Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
✝ Ruth Guð-mundsdóttir
fæddist 8. ágúst
1922. Hún lést 20.
september 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ágústa Guðrún
Jónsdóttir og Guð-
mundur Hróbjarts-
son. Hún var næst-
yngst systkina sem
öll eru látin. Þau
voru Sigríður, Gísli, Hreiðar,
Sigurjón, Engilbjartur, Jóhanna,
Elínbjört, Jón Eyvindur, Frið-
mey, Friðberg, Guðmundur
Ágúst og Kristbjörg.
Ruth giftist Ólafi Arnlaugs-
syni slökkviliðsstjóra, f. 2. mars
1920, d. 28. nóv. 1984, hinn 31.
júlí 1947. Foreldrar hans voru
Guðrún Guðmundsdóttir og Arn-
laugur Ólafsson. Systkini hans:
Skúli, Sigríður, Guðmundur,
María, Helgi, Elías og Hanna.
María er ein eftir þeirra systkina.
Ruth og Ólafur eignuðust fjög-
ur börn en þau eru:
1) Guðmundur
Ólafsson, f. 4. júní
1949, kvæntur
Eygló Kristínu
Gunnarsdóttur.
Hann á dótturina
Ruth frá fyrra
hjónabandi en sam-
an eiga þau synina
Gunnar og Ólaf,
barnabörnin eru
átta og eitt barna-
barnabarn.
2) Guðrún Ólafsdóttir Newm-
an. Hún á synina Björgvin og
Kristján Ólaf, barnabörnin eru
fjögur.
3) Elín Ólafsdóttir, gift Bald-
vin Kristinssyni. Þau eiga soninn
Bjarna, barnabörnin eru tvö.
4) Arnlaugur Ólafsson, kvænt-
ur Erlu Björgu Garðarsdóttur.
Þau eiga tvær dætur, Elísabetu
Ruth og Birnu Karen, fyrir á
Erla Björg dótturina Tinnu,
barnabörnin eru fjögur.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 27. sept-
ember 2019, klukkan 13.
Áður en Ruth giftist Ólafi fór
hún í húsmæðraskóla til Kaup-
mannahafnar þar sem grunnurinn
var lagður að fagmennsku hennar
í matreiðslu. Hún var alla tíð mik-
ið í félagsstörfum og var formaður
Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði í áraraðir. Hún var einn af
stofnendum öldungaráðs Hauka
og hún spilaði handbolta með
Haukum en þær urðu Íslands-
meistarar árið 1946. Hún var í
marki og var stundum haft á orði
að hún væri eins og spriklandi sil-
ungur í vaskafati. Hún var gerð að
heiðursfélaga Hauka árið 1991.
Hún bjó alla tíð í Hafnarfirði,
Ólafur eiginmaður hennar var vél-
stjóri á togurum, verkstjóri í Bæj-
arútgerð Hafnarfjarðar og síðar
slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði.
Hann lærði í vélsmiðjunni Kletti
hjá verðandi tengdaföður sínum
og kynntist þannig Ruth.
Hún saumaði mikið og það virt-
ist allt leika í höndunum á henni.
Við ólumst upp við hljóðið í
saumavélinni því hún saumaði öll
föt bæði á sig og okkur. Hún vann
á tímum utan heimilis, hún sá um
kaffi kennara, var gangavörður,
vann í Kaupfélagi Hafnarfjarðar
og þvottahúsinu á Sólvangi svo
eitthvað sé nefnt. Einnig var hún
25 sumur ráðskona í veiðihúsi og
sá um erlenda laxveiðimenn. Þar
eignaðist hún góða kunningja og
vini.
