Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019
✝ Valbjörg Jóns-dóttir, fæddist
á Suðureyri við
Súgandafjörð 27
október 1942. Hún
lést 13. september
2019, þá til heimilis
að Hólabergi 84,
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Valdemarsson, f.
23. nóv. 1915, skrif-
stofumaður, og Guðjóna Al-
bertsdóttir, f. 23. sept. 1916,
húsmóðir og verkakona á Suð-
ureyri. Systkini Valbjargar eru
Jóhannes Kristján Jónsson, f.
31. júlí 1940, Albert Finnur
Jónsson, f. 14. maí 1947, Svein-
björn Jónsson, f. 22. feb. 1949,
og Sigrún Jónsdóttir, f. 8. des.
1952. Fyrrverandi maki Val-
Valbjörg ólst upp á Suður-
eyri og lauk grunnskólanámi
við héraðsskólann á Reykjanesi
1957. Hún lauk stúdentsprófi
frá öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð 1986 og
B.Ed.-gráðu frá Kennarahá-
skóla Íslands 1991. Valbjörg
fékkst við ýmislegt eftir grunn-
skólanámið m.a. rekstur bóka-
verslunar og garðyrkjustöðvar,
og um tíma við umönnun fjöl-
fatlaðra barna. Eftir nám í KHÍ
starfaði Valbjörg sem kennari
m.a. í Reykholtskóla Biskups-
tungum, Holtaskóla Keflavík
og Grunnskólanum Bakkafirði
þar sem hún var skólastjóri.
Valbjörg vann ýmis sjálf-
boðaliðastörf fyrir félags- og
góðgerðaramtök,m.a. Rauða
kossinn, SÍBS og Hjartaheill.
Þá var hún stofnfélagi og for-
seti JC Vík, fyrsta aðild-
arfélags Junior Chamber á Ís-
landi sem eingöngu var skipað
konum.
Útför Valbjargar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 27.
september 2019, klukkan 13.
bjargar var Berg-
þór Gísli Úlfarsson
og börn þeirra eru:
1) Úlfar, f. 20. mars
1961, búsettur í
College Station,
Texas, Bandaríkj-
unum, kona hans er
Vaishali Katju og
börn þeirra Oria og
Karna. 2) Sigríður,
f. 3. maí 1963.
Fyrrverandi maki
var Vignir Ragnarsson og börn
þeirra Ragnar Berg og Viktor
Berg. 3) Jón Þór Bergþórsson, f.
16. júlí 1966. Fyrrverandi maki
var Pálína Harðardóttir og börn
þeirra Dagur og Aðalbjörg. Eig-
inkona er Halla Dögg Önnudótt-
ir og eiga þau soninn Úlfar Agn-
ar. Börn Höllu af fyrra hjóna-
bandi eru Logi Leó og Dögg.
Valbjörg gerðist umsjónakenn-
ari minn í öðrum bekk grunnskóla í
Reykholti, Biskupstungum. Náms-
árangri mínum hafði hrakað og for-
eldrar mínir voru að ganga í gegn-
um skilnað. Gerðar voru tilraunir
með sérkennslu án teljandi breyt-
inga eða árangurs. Sálfræðingur
fenginn frá Selfossi til að meta
hvort einhver vandamál gætu legið
að baki. Eftir stutta heimsókn
hortugs sálfræðings kom síðan ít-
arleg greining. Þrátt fyrir að telja
upp flest öll einkenni athyglis-
brests var niðurstaðan að ég væri
með lága greindarvísitölu. Lausnin
var að setja mig í sérkennslu, með
annað námsefni en jafnaldrar mín-
ir voru með. Mælt var með að ég
tæki bara hluta af samræmdu próf-
unum, ég fengi síðan aukinn próf-
tíma o.s.frv. Það tæki því ekki að
reyna nein sértæk úrræði þar sem
vandamálið væri greindarskortur,
og í raun lagt til í þessari greiningu
að gera sem minnst. Þarna var
kominn fagaðili sem var búinn að
ákveða að öll frekari sérúrræði
væru tímasóun. Það varð mér síðan
til happs að umsjónarkennari minn
á þessum tíma var Valbjörg Jóns-
dóttir, hún og móðir mín brugðust
ókvæða við niðurstöðu þessarar
greiningar og tóku ekki í mál að
eftir henni yrði farið. Valbjörg var
reyndur kennari og í samstarfi við
móður mína settu þær síðan upp
sérhæft námsprógramm fyrir mig
með sérstaka áherslu á stærðfræði
sem var mitt veikasta fag. Á einu
skólaári fór drengurinn með slöku
greindarvísitöluna úr því að vera
með lægstu einkunnina í stærð-
fræði yfir í að vera með þeim
hæstu. Eftir því sem líða tók á
þetta skólaár fór mér svo fram að
námsörðugleikum mínum var lok-
ið. Upp frá þessu hefur Valbjörg
alla tíð fylgst vel með mér, náms-
ferli og hvernig mér hefur almennt
vegnað í lífinu, uppfull af stolti.
