Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 islegur tími. Ég get aldrei full- þakkað ykkur vinskap og hjálp- semi, elsku Halli og Steina. Þegar platan kom úr fram- leiðslu sóttir þú diska handa okk- ur. Ég kom fljúgandi suður, þið feðgar tókuð á móti mér á flug- vellinum og Sölvi, litli sonur þinn, rétti mér fyrsta eintakið. Ég gleymi því aldrei. Svo fylgdum við plötunni eftir og þú komst austur, gistir að sjálfsögðu hjá okkur Gunnu, varst einu sinni í heila viku. Það var góður tími. Við spiluðum nokkra tónleika fyrir austan, fór- um út að skokka saman og nutum lífsins í sveitinni minni. Það var margt sem tengdi okkur. Þú hringdir í mig fyrir nokkrum árum og spurðir: „Gummi, þú ert menntaður kenn- ari er það ekki?“ Ég jánkaði því en sagðist aldrei hafa kennt. „Ég er byrjaður að kenna og það er alveg frábært!“, sagðir þú og ég fann hvað þú varst stoltur. Næst þegar ég kom suður bauðstu mér að skoða skólann og sérstaklega tónfræðistofuna þína. Þarna leið þér vel. Í huga mínum varstu snilling- ur, ég er ekki í vafa um það. Ég hef engan heyrt plokka gítar jafn vel eða jafn hratt, allavega ekki í návígi. Einstakur söngvari og hvernig í ósköpunum gastu mun- að alla þessa löngu ljóðabálka bæði eftir þig og aðra? Ég vildi að þú hefðir betur skilið hvað þú varst í raun mikið númer en kannski vissirðu það? Þú gerðir svo miklu meira fyr- ir mig en sjálfsagt þykir. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Ég votta Steinu, Steinari, Reyni, Sölva, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Guðmundur Rafnkell Gíslason. Við í Ölduselsskóla kveðjum nú vinnufélaga og vin. Halli byrj- aði að kenna í Ölduselsskóla eftir hvatningu frá þáverandi stjórn- endum. Hann var þekktur í hverfinu sem tónlistarmaður og dyggur stuðningsmaður ÍR. Halli ákvað að slá til og prófa að kenna í grunnskóla þegar upp kom sú staða að það vantaði tón- menntakennara í skólann. Hann hafði reynslu af því að kenna nemendum á gítar en var annars óreyndur á sviði kennslu. Hann hafði þó strax hugmyndir um hvernig hann vildi haga kennsl- unni. Hann vildi að tónmennt væri skapandi grein þar sem nemendur fengju tækifæri til að fræðast, upplifa og njóta. Und- anfarin ár kom Halli að uppsetn- ingu á leikritinu í Ölduselsskóla. Í fyrstu aðstoðaði hann með tón- listina, varð svo fljótlega aðstoð- arleikstjóri, leikstjóri og í nokkur ár samdi hann einnig handritið, smíðaði leikmynd og hannaði sviðsmynd. Eitt árið stofnaði Halli samspilshóp á meðal nem- enda. Í hópnum voru áhugasamir nemendur sem spiluðu á hljóð- færi eða sungu. Hópurinn hittist reglulega, æfði lög og fékk tæki- færi til að troða upp við hin ýmsu tækifæri. Halli sá einnig um tæknimálin í Ölduselinu og á hverju ári aðstoðuðu nemendur við þau. Halli leiðbeindi þeim varðandi hljóð og lýsingu og öðl- uðust þeir mikla hæfni á þessu sviði. Halli stofnaði einnig hljóm- sveit í starfsmannahópnum. Í hljómsveitinni voru starfsmenn sem höfðu gaman að því að spila og syngja lög og troða upp á hin- um ýmsu skemmtunum. Í Öldu- selinu voru bæði Eurovision-lög- in hans Halla tekin upp. Þegar hann komst áfram og svo í úrslit- in, bæði árið 2011 og 2013, var mikil gleði og eftirvænting í skól- anum. Nemendur og starfsfólk tóku þátt í gleðinni með Halla og studdu hann áfram. Það var ósjaldan sem Halli spilaði undir fjöldasöng á hinum ýmsu skemmtunum hjá starfsfólki og nemendum þeim til mikillar gleði og ánægju. Hann gat spilað flest óskalög og kunni texta við marga slagara. Á þeim árum sem