Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 ÚTILJÓSADAGAR afsláttur af völdum útiljósum 50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 Sunnud. kl. 12–16 50 ára Arndís er Kópa- vogsbúi og ólst þar upp. Hún er lífeinda- fræðingur frá Tækni- skóla Íslands og er með MS-gráðu í heil- brigðisvísindum frá HÍ og er í meistaranámi í lögfræði við HR. Hún er verkefnastjóri hjá Actavis. Maki: Þórhallur Halldórsson, f. 1969, raungreinakennari við FÁ. Börn: Haukur Tandri Hilmarsson, f. 1991, og Skorri Þór Ragnarsson, f. 1998. Stjúp- börn eru Annel Helgi, Bjartur og Aðal- heiður, barnabörn eru Ívan Orri, Huldís Anna og Ásthildur Bóel. Foreldrar: Björn Helgason, f. 1927, d. 2008, saksóknari, og Soffía Einarsdóttir, f. 1932, d. 2005, húsmóðir. Þau voru bús. í Kópavogi. Arndís Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður tími til þess að gera langtímafjárfestingar í heimili og fast- eignum. Farðu þér samt hægt og brjóttu málin til mergjar áður en þú ákveður nokk- uð. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur orkuna og drifkraftinn sem til þarf til að endurskapa þig. Vonandi að fólkið í kringum þig sé á sama máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vilji er allt sem þarf og í raun er fátt sem þú getur ekki því takmörk þín eru bundin hugmyndafluginu einu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhverjar breytingar liggja í loft- inu og þú getur ekki komið í veg fyrir þær. Sýndu umburðarlyndi í umgengni við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu þér ekki bregða þótt vinir þínir hafi aðrar skoðanir á málum en þú. Vertu viðbúin/n því að góðum hugmyndum verði hafnað vegna þess af aðrir skilji þær ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér hættir til að slá vandanum á frest en þegar til lengri tíma er litið borgar sig að leysa málin strax. Eitthvað gerist sem breytir sýn þinni á veröldina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur oft hjálpað að koma að verkefnunum úr nýrri átt svo ekki sé nú talað um að þiggja ráð hjá sér reyndari mönnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þó að vinnan og fjármálin eigi hug þinn allan í dag finnur þú fyrir þörf til þess að bregða á leik. Þú átt skilið að gera þér glaðan dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú verður þú að taka á málum heima fyrir áður en þau fara úr böndunum. Sýndu sveigjanleika og leyfðu brjóstvitinu að njóta sín. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er aftur orðið of mikið að gera hjá þér. Aðrir munu virða þig fyrir að standa á þínu. Leitaðu eftir hverju tæki- færi til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við yfirmenn um stöðu mála og stuðning munu verða gagn- legar. Nú er rétti tíminn til að hrinda því í verk, sem þú hefur lengi beðið með. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að vera reiðubúinn að beita þínum innri styrk gegn tilfinningum og ásókn annarra. landsliðinu á heimsmeistaramótið á Ítalíu 1984 en var dæmdur frá keppni vegna þjóðernis og í ævilangt al- þjóðlegt keppnisbann – og notaði þá frægðarsögu til að ná í Guðrúnu konu mína á Borginni tveimur árum síðar. Á Írlandi skrifaði ég lokaritgerð um gelísk áhrif á Íslandi í öndverðu – sem þótti þá fráleit hugmynd en genarannsóknir Agnars Helgasonar hafa síðan staðfest að þau kalla á end- urskoðun Íslandssögunnar hér fyrstu aldirnar eins og ég reyndi af veikum mætti að halda fram í bók sem Sveinn Skorri gaf út eftir mig hjá Studia Is- landica árið 1988 – og gömlu fræða- kallarnir eru enn að reyna að berja mig í hausinn fyrir. Síðan ég kom frá Írlandi hef ég haldið áfram að klappa alla þessa steina samhliða kennslu við Ármúla- skóla, Manitoba-háskóla, HÍ, í Stav- anger og Berkeley, og fræðistörfum hjá Árnastofnun þar sem ég hef verið frá 1990 að rannsaka og skrifa bæk- ur.