Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 ✝ HaraldurReynisson fæddist 1. desem- ber 1966 í Reykja- vík. Hann lést 15. september 2019. Foreldrar hans eru hjónin Reynir Haraldsson, f. 3. júní 1942, og Jóna Gunnlaugsdóttir, f. 9. janúar 1935. Systkini Haraldar eru Hjördís, f. 6. febrúar 1960, Linda Björk, f. 19. nóvember 1961, gift Brynjari Björnssyni, og Gunnlaugur, f. 1. desember 1966, giftur Erlu Björk Hauksdóttur. Hinn 31. ágúst 1991 giftist Haraldur eftirlifandi eigin- konu sinni Steinunni Margréti Sigurbjörnsdóttur, f. 28. nóv- ember 1966. Foreldrar hennar eru hjónin Sigurbjörn Sigurðs- son, f. 30. júní 1941, og Mel- korka Benediktsdóttir, f. 9. júlí 1945. Systkini Steinunnar afar afkastamikill tónlist- armaður, gaf m.a. út níu sóló- plötur og kom sú fyrsta út árið 1993. Hann fór í fjöl- margar tónleikaferðir og tók tvisvar þátt í undankeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Í fyrra skiptið árið 2011 og aft- ur árið 2013. Halli starfaði við gítar- kennslu um tíma og árið 2008 hóf hann að kenna tónmennt í Ölduselsskóla. Eftir að hafa kynnst kennarastarfinu í Ölduselsskóla hóf Halli nám í Háskóla Íslands og útskrif- aðist með B.Ed-gráðu í grunnskólakennslu frá HÍ ár- ið 2012 og lauk meistara- gráðu og hlaut kennslurétt- indi árið 2015. Halli starfaði í Ölduselsskóla til dánardags. Halli og Steina hófu bú- skap árið 1988 á Rauðarár- stíg 7 og árið 1991 festu þau kaup á sinni fyrstu íbúð í Breiðholtinu. Árið 1998 fluttu þau til Danmerkur og bjuggu þar í 4 ár. Frá árinu 2002, þegar þau fluttu aftur til Ís- lands, hafa þau búið í Selja- hverfi. Útför Haraldar fer fram frá Seljakirkju í dag, 27. september 2019, klukkan 15. eru Sigurborg Hrönn, f. 15. apríl 1970, gift Sveini Sigurðssyni og Sigurður, f. 29. maí 1976. Synir þeirra eru Steinar, f. 19. febrúar 1994, í sambúð með Írisi Einarsdóttur, Reynir, f. 22. júlí 1995, kærasta hans er Alda Þyri Þórarins- dóttir, og Sölvi, f. 11. desem- ber 2005. Halli ólst upp í Breiðholt- inu og gekk í Breiðholtsskóla alla sína grunnskólagöngu. Hann reyndi fyrir sér við ým- is störf og nám að grunnskólanámi loknu. Má þar m.a. nefna grunnnám í trésmíði, nám og störf við framreiðslu og fleira. Frá árinu 1991 starfaði Halli í nokkur ár nær ein- göngu við tónlist. Hann var Það sem ég mun sakna hans pabba. Það sem hann kenndi okkur bræðrum og það sem hann skildi eftir sig er svo mikið. Ég veit að allir sem þekktu hann munu sakna hans því hann var góður og yndislegur maður. Við pabbi vorum oft bara tveir saman í sveitinni og fórum í margar fjórhjólaferðir og veiði- ferðir saman. Stundum bara við tveir og stundum með öðrum eins og til dæmis Jóa í Gröf. Pabbi elskaði að fara á fjórhjól- inu fram á heiði með veiðistöng og nesti. Pabbi minn var ljóðskáld, kennari og tónlistarmaður. Í sumar þegar ég og pabbi vorum tveir fyrir vestan spurði hann mig: „Sölvi, þegar þú hlustar á lög, hlustar þú þá meira á lagið eða textann?