Eitt sinn fór hún í boði eins
þeirra til London. Þegar hún kom
á flugvöllinn og var á leið inn í
landið var hún spurð hvar hún
ætlaði að gista. Hún vissi það ekki
og sagði að eina heimilisfangið
sem hún kynni væri Buckingham
Palace, húmorinn var aldrei langt
undan, þetta bjargaðist allt með
góðra manna hjálp. Þar fór hún
m.a. í þyrluflug og skoðaði Lond-
on. Hún var einnig boðin til Texas
og Hawaii. Í Texas fór hún með
vinum sínum að skoða olíulindir
sem þeir áttu og flaug með einka-
þotu til New Orleans og dvaldi í
góðu yfirlæti gestgjafa sinna. Það-
an fór hún til Hawaii þar sem hún
m.a. kafaði og skoðaði kóralrif og
kynnti sér menningu innfæddra.
Hún hélt dagbók í þessari ferð og
naut hún þess að láta lesa fyrir sig
úr henni.
Sumar eitt þegar Guðrún var
að vinna á BSÍ og þurfti að fá ein-
hvern í einum hvelli til að fara í 10
daga ferð sem matráður með 70
Íra yfir hálendið spurði hún
mömmu hvort hún gæti farið þá
stóð ekki á því, hún skellti sér
með. Að ferðinni lokinni bauð hún
öllum heim til sín. Margt af þessu
fólki hélt sambandi við hana í
mörg ár eftir þetta.
Hún ferðaðist mikið bæði ein og
með okkur börnunum bæði innan-
lands og utan. Á hverju ári ferðað-
ist hún mikið og fór hún fór m.a. til
Flórída, um allt hálendi Íslands, til
Ítalíu og til Kaupmannahafnar þar
sem hún fór m.a. að skoða gamla
húsmæðraskólann sinn. Hann var
nú stærri í minningunni, sagði
hún.
Hún átti stórt hjarta og var
mjög fjölskyldurækin og alltaf
tilbúin að rétta hjálparhönd ef
þess þurfti. Það var alltaf pláss
fyrir aukafólk á heimilinu. Þær
voru margar veislurnar, spila-
kvöldin og gleðistundirnar hjá
henni og minnumst við börnin
hennar þeirra allra með gleði í
hjarta. Lengst af bjó hún á Öldu-
slóð þar sem hún og Ólafur bjuggu
sér fallegt heimili. Hún bjó þar
þangað til hún fluttist á Sólvang
fyrir tæpum tveimur árum. Hún
fylgdist með byggingu nýja Sól-
vangs og náði að flytja í nýja her-
bergið sitt þar.
Minningin um yndislega, glað-
lega og kraftmikla konu lifir með
okkur öllum. Hún var afar glettin,
glaðvær og létt í lund. Hrókur alls
fagnaðar.
Guðmundur, Guðrún,
Elín og Arnlaugur.
Hún amma var engri lík, en fyr-
ir okkur systurnar var hún meira
en bara amma okkar, hún var líka
ein besta vinkona okkar.
Það mun ætíð verða ógleyman-
legt þegar við systurnar mættum
til ömmu í gistipartí, þar sem við
fengum dýrindis kvöldmat, sátum
svo saman yfir sjónvarpsmynd
kvöldsins og gæddum okkur á sæl-
gæti, yfirleitt þegar liðið var á
miðja mynd byrjuðum við systurn-
ar að horfa á hvor aðra og flissa því
þá hafði amma dottað í sófanum og
var byrjuð að hrjóta, þegar mynd-
in var búin fórum við allar saman
upp, þar sem hún bjó um okkur og
vafði okkur inn í sængurnar. Þeg-
ar við vöknuðum á morgnana var
hún þegar vöknuð, búin að borða
og beið tilbúin með bitabrauð fyrir
okkur og bauð okkur kakó.
Þetta voru algjörar gæðastund-
ir sem við áttum með ömmu og
fengum að njóta þess, bara við
þrjár.
Amma kenndi okkur margt, en
hún kenndi okkur að sauma út, að
baka og elda dýrindis mat, enda
var ömmumatur alveg með því
besta sem við fengum.
Amma var líka alltaf flottasta
frúin í bænum, í svakalega smart
dragt og skartaði sínum allra fín-
ustu skartgripum og skóm.
