Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 27
Það er sárt að horfa á eftir svo
góðum manni, og Grétar var að
skilja við langt um aldur fram.
Grétar var einn af máttar-
stólpum Víðis í Garði á gullald-
arárum liðsins í efstu deild á 9.
áratugnum. Ég man svo vel eftir
baráttuleikjum okkar gegn
Garðsmönnum á þessum árum,
þar sem ekki var tomma gefin
eftir. Það var hart en drengilega
barist. Við Valsmenn bárum
mikla virðingu fyrir þeim en þeir
slógu okkur Valsmenn út í eft-
irminnilegum leik í undan-
úrslitum bikarsins 1985, til sællar
minningar þeirra Garðsmanna.
Grétar var á þessum árum einn
af bestu framherjum deildarinn-
ar og var síðar valinn í landsliðið,
en hann lék alls þrjá landsleiki
fyrir Ísland. Það var ekki sjálf-
gefið að ná þeim árangri án þess
að koma frá „stærri“ félögunum
á þessum tíma. Þessi árangur
Grétars sýnir hvað hann var góð-
ur og hæfileikaríkur leikmaður.
Hann lék síðar með Keflavík,
FH og Grindavík en var alltaf
gegnheill Víðismaður. Víðir var
hans félag sem hann sinnti svo
vel sem leikmaður, þjálfari,
stjórnarmaður en fyrst og fremst
sem einarður stuðningsmaður.
Grétar lék einmitt síðasta leik
sinn fyrir Víði í Garði árið 2008,
þá 44 ára gamall, þar sem hann
skoraði í bikarleik gegn Árborg.
Geri aðrir betur.
Eftir að ég varð formaður KSÍ
hitti ég síðan Grétar margsinnis.
Alltaf var hann ljúfur og jákvæð-
ur í afstöðu sinni gagnvart fót-
boltanum, mönnum og málefnum.
Garðurinn og fótboltasamfélagið
hefur misst einn af sínum bestu
mönnum. En missir fjölskyldu og
ástvina er þó allra mestur og vil
ég votta þeim mína dýpstu samúð
á þessari stundu.
Það voru forréttindi að etja
kappi við og kynnast góðum
dreng sem Grétar var og hans
verður sárt saknað.
Blessuð sé minning Grétars
Einarssonar.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Val
Við í meistaraflokki Vals í
knattspyrnu á 9. áratugnum
syrgjum fallinn félaga; Grétar
Einarsson, goðsögnina úr Garð-
inum sem var heiðursmaður inn-
an vallar sem utan. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með Víði í
boltanum á þessum árum því liðið
skartaði skörungum; leikmönn-
um sem léku með hjartanu og
gáfu aldrei þumlung eftir. Þótt
við hefðum orðið Íslandsmeistar-
ar árið 1987 og Víðir fallið niður
um deild, slógu Grétar og vinir
hans okkur út í undanúrslitum
bikarkeppninnar. Sá leikur líður
okkur seint úr minni en hetjurn-
ar úr Garðinum áttu sviðsljósið
skilið í stærsta leik sumarsins –
bikarúrslitum.
Í rúm þrjátíu ár hefur leik-
menn Víðis reglulega borið á
góma hjá okkur Valsmönnum af
því að við dáðumst að þrautseigju
þeirra, samstöðu og sigurvilja.
Og ekki síst fyrir þær sakir
hversu heiðarlegir þeir voru og
kurteisir, þrátt fyrir hörkuna.
Sannast sagna minna Grétar og
vinir hans í Víði á landsliðið í
knattspyrnu undanfarin ár – litla
liðið sem sló í gegn á stóra svið-
inu sökum einstakrar liðsheildar,
vináttu og dugnaðar.
Grétar var lúmskur leikmaður,
fylginn sér og hafði nef fyrir því
að skora mörk eins og tölfræðin
sýnir; 159 mörk í 323 leikjum.
