Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 Á raforkumarkaði er verslað með rafafl, sem mælt er í mega- wöttum (MW), og raf- orku, sem mæld er í megawattstundum (MWh). 1 MW rafafl, sem starfar í 1 klukku- stund (h), framleiðir 1 MWh af raforku. Orkuhluti mark- aðarins mælir aðeins framleidda raforku, sem virkjanir fá síðan greitt eftir samkvæmt til- boðs- eða uppgjörsverði eftir því sem ræður. Aflhluti markaðarins mælir til- tækt rafafl hverju sinni, hvort sem það er notað eða ekki. Ef aflmark- aði er sleppt, eins og gert er t.d. í Texas, er orkumarkaðurinn kall- aður „energy only market“. Raforkumarkaður á Íslandi hefur ekki enn tekið til starfa en um þess- ar mundir vinnur Landsnet að undirbúningi og hönnun á uppboðs- markaði. Aðalráðgjafar þess eru frá Danmörku, þar sem hvorki er að finna vatnsafls- né jarðvarmavirkj- anir til raforkuframleiðslu. Ramminn að starfrækslu raforkumarkaða með réttlátri sam- keppni og neytendavernd hér á landi er aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og þar með aðgengi að orkupökkum Evrópu- sambandsins (ESB). Þriðji orku- pakkinn var samþykktur á Alþingi í byrjun september sl. með miklum meirihluta atkvæða. Orkupakkarnir gegna veigamiklu hlutverki við að staðla og koma skikkan á við- skiptahætti innan raforkugeirans, sem annars gætu orðið flóknir og jafnvel óáreiðanlegir. Þarna ræður arðsemi ferðinni, eða kapítalismi í sinni hreinustu mynd. Raforkukerfi Raforkukerfin eru talin eitt af mestu verkfræðiafrekum 20. aldar- innar. Í varmaorkukerfum, þar sem mest er af kola- og gasaflsvirkj- unum með nægan aðgang að elds- neyti, er uppsett afl virkjana mæli- kvarði á það hvenær reisa eigi nýjar virkjanir. Þá er talað um að kerfið sé aflhannað. Í vatnsorkukerfum eins og hér á landi er orka eða tiltækt vatn mæli- kvarðinn. Það er tak- markað og breytilegt, aðallega eftir veð- urfari. Þá er sagt að kerfið sé orkuhannað. Því miður notaði Landsnet/Efla nýlega uppsett afl í kerfinu eða aflhönnun til að finna út hvenær þörf er á nýrri virkjun, sem er röng aðferð. Í stað þess ætti að nota orku- hönnun, sem er hin eðlilega aðferð við þessar aðstæður. Niðurstaðan verð- ur þá önnur en sú sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Loftlagsváin Mannlegar athafnir af hvaða tagi sem er hafa í för með sér útblástur á mengandi gróðurhúsaloftteg- undum, sem mældur er í koltví- sýrlings-jafngildi. Þar skiptir raf- orkuframleiðslan máli, en útblástur þess geira er um 25% af heildar- útblæstri á heimsmælikvarða. Parísarsamkomulagið 2015 kveð- ur á um að aðildarþjóðir skuli hafa að markmiði að hækkun hitastigs frá tímum fyrir almenna iðnvæð- ingu (1850-1900) verði innan við 2 °C á árunum 2020 til 2050, en leitast verði við að hækkunin verði innan við 1,5 °C. Ef markmiðin nást ekki verður það ekki gert að sök og fjárhagsleg viðurlög ekki í mynd- inni. Slagkraftur aðgerðanna verður þess vegna minni en ella. Vind- og sólarorka Hin almennu markmið alþjóða- samfélagsins um minnkandi loft- mengun skipta vissulega máli, en það sem skiptir meiru í raforku- málum er fallandi kostnaðarverð við virkjun á endurnýjanlegri orku. Á síðustu árum hefur orðið mikill vöxtur í vind- og sólarrafstöðvum erlendis og kostnaður við byggingu og rekstur virkjana af þeirri gerð hríðfallið. Þar sem best gerist hefur kostnaðarverð vindrafstöðva fallið um 50% frá 2010 og sólarrafstöðva um 85% og er ekkert lát á lækkun- inni. Hefur gríðarleg útbygging á þessari gerð virkjana um allan heim komið mörgum sérfræðingnum