Hún gerði í því þegar við hitt-
umst að sýna okkur fötin og skart-
gripina enda var hún mjög montin
af þeim.
Já, samband okkar við ömmu
var alveg einstakt og ekkert sem
kemst nálægt því, það sem við er-
um þakklátar fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman og
allar minningarnar sem við sköp-
uðum.
Við söknum þín elsku amma,
hvíldu í friði, við elskum þig að ei-
lífu.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi,
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Elísabet Ruth og Birna
Karen Arnlaugsdætur.
Elsku Ruth!
Mikið á ég margar fallega og
góðar minningar um þig elsku
hjartans frænka mín, sem svo
sannarlega ylja. Það sem þú
reyndist okkur systkinum vel eftir
fráfall móður okkar. Alltaf var
heimilið þitt opið okkur systkinum
og engin veisla var haldin án þess
að okkur væri boðið líka og hví-
líkar veislur, enda varstu lista-
kokkur, húsmæðraskólagengin frá
Danmörku. Hef ég oft sagt að mik-
ið vildi ég kunna svona lítið brot af
þinni matargerðarlist.
Ef eitthvað bjátaði á var alltaf
hægt að leita til þín í þinn faðm.
Þegar pabbi dó í svefni og ég kom
að honum hringdi ég fyrst í Dröfn
systur og síðan í þig og þú varst
komin á augabragði. Oft dvaldi ég
hjá þér eða Böggu systur þinni, en
þið systur voruð oft nefndar í
sömu andránni.
Takk fyrir að kynna mig fyrir
yndislegu fólki í Hellatúni og á
Hellu, en þar átti ég eftir að dvelja
nokkur sumur í sveit ásamt Guð-
mundi syni þínum við gott atlæti.
Það er ekki langt síðan þú varst
akandi um á þínum bíl, svo ótrú-
lega hress og glæsileg, en smám
saman fór að halla undan fæti. Ég
var að glugga í ættina okkar og
gat ekki séð að neinn ættingjanna
hafi náð svona háum aldri, 97 ár-
um. Ég man að eftir að Óli lést tal-
aðir þú alltaf til hans, „Óli minn,
nú gerum við þetta“, og uppi í
kirkjugarði „jæja, Óli minn, að-
eins að koma með blóm“.
Já, það voru forréttindi að njóta
þinnar hlýju og gleði.
Far þú í friði elsku frænka. Guð
blessi þig og þína fjölskyldu.
Sigurður Sumarliðason og
fjölskylda.
Við bræður vorum þeirrar
gæfu aðnjótandi að vera fæddir
inn í stóra og barnmarga móður-
fjölskyldu, þar sem systkini
mömmu voru alls 12. Þar á meðal
var Ruth, systir mömmu, en þær
voru yngstar af hópnum, iðulega
nefndar í sömu andrá; Ruth og
Bagga, enda mjög samrýndar, þó
ólíkar væru um margt.
Nú, þegar hún hefur kvatt, eftir
farsæl níutíu og sjö ár, er okkur
fyrst og fremst í huga þakklæti.
Ruth var í okkar augum ekki
bara einhver frænka, heldur
„Ruth“ heimskona, húmoristi og
listakokkur. Hún var alla tíð stór
hluti af lífi okkar.
Austurgatan og Ölduslóðin,
heimili hennar og Óla, voru okkur
nátengd, óteljandi matarboð,
ferðalög, ættarmót og margs kon-
ar uppákomur, þar sem þær syst-
ur fengu m.a. útrás fyrir listsköp-
un sína; við að sauma
grímubúninga á okkur börnin,
sem við urðum síðan að fara í og
spranga um í Gúttó, í gervi kamel-
dýra eða teiknimyndafígúra,
hvort sem okkur líkaði það nú bet-
ur eða verr. Eitt var þó víst að allt-
af var gaman og mikið hlegið.