“ Þar má nefna doktorsritgerðina Túlkun Íslendingasagna í ljósi munn- legrar hefðar sem kom út 2002 og á ensku hjá Harvard tveimur árum síð- ar og fékk Dag Strömbäck verðlaun Konunglegu Gustavs Adolfs- akademíunnar í Uppsölum, og Leift- ur á horfinni öld: Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? sem var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna 2013 og greinar um sumar bar ég út sænsku blöðin fyrir allar aldir og í sumarfríinu fórum við í bíltúr með Hlín Agnarsdóttur austur fyrir járntjald til Póllands og Tékkó- slóvakíu að kynna okkur ástand kommúnismans og svartamarkaðs- brasks með vestrænan gjaldeyri.“ Gísli varð stúdent 1978. „Ég hafði aldrei ætlað að læra ann- að en íslensku og bókmenntir í há- skólanum með stefnu á að verða dokt- or og menntamaður eins og pabbi taldi prýðilegt framtíðarstarf, næst því að vera „Regeringens Middags- ätare“. Þessi sumur vann ég við end- urbyggingu gamalla húsa hjá Hall- dóri Backman og með íslensku- náminu við prófarkalestur hjá Þjóðviljanum í Blaðaprenti. Ég var líka einn vetur í Winnipeg fór á vit Haralds Bessasonar, síðar rektors á Akureyri, las ýmis fornmál og Eddu- kvæði sérstaklega með Haraldi sem útvegaði mér styrk til að taka viðtöl við Vestur-Íslendinga um vorið til að fanga tökuorð þeirra um þær nýj- ungar sem veröldin hafði fært þeim eftir að þeir tóku íslenskuna með sér frá gamla landinu á nítjándu öld – áð- ur en ég skrifaði BA-ritgerðina við HÍ um ástir og útsaum í Eddu- kvæðum. Meistaranámið tók ég í Dyflinni á Írlandi og lærði fornírsku og mið- aldafræði á meðan ég varð Írlands- meistari í handbolta og fór með írska G ísli Sigurðsson fæddist 27. september 1959 í Reykjavík og ólst upp í raðhúsi í Karfavoginum þar sem Maren amma hans bjó á efri hæðinni. „Við eyddum æskuárum okkar í götunni við íþróttir,“ en Gísli æfði handbolta og fótbolta með Þrótti, „tindátaleiki, bítlaæði og sumarbúða- líf hjá þjóðkirkjunni á Kleppjárns- reykjum, á milli þess sem ég bar út kosningaáróður fyrir Alþýðu- bandalagið og Kristján Eldjárn. Þeg- ar ég var tíu ára gamall fór ég í sveit til kúarektorsstarfa og traktorsakst- urs að Halldórsstöðum í Kinn í Suður- Þingeyjarsýslu. Þar forframaðist ég ári síðar til heimavistarskólavistar fyrsta veturinn sem kennt var í Stóru- Tjarnaskóla í Ljósavatnsskarði 1971- 72 og fékk að vera Hlyni kóngsson í skólaleikritinu; hafði þá reynslu af hlutverki Hamlets sem við settum upp í 11 ára bekk í Vogaskóla. Mamma fór þennan vetur í endur- menntun til Kaupmannahafnar og treysti ekki skemmtanaglöðum föður mínum og eldri bróður fyrir uppeld- inu í borginni á meðan – þannig að ástæðan var ekki bara sú að ég væri vandræðaunglingur úr Reykjavík í betrunarvist, eins og almennt var talið. Ég fermdist hjá Sigurði Hauki í Langholtskirkju og fór í sumarbúðir í DDR um sumarið á vegum vinafélags Íslands og DDR, sem pabbi var í for- ystu fyrir. Þar var talsvert meira frjálsræði en hjá þjóðkirkjunni á Kleppjárnsreykjum en ætlast til að við legðum heimskommúnismanum lið með heitstrengingum – sem við neituðum að taka þátt í. Menntaskólaárin tóku við í MT með Ólafsdalsferðum á vetrum og á sumrin byggingarvinnu fyrir norðan á Stóru-Tjörnum þar sem ég spilaði fótbolta með ungmennafélaginu Gamni og alvöru, fiskvinnslu á Suður- eyri, mælingum á vegum Orkustofn- unar í kringum Kröflu og kortagerð vegna Blönduvirkjunar, og vinnu í múrsteinaverksmiðju rétt utan við Uppsali í Svíþjóð þar sem Baldur bróðir var í námi ásamt Evu líffræð- ingi Benediktsdóttur konu sinni. Það munnlega hefð og áhrif hennar á túlk- un okkar á þeim skrifuðu forntextum sem við þekkjum á bókum, t.d. Eddu- kvæðunum sem Gísli gaf út í heild með skýringum 1998. Gísli var í félagsstörfum í mennta- skólanum, var fulltrúi nemenda í skólastjórn og fulltrúi stúdenta í námsnefnd í íslenskunni, var formað- ur Félags íslenskra fræða, Hagþenkis og síðast Félags háskólakennara. „Ég lék hlutverk misgamalla elskhuga hjá Hugleik á síðasta áratug síðustu ald- ar, og söng framyfir aldamótin í Mót- ettukór Hallgrímskirkju þegar við Guðrún höfðum nýlega ættleitt Jón- ínu eldri dóttur okkar frá Indlandi og ég fór í barneignarleyfi frá kórnum. Eftir að við sóttum Önnu skömmu síð- ar til Kolkata varð endanlega ljóst að ég myndi ekki byrja aftur. Ég fer stundum á skíði og stunda nú stangveiði í tengslum við afskipta- semi af friðun villtra laxastofna. Þeg- ar ég varð afi fyrir tveimur árum kom ég mér upp tíkinni Týru til að halda valdajafnvægi í fjölskyldunni og læt hana nú draga kerru arfaprinsins eft- ir göngustígum í Vesturbænum við mikla kátínu nafna míns. Í fræðunum er ég sem stendur fastur í því að reyna að komast áfram með skilning á himinhvolfinu með tungutaki Gylfa- ginningar í Snorra Eddu – og goða- kvæðum Eddunnar.“ Fjölskylda Eiginkona Gísla er Guðrún Hólm- geirsdóttir, f. 12.3. 1965, heimspeki- kennari í MH. Foreldrar hennar eru hjónin Jónína Guðmundsdóttir, f. 12.5. 1940, bókasafnsfræðingur og Hólmgeir Björnsson, f. 18.5. 1937, líf- tölfræðingur. Börn Gísla og Guðrúnar eru 1) Jón- ína Þorbjörg Saswati, f. 16.1. 2000, nemi í Reykjavík og móðir Vilhjálms Gísla Kristbergssonar, f. 19.9. 2017; 2) Anna Pratichi, f. 12.5. 2013, nemi í Reykjavík. Bróðir er Baldur Sigurðsson, f. 8.9. 1952, dósent við HÍ. Foreldrar: Hjónin Sigurður Bald- ursson, f. 4.1. 1923, d. 28.1. 2005, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Anna Gísladóttir, f. 30.12. 1924, hús- stjórnarkennari í Reykjavík. Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor – 60 ára Gelísk áhrif í frásagnargleði Fjölskyldan Gísli með Jónínu, Guðrúnu, Vilhjálmi Gísla, Önnu og páfa- gauknum Demanti á hundaslóðum við Rauðavatn. Frumkvöðullinn og mannvinurinn Jacqueline Dascal-Chariff frá Miami á 60 ára afmæli í dag. Hún tók vini sína með sér til Íslands til að fagna afmælisdeginum. Árnað heilla 60 ára 40 ára Þorgeir er Reykvíkingur, ólst upp í Ártúnsholtinu en býr í Suður- bænum í Hafnarfirði. Hann er prentsmiður að mennt og lærði í Svansprenti og á Morgunblaðinu. Hann vinnur í Svans- prenti. Hann er formaður sveins- prófsnefndar í prentsmíð. Maki: Særún Björg Jónsdóttir, f. 1979, flutningsmiðlari hjá Bluewater Shipp- ing. Börn: Ómar Freyr, f. 2001, og Sig- urður Ýmir, f. 2011. Foreldrar: Ellert Jón Þorgeirsson, f. 1956, húsgagnasmiður, og Ásta Sigurðardóttir, f. 1957, fyrrverandi bankastarfsmaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Þorgeir Valur Ellertsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.