Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 Hátíðarhöld Þjóðhátíðardegi Alþýðulýðveldisins Kína, sem verður 70 ára 1. október, var fagnað með pompi og prakt í gær á Hilton Nordica í Reykjavík, en sendiráðið stóð fyrir gleðinni. Eggert Í gær skrifuðu rík- isstjórn og stjórn- endur sveitarfélag- anna á höfuðborgar- svæðinu undir tíma- mótasamkomulag um stórsókn til bættra samgangna. Tíma- mótin felast ekki síst í því að ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð saman um sameiginlega sýn um fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en samskipti þessara aðila hafa nán- ast verið í frosti áratugum saman þegar kemur að samgöngum. Borg- in hefur barist fyrir einni leið og Vegagerðin fyrir annarri en báðir hafa haft sama markmið: að bæta og auðvelda umferð á svæðinu. Ekki lausn, heldur lausnir Niðurstaðan sem kynnt var í gær er ávöxtur þess að strax þegar ég settist stól ráð- herra samgöngu- og sveitarstjórnarmála ákvað ég að leiða saman þessa andstæðu póla til að vinna að lausn máls- ins. Útkoman er hag- stæð fyrir alla, hvort sem þeir vilja aka sínum fjölskyldu- bíl, nýta almenningssamgöngur, ganga eða hjóla. Ríflega 52 millj- arðar króna fara í stofnvegi, tæp- lega 50 milljarðar í uppbyggingu innviða fyrir hágæða almennings- samgöngur, rúmlega 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga, brýr og undir- göng og rétt rúmir sjö milljarðar í umferðarstýringu. Fjölbreytt fjármögnun Lykillinn að því að hægt sé að ráðast í svo stórkostlegar fram- kvæmdir er að fjármagn sé tryggt. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveit- arfélögin 15 milljarða og sérstök fjármögnun verður 60 milljarðar. Sérstök fjármögnun verður að ein- hverju leyti í formi umferðargjalda sem verður hluti af þeirri vinnu sem unnið er að í fjármálaráðuneytinu varðandi endurskipulagningu fjár- mögnunarkerfis í samgöngum vegna orkuskiptanna. Samgöngukerfið er nú fjármagnað með bensín- og olíu- gjöldum sem fara hratt minnkandi vegna örrar fjölgunar vistvænna ökutækja. Sundabraut Eitt af því sem samkomulagið rennir stoðum undir er bygging Sundabrautar sem lengi hefur verið í umræðunni en ekki hefur náðst samkomulag um. Með þessum fram- kvæmdum er lagður grunnur að betri tengingu höfuðborgarsvæð- isins við landsbyggðina með veg- lagningu yfir sundin upp á Kjalar- nes. Sú tenging myndi létta á umferð í Ártúnsbrekku og með sterkari stofnvegum á höfuðborg- arsvæðinu auðvelda mjög umferð í gegnum svæðið til Keflavíkur- flugvallar. Tíminn er dýrmætur Samgöngur snúast fyrst og fremst um lífsgæði. Tíminn er stöð- ugt mikilvægari þáttur í lífsgæðum, við viljum ráða því sem mest sjálf hvernig við verjum tíma okkar. Tím- inn sem fer í umferðarflækjur er ekki aðeins óhagstæður fyrir efna- haginn heldur gengur hann á þann tíma sem við ætlum okkur með fjöl- skyldu og vinum. Betri umferðar- mannvirki stuðla einnig að bættri umferðarmenningu og öruggari um- ferð, færri slysum. Áhersla mín á öflugar samgöngur um allt land er komin til vegna þess að ég trúi því að öflugar samgöngur séu hluti af sterkara samfélagi. Samgöngu- sáttmáli höfuðborgarsvæðisins er mikilvægur hluti af þeirri sýn. Eftir Sigurð Inga Jóhannson »Útkoman er hagstæð fyrir alla, hvort sem þeir vilja aka sínum fjölskyldubíl, nýta almenningssamgöngur, ganga eða hjóla. