Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 ✝ ÞorsteinnGrétar Einars- son var fæddur 11. október 1964 í Silfurtúni í Garði. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 16. september 2019. Foreldrar hans voru Einar Daní- elsson frá Ísafirði, f. 6. september 1927, d. 8. maí 2001, og Kar- ítas Halldórsdóttir frá Vörum í Garði, f. 12. september 1928, d. 26. janúar 2014. Systkini Grétars eru Gunnar H. Häsler, f. 1950, maki Brynja Kristjáns- dóttir, f. 1954. Elísabet Guðný, f. 1952, maki Hermann Krist- jánsson, f. 1951. Snorri, f. 1954, d. 2010, maki Málfríður Jódís Guðlaugsdóttir, f. 1962. Kristjana Vilborg, f. 1956, maki Sigurður Ásmundsson, f. 1963. Halldór Einarsson, f. 1957, maki Hrafnhildur Sig- urðardóttir, f. 1962. Daníel, f. Olivia Anna Canete Apas, f. 28. ágúst 2001. Grétar bjó í Garðinum alla sína tíð og starfaði við fisk- vinnslu hjá afa sínum og frænda á sínum yngri árum. Svo fór hann að vinna við smíðar hjá Ásgeiri Kjart- anssyni frænda sínum og vann hjá honum samfellt í mörg ár og eftir að hann stofnaði sína eigin fiskverkun árið 1995 greip hann alltaf í hamarinn hjá Ása í gegnum tíðina þegar minna var að gera í fiskhús- inu. Hann hafði einnig unnið við pípulagnir síðasta vetur hjá Sigurði mági sínum. En frá unga aldri átti knattspyrna hug hans allan og spilaði hann með nokkrum félögum, eins og Víði, Keflavík, FH og Grinda- vík ásamt því að spila þrjá leiki með A-landsliðinu. Hann æfði og spilaði með Old Boys Keflavík/Víðir síðustu ár sem var félagsskapur og urðu þeir Íslandsmeistarar oftar en einu sinni. En stærsta hluta hjarta hans áttu þó Víðir og Grinda- vík þar sem hann spilaði lengst á sínum ferli. Útför Grétars fer fram frá Útskálakirkju í Garði í dag, 27. september 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. 1959. Vilhjálmur Steinar, f. 1961, maki Karen Heba Jónsdóttir, f. 1960. Þorsteinn Kristinn, f. 1962, maki Kolbrún Edda Sigfúsdótt- ir, f. 1960. Sam- feðra er Björn Heiðar, f. 1948, maki Margrét Árnadóttir, f. 1950. Grétar giftist Erlu Dögg Gunnarsdóttur, f. 19. ágúst 1967, þann 30. júní 2008. For- eldrar hennar eru Gunnar E. Sigurbjörnsson, f. 1934, og Sigríður Óladóttir, f. 1935, d. 2011. Börn Grétars og Erlu eru Sunna Rós, f. 14. janúar 1987, hennar maki er Svavar Ingi Lárusson, f. 30. desem- ber 1994, sonur þeirra er óskírður Svavarsson, f. 31. ágúst 2019. Ásgeir, f. 4 ágúst 1995, og Árni Gunnar, f. 7. janúar 1997, kærasta hans er Elsku Grétar minn. Svo sannarlega datt ég í lukkupottinn þegar Guðborg vinkona kynnti okkur hvort fyrir öðru fyrir tuttugu og sex árum og við höfum verið saman síðan og verð ég henni eilíflega þakk- lát. Þú varst ekki bara maðurinn minn, þú varst líka minn besti vinur. Sunnu Rós tókstu strax sem þinni eigin dóttur og aldrei sýndir þú að þú ættir eitthvað minna í henni en strákunum okkar, öll fengu þau ómælda ást frá þér og tilsögn um það sem skipti máli í lífinu. Við fjölskyld- an fengum stóran skell fyrir tíu árum þegar þú fékkst hjartaáfall í miðjum fótaboltaleik í Grinda- vík, en þá léku lukkudísirnar við okkur og ungur maður ásamt að- stoð frá öðrum bjargaði lífi þínu. Ég átti nú ekki von á öðru en að við fjölskyldan fengjum nú nokkra áratugi saman eftir það áfall, þar sem allt heppnaðist svo vel í aðgerðinni. En svo kom annar skellur núna í maí og þeg- ar greining lá fyrir í enda júní ætlaðir þú svo sannarlega að berjast við þennan vágest, en því miður hafði hann betur í þessari baráttu. Þú varst ótrúlegur í þessari þrekraun eins veikur og þú varst, pínu sár fyrst en aldrei reiður og svo æðrulaus