Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Arion banki sagði í gær upp 12% starfsfólks síns, eða um 100 manns. Lunginn af fjöldanum vann í höfuð- stöðvum bankans í Borgartúni, eða um 80%, en hin 20% í útibúum bank- ans. Eins og segir í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær eru upp- sagnirnar hluti af skipulagsbreyt- ingum sem eru liður í vegferð bank- ans að settum markmiðum, eins og það er orðað. Þá var í gær greint frá því að Ís- landsbanki hefði sagt upp á þriðja tug starfsmanna í septembermán- uði. Gefa ekki upp hlutfall Sett markmið Arion banka sem minnst er á hér að framan eru um 50% kostnaðarhlutfall og arðsemi eigin fjár umfram 10%. Eins og sést í meðfylgjandi töflu er kostnaðarhlut- fall samstæðu bankans núna nokkuð yfir því markmiði, eða 56,3%, en lík- legt er að aðgerðirnar muni hafa sitt að segja í að ná því markmiði. Bank- inn gefur ekki upp kostnaðarhlutfall móðurfélagsins. Í tilkynningu bankans til Kaup- hallar kemur fram að kostnaður vegna starfsloka verði gjaldfærður að fullu á þriðja ársfjórðungi, eða 900 milljónir króna, og eftir skatta nemi áhrif aðgerðanna um 650 millj- ónum króna á afkomu þriðja árs- fjórðungs. „Áætlað er að breyting- arnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Jákvæðra áhrifa mun fyrst gæta í afkomu fjórða ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Hvað markmið um arðsemi eigin fjár varðar er hún í dag nokkuð und- ir 10%, eða 4,3%. 13 færri útibú Útibúum Arion banka hefur fækk- að um 13 á síðustu tíu árum, en Har- aldur Guðni Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi bankans, segir að engu útibúi verði lokað í tengslum við aðgerðir gærdagsins. Bankinn rekur nú 20 útibú, einu færra en á síðasta ári. Sé litið til samanburðar á starfs- mönnum móðurfélaga bankanna er Landsbankinn fjölmennastur með 885 starfsmenn 1. september, hjá Arion banka störfuðu 770 manns við lok annars ársfjórðungs ( 100 færri núna) og hjá Íslandsbanka voru 780 starfsmenn í gær. Breytt umhverfi Í tilkynningunni í gær sagði bankastjóri Arion banka, Benedikt Gíslason, að rekstrarkostnaður væri of hár í bankanum og skipulag hans hefði ekki tekið nægjanlega vel mið af núverandi markaðsaðstæðum og þörfum atvinnulífsins. Umhverfi fjármálafyrirtækja hefði breyst mik- ið og íþyngjandi breytingar hefðu orðið á regluverki og sköttum. Sam- keppni á fjármálamarkaði væri einn- ig að aukast til muna. Skipulag bankans verður eftir breytingarnar þannig að sviðum bankans fækkar um tvö og ýmis verkefni færast til innan bankans með það að markmiði að einfalda starfsemina. Tekjusvið Arion banka verða þrjú: viðskiptabankasvið, fyrirtækja- og fjárfestingarbanka- svið og markaðir. Stoðsvið verða einnig þrjú: fjármálasvið, upplýs- ingatæknisvið og áhættustýring. Vilja ná kostnaðarhlutfalli bankans niður í 50%  Arion fækkar starfsmönnum um 12%  Íslandsbanki sagði líka upp fólki Tölur úr rekstri viðskiptabankanna þriggja 2018 og 2019 Fjöldi starfsmanna (móðurfélag) Heildarlaunakostnaður (samstæða), ma.kr. Íslandsbanki Arion banki Landsbanki Íslandsbanki Arion banki Landsbanki 834 780 823 770 923 885 8,0 8,4 7,6 7,4 7,5 7,4 Fyrri árshelmingur 2018 Fyrri árshelmingur 2019 Íslandsbanki Arion banki Landsbanki Íslandsbanki Arion banki Landsbanki Fjöldi útibúa 14 21 37 14 20 37 Fjöldi starfsmanna (móðurfélag) 834(3) 823(5) 923(1) 780(4) 770(5) 885(1) Kostnaðarhlutfall samstæðu % 67,3 55,4 40,4 62,0 56,3 44,5 Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli % 8,2 5,9 9,9 5,4 4,3 9,1 Hagnaður ma.kr. 7,1 1,9 11,6 4,7 3,1 11,1 Heildarlaunakostnaður (samstæða) ma.kr. 8,0 7,6 7,5 8,4 7,4 7,4 Eiginfjárhlutfall % 20,9 22,0(6) 24,9(6) 21,4 22,8 23,7 Heildartekjur ma.kr. 22,8 23,3 29 25,1 23,9 27,9 (1) 1.9 2019. Án Landsbréfa. (2) 1.9 2018. Án Landsbréfa. (3) Í lok 2018. Án Borgunar, Íslandssjóða og Allianz. (4) 26.9. 