Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Erla María Markúsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
„Eins og gefur að skilja hefur þetta
verið erfiður dagur alls staðar í
bankanum en ekki síst í höfuðstöðv-
unum, þar sem margir starfsmenn
voru að kveðja okkur í dag,“ segir
Benedikt Gísla-
son, bankastjóri
Arion banka.
Stjórn Arion
banka samþykkti
á fundi sínum í
gærmorgun nýtt
skipulag bank-
ans. Alls misstu
um eitt hundrað
manns vinnuna
við breytingarn-
ar, langflestir í höfuðstöðvum bank-
ans eða um 80%, en um 20% í útibú-
um hans.
Uppsagnirnar tengjast nýju
skipulagi bankans sem tók gildi í
dag og var samþykkt á fundi stjórn-
ar Arion banka í morgun. „Samhliða
því erum við að fara yfir skipulag
okkar og mönnun. Undirbúningur-
inn hefur staðið yfir í þó nokkurn
tíma,“ segir Benedikt og vísar í orð
sín á kynningarfundi árshlutaupp-
gjörs fyrir annan ársfjórðung í
ágúst þar sem hann greindi frá því
að stefnumótunarvinna stæði yfir.
„Við höfum verið að rýna í rekstur
okkar ofan í kjölinn. Við erum að
teikna upp nýjar áherslur og nýtt
skipurit og mannabreytingar eru
teknar í samræmi við það,“ bætir
hann við. Friðbert Traustason,
framkvæmdastjóri starfsmanna
fjármálafyrirtækja, gagnrýnir að
bankinn hafi ekki talið sig geta upp-
lýst um uppsagnirnar því bankinn
sé skráður á markað og telur hann
að lög um hópuppsagnir hafi verið
brotin með uppsögnunum í gær.
Benedikt segir að bankinn hafi fylgt
lögum og reglum í hvívetna.
Þungt hljóð var í starfsfólki Arion
í gær þegar uppsagnirnar voru
kynntar og fólk var kallað til
fundarherbergja þar sem því var
sagt upp störfum. Langflestum
þeirra sem misstu vinnuna var gert
að hætta strax.
Ekki verða gerðar neinar grund-
vallarbreytingar á starfsemi í útibú-
um Arion banka í kjölfar skipulags-
breytinganna. Engu þeirra verður
lokað, en mögulega verða einhverj-
ar mönnunarbreytingar, að sögn
Haraldar Guðna Eiðssonar, for-
stöðumanns samskiptasviðs bank-
ans. Sviðum bankans er fækkað um
tvö og snerta uppsagnirnar nær all-
ar deildir innan bankans. „Það er
verið að færa verkefni til og það
snertir marga,“ segir Haraldur
Guðni.
Um er að ræða mestu fjöldaupp-
sagnir sem Arion banki hefur ráðist
í frá því að bankinn var stofnaður á
grunni gamla Kaupþings eftir hrun
íslenska fjármálakerfisins haustið
2008. Síðasta fjöldauppsögn hjá
bankanum var í september árið
2016, en þá misstu 46 manns vinn-
una. Árið 2011 var einnig fjölda
fólks sagt upp hjá bankanum, þá 57
starfsmönnum.
Í gær var sömuleiðis tilkynnt að
Íslandsbanki hefði sagt tuttugu
starfsmönnum upp störfum. Fleiri
hætta þar störfum fyrir aldurs
sakir. Þá sagði Valitor upp tólf
starfsmönnum í vikunni. Lilja B.
Einarsdóttir, bankastjóri Lands-
bankans, sagði við mbl.is í gær að
ekki stæði til að segja upp fjölda
starfsmanna þar á bæ.
„Við höfum verið jafnt og þétt að
hagræða í starfseminni og það kem-
ur mikið til vegna þess að við höfum
verið að breyta þjónustunni. Starfs-
fólki hefur fækkað mjög mikið hjá
okkur síðustu ár,“ sagði hún.
„Erfiður dagur“ í Arion banka
Hundrað manns missa vinnuna hjá Arion banka 80% þeirra sem misstu vinnuna störfuðu í
höfuðstöðvum bankans Mestu fjöldauppsagnir sem Arion banki hefur ráðist í frá stofnun bankans
Morgunblaðið/Eggert
Arion banki Þungt hljóð var í starfsmönnum í höfuðstöðum bankans í gær þegar hundrað manns misstu vinnuna.
Benedikt
Gíslason
Höskuldur Daði Magnússon
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Þetta er ofsalegur fjöldi, meiri
fjöldi en við bjuggumst við,“ segir
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, um tíðindi
gærdagsins af uppsögnum í Arion
banka og Íslandsbanka.
Unnur segir að þótt búist hafi ver-
ið við skipulagsbreytingum og upp-
sögnum í bönkunum hafi umræddur
fjöldi komið sér á óvart. „Þetta slær
mig illa,“ segir hún.