og reyndir að vera svo hress fyrir okkur hin, ótrúlega duglegur að mæta upp í fiskhús og reyna að hjálpa strákunum okkar Ásgeiri og Árna Gunnari sem stóðu vaktina fyrir okkur í fiskhúsinu meðfram sinni vinnu, alveg rosa- lega duglegir og þú varst svo stoltur af þeim og Oliviu okkar sem var svo dugleg að hjálpa þeim. Og ekki varstu minna stoltur af því að ná að verða afi og áttir þú nokkra daga með litla drengnum hennar Sunnu þinnar og Svavars sem kom í heiminn þrítugasta og fyrsta ágúst síð- astliðinn þú varst svo glaður að geta haldið á honum og að við ættum ykkur tvo saman á mynd. Og vissulega höfum við fjöl- skyldan átt yndislegt líf saman og mikið hlegið sérstaklega við matarborðið við að stríða hvort öðru. Við fengum sem betur fer öll fjölskyldan að vera hjá þér þegar þú kvaddir ásamt nánum vinum. Og elskan mín, mig grun- ar nú að þú hafir verið búinn að biðja töluvert margt fólk að passa upp á okkur fjölskylduna þína því hjálpsemin, hlýhugur- inn og samkenndin frá fjöl- skyldu, vinum og fólki í okkar bæjarfélagi og þínu gamla knatt- spyrnufélagi Víði í Garði er ótrú- leg, það hlýjar manni um hjarta- rætur og allt sem þetta fólk er búið að gera fyrir okkur í sorg- inni er algjörlega ómetanlegt og erum við ótrúlega þakklát. Elskan mín, þú varst og verð- ur alltaf svo sannarlega stóra ástin í lífi mínu og ég verð að læra að lifa án þín, en ég veit að þú verður alltaf hjá okkur svo ég enda á kveðjunni sem við fjöl- skyldan notum fyrir hvert annað. Ég elska þig. Ástin þín, Erla. Elsku pabbi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar góðu rök- ræðurnar sem við áttum saman um fótbolta og ýmislegt annað. Höfðum við yfirleitt ólíkar skoð- anir á því hvernig átti að gera hlutina, en náðum samt að klára þá á þinn veg. Það verður skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur, en við systkinin pössum mömmu vel, stelpurnar okkar og hvort annað. Englar eins og þú: Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Guð geymi og varðveiti þig, elsku pabbi minn. Þinn sonur Ásgeir. Elsku pabbi minn. Ég er ótrúlega stoltur að vera sonur þinn og hef alltaf litið upp til þín í lífinu og boltanum. Frek- ar montinn af því sem þú afrek- aðir í boltanum og þegar fólk spyr mig hverra manna ég sé þá á ég erfitt með að komast hjá því að springa úr stolti því að Grétar Einars úr Garðinum er pabbi minn. Þó að þú sért farinn frá okkur þá munt þú lifa áfram í mér í gegnum góðu gildin sem þú brýndir fyrir mér. Ég sakna þess að geta ekki lengur bullað með þér þangað til mamma hristir hausinn yfir okkur og skilur ekki neitt. Takk fyrir að leiðbeina mér í boltanum og í gegnum lífið og þökk sé þér þá er ég stoltur af þeim manni sem ég hef að geyma í dag. Ég elska þig svo mikið og á eftir að sakna þín á hverjum degi. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þinn sonur Árni Gunnar. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að koma öllu því sem mig langar að segja niður í eina grein þannig að hér kemur það helsta. En mikið var það, sem ég vann í pabbalottóinu þegar þú komst inn í líf mitt, þó svo að okkur hafi ekki alltaf komið sam- an um hlutina og það sem mér fannst þú ósanngjarn og óþol- andi þegar ég var unglingur. Þá er þakklæti og kærleikur mér efst í huga þegar ég lít til baka, allt þetta ósanngjarna og óþol- andi er löngu fyrirgefið og hverf- ur í allri þeirri ást og umhyggju sem þú gafst mér. Allt það sem þú gerðir fyrir mig, aðstoðin sem ég fékk frá þér og metnaðurinn, vinnusemin og drifkrafturinn sem þú sýndir og kenndir mér er stór partur af því hver ég er sem