Halli starfaði í Ölduselsskóla hélt hann reglulega tónleika. Oftast voru tónleikarnir haldnir á Kaffi Ro- senberg og mættu fjölmargir starfsmenn til að hlýða á og njóta. Eftir nokkur ár í Öldusels- skóla ákvað Halli að fara í Kenn- araháskólann og kláraði grunn- skólakennaranámið. Á þeim tíma var námið lengt og útskrifuðust nemendur með meistaragráðu. Halli grínaðist oft með það að hann væri með meistaragráðu í tónlist, leiklist og dansi. Honum fannst gaman að geta sagt að hann væri með meistaragráðu í dansi því það var eflaust það eina sem hann hafði ekki nógu mikið sjálfstraust í. Halli kláraði námið með fullri vinnu, smíðaði hús og gaf út eina eða tvær plötur í leiðinni. Það var því aldrei lognmolla í kringum hann og hann snerti við okkur á svo margan hátt. Það er sárt að kveðja en eftir standa margar góðar minningar sem lifa áfram í hjarta okkar. Halli mun alltaf eiga hlut í Ölduselsskóla í skóla- söngnum sem er falleg minning um hæfileikaríkan og einstakan tónmenntakennara. Við sendum fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks í Öldu- selsskóla, Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri. Ég kynntist Halla árið 2012 þegar ég hóf störf hjá Öldusels- skóla, ég á skrifstofunni og Halli sem tónmenntakennari við skól- ann. Halli var allt í öllu er varðaði tónlist í skólanum. Hann sá um að spila á sal þegar það voru uppákomur og þegar það var samsöngur á sal. Fallegi skóla- söngurinn okkar er eftir Halla. Hann tók þátt í öllum leikritum sem leiklistarval unglingadeildar setti upp á hverju ári. Oftast sá hann um tónlistina en árin 2017 og 2018 voru frumsamin leikrit eftir hann og krakkana í leiklist- arvalinu, Hótel hamingja og ári seinna söngleikurinn Húsið, frá- bær leikrit bæði tvö. Halli plataði mig í starfs- mannafélagið árið 2016 og vorum við í tvö skólaár í félaginu ásamt nokkrum dásamlegum sam- starfskonum okkar og var ýmis- legt brallað, kaffistofan skreytt fyrir hrekkjavökuna, vorhátíðir starfsmanna, aðventugleði, árshátíðir og margt fleira. Við skipulögðum m.a. árshátíðarferð til Stokkhólms sem tókst mjög vel og voru margir sem fóru og skoðuðu Abba-safnið. Halli samdi síðar ótrúlega fallegan texta við lag Abba-hópsins, Chi- quitita, en hann nefndi lagið Kava í þeirri útgáfu. Halli var mjög góður vinur og hafði ótrúlega góða nærveru og vildi öllum vel. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki í honum framar og spjalla um allt milli himins og jarðar. Halli var fædd- ur tónlistarmaður og hafði þessa náttúrulegu hæfileika. Hann var mjög hugmyndaríkur og frjór og kom það vel fram í listsköpun hans. Lögin og textarnir voru fjölbreyttir og munu lifa með okkur og ylja okkur um hjarta- rætur. Söknuðurinn eftir góðum vinnufélaga er mikill og hans verður sárt saknað í Öldusels- skóla. Takk fyrir samfylgdina og samstarfið. Elsku Steina, Steinar, Reynir, Sölvi, fjölskylda og vinir, ég votta ykkur samúð mína. Missir ykkar er mikill. Hvíldu í friði, elsku vin- ur. Kristjana, skrifstofustjóri Ölduselsskóla. Haraldur Reynisson ✝ Birta HrundIngadóttir fæddist 24. maí 1995 í Stokkhólmi. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 17. september 2019. Móðir Birtu er Áslaug María Gunnarsdóttir, f. 3.11. 1960, og faðir hennar er Sigurður Ingi Sig- urðsson, f. 11.7. 1956. Alsystur Birtu eru þær Iða Brá Ingadótt- ir, f. 4.10. 1986, og Harpa Lind Ingadóttir, f. 9.12. 1988. Hálf- systkini hennar eru Hrólfur Sig- urðsson, f. 1.9. 1977, Nora Sig- urðsson, f. 27.11. 2002, og Einar Sigurðsson, f. 10.6. 