“ „Tjaaaa, lagið,“ svaraði ég. Hann var hins vegar ekki sammála og sagðist alltaf hlusta meira á textann. Það var vegna þess að pabbi skrifaði texta og ljóð á hverjum degi og sagði að maður ætti að hlusta á textann í lögum. Svo þegar mað- ur hlustar á textana hans skilur maður hvað hann meinar með því. Ég vildi óska að ég gæti kvatt hann, knúsað hann og spjallað einu sinni enn við hann. Ég ætla að enda á einni setningu í lagi hjá pabba sem ég held mikið upp á: Ég vildi að ég hefði séð hann sem á endanum brást, við köllum það hamingju við köllum það ást. Hvíldu í friði, elsku besti pabbi. Þinn Sölvi. Elsku Halli minn, orðin mín eru máttlaus og innantóm á þess- ari stundu. Þú skilur eftir þig svo stórt skarð í lífinu og það er svo óraun- verulegt að þú sért farinn frá okkur. Þvílík gullnáma sem það var að fá ykkur öll í kaupbæti með Steinari mínum. Allt frá fyrsta degi vorum ég og þú miklir og góðir vinir, sem mun alltaf vera mér kært. Eins og allir sem þekktu þig vita varstu einstaklega góður maður sem var alltaf til í að hjálpa, sama hvert verkefnið var. Ég vildi óska þess að við hefð- um getað átt fleiri ár saman. Það sem eftir situr er mikið þakklæti fyrir allar stundirnar, minning- arnar og hláturinn, allar sögurn- ar sem þú áttir til að segja mér oftar en einu sinni og fyrir strák- ana þína og Steinu sem eru mér svo dýrmæt. Ég skal lofa þér að sjá til þess að lillan okkar og þau sem seinna koma munu vita hvað Halli afi var einstakur, skemmtilegur og góður maður og tónlistin þín mun fá að hljóma á heimili okkar um ókomin ár. Góða ferð. Þín Íris. Við kveðjum hann Halla „litla bróður“ minn í dag. Ótímabært en gerðist. Hvar man ég þig fyrst? Var það hoppandi á bleyj- unni við tóna Svens Ingvars? Var það að finna leiðir til að opna barnalæsinguna á útihurðinni? Stóll og kústur, einfalt. Grátandi á gæsluvellinum svo heyrðist heim þar til „stóra litla systir“ kom til bjargar? Og svo talandi, hlæjandi, tal- andi, hlæjandi, talandi … Svo eltist þú, fannst þig í tón- listinni, fannst Steinu Möggu og lífsbrautin eins og hún var þá blasti við. Stofna fjölskyldu, eign- ast börn, koma sér upp húsnæði og finna sér viðurværi. En í þér bjó neisti, órói og sköpunarkraft- ur svo sterkur að erfitt var að finna honum útrás. Og í kollinum voru alltaf fleiri hugmyndir fleiri lög, fleira sem hægt var að gera, skoða, rannsaka, vinna, fram- kvæma, skapa og og og. En svo var allt búið. Þú ert farinn. Hvíl í friði, elsku bróðir. Linda Björk Ólafsdóttir. „Gulli, Halli bróðir þinn er dá- inn“ eru orð sem eiga seint eftir að gleymast, ef þá nokkurn tím- ann. Þessir dagar frá því að þessi orð voru sögð eru búnir að vera svo erfiðir því söknuður og enda- lausar minningar flæða um huga minn. Barnæskan er lituð af góð- um minningum um þig enda varla hægt annað, við vorum allt- af saman í öllu sem við gerðum. Þetta voru góðir tímar og dýr- mætir í minningunni. Uppá- tækjasamir, ofvirkir, samtaka og kraftmiklir strákar sem litu meira að segja alveg eins út er blanda sem fær alla foreldra til að verða þreytta, og þannig var það örugglega heima líka. En svona vorum við, alltaf á fullu að leika okkur í fótbolta eða bara hverju sem var. Svona liðu árin þar til að þú fórst í sveit í þrjú til fjögur sumur á unglingsárum. Það átti vel við þig, því þú varst algjör sveitastrákur alla tíð og kunnir best við þig í sveitinni vestur í dölum. En þú varst líka Breiðhyltingur og kallaðir Breið- holtið sveitina þína, samdir meira