Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Meðan margiraf helstuþjóðar-
leiðtogum heims
héldu til New York
til þess að sækja allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna ákvað
Nicolas Maduro, forseti Vene-
súela, að halda frekar til fundar
við Vladimír Pútín Rússlands-
forseta í Moskvu. Ræddu forset-
arnir saman um ýmis mál, og
meðal annars óþolandi íhlutanir
þriðju aðila, með öðrum orðum
Bandaríkjanna, í málefni Róm-
önsku Ameríku, sem einhverjum
gæti þótt nokkuð kaldhæðnis-
legt.
Ákvörðun Maduros að halda
frekar til Moskvu er raunar
skiljanleg, þar sem Rússar eru
nú næststærsti lánveitandi Vene-
súela á eftir Kínverjum. Maduro
vill halda lánardrottnum sínum
góðum, en talið er að rússneska
ríkisolíufyrirtækið Rosneft hafi
nú sökkt um níu milljörðum
Bandaríkjadala í olíuiðnað Vene-
súela. Ólíklegt er að sú fjárfest-
ing skili sér um fyrirsjáanlega
framtíð. Engu að síður útskýrir
þessi skuldbinding að miklu leyti
hvers vegna Rússar vilja síður
að Maduro fari frá, enda skiptir
miklu fyrir þá að eiga að minnsta
kosti von um að fá endurgreitt.
Og svo virðist sem Maduro sé
hvergi á förum. Tilraun stjórnar-
andstöðunnar í upphafi ársins til
þess að koma honum frá virðist
hafa runnið algjörlega út í sand-
inn. Juan Guaido, sem lýsti sig
starfandi forseta, fékk fljótlega
stuðningsyfirlýsingu frá um 50
af helstu forystu-
ríkjum vestræns
lýðræðis, en allur
slagkraftur sem
hann bjó yfir hvarf
með illra tímasettri tilraun í apr-
íl til þess að „binda enda á ein-
ræðið“, sem endaði einungis á
því að treysta einræðistilburði
Maduros í sessi.
En hvað mun áframhaldandi
valdaseta Maduros þýða fyrir al-
menning í Venesúela? Sam-
kvæmt nýlegri skýrslu frá mann-
réttindaráði Sameinuðu þjóð-
anna eru nú um 15.000 manns í
haldi þar sem samviskufangar,
og dauðasveitir á vegum stjórn-
valda ógna fólki svo það haldi sig
á mottunni. Er þá ótalinn stöð-
ugur skortur á matvælum, lyfj-
um og öðrum nauðsynjavörum,
sem tryggir að langar biðraðir
myndast við hverja búð þar sem
vörur birtast í annars tómum
hillum.
Þessi áfellisdómur mannrétt-
indaráðsins hefur að vísu ekki
komið í veg fyrir að Venesúela
sækist eftir að verða fulltrúi
Suður-Ameríku í ráðinu. Miðað
við fyrri sögu ráðsins gæti hæg-
lega orðið af því, jafnvel þótt
hópur ríkja þaðan hafi lagt fram
ályktun um að ráðið hefji form-
lega rannsókn á mannréttinda-
brotum stjórnvalda í Venesúela.
Það stefnir því allt í áfram-
haldandi hnignun lífskjara í
Venesúela, hnignun sem alfarið
má skrifa á Maduro og aðra sósí-
alista sem farið hafa með völdin í
landinu. Þessi þróun verður ekki
stöðvuð nema þeir fari frá.
Maduro fer hvergi
– nema til Moskvu}Áframhaldandi hnignun
Demókratar áBandaríkja-
þingi bundu lengi
vonir við að skipun
sérstaks saksóknara
um meint samsæri
Trumps við Rússa í
aðdraganda kosn-
inganna myndi leiða
til falls hans. Sérstaki saksókn-
arinn hafði víðtæk völd, ótak-
markaðar fjárveitingar og hann
réð í kringum sig þekkta reynslu-
bolta úr saksóknarastétt, sem
nær allir áttu það sameiginlegt að
hafa stutt frú Clinton fast í kosn-
ingunum.