Hann var nettur húmoristi og lét
ýmislegt fyndið falla þegar ég
fylgdi honum eftir eins og skuggi
í leikjum en það var hægara sagt
en gert.
Við í Val vottum fjölskyldu
Grétars, ástvinum og félögum
hans í Víði okkar dýpstu samúð.
Minningin um einstakan dreng
mun lifa.
Þorgrímur Þráinsson.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
✝ Kristín Guð-jónsdóttir
fæddist á Búðar-
eyri við Reyðar-
fjörð 28. júlí 1918.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð 19.
september 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Margrjet
Guðmundsdóttir, f.
í Veltu í Mjóafirði
25. júlí 1894, d. 1975, og Guðjón
Jónsson, f. á Byggðarenda á
Álftanesi 7. febrúar 1893, d.
1921. Alsystkini hennar voru
Elín María, f. 1919, d. 1957, og
Óskar Guðmundur, f. 1920, d.
2009.
Þremur árum eftir andlát
Guðjóns giftist Margrjet Svein-
birni P. Guðmundssyni, f. 1880,
d. 1955, ekkjumanni með fjögur
Kristín giftist Sigurberg
Bogasyni frá Flatey á Breiða-
firði 16. des. 1944.
Börn þeirra eru 1) Erla, f.
1945 í Reykjavík, maki Hauk-
ur Már Haraldsson, þau eiga
fjögur börn, 11 barnabörn og
þrjú barnabarnabörn. 2) Mar-
grét Sigurborg, f. 1947 í Flat-
ey, maki Þór Guðlaugur Vest-
mann Ólafsson, þau eiga fjög-
ur börn, 11 barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 3) Guðjón, f.
1949 í Flatey, maki Dagmar
Svala Runólfsdóttir, d. 17. apr-
íl 2018. Þau eignuðust þrjá
syni, fjögur barnabörn og eitt
barnabarnabarn.
Kristín og Sigurberg
bjuggu í Vestmannaeyjum
fram að eldgosinu á Heimaey
árið 1973 en fluttust þá til
Reykjavíkur og bjuggu þar
alla tíð síðan.
Kristín starfaði við fisk-
vinnslu í Vestmannaeyjum en í
Reykjavík vann hún á Hrafn-
istu í tæp 20 ár.
Útför Kristínar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 27.
september 2019, klukkan 13.
börn; Guðríði, f.
1912, d. 1988,
Hrafn, f. 1913, d.
1988, Þórólf Beck,
f. 1915, d. 1996, og
Birgi, f. 1921, d.
1936. Margrjet og
Sveinbjörn eign-
uðust saman sex
börn; Ásbjörn, f.
1924, d. 2017,
Tryggva, f. 1925, d.
1992, Styrkár, f.
1927, d. 1989, Eystein, f. 1929,
d. 2018, Guðmund, f. 1930, d.
1936, og Steinunni Sigurbjörgu,
f. 1938.
Kristín ólst upp á Reyðarfirði
en fluttist með foreldrum sínum
um 16 ára aldur í Svefneyjar á
Breiðafirði og þaðan til Flat-
eyjar og bjó þar til ársins 1957
er hún flutti með fjölskyldu sína
til Vestmannaeyja.
Hún Gógó tengdamóðir mín,
Kristín Guðjónsdóttir, verður
borin til grafar í dag, 101 árs og
södd lífdaga.
Við hittumst fyrst þegar ég
kom með tilvonandi eiginkonu
minni, dóttur þeirra Sigurbergs
Bogasonar, til Vestmannaeyja
til að setja upp hringana og
hitta væntanlega tengda-
foreldra. Það var árið 1966. Síð-
an eru liðin fimmtíu og þrjú ár
og sitthvað hefur gerst á þeim
tíma í lífi beggja.