Hefðir koma og fara. Ein slík
hefur þó staðið allt af sér í gegnum
árin, en það var ómissandi heim-
sókn til Ruthar á aðfangadag, eftir
kirkjugarðsferð fjölskyldna okk-
ar, þar sem hún af annálaðri gest-
risni sinni bauð upp á sérrí og
smákökur og ekki síst kátínu.
Þessi hefð var í huga okkar upp-
haf jólanna.
Einn af mörgum kostum Ruth-
ar var leiftrandi húmor og
leikhæfileikar; hún fór á kostum
segjandi sögur úr daglega lífinu
og þá var oft grátið úr hlátri.
Margt ber að þakka eftir langa
samfylgd en síðast en ekki síst
viljum við bræður þakka þeim
hjónum Ruth og Óla hvað þau
reyndust okkur vel alla tíð.
Minningin um góða og glæsi-
lega konu lifir.
Hreiðar, Sigurður og
fjölskyldur.
Í dag er okkar kæra nábýlis-
kona Rut Guðmundsdóttir lögð til
hinstu hvílu. Hún var svo
skemmtileg og lífleg. Engin logn-
molla í kringum hana hvorki í leik
né starfi. Þegar við vorum að
vinna í garðinum, kom hún svíf-
andi til að hjálpa til. Ef við neit-
uðum aðstoð hennar vildi hún
endilega baka eitthvað girnilegt
handa okkur í staðinn! Átti þetta
jafnt við um okkur og strákana.
Hún bauð okkur stundum til sín í
hlaðborð, þar var ekki komið að
tómum kofanum, það var ekkert
lítið sem hún áorkaði, orðin ríg-
fullorðin.
Skemmtilegar voru sögur
hennar af veru hennar í veiðihús-
inu við Langá, þar naut hún sín vel
með veiðimönnum og konum.
Þegar „veiðilordarnir“ komu frá
London til landsins kom ekki ann-
að til greina en að hún kæmi með
þeim út að borða, hún var ómiss-
andi í félagsskapnum. Enda hrók-
ur alls fagnaðar og snillingur í að
búa til mat og framreiða á fallegan
máta.
Hún var alltaf svo fallega
klædd, fallega máluð og skórnir
voru ekki af verri endanum. Guð-
rún dóttir hennar í Flórída sendi
henni iðulega pakka með fallegum
fötum og fylgihlutum. Til Guðrún-
ar fór hún alltaf reglulega og þá
var ekki setið heima. Orðin áttatíu
og sex ára keyrði hún eins og her-
foringi í henni Ameríku. Einhvern
tíma var hún að koma þaðan og
var þá sem endranær með pakka
handa frúnni. Ég tók hann upp og
reyndi að troða veskinu á axlirnar.
Stuttu seinna hitti ég Ruth og
spurði hún hvernig mér líkaði
veskið ég sagði henni að ég kæmi
því ekki á axlirnar! „Stína mín
þetta er selskapsveski! Þú treður
því ekki á axlirnar.“ Við hlógum
dátt að þessu.
Við þökkum Rut fyrir góða
samveru til margra ára.
Við vottum fjölskyldu hennar
samúð.
Kristín, Benedikt og synir.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Haukum
19. janúar 1938 hittust 23 stúlk-
ur á Hótel Birninum í Hafnarfirði
á fundi hjá Knattspyrnufélaginu
Haukum. Tilefnið var stofnun
kvennadeildar í handbolta.
Ein þessara stúlkna var Ruth
Guðmundsdóttir, 16 ára gömul.
Félagið tók þessum hópi fagnandi
og átti hann eftir að vaxa og dafna
næsta áratuginn og eins og for-
maður félagsins, Hermann Guð-
mundsson, skrifaði í grein í innan-
félagsblaði félagsins, Íþrótta-
piltinum: „Með því að veita
stúlkunum inngöngu í félagið okk-
ar, þá höfum við hleypt inn í það
þeim krafti sem félagið hefur
þarfnast frá stofnun.“ Það reynd-
ust orð að sönnu því fram undan
voru gróskumiklir tímar – fé-
lagslífið efldist og íþróttastarf-
semin dafnaði. Stúlkurnar urðu
Íslandsmeistarar 1946 – úti og
inni – og unnu auk þess marga
aðra titla á þessum árum.
