Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár
á Íslandi
Snjóblásarar í
öllum stærðum
og gerðum
Hágæða snjóblásarar frá
Stiga
ST5266 PB
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Léleg veiði í mörgum laxveiðiám í
sumar staðfestist í lokatölum sem nú
eru að berast. Hrun er í veiði á
Vesturlandi og samdráttur í mörgum
ám á Norðurlandi. Hins vegar hafa
árnar í Vopnafirði sloppið betur, þar
eykst veiði heldur frá fyrra ári.
Á lista yfir veiðina sem birtur er á
vef Landssambands veiðifélaga, ang-
ling.is, eru lokatölur í allmörgum ám
og eru þær sýndar í töflu hér með.
Uppsveifla á eftir niðursveiflu
Enn er verið að veiða í nokkrum
ám en veiði í flestum þeirra lýkur
mánudaginn 30. september. Þó verð-
ur áfram veitt í ám sem byggja á
seiðasleppingum, svo sem Rang-
ánum á Suðurlandi.
Jón Helgi Björnsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, segir að
niðurstaðan verði frekar erfitt ár í
veiðinni. Nefnir hann að saman hafi
farið lélegar aðstæður til veiða, sér-
staklega vegna þurrka á Suður- og
Vesturlandi, og lítil laxgengd vegna
einhverra aðstæðna í hafinu. Hann
vekur þó jafnframt athygli á því hvað
vel hafi gengið í Þistilfirði og Vopna-
firði. Það sé ljósi punkturinn.
Jón Helgi er þó bjartsýnn um
framhaldið. „Það er oftast öruggt að
það kemur uppsveifla einhvern tím-
ann á eftir niðursveiflu. Aðstæður
hafa verið þannig að hægt er að vera
bjartsýnn fyrir næsta ár,“ segir
hann.
Lélegasta veiði 45 ár
Það sést á töflunni að veiðin í þeim
ám á Vesturlandi þar sem lokatölur
hafa verið tilfærðar er aðeins um
þriðjungur eða í mesta lagi helm-
ingur af veiðinni á árinu 2018.
Norðurá í Borgarfirði er dæmi um
það. Þar veiddust 599 laxar í sumar á
móti 1.692 í fyrra. Er það langt undir
venjulegri veiði. Þarf að fara aftur til
ársins 1974 til að finna tölur um
minni skráða veiði í Norðurá.
Veiðistaður Veiðin 2019 Veiðin 2018
Miðfjarðará 1.606 2.719
Selá í Vopnafi rði 1.484 1.340
Laxá á Ásum 807 702
Urriðafoss í Þjórsá 747 1.320
Hofsá og Sunnudalsá 711 697
Haffjarðará 651 1.545
Norðurá 577 1.692
Elliðaár 537 960
Laxá í Aðaldal 501 608
Skjálfandafl jót- neðri hluti 330 250
Flókadalsá, Borgarf. 233 477
Úlfarsá 170 237
Straumfjarðará 169 349
Ölfusá 120 134
Búðardalsá 98 331
Hvítá - Langholt 87 411
Straumarnir í Hvítá 56 215
Lokatölur úr nokkrum laxveiðiám
Heimild: www.angling.is
Léleg veiði á Vesturlandi Betri á Norðausturlandi
Hrun í laxveiði staðfest
Morgunblaðið/Einar Falur
Norðurá Aðstæður til laxveiða í
mörgum ám voru erfiðar í sumar.
Sigurður Bogi Sævarsson
Þór Steinarsson
Gjaldþrot allmargra flugfélaga víða
um heim síðustu misserin gera mögu-
leika íslenskra flugmanna sem misst
hafa vinnu sína hér heima til starfa er-
lendis þrönga. Þekkt er að Icelandair
fækki flugmönnum yfir veturinn þeg-
ar minna er umleikis í fluginu en ráði
þá aftur á sumrin. Margir flugmenn
hafa þá farið til starfa erlendis, sem
lítið svigrúm er til nú. Þetta segir Örn-
ólfur Jónsson, formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna.
Framlenging á kjarasamningi Ice-
landair við Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna var undirritaður á mið-
vikudag og gildir út september á
næsta ári. Jafnhliða var dregið til
baka að segja 111 flugmönnum upp
störfum og bjóða þeim 50% starf frá
og með 1. desember næstkomandi
fram til 1. apríl. Þess í stað var 87
flugmönnum sagt upp störfum frá 1.
október. Stjórnendur Icelandair
vænta þess þó að hægt verði að ráða
þá sem sagt var upp störfum aftur í
vor. Áður hafði 45 flugmönnum verið
sagt upp.
„Það er auðvitað mjög erfitt að
segja upp starfsfólki, flugmönnum og
öðrum. Þeir sem verða fyrir þessu
taka því að sjálfsögðu ekki vel,“ segir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, við mbl.is.
Uppsagnirnar ráðast meðal annars
af starfsaldri flugmanna. Þeir sem
skemmst hafa starfað fá því öðrum
fremur uppsagnarbréf, til dæmis
flugmenn sem þjálfaðir höfðu verið til
að fljúga Boeing MAX; vélunum sem
hafa verið kyrrsettar síðan í vor.
„Max flýgur aftur, þetta er bara
spurning um tíma,“ segir Örnólfur
Jónsson.
Skv. upplýsingum frá Icelandair
byggjast áætlanir félagsins á því að
MAX-vélarnar fari aftur á flug í jan-
úar næstkomandi. Ekkert er þó fast í
hendi og áætlanir geta breyst.