Gógó var Austfirðingur að
uppruna, frá Reyðarfirði, og á
mikinn fjölda ættingja þar
eystra. Foreldrar hennar voru
Margrét Guðmundsdóttir og
eiginmaður hennar Guðjón
Jónsson sjómaður. Guðjón fórst
í Hornafjarðarósi þegar Kristín
var ung að aldri og Margrét
móðir hennar giftist seinna
Sveinbirni Guðmundssyni,
kennara á Reyðarfirði. Þau
fluttu svo í Svefneyjar á Breiða-
firði og Sveinbjörn varð kenn-
ari í Flatey, þar sem Kristín
kynntist tilvonandi eiginmanni
sínum, Sigurberg Bogasyni
bónda.
Hún bjó lengi í Flatey með
eiginmanni sínum og börnunum
þremur. Þar voru nöfn sumra
húsa ekki skorin við nögl. Í
stuttan tíma bjuggu þau í Para-
dís en lengst af í Alheimi, þar
sem börnin þrjú voru alin upp,
Erla, Margrét Sigurborg og
Guðjón. Svo hætti fiskurinn að
veiðast í Breiðafirði og íbúar
þessa sérstæða samfélags veiði-
mennsku, landbúnaðar og við-
skipta fluttu á brott; Kristín og
Sigurberg með börnin til Vest-
mannaeyja í hús sem heitir Við-
ey.
Ansi löngu síðar byggðu þau
sér hús við Vesturveginn og
fluttu í það á Þorláksmessu
1972. Upp á dag mánuði síðar
gaus í Heimaey og þau urðu að
flýja nýja heimilið. Og þau sneru
aldrei aftur. Gátu ekki hugsað
sér að búa á breyttri Heimaey.
Síðustu sjö árin bjó Kristín á
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Krafturinn var ekki sá sami
undir það síðasta og heyrnin
orðin ansi lítil. En kímnin var
þarna lengst af. Viss mæli-
kvarði var að meðan hún gat
strítt þessum hér tengdasyni
sínum á Mogganum og Davíð
Oddssyni væri ekkert að henni.
Reyndar var hún áskrifandi að
Morgunblaðinu þar til fyrir fá-
einum árum að áskriftinni var
sagt upp. Hún sagði að blaðinu
hefði farið verulega aftur síðan
Styrmir hætti.
Nú er komið að kveðjustund
eftir fimmtíu og þriggja ára góð
kynni og skemmtileg. Hvíldu í
friði, kæra tengdó, og takk fyrir
allt.
Haukur Már Haraldsson.
Mig langar til að minnast hér
í fáum orðum föðursystur
minnar Kristínar Guðjónsdótt-
ur sem nú er látin í hárri elli.
Ég kynntist Kristínu, eða
Gógó eins og hún var jafnan
kölluð, fyrst árið 1957 þegar
hún, Sigurberg eiginmaður
hennar og börn þeirra Erla,
Margrét og Guðjón fluttu frá
Flatey á Breiðafirði til Vest-
mannaeyja. Gógó var dóttir
Margrétar Guðmundsdóttur
og eiginmanns hennar Guð-
jóns Jónssonar og elst þriggja
alsystkina. Guðjón fórst í róðri
í mars 1921 aðeins 28 ára
gamall er Gógó var aðeins
þriggja ára, Elín systir hennar
á öðru ári og Óskar á fyrsta
ári. Síðar giftist Margrét
Sveinbirni P. Guðmundssyni
og eignuðust þau saman sex
börn er öll urðu uppkomin
nema sonur sem lést á sjötta
aldursári. Alls átti Gógó því
átta systkini. Steinunn, sú
yngsta í hópnum, lifir systkini
sín öll.
Fyrir mér var það mikið til-
hlökkunarefni árið 1957 þegar
mamma og pabbi sögðu mér
að von væri á Gógó, Begga og
börnum þeirra úr Flatey og að
þau ætluðu sér að búa hér í
Vestmannaeyjum. Þegar þau
voru komin hingað var svo
sannarlega hægt að segja að
ég, níu ára peyinn, hefði dottið
í lukkupottinn. Við Guðjón eða
Gutti eins og hann var gjarnan
kallaður og var einu ári yngri
en ég, urðum strax mestu
mátar, lékum okkur saman og
brölluðum ýmislegt eins og
stráka er háttur.