Ruth var fæddur leiðtogi og
fyrirliði, eða eins og hún segir í
viðtali í ritinu Haukar í 60 ár: „Ég
reyndi að halda vel utan um hóp-
inn, því ég er mjög félagslynd í
mér og ef ég tek eitthvað að mér,
þá geri ég það. Ég hef trúlega
hugsað á þessum árum, að ef ég
gerði hlutina ekki, þá gerði þá
enginn.“ Og félagið fékk notið fé-
lagsmálaáhuga Ruthar. Hún sat
lengi í stjórn félagsins, eða í níu
ár, auk þess sem hún sat í Félags-
ráði í tvö ár og stofnaði ásamt
fleirum Öldungaráð Hauka og sat
þar í stjórn í 22 ár. Ruth var út-
nefnd heiðursfélagi 1991.
Nú á kveðjustund þakkar fé-
lagið áralöng samskipti og tryggð
og sendir fjölskyldu Ruthar inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
minning Ruthar lifa.
Fyrir hönd aðalstjórnar
Hauka,
Bjarni Hafsteinn Geirsson.
Ruth vinkona mín var ein af
þessum sjaldgæfu manneskjum,
sem sagðar eru engum líkar, „one
of a kind“ eins og veiðimennirnir
hennar lýstu henni gjarnan.Við
störfuðum saman í áratugi við að
annast veiðimenn frá öllum
heimshornum við Langá á Mýr-
um, hún ráðskonan og ég leið-
sögumaðurinn. Innanhúss var
hún drottning í ríki sínu og naut
þess í botn þegar veiðimenn
stundu af vellíðan yfir kræsingun-
um sem hún bar á borð, og ó mæ
godduðu allt sem hún bjó til. Hún
vissi enda ósköp vel hvað menn
þurftu, t.d. er komið var heim eftir
sex tíma vakt við árbakkanum,
stundum í SV-sudda og skíta-
kulda.
Flestir veiðimenn okkar komu
ár eftir ár, einn hópur í 25 ár og ég
veit fyrir vist að Ruth átt stóran
þátt í ást þeirra á Langá og Sól-
vangi. Sumir hreinlega tilbáðu
hana og buðu henni að koma í
heimsókn og einu sinni var send
eftir henni einkaþota og flogið frá
New York til Midland í Texas og
síðan áfram til Hawaii-eyja. Í ann-
að skipti var henni flogið til Lond-
on og þaðan með þyrlu á sveita-
setur, þar sem hún eldaði íslenska
lambahryggi og bar fram rjóma-
pönnsur á eftir fyrir breska vini
okkar.
Hún var komin á níræðisaldur
er hún sagði mér að nú væri henn-
ar ráðskonustörfum lokið. Allar
götur síðan hafa veiðimenn spurt
um „okkar Ruth“, hvernig henni
liði og og beðið fyrir kveðjur.
Og nú hellast yfir samúðar- og
þakkarkveðjur eftir að ég sendi
tölvupósta um fráfall hennar.
Við Ragnheiður Sara stöndum í
mikilli þakkarskuld við þessa ein-
stöku vinkonu okkar og sendum
börnum hennar og fjölskyldum
samúðarkveðjur, en samgleðj-
umst Ruth og biðjum henni far-
arheilla,
Það verður örugglega líf og fjör
þar efra eftir hún verður komin í
gegnum Gullna hliðið.
Ingvi Hrafn Jónsson.
Ruth
Guðmundsdóttir
Við hæfi að
kveðja góðan mann,
tengdaföður minn,
að leiðarlokum.
Jóni Magnúsi
Magnússyni, Nonna Magg,
kynntist ég ungur er leiðir okk-
ar Þórdísar dóttur hans og
Kristrúnar Bjarneyjar Hálfdan-
ardóttur lágu saman. Þá þótti
mér hann reyndar nokkuð gam-
all.