Mueller saksóknari, fyrrver-
andi forstjóri FBI, skrifaði mörg-
hundruð síðna skýrslu sem dóms-
málaráðherrann afhenti þinginu.
Þessarar stundar höfðu demó-
kratar beðið lengi. Þeir höfðu
lengi boðað að í kjölfar skýrsl-
unnar yrði lögð fram tillaga í
Fulltrúadeildinni, þar sem þeir
eru í meirihluta, um að þingið
setti Trump af. En Mueller kom
tómhentur þrátt fyrir síðufjöld-
ann.
Nú boða demókratar að þeir
ætli sér að flytja tillögu um rann-
sókn sem undanfara brott-
rekstrar. En ekki vegna rússa-
samsæris sem gufaði upp og
sætir nú rannsókn um hvernig
kom til og lítur frumskoðunin
ekki vel út. Nú er
það símtal Trumps
við forseta Úkraínu
sem „litli bandaríski
símamaðurinn“ lak
upplýsingum um.
Leiðtogar demó-
krata fullyrtu að
Trump hefði haft í
hótunum við forseta Úkraínu til
að sá léti rannsaka sérstaklega
afskipti Joe Biden varaforseta af
brottrekstri saksóknara eystra
sem rannsakaði meint fjármála-
brask sonar hans. En Hunter
Biden er sagður hafa komist yfir
ótrúlegar fjárhæðir í skjóli föður
síns (milljarð Bandaríkjadala) í
samskiptum við aðila í Úkraínu
annars vegar og Kína hins vegar.
Upptökur af símtölum forseta
Bandaríkjanna við erlenda
starfsbræður eru trúnaðarmál
sem ekki eru birt. Trump ákvað
þó óvænt að birta uppskrift af
samtalinu í heild og þykir það
ekki staðfesta fullyrðingar and-
stæðinga hans. Og þvert ofan í
væntingar þeirra beinist kast-
ljósið nú á ný að ótrúlegri fjár-
söfnun Bidens yngri og af-
skiptum þáverandi varaforseta.
En fyrir liggur að Joe hótaði að
afturkalla fjárstyrk Bandaríkj-
anna yrði saksóknari í Úkraínu
ekki settur af innan fárra klukku-
stunda.
Skoðanakannanir
vestra sýna mikla
andstöðu við mála-
tilbúnað demókrata
um nýja herferð}
Bjúgverpill enn?
S
kattar og aðrar álögur hefta súr-
efnisflæði til framfærslu ein-
staklinga, og þyngja róður og
rekstur fyrirtækja. Engin þjóð
skattleggur sig inn í velmegun
þjóðar, það eru einstaklingarnir – og fyrir-
tækin – sem skapa verðmætin og standa
undir öflugu velferðarkerfi hér á landi.
Í árferði líkt og er nú, þar sem óveruleg-
ur samdráttur gerir vart við sig í hagkerf-
inu er brýnt að minna á þessi gildi. Að
stökkva ekki til með ríkisstyrki eða önnur
framlög þótt einstaka hópar eða atvinnu-
greinar glími við rekstrarvanda. Almennar
aðgerðir eru aftur á móti af hinu góða; að
lækka álögur og einfalda rekstrarumhverfi
fyrirtækja með því að fella á brott óþarfa
regluverk.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð eftirtektarverðum
árangri í lækkun skatta og gjalda frá því að hann
komst í ríkisstjórn 2013. Áramótin 2014-2015 voru á
einu bretti almennir innflutningstollar og vörugjöld
afnumin, almenna þrep virðisaukaskattsins var lækk-
að 2015 úr 25,5% niður í 24%. Þar munar um minna
enda nær skatturinn til 80% innkaupa heimila í land-
inu. Útvarpsgjald lækkaði 2015 og aftur 2016. Tekju-
skattur á millitekjur hefur lækkað um þrjú prósent í
þremur skrefum, og nú lækkar hann enn. Í fjárlögum
næsta árs lækkar tekjuskattur einstaklinga, og þegar
lækkunin kemur að fullu til framkvæmda 2021 nemur
skattalækkunin 10% af öllum greiddum
tekjuskatti einstaklinga, eða um 21 millj-
arð króna á ári. Þá hefur tryggingagjaldið
lækkað mjög frá því að Sjálfstæðisflokkur-
inn kom í ríkisstjórn 2013. Það stóð þá í
7,69% en verður á næsta ári komið niður í
6,35%.