Þau Gógó og fjölskylda
bjuggu á efri hæðinni í Viðey
og á milli fjölskyldna okkar í
Lambhaga og þeirra í Viðey
hélst ávallt náin, góð vinátta.
Mikill samgangur var á milli
fjölskyldnanna og allt það
treysti enn frekar vináttu-
böndin. Ég man sérstaklega
eftir því hve indæl mér þótti
Gógó frænka, hún sýndi mér
alltaf hlýju, gott viðmót og það
var mjög gott að koma í Viðey
ekki síst vegna þessara kosta
hennar.
Mamma og Gógó unnu saman
í Fiskiðjunni um árabil og þær
mágkonurnar og vinkonurnar
nutu þess að geta verið saman
þar við störf þar sem þær
kepptust við að bjarga verð-
mætum eins og það var jafnan
kallað þegar fólk vann í fiski.
Gógó og Beggi fluttu til
Reykjavíkur í eldgosinu árið
1973. Þá voru foreldrar mínir
löngu fluttir þangað. Enn hélst
mikið traust og vinátta milli
þeirra allra og áttu þau saman
margar samveru- og gleði-
stundir. Það var gaman að
heimsækja þau Gógó á Klepps-
veginn, alltaf var vel tekið á
móti mér og mikið spjallað,
ekki síst um menn og málefni í
Vestmannaeyjum. Þá kom enn í
ljós hve traust og hlý Gógó var.
Nú er Gógó frænka dáin og
ég minnist hennar sem hjarta-
hlýrrar konu sem auðvelt er að
sakna. Og við öll minnumst
hennar með söknuði. Við hjónin
vottum Erlu, Margréti og Guð-
jóni og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Kristínar
Guðjónsdóttur.
Ragnar Óskarsson.
Kristín
Guðjónsdóttir
✝ Júlíus Jónssonfæddist í
Reykjavík 27.
nóvember 1948.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 16.
september 2019.
Foreldrar hans
voru Jón Tómas-
son, f. 1920, d.
2004, og Guðrún
Júlíusdóttir, f.
1920, d. 2015. Systkini Júlíusar
eru Tómas, f. 1946, d. 2008,
2000, Stefán Ingi Hólm, f.
2002, Almar Hólm, f. 2009, og
Bryndís Hólm, f. 2011. Móðir
þeirra er Anna Hólm Stefáns-
dóttir, f. 1974.
Júlíus lauk sveinsprófi í
húsgagnasmíði frá Iðnskóla
Reykjavíkur árið 1970. Að
loknu námi hóf hann störf hjá
Gamla kompaníinu, sem síðar
sameinaðist Pennanum Ey-
mundsson, og vann þar að
mestu alla sína starfsævi. Júl-
íus hafði alla tíð mikinn áhuga
á útivist og ferðalögum bæði
hérlendis og utanlands.
Útför Júlíusar fer fram í
Vídalínskirkju í dag, 27.
september 2019, klukkan 13.
Jón Gunnar, f.
1955, og Erla, f.
1958.
Eiginkona Júl-
íusar er Björk
Garðarsdóttir, f.
1962. Dóttir
þeirra er Bylgja,
f. 1990. Eigin-
maður hennar er
Sveinbjörn Rögn-
valdsson, f. 1987.
Júlíus átti áður
soninn Skúla, f. 1974. Börn
Skúla eru Daníel Hólm, f.
Með þessum fáu orðum sem
hér fara á eftir kveð ég Júlíus,
kæran mág minn. Ég kynntist
Júlla, eins og hann var ætíð kall-
aður, þegar við Tómas bróðir
hans fórum að draga okkur sam-
an fyrir um það bil 56 árum.
