Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 40
Ljósaverk listakonunnar Hrundar
Atladóttur mun taka yfir hjúp
Hörpu í kvöld. Með listaverkinu er
botninn sleginn í röð viðburða
sem haldnir hafa verið í tengslum
við Alþjóðlega loftlagsverkfallið
sem staðið hefur yfir síðustu vik-
una. Haldin verður samkoma á Ský
Restaurant & Bar frá hálftíu til
miðnættis að þessu tilefni þar
sem gestir geta notið verksins.
Harpa tekin yfir
FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik verður í pottinum þegar
dregið verður í 16-liða úrslitum
Meistaradeildar Evrópu í knatt-
spyrnu kvenna á mánudaginn.
Blikarnir slógu tékknesku meist-
arana í Sparta Prag út í 32-liða úr-
slitunum í Prag gær. Berglind Björg
Þorvaldsdóttir skoraði eina mark
leiksins og Breiðablik vann einvígið
samanlagt 4:2. »33
Glæsilegur árangur
hjá Blikakonum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Í dag klukkan 16 verður opnuð sam-
sýning þeirra Karoline Sætre og
Rannveigar Jónsdóttur er kallast
OBSERVE ABSORB í Galleríi út-
hverfu / Outvert Art Space á Ísa-
firði. Í fréttatilkynningu segir að
fortíðarþráin komi fram í verkum
listakvennanna á sýn-
ingunni og þá sem
drifkraftur til að
uppgötva eitthvað
nýtt frekar en erf-
ið byrði. Þær
Rannveig og Kar-
oline kynntust
þegar þær voru
við nám í Listahá-
skólanum í Malmö
og unnu þar í borg
að sýningu saman
árið 2018.
Fortíðarþráin sem drif-
kraftur til að uppgötva
Pepsi-deildinni. „Ég óska KR-ingum
til hamingju með titilinn. Grindvík-
ingar eru sérlega vinalegir og þegar
ég er hjá þeim bjóða þeir mér alltaf í
mat með liðinu eftir leik,“ segir hann
hróðugur. „Mér þykir leiðinlegt að
liðið hafi fallið en vona að það nái í
stig á móti FH svo að Stjarnan eigi
möguleika á Evrópusæti.“ Dirk bæt-
ir við að hann fylgist grannt með
landsliðinu. „Hápunkturinn var að
vera á Laugardalsvellinum þegar Ís-
land vann Króatíu 1:0 11. júní 2017,
og þegar dómarinn flautaði leikinn
af og allir áhorfendur sungu „Ísland
er land þitt“ er ógleymanleg upp-
lifun. Sigurinn var grunnurinn að
þátttöku í lokakeppninni í Rússlandi
sumarið eftir.“
Dirk hefur kynnt sér sögu ís-
lenskrar knattspyrnu og áréttar
þakklæti til starfsfólks KSÍ í því
sambandi. Hann segir ekki skipta
máli hvort hann horfi á leik í efstu
eða neðstu deild enda sé það and-
rúmsloftið sem heilli hann. Það sé
miklu vinalegra en annars staðar í
Evrópu og ekki þurfi að óttast
stuðningsmenn aðkomuliðsins.
„Lögreglan sést ekki á leikjum og ég
kann vel að meta það,“ segir hann.
Eins kemur honum á óvart að sjá
fólk sitja í bílum á leikjum úti á landi
og fagna marki með því að liggja á
flautunni. „Ég get ekki hugsað mér
að sitja í bíl og horfa á leik. Jafnvel í
roki og rigningu vil ég fylgjast með
úr stæði eða stúku.“
Hásteinsvöllur í Vestmanna-
eyjum, Vilhjálmsvöllur á Egils-
stöðum, Skallagrímsvöllur í Borgar-
nesi og Grýluvöllur í Hveragerði
hafa fallið í kramið hjá Dirk. „Þessir
og fleiri vellir falla vel inn í um-
hverfið, eru svo náttúrulegir,“ segir
hann.
