Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
5.990 kr.
8.990 kr
2.990 kr
Haustkjóll
Ponjo
Klútur
GÓÐ VERÐ
ALLA DAGA
Nú á að loka Laugaveginum ognokkrum öðrum götum í mið-
bænum að fullu og öllu fyrir bíla-
umferð. Þetta var tilkynnt á mið-
vikudag í þessari viku og á að taka
gildi á þriðjudag í þeirri næstu.
Fyrirvarinn er sex dagar enda ligg-
ur líf við og eng-
inn tími til að
kynna málið bet-
ur eða ræða.
Í lok apríl sl.sendi borgin
frá sér tilkynn-
ingu um göngu-
götur í sumar og
sagði að þær yrðu lokaðar bílaum-
ferð frá 1. maí til 1. október. En nú
hefur sem sagt verið tilkynnt að
þær verða ekki opnaðar fyrir bíla-
umferð 1. október, heldur lokaðar
til frambúðar.
Hvað breyttist frá tilkynning-unni 30. apríl til tilkynn-
ingarinnar í fyrradag?
Það helsta sem komið verðurauga á að hafi breyst er að
skoðanakönnun var gerð á meðal
rekstraraðila í miðbænum um hvort
þeir vildu eða vildu ekki hafa þar
göngugötur allt árið. Góður meiri-
hluti, 62%, var andvígur því að hafa
göngugötur allt árið en minnihluti,
30%, var hlynntur göngugötum allt
árið.
Nú liggur fyrir að meirihlutinn íborgarstjórn hefur kynnt sér
skoðanir meirihluta þeirra sem
reka fyrirtæki í miðbænum og
dregið af þeim sjónarmiðum þá
ályktun að réttast sé að loka göt-
unum með hraði og nær engum
fyrirvara.
Það má auðvitað engan tímamissa þegar fara þarf með svo
augljósum hætti gegn svo skýrum
vilja meirihlutans.
Þoldi enga bið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Dreifing og samsetning launa fimm
fjölmennustu starfanna 2018 er
mjög misjöfn. Á vef Hagstofunnar
er fjallað um laun í einstökum störf-
um, en þau eru flokkuð eftir starfa-
flokkunarkerfi og eru þar upplýs-
ingar um laun í um 200 störfum.
Um 75% ófaglærðra sem starfa
við umönnun barna í leikskólum,
grunnskólum og á frístundaheim-
ilum voru með grunnlaun undir 350
þúsund krónum á mánuði árið 2018
en um 40% með heildarlaun undir
þeirri upphæð. Laun í þessu starfi
eru þau lægstu í launarannsókninni
en heildarlaunin voru 375 þúsund
krónur að meðaltali á mánuði.
Rúmlega 55% starfsfólks í störf-
um ræstingafólks og við aðstoð í
mötuneytum voru með grunnlaun
undir 300 þúsund krónum. Heildar-
laun í því starfi voru mun dreifðari
en grunnlaunin sem skýrist af því að
vaktaálag og aðrar greiðslur en yfir-
vinna voru um 19% heildarlauna auk
þess sem yfirvinna var rúm 9%.
Dreifing var mun meiri hjá sér-
fræðingum í viðskiptagreinum og
bæði grunn- og heildarlaun dreifð-
ust nokkuð jafnt yfir launastigann.
Dreifing launa í kennslu á grunn-
skólastigi var frekar lítil og á það
bæði við um grunnlaun og heildar-
laun. Um 45% voru með 500-550
þúsund í grunnlaun og 55% með
heildarlaun á bilinu 550-650 þúsund.
Dreifing grunnlauna í afgreiðslu-
störfum í dagvöruverslunum var
frekar jöfn og rúmlega 85% í því
starfi með grunnlaun undir 550 þús-
und krónum. Þegar heildarlaunin
eru skoðuð sést að þau dreifast öðru-
vísi og voru tæplega 55% með laun á
bilinu 400-550 þúsund krónur.
Lægst laun fyrir
umönnun barna
40%
30%
20%
10%
0%
300 400 500 600 700 800 900 1.100 1.200 1.300 1.400
Heimild: Hagstofan
Dreifing heildarlauna
Fjölmennustu störfin 2018
Barnagæsla
Kennsla á grunnskólastigi
Ræstingar/aðstoðarfólk í mötuneytum
Sérfræðistörf í
viðskiptagreinum
Afgreiðslustörf í
dagvöruverslunum
Þús. kr. á mánuði
Atvinnuleysi á landinu jókst veru-
lega í ágústmánuði samkvæmt
vinnumarkaðskönnun Hagstofu Ís-
lands. Alls voru 8.500 manns at-
vinnulausir í mánuðinum eða sem
svarar til 4,4% atvinnuleysis. Er það
1,3 prósentustigum meira atvinnu-
leysi en var í júlí.
Í greinargerð Hagstofunnar kem-
ur fram að þegar tölur hafa verið
leiðréttar vegna árstíðasveiflna
mælist atvinnuþátttaka á landinu
80,0%, sem er um 1,2 prósentustig-
um minni þátttaka en var í júl-
ímánuði. „Árstíðarleiðrétt hlutfall
starfandi fólks var 76,9% í ágúst
2019 sem er með því lægsta sem
mælst hefur síðasta hálfa árið,“ seg-
ir í umfjöllun Hagstofunnar.
Fram kemur að þegar óleiðréttar
mælingar fyrir ágúst 2018 og 2019
eru bornar saman kemur í ljós að
vinnuaflið dróst saman um 2.400
manns.
„Starfandi fólki fækkaði um 5.800
og hlutfall þess var rúmlega 4 pró-
sentustigum lægra en það var á
sama tíma árið 2018.
Samkvæmt óleiðréttum mæl-
ingum voru atvinnulausir í ágúst
2019 um 3.500 manns fleiri en á
sama tíma árið 2018 þegar þeir voru
5.100. Þá sýna óleiðréttar mælingar
töluverða hækkun á hlutfalli at-
vinnulausra milli ára, eða um 1,7
prósentustig.“ omfr@mbl.is
Atvinnuleysi jókst og er komið í 4,4%
Um 3.500 manns fleiri atvinnulausir í ágúst en á sama tíma árið 2018
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Störf Atvinnuþátttaka dróst saman.