Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 33
MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik er komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir vel útfærðan 1:0- sigur gegn Spörtu Prag í 32-liða úr- slitum keppninnar á Strahov- vellinum í Prag í Tékklandi í seinni leik liðanna í gær. Fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli 11. september lauk með 3:2-sigri Breiðabliks og Kópa- vogsliðið vinnur því viðureignina samanlagt 4:2. Tékkarnir byrjuðu leikinn betur og sóttu mikið fyrstu mínútur leiks- ins. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir kom inn í markið í fjarveru fyrirliðans Sonnýjar Láru Þráinsdóttur og stóð sig mjög vel. Á 54. mínútu dró til tíð- inda þegar Áslaug Munda Gunn- laugsdóttir átti frábæran sprett upp vinstri kantinn. Hún sendi boltann út í víddina á Öglu Maríu Alberts- dóttur, sem lagði hann út í teiginn í fyrsta. Þar var Berglind Björg Þor- valdsdóttir mætt og hún setti bolt- ann með vinstri fæti í vinstra horn, einnar snertingar fótbolti hjá Blik- um eins og hann gerist bestur. Það var því vel við hæfi að mark Berg- lindar skyldi reynast sigurmark leiksins. Tékkarnir bensínlausir Leikur Blika var bæði vel upp- settur og vel framkvæmdur. Tékk- neska liðið þurfti á marki að halda og leikmenn Spörtu Prag lögðu mik- ið kapp á að skora snemma leiks. Þær pressuðu Blika ofarlega á vell- inum og Kópavogsliðið gerði vel í að leysa úr þeirri pressu. Tékkarnir voru meira með boltann í fyrri hálf- leik en þrátt fyrir það var Breiðablik með fulla stjórn á leiknum allan tímann. Það var ekki sami kraftur í tékkneska liðinu í síðari hálfleik og þær virtust í raun hálf bensínlausar. Að sama skapi var mikill kraftur í Blikum, sem sprengdu upp miðjuna hjá Tékkunum trekk í trekk í síðari hálfleik, og Kópavogsliðið hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum. Tékkarnir voru fastir fyrir og létu finna vel fyrir sér. Blika- stúlkur gerðu mjög vel í að halda haus allan tímann og láta ekki slá sig út af laginu. Þetta er í annað sinn frá árinu 2009 sem íslenskt lið kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar, eða allt frá því að fyrirkomulagi keppn- innar var breytt. Stjarnan úr Garða- bæ komst í sextán liða úrslitin árið 2017 en féll úr leik gegn Slavia Prag. Dregið verður í sextán liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon á mánudaginn kemur. Í annað sinn á tíu árum  Blikar í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit  Vel útfærður leikur hjá bæði leikmönnum og þjálfurum  Kópavogsliðið hljóp yfir þunga Tékka Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Fjolla Shala á fullri ferð í fyrri leik liðanna á Kópavogsvellli en Fjolla átti mjög góðan leik í Tékklandi í gær. ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 Það var afar erfitt að horfa upp á íslenska kvennalandsliðið í handbolta fá á baukinn í Króatíu í undankeppni EM á miðvikudag- inn var. Íslenska liðið skoraði að- eins þrjú mörk í öllum fyrri hálf- leiknum og fimm í þeim seinni. Ísland gat í raun þakkað fyrir klaufaskap í sóknarleik Króata, því tapið hefði getað orðið enn stærra, en lokatölur urðu 29:8. Það vantaði allt flæði í sókn- arleik Íslands, sem var hægur og fyrirsjáanlegur. Karen Knúts- dóttir var sú eina sem var búin að skora mark þangað til um miðjan seinni hálfleik, sem hlýt- ur að vera einhvers konar met hjá íslensku landsliði. Arnar Pétursson er afar fær þjálfari eins og árangurinn hjá ÍBV sannar, en fyrsti leik- urinn hans sem landsliðsþjálfari var stórslys. Fyrir fram var talið að Ísland og Króatía myndu berjast um annað sætið, en Ís- land fer ekki langt í þessari undankeppni með svona frammistöðu. Ísland mætir Frakklandi á sunnudaginn kemur. Frakkland er ríkjandi Evrópu- og heims- meistari og mun sterkari and- stæðingur en Króatía. Með frammistöðu eins og í gær verð- ur skellurinn enn stærri. Ég trúi ekki öðru en að leikmenn stappi stálinu hver í annan og séu stað- ráðnir í að gera mun betur. Þótt líkurnar á að Ísland vinni Frakkland séu ekki miklar er ekki hægt að biðja um meira en að áhorfendur og leikmenn geti verið stoltir í leikslok. Það var engan veginn hægt gegn Króatíu. Það væri glæsilegt að sjá fulla höll, alvörustuðning og fína frammistöðu gegn mögn- uðu liði. Það myndi gefa liðinu aukinn kraft fyrir komandi verk- efni. Vonandi var leikurinn í Króatíu bara slys. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isDanski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen, samherji Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá franska lið- inu Paris SG, hefur ekki spilað síð- ustu þrjá leiki Parísarliðsins eftir að hann fékk heilahristing. Hansen, sem af mörgum er talinn einn besti handboltamaður heims, hefur verið hjá taugalækni til frekari skoðunar á höfðinu og er óvíst hvenær hann mun súna aftur inn á völlinn. Engin áhætta er tekin hjá Paris SG og er ástand Hansens metið frá degi til dags en hann ku hafa fengið heila- hristinginn á æfingu liðsins. Hansen glímir við höfuðmeiðsli AFP Meiðsli Danska stórskyttan fékk heilahristing á æfingu. Haraldur Franklín Magnús var í miklu stuði á öðrum hringnum á Lindbytvätten Mastersmótinu í golfi í Svíþjóð í gæren mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Haraldur Franklín lék hringinn á sjö höggum undir pari og er sam- anlagt á tólf höggum undir pari og er í 2.-5. sæti. Hann fékk sex fugla, einn örn og einn skolla á hringnum. Ekki gekk eins vel hjá Axel Bóas- syni. Hann lék á einu höggi undir pari og er samanlagt á einu höggi yfir pari sem dugar honum ekki til að komast áfram. Haraldur í toppbaráttunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Haraldur Franklín Magnús lék á sjö höggum undir pari í gær. 0:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 54. I Gul spjöldChristiana Solomou, Lucie Martínková, Markéta Ringelová (Sparta Prag), Fjolla Shala, Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki). I Rauð spjöldEngin. Breiðablik: (4-3-3) Mark: Ásta Vig- dís Guðlaugsdóttir. Vörn: Ásta Eir SPARTA PRAG – BREIÐABLIK 0:1 Árnadóttir, Kristín Dís Árna- dóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Ás- laug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir, Fjolla Shala (Hildur Þóra Há- konardóttir 89.), Alexandra Jó- hannsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir. Dómari: Monika Mularczyk frá Póllandi.  Breiðablik vann einvígð sam- anlagt 4:2. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur tryggt sér aðstöðu fyrir ís- lenskt íþróttafólk í Japan á næsta ári. Þar mun íþróttafólkið geta dval- ið áður en það flytur inn í ólympíu- þorpið sjálft. Ólympíuleikarnir í Jap- an fara fram næsta sumar og hefjast 24. júlí en lýkur 9. ágúst. „Til að undirbúa hópinn höfum við gert samkomulag við sveitarfélag sem heitir Tama og er í vesturhluta Tókýó-svæðisins. Þar verðum við með aðstöðu fyrir okkar fólk þar sem það getur jafnað sig á tíma- mismuninum og æft dagana fyrir leikana. Tímamismunurinn er níu klukkustundir og samkvæmt fræð- unum þarf fólk að vera mætt alla vega níu til tíu dögum fyrir keppni til að jafna sig,“ sagði Andri Stef- ánsson, sviðsstjóri Afreks- og ól- ympíusviðs ÍSÍ, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Yfirþyrmandi getur verið fyrir íþróttafólkið að dvelja lengi í ólympíuþorpinu sjálfu ef það þarf að bíða lengi eftir því að keppa. Keppni í frjálsum íþróttum er sem dæmi ávallt síðari vikuna þegar Ólympíu- leikar fara fram. „Við vitum að íþróttafólkið vill einnig komast í annað umhverfi en ólympíuþorpið og því dveljum við ekki allan tímann í ólympíuþorpinu. Þarna er háskólasvæði og aðstaðan þar er inni í okkar samkomulagi. Við þurfum ekki að fljúga innanlands eða eitthvað slíkt heldur er hægt að fara í bæinn frá flugvellinum í Tókýó. Hægt er að taka lest inn i miðborgina á hálftíma ef þarf. Við erum fyrr á ferðinni að bóka aðstöðu sem þessa en oft áður. Yfirleitt höf- um við beðið eftir því að sjá hversu stór íslenski hópurinn yrði og þá hafa ekki verið margir möguleikar í boði. Anton Sveinn McKee er sá eini sem er öruggur á leikana en við vilj- um miða undirbúninginn við að fleiri muni komast inn á leikana og erum bjartsýn á það. Ég er mjög ánægður með þetta skref og tel að þetta verði gott fyrir íþróttafólkið,“ sagði Andri Stefánsson. kris@mbl.is Íslendingar dvelja í Tama Morgunblaðið/Golli ÓL Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ. Ríkjandi meist- arar KA unnu fyrsta leik sinn í Mizuno-deild karla í blaki þeg- ar liðið fékk Álftanes í heim- sókn. KA hefur óvænt farið illa af stað og tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. KA hafði betur 3:1 en eftir tvær hrinur var staðan 1:1. Miguel Mateo skoraði 24 stig fyrir KA og Róbert Karl Hlöðversson 12 fyrir Álftanes. HK, sem lék við KA í úrslitum á síðustu leiktíð, er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. HK vann Aftureld- ingu í hörkuleik, 3:2. HK tryggði sér sigurinn í oddahrinu 15:11. Janis Novikovs skoraði 18 stig fyrir HK og Quentin Moore gerði 21 stig fyrir Aftureldingu. Einn leikur fór fram í Mizuno- deild kvenna. HK hafði betur gegn Þrótti, 3:2. Þróttur komst tvisvar yf- ir, en HK jafnaði í bæði skiptin og tryggði sér sigurinn með 15:12-sigri í oddahrinu. Laufey Björg Sig- mundsdóttir skoraði 21 stig fyrir HK og Eldey Hrafnsdóttir skoraði 20 fyrir Þrótt. KA er í toppsætinu með sex stig eftir tvo leiki, Aftureld- ing og HK koma þar á eftir með þrjú og tvö stig eftir einn leik. Fyrsti sigur meistaranna kominn í hús Miguel Mateo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.