að segja lag og texta sem heitir „Sveitin mín heitir Breiðholt“ og gafst út á disk. Á þessum árum hittirðu líka hana Steinu þína sem átti eftir að fylgja þér allar götur síðar meir. En þú prófaðir margt annað á þessum árum, tókst grunnnámið í trésmíði, vannst á veitingastöðum, við múrverk og hjá Sól hf. þar sem þú lentir í vinnuslysi sem átti eft- ir að marka líf þitt alla tíð eftir það, bæði vegna slyssins sem þú varðst fyrir á fætinum og ekki síst vegna þess að þá fórstu að fikta við gítarinn. Með gifsið á fætinum fékkst þú mömmu til að sýna þér nokkra gítarhljóma og eftir það varð ekki aftur snúið. Þarna varst þú byrjaður að semja ljóð og texta og ég held að fyrsta lagið hafi komið eftir að þú gast spilað þrjá hljóma á gítar- inn. Eftir þetta fyrsta lag komu lögin og textarnir á færibandi frá þér. Það er eins og það hafi opn- ast einhverjar flóðgáttir hjá þér varðandi tónlistina og textagerð- ina. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur, þú varst svo stoltur af strák- unum þínum og Steinu. Það er búið að vera svo gaman að fylgj- ast með þeim alla tíð í gegnum lífið. Yndislegir drengir hver á sinn hátt, samrýndir og góðir drengir. Fótboltinn er búinn að vera fyrirferðarmikill á ykkar heimili enda allir ÍR-ingar og að sjálfsögðu Man. Utd.-menn. Þú tókst mikinn þátt í áhugamálum þeirra alla tíð og varst virkur inn- an ÍR bæði á árum áður og síðar í gegnum strákana þína. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá þér, Halli minn, og ég veit að þú varst búinn að eiga svo erfitt oft á tíðum. Þó svo að umbúðirnar séu sléttar og fín- ar er innihaldið kannski brotið og í sárum. Þú fékkst þínar byrðar sem reyndust þér of þungar, elsku bróðir minn. Halli, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en minningar um þig sem tvíburabróður, sveita- strák, tónlistarmann, kennara, fjölskylduföður og hjarthlýja manninn sem mátti ekkert aumt sjá, munu lifa með okkur hinum. Tónlistin þín mun hljóma áfram með okkur um ókomna framtíð. Hvíldu í friði. Gunnlaugur (Gulli) bróðir. Hann Halli bróðir var einstak- ur. Ég held að hann hafi verið flestum kær sem honum kynnt- ust. Ég var sex ára og Linda systir fimm ára þegar tvíburarnir Halli og Gulli fæddust og það var nú meira fjörið á heimilinu þegar þeir stækkuðu. Það var mikið hlegið, púkast og minningarnar eru svo margar og góðar. Æskan var skemmtileg með þá á heim- ilinu. Við ólumst upp á ástríku heimili og það var nánast aldrei lognmolla í kringum strákana. Þeir voru svo líkir að vinir og ættingjar áttu erfitt með að þekkja þá í sundur. Eins og þeg- ar Ranka frænka var að passa okkur og það þurfti að baða drengina og þá var annar bað- aður tvisvar og þótti þeim það mjög fyndið. Vinir komu og spurðu um annan hvorn þeirra með nafni og ef hann var ekki heima þá var sagt: „Er hinn tví- burinn heima?