Flugmenn í þröngri stöðu
Uppsagnir hjá Icelandair Litlir möguleikar ytra
Örnólfur
Jónsson
Bogi Nils
Bogason
Anna Lísa Terrazas, fyrrverandi
þjónustufulltrúi á Eflingu, staðfestir
í einu og öllu allt sem kom fram um
brottrekstur hennar frá Eflingu í
grein Þráins Hallgrímssonar í
Morgunblaðinu 25. september. Í til-
kynningu til Morgunblaðsins segir
hún að allt sem þar komi fram sé satt
og rétt sé með farið.
„Um er að ræða mína eigin frá-
sögn af málinu. Það var enginn sem
varði hagsmuni mína á fundinum.
Mér var sagt upp fyrirvaralaust og
lögmaður ASÍ tók þátt í því að reyna
að sannfæra mig um að þessi aðferð
við brottrekstur minn væri í lagi.
Skipulagsbreytingar eru ekki
ástæða uppsagnarinnar enda þarf að
vinna öll mín verkefni á skrifstofu
eftir að ég hef verið rekin,“ segir
Anna Lísa í fréttatilkynningunni.
Í grein sinni segir Þráinn að for-
ystumenn Eflingar hafi nú rekið eða
afþakkað störf a.m.k. sex starfs-
manna og á annan tug starfsmanna
hafi verið skráðir langtímaveikir eða
veikir mánuðum saman á þessu
tímabili. „Þetta hefur aldrei þekkst á
Eflingu fyrr en nú. Þá hefur forystan
rekið úr starfi a.m.k. einn starfs-
mann sem hún réði sjálf til að stjórna
verkfallsmálum. Nú ræðir forysta
félagsins hvort reka eigi stjórnar-
mann sem „lætur ekki að stjórn“.
Þetta eru dæmi um hreinsanir og
ógnarstjórn eftir byltingu,“ ritar
Þráinn. Mál fjögurra starfsmanna er
nú í meðferð lögmanna sem starfs-
menn hafa þurft að útvega sér til að
verja hagsmuni sína.
Staðfestir frásögn
um brottrekstur
Segir Eflingu ekki fara með rétt mál
Mál var þingfest í gærmorgun í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem tekin
var fyrir ákæra á hendur karlmanni sem gefið er að sök að hafa nauðgað
konu og beitt hana ítrekuðu ofbeldi. Í ákæru málsins segir að maðurinn
hafi ítrekað slegið konuna í andlitið meðan hann nauðgaði henni, bitið í
brjóst hennar og bringu og tekið hana ítrekað kverkataki. Þá hafi maður-
inn rifið í hár hennar og sett fingur í endaþarm áður en hann átti einnig við
hana endaþarmsmök. Maðurinn lét konuna svo veita sér munnmök. Lét
hann ekki af háttsemi sinni þó að konan hafi ítrekað sagt honum að hún
vildi þetta ekki og reyndi að berja í hendur hans til að losa sig. Saksóknari
fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en auk þess fer konan
fram á að henni verði greiddar 2,5 milljónir í miskabætur.
Ákæra vegna nauðgunar þingfest í héraði
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Dómsmálaráðuneytið hefur unnið í
að bregðast við þeim tilmælum sem
nefnd eru í GRECO-skýrslunni um
varnir gegn spillingu hjá æðstu
handhöfum framkvæmdarvalds og
löggæslu á Íslandi. Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra segir þá vinnu vera langt
komna. „Í Greco-skýrslunni snúa
flest málanna að fræðslu og for-
vörnum, hvernig hægt sé að varna
spillingu frekar en að kallað sé eftir
aðgerðum um að uppræta slíkt,“
segir Áslaug.
Á meðal þess sem nefnt var í
skýrslunni var að það vantaði skýr-
ari reglur um aukastörf lögreglu-
manna. Áslaug segir að vinna við
að setja þær sé nú á lokastigi innan
ráðuneytisins, en vinnan var í sam-
ráði við ríkislögreglustjóra og aðra
lögreglustjóra.
Þá hafi einnig verið brugðist við
tilmælum um rannsóknum á brot-
um lögreglumanna, þannig að hér-
aðssaksóknari sér nú um slíkar
rannsóknir samkvæmt lögreglu-
lögum. „Svo höfum við eflt Mennta-
og starfsþróunarsetur lögregl-
unnar, sem sér um símenntun og
endurmenntun lögreglumanna, og
við höfum styrkt þau.“
Þá hafi nefnd um eftirlit með lög-
reglu, sem starfandi hefur verið frá
árinu 2017, gefið af sér góða raun.
„Við erum að skoða núna, og það
verður hluti af þeirri vinnu sem
farið verður í haust, hvernig það
hefur reynst og hvort hægt er að
gera betur. Það er alveg ljóst að til-
koma nefndarinnar hefur haft mjög
jákvæð áhrif á starfsumhverfi lög-
reglunnar þó að hún hafi ekki haft
beina aðkomu að afgreiðslu mála.
Hún tryggir eftirfylgni mála og er
góður farvegur til að koma fram
ábendingum, hvort sem það eru
kærur vegna brota í starfi eða
kvartanir vegna annarrar hátt-
semi,“ segir Áslaug. „Dóms-
málaráðuneytið hefur tekið það
skýrt fram að meginreglan sé að
lausar stöður innan lögreglunnar
séu auglýstar og að skipað verði í
þær á grundvelli gagnsæs ferlis,“
segir Áslaug.
Að lokum segir ráðherra að
stjórnvöld eigi að skila eftirfylgn-
iskýrslu vegna úttektar GRECO
fyrir lok þessa árs. Er vinna við
hana í fullum gangi í ráðuneytinu.
Snýr einkum að forvörnum
Viðbrögð við skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu
langt komin Eftirfylgniskýrslu skilað fyrir lok ársins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögreglan Vinna við að fylgja tilmælum GRECO er langt komin.