2006. Birta Hrund bjó í Ängsvik í Stokk- hólmi til ársins 2001 en þá fluttist hún til Íslands ásamt móður sinni og systrum. Þær bjuggu á Seltjarn- arnesi til ársins 2012 er þær fluttu í Mosfellsbæ. Birta Hrund lauk grunnskóla- prófi frá Austurbæjarskólanum í Reykjavík 2011. Hún hóf nám á listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti veturinn 2011-2012. Útför Birtu Hrundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. september 2019, klukkan 15. Elsku, yndislega Birta Hrundin mín. Mér finnst þú sýna mér mik- inn heiður að velja mig fyrir móður þína. Ég veit hve mikl- um mannkostum þú ert búin og hve mikla hæfileika þú hefur á alls konar sviðum. Þú auðgar heiminn og gerir hann ríkari með nærveru þinni. Ég ber mikla virðingu fyrir þér. Ég veit hve lífið hefur verið þér erfitt og hve þungar byrðar voru á þig lagðar. Ég hef svo oft óskað að ég gæti losað þig við þær og borið þær fyrir þig. Margt af því sem á þig var lagt er svo ósanngjarnt og þú áttir ekkert af því skilið. Þér fannst þú oft misskilin og þurft- ir að mæta fólki sem særði þig. Tilganginn með því hef ég aldr- ei getað skilið. Þótt ég hafi áreiðanlega gert mörg mistök á vegferð þinni og bið þig heitt og innilega að fyrirgefa mér, þá er samt svo dýrmætt hve sam- band okkar var gott. Okkur leið vel í návist hvor annarrar og þú gast leitað til mín og gerðir mig að trúnaðarvini þínum. Þá gat ég oft hjálpað þér að líða betur þegar þér leið illa. Sem betur fer eru líka marg- ar góðar og fallegar minningar í sögu þinni. Og þú kynntist fólki sem sá þig eins og þú ert og kann að meta þig og þykir ákaflega vænt um þig. Ég hef alltaf elskað þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál. Það mun ég ávallt gera. Góða ferð, Birta mín. Ég veit að þú ert á leiðinni á annan og betri stað þar sem þú getur verið alveg óhrædd, alveg örugg, alveg ró- leg og þess vegna alveg frjáls og alveg ánægð. Þegar ég er búin hér hittumst við kannski þar. Þín ætíð elskandi mamma. Elsku Birta mín, það er með sorg í hjarta sem við kveðjum þig, elsku frænka okkar, svona alltof fljótt. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farin. En svona er lífið stundum skrítið og hlutir gerast sem maður skilur ekki alveg. Það sem mér er efst í huga þegar ég hugsa um þig er hversu mikill dýravinur þú varst. Það er stór kostur og það segir svo margt um hvaða innri mann þú hafðir að geyma. Það sem þú skildir svo vel og marg- ir aðrir gera ekki, er að dýrin og jörðin og allt það góða sem hún hefur að geyma er ekki hér til þess að þóknast okkur mannfólkinu einu. Þú áttir mjög erfitt með að sætta þig við óréttlætið sem mennirnir beita aðrar lífverur og vildir vekja athygli á þessum mál- efnum. Fyrir það vil ég þakka þér. Það getur verið erfitt fyrir svona fallega sál eins og þína að lifa í þessum heimi. Ég hugsa hlýtt til þeirra æskuminninga í Kofanum þar sem við spiluðum kodden og pakk með systrum þínum Iðu og Hörpu. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (Höf. ók.) Elsku Birta, ég trúi því að við munum hittast aftur á betri stað og vil ég óska þér góðrar ferðar. Elsku Áslaug, Iða og Harpa, þið eigið alla mína sam- úð á þessum erfiða tíma. Rósa Líf. Elsku Birta frænka. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért látin og kveð þig með mikla sorg í hjarta. Ég átta mig ekki á því að ég fái aldrei að sjá þig aftur og hafi ekki möguleika á því að tala við þig um himin og jörð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín, eru allir þeir góðu tímar og minningar sem við frændsystkinin áttum saman. Flestar eru þær tengd- ar Kofanum hjá afa og ömmu. Við gátum veitt hornsíli í Silungatjörn allan daginn. Auð- vitað slepptum við þeim síðar í tjörnina hans afa þar sem þú varst mikill dýravinur. Það var alltaf mikið fjör hjá okkur frænkum enda voru systur þín- ar, þær Iða og Harpa, duglegar að finna eitthvað fyrir okkur að gera þegar við komum saman. Ég veit hversu mikið teymi þið mæðgur voruð og sam- hryggist ég ykkur innilega, Ás- laug, Iða og Harpa. Ég finn fyrir mikilli sorg þegar ég rifja upp minningar okkar en á sama tíma finn ég fyrir hlýju. Takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur gefið okkur, elsku frænka. Ég harma það að hafa þurft að kveðja þig svona snemma. Þú ert góð og falleg sál og við munum sakna þín. Hilda Sól. Elsku Birta mín. Það er erf- itt að finna orðin núna. Það er erfitt er að skilja þetta líf. Það sem gerir þetta allt kannski ör- lítið léttara er að ég trúi því að þín fallega sál hafi fundið frið- inn í ljósinu hlýja. Hvíldu í friði ástin mín. Við eigum öll eftir að sakna þín. Elsku Áslaug, Iða og Harpa, hugur minn er hjá ykkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Inga Kristrún. Við Birta vorum ótrúlega góðir vinir sem krakkar. Hún var alltaf svo skemmtileg og góðhjörtuð og náði vel til allra. Hún hafði alltaf mjög sterka réttlætiskennd og mikla sam- kennd með öðrum. Hún var barnung þegar hún varð græn- metisæta og sýndi þannig í verki það sem skipti hana máli. Hún var svo góðhjörtuð og innileg og það er ótrúlega margt sem við getum lært af henni. Við vorum ekki alltaf í reglu- legu sambandi en hún var alltaf mikilvægur hluti af lífinu. Það var alltaf gott að tala við hana. Hvað sem hún var að ganga í gegnum var hún alltaf til stað- ar fyrir fólkið í kringum sig. Hún var alltaf að kynna mig fyrir tónlist, þáttum, jóga o.fl., vildi deila því sem henni fannst gott. Hún var alltaf svo hvetj- andi og sá alltaf það besta í öll- um þó hún ætti erfiðara með að gera það fyrir sjálfa sig. Við Birta vorum lítið í sam- bandi síðustu þrjú ár en ég hugsaði alltaf öðru hvoru til hennar með söknuði. Mig dreymdi hana fyrir nokkrum vikum og ætlaði að heyra í henni en dagarnir liðu og ég leyfði mér að gleyma því aftur. Á þeim tíma var ég bara í lífs- ins hamagangi og leyfði straumnum að taka yfir en ef ég hugsa til baka núna get ég ekki skilið það. Nú þegar við getum aldrei farið aftur saman í sund, eða bara setið og talað saman. Elsku Birta, ég vona að þú vitir hversu mikið við söknum þín öll. Ég elska þig og vona að þú finnir frið og að þér líði bet- ur. Óðinn Dagur Bjarnason. Elsku Birta Hrund. Það var sárt að fá símatalið frá henni mömmu þinni þar sem hún sagði mér frá andláti þínu. Þú svo ung, vel gefin og góð. Ég veit vel að síðustu árin hafa verið þér erfið. Þú hefur háð harða baráttu við sjúkdóm sem er svo ógurlegur og óskilj- anlegur. Ég dáist að þér, mömmu þinni og systrum fyrir þolgæðið, styrkinn og samstöð- una í þessari baráttu. Þið voruð í þessu sem öðru svo sterkar og duglegar. Órjúfanleg heild eða lið sem stóð saman, stend- ur saman í hverju sem á dynur. Hugurinn leitar til barnæsku þinnar, til leikja ykkar frænd- systkinanna í Kofanum hjá afa og ömmu. Það voru góðir tímar með ærslafullum útileikjum, eða spilum, lestri og samtölum þegar veður leyfði ekki annað. Áhugi þinn og ást á dýrunum er eftirminnilegur. Þú hugsaðir vel um hundana og kisurnar og sýndir hestunum mikinn áhuga. Það