Dirk reynir að vera á Íslandi í
tvær vikur á hverju sumri. „Ég hef
komið árlega frá 2011 en þetta er
alltaf spurning um kostnað,“ segir
hann. „Ísland er dýrt land, en ég á
eftir að sjá fleiri lið á fleiri völlum og
draumurinn er að ná því að sjá opin-
bera leiki á 100 völlum.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þýski íþróttafréttamaðurinn Dirk
Harten frá Rostock hefur komið ár-
lega í frí til Íslands síðan 2011 og
notað tækifærið til þess að skoða fót-
boltavelli og fara á opinbera leiki.
Hann hefur tekið myndir af yfir um
250 völlum og séð opinbera leiki á 86
völlum til þessa.
„Fyrsti leikurinn var 4:1 sigur
Stjörnunnar á Fylki í Pepsi-deildinni
6. júlí 2011,“ segir Dirk og bætir við
að daginn eftir hafi fjölskyldan, eig-
inkonan Elke og Hans, sonur þeirra,
séð KR vinna ÍF Fuglafirði 5:1 í
Evrópukeppni. „Við kynntumst
Garðari Jóhannssyni þegar hann lék
með Hansa Rostock, og þar sem
hann spilaði með Stjörnunni og áður
með KR byrjuðum við á Stjörnuvelli
og fórum svo á KR-völlinn.“ Hann
bætir við að þriðja daginn hafi þau
séð Víking Ólafsvík vinna BÍ/
Bolungarvík 4:1 í 1. deild. „And-
rúmsloftið í þessum leikjum var allt
annað en við áttum að venjast og ég
féll fyrir íslenskum fótbolta á þess-
um fyrstu þremur dögum.“
Treystir á Grindavík
Fjölskyldan hefur farið um allt
land, skoðað áhugaverða staði á dag-
inn og farið á fótboltaleiki á kvöldin.
Dirk segist hafa kynnst mörgum í
knattspyrnuhreyfingunni og nefnir
sérstaklega Þóri Hákonarson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra KSÍ og
nú hjá Þrótti, Viðar Halldórsson,
formann FH, Magnús Þór Jónsson,
skólastjóra Seljaskóla, Victor Inga
Olsen, rekstrarstjóra Stjörnunnar,
Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefna-
stjóra KR, og Óskar Örn Hauksson,
fyrirliða KR. „Starfsfólk KSÍ hefur
líka alla tíð verið mér mjög innan
handar, sérstaklega Þorvaldur Ingi-
mundarson og Birkir Sveinsson
mótastjóri og ekki síst Ragnheiður
Elíasdóttir.“
Stjarnan og KR eru í sérstöku
uppáhaldi hjá Dirk og hefur hann
farið á Evrópuleiki með þeim heima
og erlendis. Hann segist líka hafa
sterkar taugar til Grindavíkur og
þykja leitt að liðið hafi fallið úr
Hefur séð leiki á 86
íslenskum völlum
Andrúmsloftið mun vinalegra en annars staðar í Evrópu
Eskifjörður Þýski blaðamaðurinn Dirk Harten á Eskjuvelli.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
39.900
ALLY HÆGINDASTÓLL
með dökkbláu velúr áklæði og fótum úr
gúmmívið.
Ný t t
N ý t t
15.995
INDUSTRY LOFTLJÓS
með möttum gulum málmskerm.
Ø42,5 x H45 cm.
Ný t t
VICA JÁRNBOX
Blátt. 20x10x20 cm. 1.995 kr.
Grænt. 29x10x13 cm. 2.495 kr.
Grátt. 40x18x15 cm. 3.495 kr.
Nú127.920
WESTON SÓFI
2ja sæta, leðurlíki. L164 cm.
159.900 kr.
Nú263.920WESTON HORNSÓFIleðurlíki. L235xD285 cm.329.900 kr.
SEPTEMBER TILBOÐ
WWW.ILVA.IS/TILBOD