2019. Án Borgunar, Íslandssjóða og Allianz. (5) Í lok 2. fjórðungs. Án Varðar, Valitors og Stefnis. (6) Í lok 2018. ● Skaginn 3X hefur skrifað undir samning við rússneska fyrirtækið Polar Sea+, sem er í eigu útgerðarrisans Norebo. Samningurinn felur í sér smíði og uppsetningu á saltfiskvinnslu í Murmansk í Rússlandi og er verðmæti verkefnisins 2,3 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 300 milljónum íslenskra króna. „Þetta verður stærsta saltfisk- framleiðsla sinnar tegundar í Norður- Atlantshafi, með framleiðslugetu allt að 50 tonn á dag,“ segir Pétur Jakob Pétursson, sölustjóri Skagans 3X í Rússlandi. Áætlað er að uppsetning hefjist í byrjun næsta árs. „Búnaðurinn er hann- aður með gæði og góða meðhöndlun hráefnis að leiðarljósi, þar sem fyrir- tækið ætlar sér að flytja út hágæðavöru á kröfuharða markaði í Suður-Evrópu, Suður-Ameríku og Afríku,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá Skaganum 3X. Lausnin samanstendur af RoteX Supreme-uppþíðingarkerfi, snyrtilínu, pækilblöndun og þurrsöltun. Gerir 300 milljóna samning í Rússlandi 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 27. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.27 123.85 123.56 Sterlingspund 153.21 153.95 153.58 Kanadadalur 92.92 93.46 93.19 Dönsk króna 18.137 18.243 18.19 Norsk króna 13.643 13.723 13.683 Sænsk króna 12.678 12.752 12.715 Svissn. franki 124.89 125.59 125.24 Japanskt jen 1.1478 1.1546 1.1512 SDR 168.54 169.54 169.04 Evra 135.42 136.18 135.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0911 Hrávöruverð Gull 1530.85 ($/únsa) Ál 1750.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.44 ($/fatið) Brent STUTT Kaup Íslendinga á fasteignum á Spáni hafa dregist eilítið saman í ár eftir tvö metár í röð. Íslendingar keyptu fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 millj- arða króna, hjá fasteignasölunni Medland. Að sögn Steinu Jóns- dóttur, markaðsstjóra Íslandsdeild- ar Medland, hafði gjaldþrot flug- félagsins WOW air, verkföll og gengi krónunnar sitt að segja. „Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. En þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðn- um. Auk þess var veðurblíðan með eindæmum góð á Íslandi í sumar,“ segir Steina. Meira að gera með haustinu „Með haustinu er að komast hreyfing á þetta aftur og vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,“ segir Steina Jóns- dóttir. Medland verður með sérstaka kynningu á fasteignum á Spáni í Hörpu um næstu helgi frá 11-18. „Áhuginn á fasteignum á Spáni hefur ekki minnkað þó að fólk hafi haldið að sér höndum í sumar. Við ætlum að mæta þeim áhuga með stæl og kynna úrval nýrra fasteigna og kaupferlið á Spáni fyrir lands- mönnum,“ segir Steina, en um er að ræða þriðju ráðstefnu fyrirtækisins á Íslandi. Ljósmynd/Medlandspain.com Fasteignir Íbúðakaup Íslendinga á Spáni hafa dregist lítillega saman. Minna um kaup fasteigna á Spáni  Sala Medland dregst eilítið sam- an eftir tvö góð ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.