Aldrei féll skuggi á vinskap okk-
ar Júlla. Hann var ljúfur og kát-
ur og alltaf var stutt í grínið hjá
honum, hann var snöggur að
svara fyrir sig ef því var að
skipta.
Júlli var húsgagnasmiður að
mennt og mjög útsjónarsamur
og það var fátt sem Júlli gat ekki
leyst. Ég minnist hans þegar við
Tommi keyptum raðhúsið okkar
í Kambaselinu árið 1980. Á þeim
tíma var hægt að kaupa það sem
hét „tilbúið undir tréverk. Ég
gleymi ekki hvað Júlli var okkur
hjálplegur, meðal annars setti
hann upp fataskápa og innihurð-
ir. Hann var sérlega vandvirkur
og öll hans verk voru snilldar vel
gerð. Ég minnist ótal margra
skíðaferða í Bláfjöll ásamt Júlla
og tengdaforeldrum mínum. Síð-
ar voru keyptir vélsleðar og
þeyst um fjöll og dali. Júlli hafði
mjög gaman af að ferðast um
landið ásamt Björk konunni
sinni, hann naut sín vel úti í ís-
lenskri náttúru.
Jóladagur, 25. desember, skip-
aði stóran sess í fjölskyldunni.
Þá hittumst við öll, stórfjölskyld-
an, í Álftamýrinni hjá tengdafor-
eldrunum, ég hugsa til þeirra
stunda með söknuði og hlýhug.
Elsku Júlli hefur verið leystur
frá erfiðum sjúkdómi og er von-
andi kominn á góðan stað. Ég bið
góðan Guð að styrkja Björk og
fjölskylduna alla. Júlla er sárt
saknað.
Guðrún Þórdís Axelsdóttir.
Júlíus Jónsson, sem í dag er
borinn til grafar, og kona hans,
Björk Garðarsdóttir, voru sam-
ferðafólk okkar um langt skeið,
sumpart vegna nágrannabúsetu í
allmörg ár en einnig vegna þess
að áhugamál okkar snertust að
nokkru leyti þar sem voru ferðir
og ferðalög sem og leikhúsferðir.
En Júlíus var á árum áður mikill
útivistarmaður. Ferðuðust þau
hjón mikið um landið og ekki síst
hafði hann yndi af því að fara á
vélsleða um óbyggðir og hálendi
Íslands.
Við sem þessi kveðjuorð ritum
áttum því láni að fagna að eiga
þess kost á síðari árum að
ferðast með þeim hjónum og þá
einkum víðs vegar um Evrópu.
M.a. fórum við með þeim í sigl-
ingu um Miðjarðarhaf.
Í ökuferðum okkar erlendis
sat Júlíus jafnan við stýrið, yf-
irvegaður og öruggur. Hann var
líka að eðlisfari rólyndur og létt-
ur í lund.
Júlíus hafði mikinn áhuga alls
kyns tækjum og tækni. Flest
sem hann kom að lék í höndun-
um á honum. Hann var mjög
greiðvikinn ef til hans var leitað.
Við kveðjum einkar þægilegan
og skemmtilegan samferðamann
og vin sem skóp með okkur
margar eftirminnilegar stundir.
Við sendum aðstandendum hans
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðbjörg Sigfúsdóttir
og Eiríkur Þormóðsson.
Júlíus Jónsson
Það er bjartur
og sólríkur vordag-
ur þegar Fokker-
inn lendir á Egils-
stöðum. Ég tek fuglabúrið með
litla græna páfagauknum mín-
um og rölti út þar sem Jónsi
frændi og Elsa taka á móti
okkur. Það er lok maí 1984, ég
er 12 ára og þau rétt rúmlega
tvítug. Ég er komin til sum-
ardvalar hjá þeim og ætla að
passa dóttur vinahjóna þeirra.
Við sækjum hjólið mitt og
rennum frá flugvellinum á Eg-
ilsstöðum inn á Strandgötuna á
Eskifirði. Þar leigja Jónsi
frændi og Elsa litla íbúð og
þangað liggur brattasti stigi
sem ég hef á ævinni klifið. Elsa
sýnir mér herbergið mitt sem
er bjart og fallegt undir súð.
