Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
FIGGJO LEIRTAU FYRIR
MÖTUNEYTI OG SKÓLA
Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra mun í dag kynna í ríkis-
stjórninni frumvarp um bóta-
greiðslur til þeirra sem sýknaðir
voru í Guðmundar- og Geirfinns-
málinu. Þetta sagði hún við umræð-
ur á Alþingi í gær.
Þingmenn úr röðum stjórnar-
andstöðunnar gagnrýndu ríkis-
stjórnina harðlega í gær fyrir að-
komu hennar að afgreiðslu
Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Meðal annars var forsætisráðherra
spurð hvort hún hefði lesið greinar-
gerð ríkislögmanns vegna dóms-
máls sem höfðað hefði verið vegna
málsins fyrir hönd Guðjóns Skarp-
héðinssonar, eins þeirra sem
dæmdir voru í málinu á sínum tíma
en sýknaður var á síðasta ári. Katr-
ín sagði verklagið með þeim hætti
að slíkar greinargerðir kæmu ekki
inn á borð ráðherra.
Vill endurskoða vinnulag
Katrín sagði að vinnulagið hefði
verið með þeim hætti að ríkis-
lögmaður hefði skilað inn greinar-
gerðum og þær hefðu yfirleitt ekki
farið inn á borð ráðherra. Þetta
vilji hún láta endurskoða, þvert í
Stjórnarráðinu með almennum
hætti, „ekki til
þess að ráð-
herrar hafi pólit-
ísk afskipti af
dómsmálum, um
það snýst ekki
málið, heldur til
þess að við upp-
fyllum það sem
hefur verið gagn-
rýnt af hálfu um-
boðsmanns Al-
þingis að sé ekki, að framkvæmdar-
valdið sé meðvitað um það hverju
sinni til hvaða varna ríkislögmaður
grípur. Það hefur ekki verið gert
með fullnægjandi hætti og það þyk-
ir mér leitt en ég sé enga ástæðu til
að fela neitt í þeim málum,“ sagði
forsætisráðherra.
Hún sagðist hafa átt fund með
ýmsum málsaðilum og rætt við þá
um þetta mál og sömuleiðis þá hug-
mynd hennar að koma inn á Alþingi
með frumvarp. Það hefði hún gert á
fyrri stigum málsins með ýmsum
aðilum, þ. á m. Guðjóni Skarp-
héðinssyni. „Í frumvarpinu felst
ekki nein tilraun til að taka af fólki
réttinn til að fara síðar í dómsmál
heldur er sá réttur áfram við lýði,“
sagði hún.
Kynnir frumvarp
um bætur í dag
Forsætisráðherra gagnrýnd á Alþingi
Katrín
Jakobsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Heildarkostnaður við samgöngu-
framkvæmdir þær sem áformaðar
eru á höfuðborgarsvæðinu er um
120 milljarðar króna. Af því mun
ríkið leggja fram 45 milljarða en
hlutur sveitarfélaganna verður um
15 milljarðar. Þetta gerir 60 millj-
arða, sem er sama upphæð og
vegatollar sem vegfarendur greiða
fyrir not af nýjum samgöngumann-
virkjum eiga að skila. Þetta kom
fram á blaðamannafundi sem hald-
inn var í gær þar sem fulltrúar
ríkisins og sex sveitarfélaga, það er
Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópa-
vogs, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur
og Seltjarnarness, undirrituðu
samning um uppbyggingu í sam-
göngumálum á höfuðborgarsvæð-
inu á næstu 15 árum.
Verja 49,6 milljörðum
kr. í Borgarlínu
Samkvæmt samgöngusáttmála
höfuðborgarsvæðisins verður á
næstu 15 árum alls 52,2 milljörðum
varið í lagningu stofnvega, 49,6
milljarðar fara í innviði Borgarlínu
og almenningssamgöngur, 8,2
milljarðar verða settir í gerð
göngu- og hjólastíga, göngubrýr og
undirgöng og 7,2 milljarðar eru
eyrnamerktir umferðarstýringu og
sértækum öryggisaðgerðum. Þá
verður þegar í stað ráðist í að inn-
leiða stafræna umferðarstýringu á
höfuðborgarsvæðinu. Félag í eigu
ríkis og sveitarfélaga verður stofn-
að um framkvæmdirnar og fjár-
mögnun þeirra. Ríkið skuldbindur
sig til að leggja uppbyggingarland
að Keldum inn í félagið og mun
ábatinn renna til samgöngumála.
Meðal verkefna sem hafist verð-
ur handa um, í krafti sáttmálans
nýja, er breikkun Vesturlandsveg-
ar í gegnum Mosfellsbæ og Suður-
landsvegar frá Bæjarhálsi að
Vesturlandsvegi. Árið 2021 verður
farið í gerð Arnarnesvegar milli
Rjúpnavegar í Kópavogi og Breið-
holtsbrautar – sama ár og endur-
bæta á gatnamót Reykjanesbraut-
ar og Bústaðavegar. Gerð stokka
fyrir umferð, svo sem á Sæbraut
og Miklubraut, er sömuleiðis eitt
stórverkefnanna fram undan og
svo gerð akbrauta fyrir almenn-
ingssamgöngur, það er Borgarlínu.
Mestur þungi í verkefnum henni
tengdum er eftir 8 til 10 ár. Sunda-
braut er ekki á listanum yfir fyr-
irhuguð verkefni, hins vegar verð-
ur við útfærslu framkvæmda
sérstaklega hugað að greiðri teng-
ingu hennar inn á stofnbrautir.