“ Þeir voru mjög nánir og æskan leið í fótbolta og öðrum leikjum. Halli átti gott með að koma orðum í ljóð og var þá oft það sem honum var hugstæðast hverju sinni sem hann orti um. Hann átti líka mjög auðvelt með að búa til falleg lög utan um text- ana sína. Eftir Halla liggja fjöl- mörg lög sem munu hljóma áfram um ókomna tíð. Hann kynnist Steinu sinni ungur og seinna urðu þau hjón. Hann elskaði Steinu mjög mikið og sagði stundum „sjáðu hvað hún er falleg“ eða „hún er alveg einstök, það er engin eins og hún“. Þau Halli og Steina eign- uðust þrjá drengi; Steinar, Reyni og Sölva. Halli var svo stoltur af drengjunum sínum og var þeim góður faðir. Hann hafði svo gam- an af því hvað þeir voru ólíkir drengirnir hans og hvað þeir eru vel gerðir þessi drengir. Halli brosti sínu stóra brosi og augun ljómuðu þegar hann talaði um fjölskylduna sína og ekki síst hvað hann hlakkaði til að verða afi sem var mjög stutt í að hann yrði. Hann elskaði sveitina í Lax- árdal og þau Steina byggðu þar sumarhús fyrir fjölskylduna sína. Halli átti ekki erfitt með að hrósa fólki og hvetja það áfram. Hann kláraði kennaranám og varð tón- listarkennari í Ölduselsskóla. Halla þótti gaman að vinna með börnunum og hann ljómaði þegar hann var að tala um verkefni sem hann var að vinna með þeim. Honum þótti þau vera svo dugleg og frábær. Hann hafði svo gaman af fólki sem varð á vegi hans og hann var fljótur að kynnast því og eignast vini. Hann var skemmtilegur sögu- maður, með ótrúlegt ljóðaminni og sögustundirnar eru margar og góðar. Hann var svo góður mað- ur hann Halli, stór sál og gaf svo mikið af sér. Ég á honum svo margt að þakka, því Halli var svo góður bróðir. Kæra fjölskylda, Steina, Steinar, Reynir, Sölvi, Ír- is og Alda, mamma og pabbi, Linda og Gulli og fjölskyldur, það er erfitt að skrifa þetta og kveðja hann Halla okkar, en lífið er eins og konfektkassi, sagði einhver og molarnir eru misgóð- ir. Hjördís systir. Elsku Halli. Þegar þú kynntist yndislegu systur minni fyrir rúmum 30 ár- um varðst þú stór partur af fjöl- skyldunni og áttir að vera það um ókomna tíð en nú er stórt skarð komið í hópinn okkar. Þau eru ófá listaverkin sem þú skilur eftir hjá okkur en það fal- legasta og besta eru duglegu strákarnir ykkar sem þú varst svo óendanlega montinn af. Það er erfiðara en orð fá lýst að kveðja þig. Ég bið Guð að gefa þér ljós og frið. Þessi meðalvegur sem við leitum öll að, er svo grýttur og tregur, erfitt að komast að. Á meðan við leitum finnum við margt, hvað lífið er fallegt en líka svo hart. Með bænum til Guðs við náum oft hátt, getum þá brosað og tekið sorgina í sátt. Elsku Steina Magga, Steinar, Reynir, Sölvi, Íris, Alda og fjöl- skylda, þið eigið hug minn allan og ég mun gera allt sem ég get til að vera til staðar. Elska ykkur. Sigurborg (Bogga). Halli Reynis, frændi minn, er fallinn frá, langt um aldur fram; Reynir, faðir Halla, og ég erum systkinabörn. Við Halli vorum báðir í sveit á Erpsstöðum hjá þeim sæmdarhjónum Gunnhildi Ágústsdóttur og Hólmari Páls- syni, ég búinn að vera nokkur sumur á undan en var alltaf við- loðandi sveitina, kom um páska og fór í smalamennsku á haustin. Eina páskana böðuðum við allt fé inni í fjárhúsi. Halli hló mikið að mér fyrir göslaganginn því að ég fór stundum á bólakaf með kind- unum. Vinskapur okkar var góður. Við fórum mikið í veiði í Ljár- skógavötn og Haukadalsvatn. Halli var lunkinn veiðimaður. Hann var svo lifandi og skemmti- legur persónuleiki og sá oft spaugilegu hliðarnar á fólki. Hann var einnig góður íþrótta- maður, sérstaklega í knatt- spyrnu og golfi. Þegar hann slas- aðist á fæti var hann heima lengi og tók ástfóstri við gítarinn. Eitt sinn spilaði hann hjá mér á veit- ingastað á Seltjarnarnesi. Kom þá gestur frá krá uppi á Höfða og skildi ekkert í því að sami maður væri að spila á tveimur stöðum. Þá var Gulli, tvíburabróðir Halla, að spila sama kvöld. Ég var stoltur af Halla og hvað hann var duglegur að koma sér upp bústað vestur í Dölum, búinn að mennta sig í tónlist og orðinn kennari. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Síðast hitti ég hann á tónleik- um í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann hafði þroskast svo vel sem tónlistarmaður og átti auðvelt með að segja sögur af tilurð lag- anna. Við systkinin fórum öll á þessa frábæru tónleika. Alltaf þegar við Halli hittumst tókum við hvor utan um annan. Halli var stoltur af sínu fólki og þótti mjög vænt um Dalina. Ég vil fyrir hönd aldraðrar móður minnar og systkina þakka Haraldi Reynissyni fyrir sam- fylgdina. Við vottum Steinunni og stórfjölskyldunni okkar inni- legustu samúð. Hvíl í friði vinur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ásgeir Sævar Víglundsson. Hann Halli frændi er farinn. Ófá tárin hafa fallið síðustu vik- una og þau síðustu hafa enn ekki fallið. Halli skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni sem við þurfum að vera dugleg að fylla upp í með minningum um hann. Þetta er enn svo óraunverulegt og það er skrítið að hugsa til þess að ég sé búin að fara á síðustu tónleikana með honum, heyra hann segja síðustu söguna sína eða sjá hann í koma í síðasta skiptið niður til afa eins og vind- sveipur að fá sér kaffi og spjalla. Halli var mér alltaf kær og fjöl- skylda hans á sérstakan sess í hjarta mínu, enda passaði ég alla strákana hans á mínum yngri ár- um og var fyrsta vinnan mín þeg- ar ég var níu ára að passa Steinar og Reyni yfir sumarið ’96. Ég minnist þess sumars með mikilli hlýju og gleði, en Halli og Steina tóku mig með í ferðalag til Ak- ureyrar og í sveitina á Vígholts- stöðum og naut ég þess að ferðast með þeim og strákunum. Þegar Sölvi fæddist tók ég við að passa hann og aftur varð ég smá heimalningur hjá þeim. Hann Halli var alltaf svo stoltur og montinn af strákunum sínum, enda heilsteyptir og vel mótaðir strákar allir þrír, þeir voru allt sem hann óskaði sér. Heimili Haraldur Reynisson Ásæra móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Gógó, fyrrverandi húsfreyja Alheimi, Flatey á Breiðafirði, er lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn 19. september verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 27. september klukkan 13. Erla Sigurbergsdóttir Haukur Már Haraldsson Margrét S. Sigurbergsdóttir Þór G.V. Ólafsson Guðjón Sigurbergsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tendafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS PÉTUR BERGSSON fiskmatsmaður, Stórholti 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. október klukkan 13.30. Anna Jónína Þorsteinsdóttir Þorsteinn, Viðar, Jóhann Bjarni, Árni, Margrét, Rúna Björk, Erla Hrönn Júlíusarbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför HLYNS JÓNASSONAR, Tjarnartúni 13, Akureyri. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.