manneskja og hvar ég er stödd í dag, þú varst fyrirmynd í einu og öllu. Ég mun stolt reyna eftir bestu getu að gera jafn vel og þú þegar það kemur að uppeldi afakúts (vona bara að mér takist eins vel með hann og þér tókst með mig), mikið sem það er sárt að hugsa til þess að hann fái ekki að alast upp í faðmi þínum og kynnast sjálfur hversu frábær, skemmti- legur, hlýr og góður maður þú varst, en ég lofa því að hann fær að heyra allt um englaafa sinn og sjá dýrmætar myndir af ykkur saman, þú hefðir sko verið besti afi í heimi, það er alveg klárt mál. Ég elska þig, elsku pabbi minn, og mun halda áfram að gera það sem myndi gera þig stoltan. Þín dóttir Sunna Rós Þorsteinsdóttir. Í dag verður Grétar yngsti bróðir minn borinn til grafar. Eftir stöndum við nánustu ætt- ingjar harmi slegnir yfir ótíma- bæru fráfalli hans. Þá verður maður að líta til baka og hugsa um allar góðu stundirnar sem við níu systkinin áttum í Silfurtúni, sem var æskuheimili okkar. Það var oft galsi í mannskapnum, spilaður fótbolti á ganginum þar til rúðurnar í stofuhurðinni brotnuðu og mamma gafst aldrei upp á að skipta um þær. Þar var grunnurinn lagður að hæfileik- um Grétars og hinna bræðra minna í fótbolta. Knattspyrnufélagið Víðir rammaði síðan inn framhaldið að knattspyrnuferli bræðranna. Það er lyginni líkast að fimm af bræðrunum skyldu spila saman í meistaraflokki í þriðju deild og þá átti Grétar eftir að bætast í hópinn og varð síðan bestur af þeim öllum. Reyndar sagði Snorri heitinn bróðir að Grétar hefði fengið skóna hans þegar hann hætti og þess vegna hefði hann skorað svona mörg mörk. Enski boltinn varð snemma hluti af daglegu lífi okkar í fjöl- skyldunni og áður en útsending- ar hófust beint í sjónvarpi voru bræðurnir búnir að koma upp loftneti uppi á þaki á Silfurtúni til að hlusta á BBC í beinni. Þá fylltist Silfurtúnið af strákum til að hlusta á úrslitin í beinni út- sendingu og urðu oft skemmti- legar umræður þar sem við systkinin héldum öll hvert með sínu félagi. Grétar, Halli og Bogga héldu með Manchester United, ég, mamma, Beta og Steini með Liverpool, Danni með Derby og Snorri og Villi með Leeds. Grétar byrjaði snemma að vinna hjá frænda okkar Ásgeiri Kjartanssyni frá Bjarmalandi í fullu starfi við smíðar eða þar til að Grétar stofnaði sitt eigið fyrirtæki, ásamt eiginkonu sinni. Fyrirtæki sem fullvann afurðir úr sjávarútvegi og hefur það gengið mjög vel hjá þeim. Á milli vertíða vann hann áfram með Ás- geiri í smíðum. Á milli þeirra var mjög náið samband alla tíð. Heimilið okkar á Silfurtúni var hefðbundið sjómannsheimili þar sem faðirinn var sjaldan heima en móðir okkar Karitas Halldórsdóttir var hornsteininn á heimilinu. Samband Grétars og mömmu var mjög kært og hugs- uðu þau Grétar og Erla konan hans um mömmu síðustu árin hennar og verð ég þeim ávallt þakklátur fyrir það. Ég votta Erlu og börnum þeirra þremur, Sunnu, Ásgeiri og Árna, ásamt fjölskyldum þeirra innilega samúð. Gunnar Hámundarson Häsler. Mig langar að minnast míns góða vinar, frænda og félaga Þorsteins Grétars Einarssonar sem nú er fallinn frá langt um aldur fram. Minningar um Grétar ná yfir allt hans æviskeið, ég að verða 16 ára þegar hann kemur í heiminn tápmikill og fjörugur strákur. Það var oft fjör á ganginum á Silfurtúni þegar bræðurnir og pabbi þeirra voru í fótbolta, Kalla frænka bað mig stundum að laga stofuhurðina sem þoldi illa boltaleiki, snemma kom í ljós áhugi og færni þeirra bræðra í fótbolta og gott var að æfa sig á ganginum heima. Grétar byrjaði ungur að vinna með mér sem húsasmiður, ásamt því að reka eigin