Minnka tafir
og draga úr mengun
Í kynningu á sáttmálanum segir
að markmiðið með framkvæmdum
fram undan sé að auka öryggi,
bæta samgöngur fyrir alla ferða-
máta, minnka tafir og draga úr
mengun. Byggja eigi upp kolefnis-
hlutlaust borgarsamfélag með
bættum almenningssamgöngum,
orkuskiptum og breyttum ferða-
venjum, en að óbreyttu muni bíla-
umferð aukast um minnst 40% á
næstu 15 árum.
Í kynningu á verkefninu er haft
eftir Bjarna Benediktssyni fjár-
málaráðherra að verið sé að taka á
umferðarvanda sem ekki verði un-
að við lengur. Með því að draga úr
umferðartöfum fjölgum við stund-
um með fjölskyldu og vinum um
leið og framleiðni atvinnulífs vaxi.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra tekur í svipaðan
streng og segir tímann sem fari í
umferðarflækjur klípa af þeim
stundum sem fólk vilji eiga með
fjölskyldu. Betri umferðarmann-
virki, svo sem breikkun stofn-
brauta, og betri tenging höfuð-
borgarsvæðisins stuðli að bættri og
öruggari umferð og færri slysum.
Græn uppbygging
„Þetta er stærsta og grænasta
uppbyggingaráætlun í samgöngu-
málum í sögu borgarinnar,“ segir
Dagur B. Eggertsson. „Við erum í
sameiningu að boða nýja tíma í öll-
um tegundum samgangna. Þetta
þýðir að Borgarlína verður að
veruleika, Miklabraut fer í stokk,
hjólastígum verður stórfjölgað og
risaskref er tekið í þá veru að
standa við loftslagsskuldbindingar
Íslands. Og er ég sérstaklega
ánægður að framkvæmdir sem á
venjulegum hraða hefðu tekið 50 ár
verður núna hrint í framkvæmd á
15 árum.“
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, segir í tilkynningunni að
tekist hafi að semja um nálgun að
heildarlausn á umferðarmálum á
höfuðborgarsvæðinu, sem hafi set-
ið eftir í samgönguframkvæmdum,
Sömuleiðis sé samkomulagið gott
innlegg í aðgerðir í loftslags-
málum.
„Risastórt skref“
„Þetta er risastórt skref í sam-
göngumálum fyrir höfuðborgar-
svæðið og mun án efa stytta ferða-
tíma íbúa, bæði þeirra sem ferðast
með bílum og þeirra sem nota al-
menningssamgöngur. Fyrir Mos-
fellinga er ánægjulegt að skrefum
að bættum almenningssamgöngum
verður flýtt,“ segir Haraldur
Sverrisson, bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ.
Í kynningu á samgöngusáttmál-
anum segir að hlutfall vistvænna
ökutækja í umferðinni á Íslandi
aukist hratt og eftir sex ár hafi
tekjur ríksins af bensín- og olíu-
gjöldum lækkað verulega. Nú sé
verið að endurskoða tekjustofna
ríkisins vegna ökutækja og elds-
neytis vegna orkuskipta. Hluti af
því sé að í ríkari mæli verði treyst
á gjöld af umferð í stað eldsneyt-
isgjalda. Í samkomulaginu er gert
ráð fyrir að félagið sem stofnað
verður um framkvæmdirnar geti
innheimt flýti- og umferðargjöld
sem yrðu liður í breyttri gjaldtöku
ríkisins. Önnur fjármögnun gæti
verið í formi sérstakra ríkisfram-
laga eða hlutdeild í öðrum tekju-
stofnum tengdum samgöngum.
Sértæk gjaldtaka víðar
Áform eru um að taka upp sér-
tæka gjaldtöku víðar á landinu til
að fjármagna stærri samgöngu-
framkvæmdir og rekstur jarð-
ganga. Dæmi um þetta eru tvöföld-
un Hvalfjarðarganga, Sundabraut,
brú yfir Ölfusá ofan við Selfoss,
brú yfir Hornafjarðarfljót, nýr
vegur yfir Öxi austur á fjörðum
ásamt láglendisvegi um Mýrdal og
jarðgöngum um Reynisfjall nærri
Víkurkauptúni.
Meira öryggi og minni tafir
Framkvæmdir fyrir 120 milljarða kr. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins kynntur Borgar-
lína og almenningssamgöngur Veggjöld mæta um helmingi kostnaðar Vistvænum bílum fjölgar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirritun Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
lýstu yfir ánægju sinni með samkomulagið við undirritunina í gær.
Helstu framkvæmdir og framkvæmdatími
Framkvæmdir Upphaf og lok framkvæmda
Vesturlandsvegur: Skarhólabraut-Hafravatnsvegur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur-Krísuvíkurvegur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Suðurlandsvegur: Bæjarháls-Vesturlandsvegur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Arnarnesvegur: Rjúpnavegur-Breiðholtsbraut ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Sæbrautarstokkur: Vesturlandsvegur-Holtavegur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Ártún-Hlemmur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Hamraborg-Hlemmur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Miklabrautarstokkur: Snorrabraut-Rauðarárstígur ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Hamraborg-Lindir ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Mjódd-BSÍ ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Miklabrautarstokkur: Rauðarárst.-Kringlumýrarbr. ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Reykjanesbraut: Álftanesvegur-Lækjargata ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Suðurlandsvegur: Norðlingavað-Bæjarháls ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Kringlan-Fjörður ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Hafnarfjarðarvegur: Stokkur í Garðabæ ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Ártún-Spöng ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33
Borgarlína: Ártún-Mosfellsbær ’19 ’20 ’21 ’22 ’23 ’24 ’25 ’26 ’27 ’28 ’29 ’30 ’31 ’32 ’33