í opna skjöldu. Nú er svo komið að kostn- aðarverð vindrafstöðva á landi er komið niður fyrir 50 USD/MWh og sólarrafstöðva niður fyrir 30 USD/ MWh. Til samanburðar má áætla að kostnaðarverð nýrra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana hér á landi sé um 50 USD/MWh. Líklegt er að sú tala fari hækkandi á næstu árum með aukinni hörku í umhverfis- málum. Raforkuframleiðsla frá vind- og sólarrafstöðvum er breytileg. Í vindi ganga vindrafstöðvarnar vel en stöðvast í logni. Á sama hátt ganga sólarorkuver vel þegar sólin skín, en stöðvast annars og ávallt að nóttu til. Þá þarf að koma stuðn- ingur frá öðrum virkjunum svo sem vatnsaflsvirkjunum til að fylla upp í framleiðslulægðir. Þetta jafnar sig út á raforkumörkuðum. Einnig er hægt að útfæra vatns- aflsstöðvar sem dælustöðvar og dæla vatni upp í hátt liggjandi vatnslón þegar vind- og sólarorku- ver eiga afgangsraforku sem mark- aðurinn getur ekki tekið við. Í Jap- an og víðar er farið að dæla sjó inn á land vegna dæluvirkjana, en um- hverfissjónarmið hér á landi munu líklega koma í veg fyrir umræðu þar um. Gríðarleg atvinnutækifæri hafa skapast erlendis við fjöldafram- leiðslu og uppsetningu á vind- og sólarrafstöðvum og að sama skapi við að rífa niður gömul kjarnorku- og kolaorkuver sem ekki standast samkeppni. Þarna ræður kapítalisminn, eða auðvaldsskipulagið, ríkjum í baráttu gegn loftlagsvánni og virðist það duga best. Markaðshyggja og hag- kvæmni er höfð að leiðarljósi og þeir sem reisa vind- og sólar- rafstöðvar græða mest. Töluverðar líkur eru á því að þessi þróun nái fljótlega hingað til lands, en nokkrir vindgarðar (hópar af vindrafstöðvum) hafa þegar verið hannaðir. Viðhorf í raforkumálum eftir þriðja orkupakkann Eftir Skúla Jóhannsson »Raforkumarkaður á Íslandi hefur ekki enn tekið til starfa en um þessar mundir vinn- ur Landsnet að undir- búningi og hönnun á uppboðsmarkaði. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Alþingismenn og -konur komu fram fyrir alþjóð í sjón- varpsútsendingu við upphaf þings í byrj- un septembermán- aðar. Þeim varð sum- um tíðrætt um þann skort á virðingu sem er hjá þjóðinni gagn- vart Alþingi. Ítrek- uðu þjónustuhlutverk sitt við almenning og mikilvægi aðgengis fólks, ábend- ingar, skoðanaskipti og nauðsyn góðs samtals þjóðar og þings. Ýmsar reglur eru til um hvernig yfirvald á að koma fram gagnvart almennum borgurum. Má þar t.d. nefna: að veita nauðsynlega og leiðbeinandi aðstoð, að svara með rökstuðningi, að virða upplýs- ingarétt, að tryggja gegnsæi, að stuðla að réttaröryggi, að sér- hagsmunir stýri ekki niðurstöðu, að stefnumótun og ákvarðanataka mótist af sanngirni og virðinu fyrir lögum. Svo eitthvað sé til talið. Við hjón og ábúendur í Fossa- túni í Borgarfirði urðum fyrir þeirri reynslu að Alþingi hlutaðist til með beinum hætti um mál okkar, uppbyggingu og rekstur, þar sem ofangreind gildi voru öll brotin. Alþingi gaf okkur fingur- inn. Sparifatatal um virðingu Al- þingis verður hjóm eitt eftir slíka reynslu. Í örstuttu máli: Við fengum staðfestingu á að við værum í samkeppni við svarta atvinnu- starfsemi í veiðihúsi Veiðifélags Grímsár og Tunguár, sem við höf- um skylduaðild að. Gerðum at- hugasemdir en var vísað á dóm- stóla. Unnum í Hæstaréttarmáli nr. 676/2013. Veiðifélagið leitaði til Landssambands veiðifélaga sem fór í þá vegferð að fá lögum um lax- og silungsveiði breytt, með hljóðlátum hætti og snið- göngu annarra hagsmunaaðila. Þetta tókst með atfylgi Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi landbúnaðarráðherra. Hann réði formann Landssambands veiði- félaga, til þess að semja laga- breytingu til að leyfa það sem Hæstiréttur hafði dæmt á móti. Atvinnuveganefnd Alþingis undir forsæti Jóns Gunnarssonar og Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fetaði hlýðin sömu slóð. Sérhags- munaaðilinn sagði þeim fyrir verkum og þau beittu rang- færslum í nefndaráliti og fram- sögu. Þingmenn samþykktu síðan, meðvitundarlausir um inntak lag- anna í kranaafgreiðslu. Ólög Al- þingis nr. 50/2015 um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, urðu til. Afleiðing þessa er sú að nú telja veiðifélög landsins sér heim- ilt að standa í almennum gisti- og veitingarekstri allt árið (þ.e. ekki bara á hefðbundnum veiðitíma) sem felur í sér þunga og niður- greidda samkeppni við ferðaþjón- ustuaðila í héraði og hefur reynst gróðrarstía fyrir svarta atvinnu- starfssemi. Samkvæmt skilgrein- ingu Landssambands veiðifélaga eru þau nú atvinnurekstrarfélög. Þannig á það sér stað að við í Fossatúni og aðrir einstaklingar sem eiga land að veiðiám og reka ferðaþjónustu, hafa jafnframt skylduaðild að veiðifélögum og neyðast þannig til að vera í sam- keppni við sjálfa sig. Lesa má söguna alla í www.sveita- saga.com. Við töldum að Alþingi hefði staðið ranglega að lagasetning- unni og litið fram hjá mörgum mikilvægum atriðum. M.a. neðan- greint: 1. Atvinnuveganefnd þótti ekki tilefni til að kanna hvort lagagerðin stæðist félaga- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar og viðkomandi mannrétt- indasáttmála. Við höldum því fram að skylduaðild að at- vinnurekstrarfélagi standist hvorugt. 2. Atvinnuvega- nefnd ítrekaði að til- efni lagabreytingar- innar væri nefndur Hæstaréttardómur. – Sjónar- miðum málsaðilans sem tapaði var eingöngu haldið fram en aðilinn sem vann í Hæstarétti var snið- genginn. Þá var Samtökum ferða- þjónustunnar ekki boðið að vera umsagnaraðili. 3. Atvinnuveganefnd fullyrti að ágreiningur um skylduaðild væri ekki hluti Hæstaréttardómsins. – Bæði málssóknin sjálf og niður- staða Hæstaréttar grundvallaðist á skylduaðildinni. 4. Atvinnuveganefnd hélt því fram að markmiðið væri að breyta og auka lítillega við gild- andi lög. – Flestir myndu telja að um grundvallabreytingu væri að ræða en ekki smávægilega upp- færslu. Ári eftir að lögin voru sam- þykkt fréttum við fyrst af tilvist þeirra, í mars 2016. Við ákváðum strax að setja sjónarmið okkar fram við Alþingi: Að lagasetn- ingin hafi átt sér stað á hæpnum eða röngum forsendum. Hvort við mættum koma ábendingum á framfæri? Hvort möguleiki væri á að taka lögin upp væri fallist á rök okkar? Okkur var ráðlagt af skrifsstofu Umboðsmanns Alþingis að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis. Bréf var sent í apríl 2016 til Ögmundar Jónas- sonar, formanns nefndarinnar. Svar barst í október, þar sem okkur var tjáð að erindið hefði verið framsent til landbúnaðar- ráðuneytisins þar sem það snéri að vinnubrögðum ráðuneytisins. Þetta er útúrsnúningur því erindi okkar snéri fyrst og fremst að vinnubrögðum Alþingis. Annað bréf og beiðni um fund var sent í mars 2017 til Brynjars Níelssonar sem orðinn var formaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndarinnar. Ekkert svar barst, þrátt fyrir ítrekanir. Þriðja bréfið og beiðni um fund var svo sent til Helgu Völu Helgadóttur í maí 2018, en hún var þá formaður nefndar- innar. Ekkert svar barst og hún hefur nú látið af setu í nefndinni. Nýr formaður, tók við í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd nú í mánuðinum, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Við sendum henni erindi og beiðni um fund. Sjáum hvað setur. Það þykir vera að sýna óvirð- ingu ef hnefinn með löngutöng upp á við er sýndur fólki. Það er ekki síður óvirðing þegar kjörnir fulltrúar til þjónustu almennings beita þöggun eftir að hafa fengið kurteislega og málefnalega beiðni um fund og viðræður. Slík fram- koma er ígildi þess að gefa fing- urinn og ekki til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Alþingi gefur fingurinn Eftir Steinar Berg Ísleifsson Steinar Berg Ísleifsson » Alþingi hlutaðist til með beinum hætti um mál okkar, upp- byggingu og rekstur, þar sem ofangreind gildi voru öll brotin. Höfundur er ferðaþjónustubóndi. steinar@fossatun.is Eftir sýknudóm Hæstaréttar í Geir- finnsmálum í fyrra bað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hina sýknuðu innilega af- sökunar á því ranglæti sem þeir höfðu mátt þola og skipaði í kjöl- farið nefnd til þess að semja um greiðslu skaðabóta. Í ljós kom hins vegar að samn- ingsumboð þeirrar nefndar var tak- markað mjög og hafði ráðherra fyrir fram ákveðið það hámark sem ríkið var tilbúið að bjóða. Að sögn lög- manna hinna sýknuðu var tilboð ríkisins langt undir því sem dóma- fordæmi Hæstaréttar gefa til kynna að séu réttmætar bætur. Nú bregður svo við, þegar ríkis- stjórnin sendir greinargerð sína til dómstóla vegna fyrstu skaðabóta- kröfunnar sem þar verður dæmt um, að ríkið krefst algjörrar sýknu, telur sig óbundið af fyrri sátta- boðum og segir loks: „Af hálfu íslenska ríkisins er öllum ávirðingum gagn- vart lögreglu og dóm- stólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi, lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hafnað enda ósannaðar með öllu.“ Það var skrítin afsökunarbeiðni, um hvaða ranglæti var for- sætisráðherra þá að tala og bjóða bætur fyrir? En það væri gott ef ráðherra gæti þvegið hendur sínar með þessari yfir- lýsingu: „Að gefnu tilefni vill forsætis- ráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfð- uð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetn- ingu hennar.“ Að vísu er hún röng. Ráðherra hefur forræði á kröfugerð ríkisins í hverju dómsmáli og ríkis- lögmaður hefur að engu leyti ríkari heimildir en hver annar lögmaður sem vinnur í þágu umbjóðanda síns. Að láta eins og forsætisráðuneytið hafi ekki ráðið kröfugerðinni og að ríkislögmaður hafi sjálfur tekið allar ákvarðanir í málinu er nýstárleg skýring. Gott væri ef ráðherra gerð- ist svo vinsamleg að svara því hvort greinargerð ríkisins hefði ekki verið til skoðunar í ráðuneyti hennar áður en hún var lögð fram fyrir dómi. Þar sem ráðherra baðst afsök- unar á fyrra ranglæti sem hinir sýknuðu urðu að þola væri ágætt að hún yki ekki á það sjálf. Hins vegar getur hún huggað sig við það að ekkert er endanlegt við greinargerð ríkisins. Ávallt má draga úr kröfum, fallast á bótaábyrgð og bjóða fram þá fjárhæð fyrir dómi sem þegar hefur verið boðin fram utan réttar. En sé þetta allt saman lögmann- inum að kenna væri kannski ástæða til að forsætisráðherra íhugaði að ráða sér annan betri í það valda- mikla starf. Það vorum ekki við, það var lögmaðurinn! Eftir Hilmar Garð- ars Þorsteinsson » Þar sem ráðherra baðst afsökunar á fyrra ranglæti sem hinir sýknuðu urðu að þola væri ágætt að hún yki ekki á það sjálf. Hilmar Garðars Þorsteinsson Höfundur er lögmaður á Málsvara lögmannsstofu. hilmar@malsvari.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.