voru ekki bara dýrin sem næst stóðu sem nutu þessa. Þú varst óþreytandi á að minna fólk á að hugsa vel um dýr og náttúru. Í þér áttu öll dýr góð- an vin og málsvara. Mér er minnisstætt þegar ég áttaði mig á hversu skarpgreind þú varst. Þá varst þú komin á ung- lingsár. Spurningarnar þínar og athugasemdir sem í fyrstu virtust utan úr blámanum en reyndust svo komast beint að kjarnanaum, hárbeittar og krefjandi. Vel gert stelpa. Kannski var það greindin og listrænu hæfileikarnir sem gerðu þér kleift að sjá hlutina í öðru ljósi en við hin. Það er sárt til þess að hugsa að við fáum ekki að sjá þig þróa þessa miklu hæfileika og einstöku gáfur frekar. Það var þó gott að fá þeirra notið um stund. Hvíl í friði, elsku vina. Elsku Áslaug systir, Iða Brá, Harpa Lind og Ingi og fjölskylda. Ég sendi ykkur samúðarkveðjur vegna missis þessarar einstöku stelpu. Darri. Ása og Birta, þessar sam- rýndu mæðgur, rötuðu til okkar í Suðurhlíðarskóla þegar Birta var að fara í fimmta bekk og strákabekknum sem ég kenndi þá þótti sannarlega fengur í að fá stelpu í bekkinn því þær höfðu ekki verið margar í þess- um árgangi hjá okkur, ekki síst þegar kom svo í ljós að hún var að mörgu leyti talsvert meiri töffari en þeir. Birta var sterkur persónu- leiki, sannarlega með sínar skoðanir, var ákveðin og vits- munalega þroskuð vel um aldur fram. Minnti á Ara í vísunni sem var lítill trítill en spurði samt svo mikið og krefjandi. Birta hafði sterka réttlætis- kennd en var þó um leið svo undur ljúf og góð og alltaf stutt í húmorinn. Þegar við kennarar og starfsfólk í Suðurhlíðarskóla komum saman á heimili þeirra mæðgna til að eiga stund með Ásu þá tók ég eftir hvað við vorum öll sammála um hvernig hún Birta hefði verið sem nem- andi því þótt svo við hefðum kennt henni mismikið þá var hún eins við okkur öll, glöð, hugmyndarík, náttúrubarn og mjög skapandi. Þó gat þetta glaða og vel gerða barn veikst og ratað í veikindunum á ógæfustíg svo að nú munu skilja leiðir um stund. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni og samhryggjumst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Við biðj- um góðan Guð að styrkja og hugga ástvini Birtu. Fyrir hönd okkar í Suður- hlíðarskóla, Þóra Sigríður Jónsdóttir. Elsku Birta Þú vildir öllum heiminum svo vel. Bara að heimurinn hefði reynst þér betur, reynst betri. En þú horfðist í augu við heiminn. Ofbeldið, þjáninguna, eyðinguna sem við völdum öðrum mönnum, öðrum dýrum, náttúru. Hatur, græðgi, vald, vani, þægindi. Og af botnlausri samkennd leist ekki undan. Og af botnlausri samkennd leiðst fyrir það. En í botnlausri samkennd leynist líka von, við getum gert betur. Þú reyndist heiminum betri og fyrir náttúru, fyrir dýr, fyrir menn, gerðir betur. Því þú sást það sem heimurinn gæti verið. Horfðir svo djúpt inn í heiminn, augu okkar, og sást það góða í þeim. Af einlægni, ófeimin sagðir frá og við vildum standa undir því. Litla ljós, ljúfa ljós, þú berð nafn þitt svo vel. Þú vildir bara gera heiminn aðeins bjartari. Og það tókst. Heimurinn er betri af því að þú varst hér. Við erum betri af því að þú varst hér. Við skuldum þér að gera betur, vera allt það góða sem þú sást. Takk Birta fyrir okkur sem eftir erum. Takk Birta fyrir allt. Ívar Karl Bjarnason. Elsku Birta. Ég man svo vel þegar ég kynntist þér. Þú varst einungis 14 ára haustið sem við Ívar byrjuðum að vera saman. Það var svo sumarið eftir sem við fórum öll saman upp í kofa og Birta Hrund Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.