Á þingmálaskrá fjármálaráðherra má sjá
fyrirætlanir um lækkun erfðafjárskatts og
afnám stimpilgjalds á skipum. Öll for-
gangsmál þingflokks Sjálfstæðisflokksins á
þessu þingi eru skattalækkunarmál.
Við ætlum að afnema stimpilgjöld af
íbúðarhúsnæði, gera framkvæmdir iðn-
aðarmanna á verkstað að fullu skatt-
frjálsar frá virðisaukaskatti með hækkun
endurgreiðslna vsk., endurgreiða virðis-
aukaskatt vegna fráveituframkvæmda
sveitarfélaga og skattalagabreytingar vegna kyn-
slóðaskipta á fyrirtækjum og bújörðum.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa gert lítið
úr hverri skattalækkunaraðgerð Sjálfstæðisflokksins
og reiknað út hversu margar pítsur hægt sé að kaupa
fyrir hverja aðgerð.
Því er ekki nema von að maður spyrji sig hvort við
þurfum að fara að hafa áhyggjur af heilsufari þjóðar-
innar, því það stefnir í að við getum haft pítsu í öll
mál í dag.
Vilhjálmur
Árnason
Pistill
Pítsa í öll mál
Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fram kemur í nýrri skýrsluÖryrkjabandalags Íslandsað örorkulífeyrisþegumfjölgaði á milli áranna
2008 og 2019 og fóru þeir frá því að
vera 7% af mannfjölda á vinnualdri
2008 í að vera 7,8% af mannfjölda á
vinnualdri í janúar í ár. Geðraskanir
eru fjölmennasti flokkur greininga
til grundvallar 75% örorku- og
endurhæfingarmats.
Skýrslan, sem unnin er af Kol-
beini Stefánssyni, doktor í félags-
fræði frá Oxford-háskóla, hefst á
eftirfarandi orðum:
„Fjölgun örorkulífeyrisþega hef-
ur verið nokkuð plássfrek í íslenskri
þjóðmálaumræðu um allnokkurt
skeið. Kjarni umræðunnar er að ör-
orkulífeyrisþegum fjölgi hratt með
tilheyrandi kostnaði fyrir hið opin-
bera og samfélagið allt. Vaxandi
kostnaður kallar svo á viðbrögð í
formi róttækra breytinga á al-
mannatryggingum og endurhæf-
ingu. Þá veldur fjölgun í röðum
ungra örorkulífeyrisþega, sérstak-
lega á meðal ungra karla, mörgum
hugarangri.
Það er óneitanlega þannig að ör-
orkulífeyrisþegum hefur fjölgað
umtalsvert frá miðjum 10. áratug
síðustu aldar.“
Í skýrslunni kemur fram að frá
því í janúar 2017 hefur fjöldi ör-
orkulífeyrisþega svo gott sem staðið
í stað við 18 þúsund einstaklinga en
hlutfall hópsins af mannfjölda á
vinnualdri hefur hinsvegar lækkað,
úr 8,2% í 7,8%. Þannig virðist vera
að draga úr fjölgun örorkulífeyris-
þega á undanförnum tveimur árum.
