fögnuðu þessu loforði Shokíns en fljótlega kom í ljós að nýi ríkis- saksóknarinn var ekki allur þar sem hann var séður. Hann varð mjög óvinsæll í Úkraínu og efnt var til götumótmæla til að krefjast afsagnar hans vegna ásakana um að hann hefði hindrað baráttuna gegn spill- ingu með því að stöðva rannsóknir á bandamönnum sínum og mönnum sem komust til áhrifa í forsetatíð Janúkóvítsj. Áður en Shokín varð ríkissaksókn- ari hafði forveri hans í embættinu hafið rannsókn á máli olígarkans Mykola Zlochevskís, eiganda jarð- gasfyrirtækisins Burisma, vegna ásakana um að hann hefði gerst sek- ur um peningaþvætti, skattaundan- skot og mútugreiðslur. Zlochevskí hafði verið auðlindaráðherra í stjórn Janúkóvítsj frá júlí 2010 til apríl 2012 og var þá sakaður um að hafa veitt fyrirtækjum sem tengjast honum leyfi til jarðgasvinnslu. Varaforsetasonur í vafasömum félagsskap Rannsóknin á máli Zlochevskís hafði staðið í um tvö ár þegar sonur Bidens, Hunter, varð stjórnarmaður í jarðgasfyrirtækinu. Hann er 49 ára, lögfræðingur að mennt, starfar fyrir lögmannastofu í New York og er einn stofnenda fyrirtækisins Rosemont Seneca Partners, sem sérhæfir sig í fjárfestingaráðgjöf. Þegar hann hóf störf fyrir úkraínska jarðgasfyrir- tækið sagði það að hann myndi fara fyrir lögfræðideild þess og vera fulltrúi þess í „alþjóðasamtökum“. Hunter Biden hefur sagt að hann hafi viljað vera fyrirtækinu til ráð- gjafar um „gagnsæi“. Fréttaveitan AFP hefur eftir vestrænum heim- ildarmanni sínum í Kænugarði að fólk í viðskiptalífinu þar hafi undrast það að sonur varaforsetans þáver- andi skyldi hafa þegið starfið í ljósi þess að það hafi verið bendlað við spillingu. „Ég tel að helsta mark- miðið með því að fá Hunter Biden í fyrirtækið hafi verið að bæta orðspor þess,“ hefur AFP eftir heimildar- manninum. Á meðal annarra starfs- manna fyrirtækisins var Aleksander Kwasniewski, fyrrverandi forseti Póllands. Mánuðinn sem Hunter Biden hóf störf fyrir Burisma, maí 2014, ákváðu yfirvöld í Bretlandi að frysta banka- innistæður að jafnvirði tæpra þriggja milljarða króna vegna rannsóknar á meintu peningaþvætti eiganda fyrir- tækisins. Þáverandi ríkissaksóknari Úkraínu, forveri Shokíns, lét ekki breskum yfirvöldum í té skjöl, sem þau höfðu óskað eftir, og það varð til þess að Zlochevskí fékk aftur aðgang að bankareikningum sínum í Bret- landi, að sögn The Washington Post. Varað við hagsmunaárekstrum Þegar Biden var varaforseti gegndi hann lykilhlutverki í aðstoð Bandaríkjastjórnar við stjórnvöld í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið árið 2014 og innlimuðu Krím í Rússland. Á sama tíma beitti hann sér fyrir því að ráðamennirnir í Úkraínu kæmu á umbótum og upp- rættu spillingu í stjórnkerfinu. The New York Times sagði að í forystu- grein á þessum tíma að störf sonar varaforsetans fyrir úkraínska jarð- gasfyrirtækið gætu valdið hags- munaárekstrum en stjórn Baracks Obama neitaði því. The New York Times segir að Hunter Biden hafi ekki verið sakaður um nein lögbrot í tengslum við störf- in fyrir Burisma og hann segist aldr- ei hafa rætt þau við föður sinn. Bandarískir og úkraínskir baráttu- menn gegn spillingu gagnrýndu hins vegar tengsl sonar varaforsetans við fyrirtækið, sögðu þau skapa hættu á hagsmunaárekstrum. Hann hefði notað fjölskyldunafn sitt til að kom- ast í vel launað starf og bæta orðspor Burisma og Zlochevskís. Mánaðar- laun Hunters Bidens námu stundum allt að jafnvirði 6,2 milljóna króna, að sögn The New York Times. Joe Biden beitti sér fyrir því að Shokín yrði vikið úr embætti árið 2016 en Poroshenko forseti var treg- ur til þess. Fleiri bandarískir emb- ættismenn beittu sér fyrir brottvikn- ingu Shokíns og einnig embættis- menn Evrópuríkja, fjárfestar og lánardrottnar. Ástæðan var ekki sú að þeir vildu koma í veg fyrir rann- sókn á málum Burisma og eiganda fyrirtækisins, heldur