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Betri tímar í umferðinni Í stjórnmálaumræðu samtímans verður stöð- ugt erfiðara fyrir venjulegt fólk að halda uppi vitrænum sam- ræðum við ofurgáfað fólk á vinstri hlið stjórnmála. Algengustu slagorð gáfufólks á vinstri hlið eru jöfn- uður, réttlæti og feðra- veldi. Það skal játað að sá er þetta ritar er mjög illa að sér í orð- færi kvennahreyfingar og svokallaðs femínisma. Þannig verður hugtakið „feðraveldi“ hulið þoku. Hugtakið virðist notað til að segja viðmæland- anum að þegja, viðmælandinn sé svo ómerkilegur að hann sé ekki hæfur til samtals. Stundum þegar talað er um femínisma og ferðaveldi er logið svo hratt að enginn hefur tíma til að hiksta. Femínismi og feðraveldi er ofar skilningi pistilhöfundar þegar gáfað fólk talar. Hugtökin jöfnuður og réttlæti hafa mjög oft komið til umræðu í pistlum þess er þetta ritar. Þau virðast notuð í sama tilgangi og „feðraveldi“. Pist- ilhöfundur hefur aldrei talið sig á móti réttlæti, miklu heldur hefur hann barist fyrir réttlæti, oftar en ekki með takmörkuðum árangri. Yfirleitt er það svo að sérhagsmunir verða réttlætinu yfirsterkari. Þá er hægt að segja með sanni „vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti“. Pistilhöfundur telur að stundum hafi réttlætistal sumra þann tilgang einan að svipta fátæka menn lífinu. Hinn full- komni jöfnuður kann á stundum að snúast upp í andstæðu réttlætis, en það er ranglæti. Það gleymist stund- um að í lög um skyldu- tryggingu lífeyrisrétt- inda nr. 129/1997, vantar eina setningu í þriðju málsgrein fyrstu greinar: Sérhver ein- staklingur er ábyrgur fyrir því að afla sér líf- eyrisréttinda. Fullkominn jöfnuður í óréttlæti Pistilhöfundur hefur reynt að skilja skerðingar almannatrygginga og í þeim tilgangi hefur hann sent fyrirspurn til Tryggingastofnunar ríkisins. Svör hafa ekki borist. Þó hefur pistilhöfundur náð einum skiln- ingi, en hann er sá að þeir sem hafa greitt skilmerkilega í lífeyrissjóð af lægstu launum eru jafn vel, eða eftir atvikum illa, settir og þeir sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð af launum sínum. Þetta er fullkominn jöfnuður en er þetta réttlæti? Í öllu falli er þetta ekki réttlæti þegar í hlut eiga einstaklingar, sem látið hafa undir höfuð leggjast að afla sér lífeyrisrétt- inda þótt þeir hafi átt kost á því. Ófrávíkjanlegar kröfur Viðræður um kjarasamninga eru ekki lengur samkomulag um kaup, heldur átök um að ganga að „ófrá- víkjanlegum kröfum“. „Kröfurnar“ snúast ekki um þætti, sem atvinnu- rekandinn hefur vald yfir, heldur um kröfur um aðgerðir ríkisvalds þar sem samningsaðilinn er ekki atvinnu- rekandi heldur ríkisstjórn. Ríkis- stjórn, eða fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar, getur aðeins sam- ið um laun ríkisstarfsmanna, en ekki tekið fram fyrir hendur löggjafar- valdsins. Löggjafarvaldið er alger- lega óbundið af vilyrðum ríkis- stjórnar um „ófrávíkjanlegar kröfur“ verkalýðshreyfingar. Þær „kröfur“ geta orðið kosningamál ef verkalýðs- hreyfingin ákveður að verða stjórn- málaflokkur. Kjarasamningar og lánskjör Hvernig í ósköpunum getur ein ríkisstjórn látið það yfir sig ganga að skerða rétt þeirra sem komnir eru á efri ár að taka lán? Hvað kemur ríkisstjórn það við hvernig lánveit- andi og lántaki semja, svo fram- arlega sem nokkurt jafnræði er með lánveitanda og lántaka og ekki er far- ið á svig við Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga frá 1936? Samkvæmt