Forstjórinn segir að vinna hafi
þegar í gærmorgun verið sett í gang
innan Vinnumálastofnunar um það
hvernig brugðist verði við þessum
uppsögnum. Starfshópur hafi fengið
það hlutverk að halda utan um þá
vinnu. „Við höfum óskað eftir grein-
ingu frá Arion banka um það hve-
nær við getum búist við að fá þetta
fólk í þjónustu hjá okkur. Þetta er
auðvitað allt öðruvísi en við fall Wow
því starfsfólk í bankanum er með
mislangan uppsagnarfrest og það
fær hann greiddan. Mér sýnist að
þeir reyni að mýkja þetta eins og
hægt er,“ segir Unnur, en mánuði
var bætt við uppsagnarfrest starfs-
fólks hjá Arion banka. Þá fengu
elstu starfsmenn þrjá mánuði auka-
lega.
Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið
um uppsagnir 120 manns í banka-
kerfinu í gær og að daginn áður hafi
Icelandair ákveðið að segja upp 87
flugmönnum vill Unnur ekki ganga
svo langt að líkja ástandinu við efna-
hagshrunið fyrir ellefu árum. „Nei,
þetta er ekkert hrun. Þetta er hins
vegar hagræðing af stærri skalan-
um.“
Skelfilegt fyrir starfsfólkið
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyrir-
tækja, segir uppsögnina hjá Arion
banka líklega stærstu hópuppsögn
fjármálafyrirtækis frá hruni, en um
700 starfsmönnum viðskiptabank-
anna var sagt upp á einu bretti árið
2008.
„Þetta er auðvitað skelfilegt fyrir
þá starfsmenn sem eru að missa lífs-
viðurværi sitt. Margir eru búnir að
starfa lengi hjá þessum banka og
forverum hans. Þeir sem eru elstir í
hópnum eru reyndar að fara beint á
eftirlaun og svo eru inni í þessari
tölu líka þau sem bankinn hefur ver-
ið að semja við undanfarna daga
eins og við höfum lesið um í fjöl-
miðlum,“ segir Friðbert.
Að því er fram kom á mbl.is hafði
kvisast út meðal starfsfólks daginn
áður að ráðast ætti í uppsagnirnar á
fimmtudag. Öll fundarherbergi í
höfuðstöðum Arion höfðu verið tekin
frá fyrir hádegi undir einkafundi.
Friðbert lýsti óánægju sinni í við-
tali við mbl.is að SSF hefði ekki ver-
ið tilkynnt um hópuppsögnina eins
og tíðkast hefði. Í lögum um hóp-
uppsagnir segir að atvinnurekandi
skuli svo fljótt sem auðið er hafa
samráð við trúnaðarmann stéttar-
félaga eða, ef ekki hafi verið kjörinn
trúnaðarmaður, við annan fulltrúa
starfsmanna. „Fulltrúi starfsmanna
á staðnum átti fund með mannauðs-
stjóranum í gær og segjast þeir því
hafa uppfyllt lögin, en þetta er þá
spurning um túlkun á lögunum,“
sagði Friðbert í gær.
„Þeir bera það líka fyrir sig að lög
um hópuppsagnir geti ekki átt við
um fyrirtæki sem eru í kauphöllinni.
Þetta er algjörlega nýr veruleiki og
gerir það að verkum, ef rétt reynist,
að þessi lög eru algjörlega tilgangs-
laus öllum fyrirtækjum sem skráð
eru á markaði. Við munum að sjálf-
sögðu kanna þetta,“ segir Friðbert.
„Þá segir í lögum um hópupp-
sagnir að leitað skuli allra leiða til að
fækka uppsögnum. Yfirleitt er hóp-
uppsögnum líka beitt í fyrirtækjum
sem standa illa og hafa verið í tap-
rekstri. Arion banki er langt frá því
að vera í taprekstri. Hann vill bara
hagnast meira.“
„Þetta er hagræðing
af stærri skalanum“
Uppsagnir í bönkum sagðar víðtækari en búist var við
Friðbert
Traustason
Unnur
Sverrisdóttir
Hópuppsagnir á Íslandi Fjöldi hópuppsagna
Fjöldi sem missti vinnuna
2017 2018 2019
17 15 15*
2017 2018 2019
632
864 809*
15 tilkynningar hafa borist Vinnumálastofnun um hópuppsagnir það sem af er árinu 2019
Misstu vinnuna 2017: 38% í fiskvinnslu, 20% í iðnaðarframleiðslu, 14% í verslun
Misstu vinnuna 2018: 45% í flutningum, 31% í iðnaðarframleiðslu, 17% í fiskvinnslu
þar sem 809 manns
var sagt upp störfum
*Þ
a
ð
s
e
m
a
f
e
r
á
ri
. H
e
im
ild
: V
in
n
u
m
á
la
st
o
fn
u
n
.
Í flutningum, 50%
Í fjármálastarf-
semi, 13%
Í ferðaþjónustu,
10%
Annað, 27%
Uppsagnir í fjármálageiranum