Hlutfall örorkulífeyrisþega á
meðal 20-24 ára karla hækkaði um
0,9 prósentustig á milli áranna 2008
og 2019, en nokkuð hefur verið rætt
um fjölgun örorkulífeyrisþega á
meðal ungra karla. Þetta er nokkur
hækkun en af mjög lágum grunni.
Miðaldra og eldri konur
Stærstur hluti fjölgunar örorku-
lífeyrisþega er rakinn til kvenna 50
ára og eldri (rúm 40%), bæði vegna
þess að vægi hópsins í mannfjöld-
anum hefur aukist, en einnig vegna
hækkandi tíðni örorkulífeyrisþega í
hópnum, samkvæmt því sem fram
kemur í skýrslunni. Konur eru á
hverjum tíma um 60% af örorkulíf-
eyrisþegum og munurinn á milli
karla og kvenna eykst með aldri,
sem bendir til þess að stefnumótun
þurfi til að taka á því sem er ólíkt í
lífshlaupi karla og kvenna og veldur
þessum mun.
Á tímabilinu 2008-2019 fjölgaði
örorkulífeyrisþegum úr 14.261 í
18.061 miðað við janúar ár hvert,
eða um 3.800 einstaklinga sam-
kvæmt staðtölum Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Um 50% fleiri konur en karlar
voru með örorkulífeyri hvert þeirra
ára sem hér er til skoðunar.
Í janúar 2019 voru 10.924 konur
með örorkulífeyri og hafði fjölgað
um 2.327 einstaklinga frá 2008,
aukning sem nemur 27,1% en á
sama tíma voru 7.137 karlar með ör-
orkulífeyri og hafði fjölgað um 1.473
frá 2008, eða sem nemur 26%.
Þörf á víðara sjónarhorni
Í lok skýrslu sinnar segir höf-
undur að færa megi rök fyrir því að
sjónarhorn starfsgetumats sé of
þröngt, að endurhæfing eigi ekki að
miðast einvörðungu við að efla at-
vinnuþátttöku fólks með skerta
starfsgetu heldur þurfi víðara sjón-
arhorn á samfélagsþátttöku sem nái
til þeirra sem eru alls ófær um að
taka þátt á vinnumarkaði.
Konur eru um 60%
örorkulífeyrisþega
Hlutfallslegur fjöldi örorkulífeyrisþega
Örorkulífeyrisþegar sem hlutfall af mannfjölda 18-66 ára 2008-2019
Örorkulífeyrisþegar árið 2019, hlutfall af mannfjölda eftir aldurhópum
25%
20%
15%
10%
5%
18-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-66Aldur:
Heimild: Öryrkjabandalag Íslands
9%
8%
7%
5%
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Konur Karlar
7,0%
2,5 2,3 3,1 3,2 3,1
5,6
3,6
7,9
4,3
9,7
4,9
10,7
5,6
13,2
7,6
16,7
9,5
22,6
13,9
1,5
7,8%
8,1%0,8 prósentustigafjölgun 2008 til 2019
Á árinu 2018 voru einstaklingar
sem höfðu 75% örorkumat
vegna sjúkdómsgreiningarinnar
geðröskun langfjölmennasti
hópur örorkulífeyrisþega, en
þeir voru 39,4% þeirra.
Þeir sem greindir höfðu verið
með stoðkerfissjúkdóma voru
næststærsti hópurinn eða
26,5% allra örorkulífeyrisþega.
Þeir sem greindir höfðu verið
með tauga- og skynfæra-
sjúkdóma og fengið höfðu 75%
örorkumat árið 2018 voru 8,7%
örorkulífeyrisþega.
Aðrar greiningar vegna 75%
örorkumats voru:
áverkar 6,3%, aðrar ástæður
6,3%, blóðrásarkerfissjúkdóm-
ar 4,0%, innkirtlar og efna-
skipti 2,4%, meðfædd og litn-
ingafrávik 2%, krabbamein 2%,
öndunarfæri 1,5% og húðsjúk-
dómar.
Stoðkerfi og
geðraskanir
SJÚKDÓMSGREININGAR