þvert á móti sú að þeir töldu að hann hefði tafið rann- sóknir, verndað pólitísku yfirstéttina og hindrað baráttuna gegn spillingu. Joe Biden hefur hreykt sér af því að hafa knúið fram brottvikningu Shokíns með því að hóta Petro Poro- shenko því að Bandaríkin hættu við að ábyrgjast lán til Úkraínu að and- virði milljarðs dollara. Svo fór að lok- um að þing Úkraínu samþykkti 29. mars 2016 að víkja Shokín úr emb- ættinu. Staðreyndum snúið á haus Í símasamtalinu við Volodimír Ze- lenskí, forseta Úkraínu, 25. júlí lýsti Donald Trump Shokín a.m.k. tvisvar sem „mjög góðum“ ríkissaksóknara og sagði að brottvikningin hefði verið mjög ósanngjörn. „Mjög slæmt fólk“ hefði tekið þátt í því að koma honum frá. Trump fullyrti einnig í samtalinu að Biden hefði „stöðvað saksókn“ gegn Burisma og bað Zelenskí um að beita sér fyrir rannsókn á málinu. Zelenskí hét því að nýr ríkissaksókn- ari rannsakaði málið og tók fram að það yrði gert með heiðarlegum hætti. The Wall Street Journal og fleiri fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja að ekkert bendi til þess að fullyrðingar Trumps um Biden séu réttar. Ástæða þess að varaforsetinn og fleiri embættismenn hafi beitt sér fyrir brottvikningunni sé sú að Shok- ín hafi hindrað saksóknir. Forsetinn virðist þannig hafa snúið stað- reyndum málsins á haus. Christopher Miller, fréttaritari Radio Free Europe/Radio Liberty í Kænugarði, segir að rannsóknin á máli Burisma hafi legið niðri þegar Shokín var vikið frá. Hann hefur einnig eftir saksóknurum og baráttu- mönnum gegn spillingu í Úkraínu að Shokín hafi sjálfur verið helsta hindr- un saksóknar á hendur fyrirtækinu. „Það var enginn þrýstingur frá neinum Bandaríkjamanni í þessu máli,“ sagði Vitalí Kasko, sem var að- stoðarríkisaksóknari Úkraínu þar til í febrúar 2016 þegar hann sagði af sér til að mótmæla spillingu Shokíns og saksóknara hans. „Úkraínskir saksóknarar stungu málinu undir stól árið 2014 og það var ekki rann- sakað allt árið 2015,“ sagði Kasko í viðtali við Bloomberg News í maí. „Mjög góði“ ríkissaksókn- arinn sakaður um spillingu  Saksóknarinn sem Biden beitti sér gegn hafði hindrað rannsóknir á spillingu AFP Forsetafundur Trump ræddi við Volodimír Zelenskí Úkraínuforseta í New York í fyrradag, tveimur mánuðum eftir umtalað símasamtal þeirra. Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, lést í gær, 86 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Stjórn- málaleiðtogar víða um heim vottuðu minningu hans virðingu sína. Emm- anuel Macron, forseti Frakklands, lýsti yfir þjóðarsorg í landinu á mánudaginn kemur vegna andláts Chiracs. Hans var minnst með mín- útu þögn á franska þinginu. Chirac var forseti í tólf ár, frá 1995 til 2007, og er forveri hans, Francois Mitterrand, sá eini sem hefur gegnt embættinu lengur eftir síðari heimsstyrjöldina. Chirac var einnig forsætisráðherra á árunum 1974-1976 og 1986-1988. Hann var mið- og hægrimaður og beitti sér fyrir auknum samruna ríkja Evrópusambandsins. Frakk- land tók m.a. upp evruna í forsetatíð hans. Hann var andvígur innrásinni í Írak undir forystu Bandaríkjanna árið 2003 og spáði því að hún yrði að „martröð“. Jacques Chirac fæddist 29. nóvember 1932 og var sonur banka- stjóra. Eftir að hafa lokið háskóla- námi í stjórnmálafræði og stjórnun var hann embættismaður þar til hann haslaði sér völl í stjórnmál- unum. Hann var borgarstjóri Parísar á árunum 1977 til 1995 og var þá við- riðinn nokkur spillingarmál. Hann og samstarfsmenn hans voru sakaðir um að nota fé úr sjóðum borgarinnar til að fjármagna starfsemi flokks síns. Chirac fékk tveggja ára skil- orðsbundinn fangelsisdóm árið 2011 en hélt samt vinsældum sínum í Frakklandi. AFP Í forsetahöllinni Jacques Chirac og eiginkona hans, Bernadette. Chirac vottuð virðing  Þjóðarsorg lýst yfir í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.