fiskverkun, þar var mest að gera á vertíðinni, en á sumrin var unnið við smíðar með mér allt þar til í sumar að veikindin komu í ljós. Á sama tíma og Grétar hóf störf hjá mér var hann að byrja að spila með meistaraflokki Víð- is, það var mikill metnaður í mín- um manni og aldrei mátti sleppa æfingu sama hvar við vorum að vinna, hann nýkominn með bíl- próf og við að byggja bústað fyr- ir austan fjall, þá fékk hann bara bílinn hjá mér og keyrði í Garð- inn og til baka eftir æfingu, ekk- ert mál fyrir hann. Með okkur Grétari tókst ein- stök vinátta, svona föður og son- ar-vinátta við gátum unnið sam- an sem einn maður og aldrei skildum við ósáttir þó að oft væri tekist á í rökræðum um ýmis mál. Þessa vináttu sýndu þau Grét- ar og Erla í verki þegar eldri sonur þeirra var skírður í höfuð mér. Grétar var einstaklega dug- legur til vinnu og ósérhlífinn, að vinna fullan vinnudag við smíðar eða í fiskinum og fara á æfingu eða spila leik um kvöldið og gefa ekkert eftir þar var ekkert mál hjá honum, þó að oft hafi hann verið sparkaður hressilega niður í leik þá mætti minn maður alltaf til vinnu. Heiðarleiki, ábyrgð og hjálp- semi einkenndu Grétar og að vera traustur vinur. Það er margs að minnast frá okkar langa samstarfi og vináttu sem ég geymi fyrir mig. Ég kveð minn kæra vin og frænda með þessu ljóði. Þegar endar æviskeið er sem vinir finni, það gerðist margt á lífsins leið, sem lifir í minningunni. (Stefán Ragnar Björnsson) Við viljum votta Erlu Dögg, börnum þeirra og barnabarni samúð okkar. Megi góður Guð styrkja þau og vernda. Ásgeir Kjartansson og fjölskylda. Í dag er borinn til grafar góð- ur vinur og félagi sem kvaddi okkur langt um aldur fram. Grétar var með yngri leik- mönnum í öflugu og samhentu liði okkar Víðismanna á árunum 1981-1990. Hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 1981. Grétar átti eftir að reynast okkur ómetanlegur liðs- félagi sem var ósérhlífinn og fylginn sér og skoraði ófá mörkin fyrir okkur Víðismenn. Þegar Grétar kom inn í Víð- isliðið voru gullaldarár liðsins að hefjast þar sem liðið komst upp úr þriðju deild í þá efstu á fjórum árum og komust alla leið í úr- slitaleik bikarkeppni KSÍ árið 1987. Grétar átti stóran þátt í vel- gengni liðsins þrátt fyrir ungan aldur, enda mjög metnaðargjarn. Hann skoraði 18 mörk í 71 leik í efstu deild fyrir Víði. Það voru fleiri lið sem nutu krafta Grétars á leikmannaferli hans. Hann spilaði með Keflavík, FH og Grindavík. Í Grindavík blómstraði Víðismaðurinn og átti þar nokkur frábær ár. Hann bar sterkar taugar til Grindavíkur og eignaðist Grétar marga góða vini þar. Grétar spilaði þrjá A-lands- leiki og spilaði þrjá bikarúrslita- leiki með þremur mismunandi liðum. Þegar formlegum knatt- spyrnuferli lauk sneri hann sér að golfi og var það eitt hans helsta áhugamál síðustu ár en boltinn var þó aldrei langt undan. Hann kom til að mynda inn á sem varamaður fyrir Víði í bikarleik 44 ára gamall og skor- aði fjórum mínútum eftir að hann kom inn á völlinn. Það lýsir honum vel, óbilandi keppnisskap, þrjóskur og mjög vinnusamur í lífi og starfi. Hann var drengur góður, mik- ill fjölskyldumaður og mjög uppátækjasamur. Það er góð saga af Grétari þegar Víðir spilaði við Fjölni í Grafarvogi en þá var verið að vígja nýja vallarklukku og okkar maður sagði að við skyldum vera fyrstir að vígja þessa klukku og viti menn, Grétar var búinn að skora mark eftir einungis níu mínútna leik og vígði þar með klukkuna. Grétar vann mjög óeigin- gjarnt starf fyrir Víði. Hann var lengi í unglingaráði félagsins og seinna meir sat hann í nokkur ár í aðalstjórn félagsins. Hans verður sárt saknað og við munum minnast Grétars um ókomna tíð fyrir störf hans fyrir Víði, bæði sem leikmanns og sem félagsmanns. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Grétars. Erla, Sunna, Árni, Ásgeir, óskírt barnabarn Grétars og makar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Grétars. Fyrir hönd Knattspyrnufélags- ins Víðis, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Jens Knútsson og Sólmundur Einvarðsson. Það var okkur mikil sorgar- frétt þegar okkur barst hingað til Flórída sú frétt, að vinur okkar Grétar Einarsson væri látinn, þó að við vissum um alvarleg veik- indi hans. Hann var ungur drengur þegar hann kom til mín á fótboltaæf- ingar hjá knattspyrnufélaginu Víði, þá var mér ljóst að hann hafði mikla hæfileika til að ná langt sem knattspyrnumaður. Hann var flinkur en umfram allt duglegur, hann þoldi ekki að tapa og hvatti aðra til dáða, enda náði hann þeim árangri að spila með landsliði Íslands. Hann ólst upp við það að þurfa að berjast við eldri bræður sína sem gáfu honum ekkert eftir en Grétar var einn af Silfurtúns- bræðrunum, sem allir léku knatt- spyrnu með Víði og gerðu Garð- inn frægan. Móðir hans hvatti þá alla til dáða. Mér er minnisstætt þegar Grétar kom með mér í sína fyrstu æfingarferð til Laugarvatns þá hringdi Kalla móðir hans og bað mig um að koma og athuga hvort eitthvað vantaði í ferðina, hún vildi að ekkert vantaði. Þannig hugsaði hún um drengina sína. Grétar var maður sem bar ekki tilfinningar sínar á torg en alltaf var hann ljúfur drengur sem vildi öllum vel. Mér varð ljóst um veikindi hans og að baráttan yrði erfið og ég veit að hann hefur ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana, frekar en í fótboltanum. Nú þegar hann er allur, er ég viss um að móðir hans hefur tekið vel á móti hon- um og haft allt tilbúið. Okkur Diddu finnst leitt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, farðu í friði, kæri vinur, og við biðjum Guð að vera með fólkinu þínu. Sigurður Ingvarsson og Kristín Erla Guðmundsdóttir. Hógværð, dugnaður og bros er það sem kemur upp í hugann þeg- ar ég minnist Grétars Einars- sonar. Ég ætlaði að hringja í Grétar til að fá hann til að spila með Norðurbænum á Sandgerð- isdögum um mánaðamótin ágúst- september síðastliðinn. Ég hafði ekki heyrt af veikindum hans, hann lét ekki mikið á sér bera ut- an vallar og kvartaði aldrei. Ég spilaði nokkra leiki gegn Grétari í innbyrðis leikjum Víðis og Grindavíkur þegar hann var að byrja að spila í meistaraflokki. Síðar lágu leiðir okkar saman í Grindavík árið 1994 þegar ég var formaður meistaraflokksráðs. Að öllum öðrum ólöstuðum er Grétar mikilvægasti leikmaður sem Grindavík hefur fengið. Persónu- leiki hans utan vallar sem innan smitaði alla. Grétar var leikmaður sem alla þjálfara dreymdi um að hafa í liði sínu. Hann var fyrir- mynd ungra uppaldra leikmanna úr Grindavík, Óla Bjarna, Óla Stefáns og fleiri leikmanna sem þá voru að hefja feril sinn með Grindavík. Ævintýri sem rétt var að byrja með sæti í efstu deild og bikarúrslitaleik 1994. Grétar spil- aði í fjögur ár með Grindavík og varð síðan einn besti stuðnings- maður liðsins ásamt Erlu eigin- konu sinni. Þau keyptu árskort á hverju ári og mættu á alla við- burði deildarinnar. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt, kæri vinur, minning um einstakan mann mun lifa. Ég votta fjölskyldu Grétars, vinum og ættingjum samúð mína. Jónas Karl Þórhallsson, fv. formaður Knatt- spyrnudeildar UMFG. Þorsteinn Grétar Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.