Ég var alltaf hræðilega feimin
og óörugg og þekkti Jónsa
frænda ekki mikið. Jú, hann
var maðurinn sem ég ætlaði að
giftast frá því ég var ca fjög-
urra ára þangað til hann fann
Elsu en annars höfðum við svo
sem ekki umgengist svo mikið
þó að mæður okkar væru nán-
ar, systurnar. Elsu hafði ég hitt
einu sinni og þarna var ég kom-
in. Óöryggi mitt hvarf fljótlega
eftir að ég kynntist Elsu. Hún
vildi mér vel og þau bæði.
Þetta sumar var eitt ævintýri
og gífurlega dýrmætt. Ég
dvaldi allt fríið hjá Jóni og Elsu
og passaði eins árs dóttur vin-
ahjóna þeirra. Sjóskíði, jeppa-
ferðir, sjósiglingar, skotveiðar
og eyðibýlaheimasóknir voru á
meðal þess sem við gerðum en
einnig að spila á spil, hlusta á
Bubba og kíkja á vídeóleiguna
hjá Trausta og leigja góða
spólu og maula nammi. Að ný-
giftu, tvítugu hjónin hafi nennt
að hafa einhvern krakka inni á
sér er mér alveg óskiljanlegt
enn í dag En þakklát er ég! Af
Elsa Þórisdóttir
✝ Elsa Þóris-dóttir fæddist
12. nóvember 1963.
Hún lést 11.
september 2019.
Útför Elsu fór
fram 20. september
2019.
öllu hjarta. Senni-
lega segir þetta
allt sem segja þarf
um gestrisni þeirra
hjóna alla tíð.
Sumarið eftir, árið
1985 dvaldi ég hjá
þeim aftur og pass-
aði annað barn
vinahjóna. Ekki
minna viðburðar-
ríkt sumar. Árin
liðu og allir eign-
uðust barn og buru. Stína
frænka kvaddi.
Í mars 2017 dvaldi ég í mín-
um gamla heimabæ Albufeira í
sex vikur. Fljótlega eftir að ég
kom þangað út hringdi Elsa í
mig. Hún vildi kanna hvort ég
gæti mælt með góðu hóteli fyr-
ir þau hjónin í Algarve en þau
voru búin að bóka flug þangað í
apríl til að sleikja sólina, borða
góðan mat og spila golf. Ég
benti henni á nokkra möguleika
í ólíkum bæjum en að lokum
völdu þau að dvelja í Albufeira,
sama bæ og ég var í. Ég trúi
ekki á tilviljanir! Enda áttum
við dásamlegan tíma saman og
endalaust skemmtilegar stund-
ir. Við rúntuðum um héraðið,
við Elsa mátuðum camouflage-
buxur í verslunarmiðstöðvum,
við „stöffuðum okkur“ af piri-
piri kjúkling með tilheyrandi
kjamsi og vellíðan, við sóluðum
okkur á ströndinni hjá barns-
föður mínum á Praia de Lou-
renco og snæddum hvítlaus-
kristaðar risarækjur sem við
skoluðum niður með Sangría.
Lífið var dásamlegt. Ekkert
varir að eilífu. Storminn hægir
og rigningin styttir upp. En
sólin hvílir sig líka. Og Elsa
þarf að hvíla sig núna. Ég sé
hana fyrir mér á sólgylltri
strönd að njóta ylsins og ork-
unnar frá sólinni. Útitekin og
sátt. Bakvið hana er veitinga-
staður með útsýni yfir sjóinn
og brimsorfna kletta, Atlants-
hafið sem hún þekkir svo vel.
Þar bíða hennar hvítlauksri-
staðar rækjur, skelfiskur og
humar. Og Sangría. Fullt, fullt
af sangría.
Ragnheiður Kr.
Jóhannesdóttir.