frumvarpi, sem er á samráðsgátt stjórnarráðsins, á að banna öldruðu fólki að taka verð- tryggð lán og svo á einnig að auka greiðslubyrði þeirra, sem ekki missa réttindi til að taka lán. Greiðslu- byrðin kann að aukast um 25-30%. Þetta eru kröfur misviturra verka- lýðsleiðtoga um málefni sem þeim koma ekki við. Ríkisstjórn getur að- eins haft eitt markmið í lánamálum. Það er að vinna að stöðugleika. Stöðugleiki skilar sér í lánskjörum án tillits til aldurs. Laun að verðleikum Það kann að vera að einhverjum þyki launin lág. Vissulega eru laun oft lág. Ástæðan kann að vera sú að starfið framleiði ekki vöru og þjón- ustu sem er eftirsóknarverð á mark- aði. Þá eru launin lág að verðleikum. Einn ágætur félagsmálaráðherra sagði að á Íslandi væri aðeins til fá- tækt í einni starfstétt. Það væru að- eins til fátækir bændur. Sennilega er þetta rétt hjá ráðherranum því sauð- fjárbændur hafa ekkert upp í laun og fastan kostnað af búrekstrinum. Það eru aðeins greiðslur samkvæmt bú- vörusamningum sem gefa skítleg laun fyrir sauðfjárbændur. Sauð- fjárrækt er lífsstíll fremur en alvöru- atvinnugrein. Framleiðslan er langt umfram eftirspurn innanlands og stórlega niðurgreitt afurðaverðið er ekki samkeppnishæft við aðra inn- lenda kjötframleiðslu. Útflutningur hefur mistekist. Í fíkn verkalýðshreyfingar til skattahækkana kemur í ljós að þeir sem verða andlag til hátekjuskatts eru yfirmenn á fiskiskipum, flug- menn og hærra settir starfsmenn fjármálafyrirtækja. Læknar og ýms- ir sérfræðingar reka starfsemi sína í einkahlutafélögum og skammta sér hófleg laun út úr hlutafélaginu en út- hluta sér síðan arði. Skattur á hluta- félög er flatur 37,6% að teknu tilliti til fjáreignatekjuskatts af úthlut- uðum arði. Hátekjuskattur nær ekki til þessara aðila. Reyndar er það svo að 20% skattgreiðenda greiða 80% af tekjuskatti, að teknu tilliti til vaxta- bóta og barnabóta. Menntun metin til launa Það kann að verða lítils virði að afla sér menntunar ef verkalýðs- hreyfing, sem hefur svör við öllu á reiðum höndum, krefst fullkomins jöfnuðar og að laun verði skattlögð til að ná fram jöfnuði. Fyrir utan skyldu ríkisvalds til að viðhalda stöðugleika þá á það að vera markmið að reka at- vinnustefnu á þann veg að það verði eftirsóknarvert fyrir vel menntað vinnuafl að snúa heim eftir nám, til þeirrar byggðar sem ól það eða í það minnsta til ættlandsins. Þekkingarfyrirtæki greiða laun að verðleikum. Þeir, sem hafa skapað sér sérhæfingu, ná að selja vinnuafl sitt að verðleikum. Það kann að vera að nútímamað- urinn sé í svipuðum sporum og þegar næturgesturinn sagði: „Mér hefur verið kennt að það væru ekki nema óheiðarlegir menn eða bjánar sem hefðu svar á reiðum höndum við öll- um spurningum.“ Það eru margir bjánar, sem hafa svör við öllu. Og þurfa ekki að svara fyrir þann sann- leika, sem reiddur er fram fyrir jöfn- uð og réttlæti, en ekki jöfnuð eða réttlæti. Svo er komið þegar „samninga- fundir“ um kjör á vinnumarkaði eru aðeins til að undirrita „ófrávíkjan- legar“ kröfur og að setja öðrum óbærileg kjör. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Pistilhöfundur hefur aldrei talið sig á móti réttlæti, miklu heldur hefur hann bar- ist fyrir réttlæti, oftar en ekki með takmörk- uðum árangri. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Jöfnuður, réttlæti eða laun að verðleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.