Jón Magnús
Magnússon
✝ Jón MagnúsMagnússon
fæddist 28. október
1939. Hann lést 20.
ágúst 2019.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
Aldursmunur
okkar var þó frem-
ur lítil. Hann virtist
fáskiptinn um mig í
fyrstu, enda Þórdís
ung og framtíðin
óráðin. Fljótt kom í
ljós kom að bak við
hrjúft yfirborð bjó
góðmenni sem vildi
fjölskyldu sinni vel
og varð undirritað-
ur einn af henni og
líkaði vel.
Nonni Magg var ávallt
reiðubúinn að leggja okkur lið
og ófá voru skiptin sem hann
skutlaðist á flugvöllinn til að
sækja eða skila af sér okkur
hjónum og síðar börnum okkar
Þórdísar, barnabörnum sínum.
Hann lét sér annt um fjölskyldu
okkar Þórdísar og það voru ófá
skiptin sem þau tóku að sér að
gæta barna okkar og þau komu
jafnvel vestur á Ísafjörð í því
skyni, þyrftum við að bregða
okkur af bæ.
Hann var einkar handlaginn
og nýttist það vel í starfi hans á
íþróttavöllum Reykjavíkur, á
Melavellinum, sem nú er horf-
inn, og síðar Laugardalsvelli. En
þar starfaði hann lengi sem
verkstjóri. Aðrir þekkja þá sögu
betur en hér verður greint frá.
Hann lagði okkur lið við eitt og
annað á heimilinu ef á þurfti að
halda við lagfæringar. Nonni
Magg hefði hæglega getað orði
tæknifræðingur eða verkfræð-
ingur ef menntabrautin hefði
verið valin.
Við áttum oft samtal um þjóð-
mál og ástand þeirra. Stjórnmál
voru honum hugleikin og hafði
hann á þeim ákveðnar skoðanir
og var fastur á sínu. Fyrir all-
löngu voru foreldrar Þórdísar í
heimsókn á Ísafirði. Einn góðan
veðurdag ákváðum við tengda-
feðgar að fara saman í langa
ökuferð um Vestfirði og stefnd-
um á Arnarfjörð. En faðir
Nonna Magg var frá Neðri
Hvestu í Hvestudal í Arnarfirði.
Við fórum um dalinn og heim-
sóttum ábúendur í Fremri
Hvestu þar eð Neðra Hvesta var
löngu komin í eyði. Við komum
við á fleiri stöðum og fengum að
heyra sögur úr firðinum. Á
akstrinum áttum við samtal um
allt milli himins og jarðar. Þessi
ánægjulega ökuferð okkar mun
lengi lifa í minni mínu. Dagurinn
var einstaklega skemmtilegur,
þökk sé tengdaföður mínum.
Fleiri samverustundir voru með
líkum hætti.
Nonni Magg hafði gaman af
lífinu og að hitta fólk, einkum
fjölskylduna. Hann bjó yfir góð-
um húmor sem skemmti okkur,
stundum í svalara lagi, en aldrei
meiðandi.
Margir sakna hans og fjöl-
skyldan missti mikils því hann
var kletturinn og missir hennar
því sárastur. Hjónaband tengda-
foreldra minna var traust og þau
hvort öðru mikils virði. Stundum
braut á, en þau leystu málin sín
á milli og héldu áfram lífsgöng-
unni saman. Þeirra regla virtist
vera að bezta leiðin út úr vand-
ræðum væri alltaf beint áfram.
Af tengdaföður mínum mátti
margt læra og vonandi hefur
það tekizt að einhverju leyti.
Söknuður okkar Þórdísar, barna
og barnabarna er mikill. En
minningin um lífsglaðan mann
sem lét ekki erfiðleika standa í
vegi sínum lifir og fyrir það er
undirritaður þakklátur. Tengda-
móður minni eru færðar sam-
úðarkveðjur, börnum og öðrum
afkomendum. Við söknum hans
öll.
Ólafur Helgi Kjartansson.