Móðir mín flutti síðan með okkur til
Reykjavíkur þegar ég var á 14. ald-
ursári. Þrátt fyrir að Valbjörg hafi
ekki verið umsjónarkennari minn í
eitt ár á þeim tíma þá ákvað hún að
hafa samband við móður mína mér
óafvitandi og bauð henni að ég gæti
klárað skólagönguna í Reykholti og
búið hjá henni ef svo færi að ég
myndi ekki þrífast í borginni.
Umhyggja hennar hefur verið
slík að hún hefur fylgst með mér og
verið í sambandi við mig alveg fram
á síðasta dag og fékk ég skilaboð
frá henni fjórum dögum áður en
hún lést. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með Valbjörgu síðustu ár-
in, þrátt fyrir að vera komin fast að
áttræðu þegar hún lést þá varð ég
ekki var við mikinn atferlismun.
Hlý, orkumikil og á faraldsfæti
fram á síðasta dag, ég leit hreinlega
ekki á það sem möguleika að hún
félli frá í nánustu framtíð.
Valbjörg er án efa einn af mestu
áhrifavöldunum í mínu lífi, það þarf
afar sérstakt innsæi, kjark, reynslu
og þvermóðsku til þess að hunsa
fagálit líkt og hún gerði. Ég dreg
það ekki í efa að það sé erfitt fyrir
utanaðkomandi að meta áhrif
hennar á mig. Svona aðhald, svona
eftirfylgni og vináttu í 20 ár er því
sem næst vonlaust að reyna að
þakka fyrir, þetta nær svo langt út
fyrir venjulegt starfssvið kennara.
Valbjörg Jónsdóttir kennari,
áhrifavaldur og sannur vinur, enn
og aftur takk fyrir mig.
Ingi Rafn Ragnarsson.
Mikið varð mér um að frétta af
andláti Valbjargar Jónsdóttur.
Minnti óþægilega á að aldrei má
taka lífið sem sjálfsögðum hlut.
Jafnvel þó hættumerkin séu ekki á
hverju horni.
Kynni okkar Valbjargar hófust í
starfi fyrir Hjartaheill eftir að við
bæði höfðum fengið viðvörun um
að hjartað í okkur væri ekki eilífð-
arvél. Mér var strax ljóst að fengur
væri í þessari snaggaralegu konu í
vinnu að hvers kyns félagsmálum.
Þarna var upphaf að samstarfi okk-
ar um margra ára skeið. Reyndar
vildi hún meina að ég væri sífellt
aðdraga hana í ýmis verkefni sem
ég væri að stússast í, eins og mál-
efni hjartveikra, lestraraðstoð við
börn og aðstoð við heimanám
barna með annað móðurmál en ís-
lensku. Þar lágu leiðir okkar saman
undanfarin ár, okkur báðum til
ánægju. En það þurfti sjaldnast
langar fortölur til að fá Valbjörgu
til góðra verka. Hún hafði alla
burði og vilja til að sjá um það sjálf
hvort sem var afgreiðsla eða náms-
aðstoð á vegum Rauða krossins eða
prjónakaffi í Gerðubergi þar sem
fjöldi kvenna prjónaði af kappi á
föstudögum, gjarnan ullarflíkur
sem Hrafn Jökulsson færði svo
grænlenskum börnum. Alltaf glöð,
jákvæð og áköf í að gagnast þeim
sem minna máttu sín. Heiðurskona
í alla staði.
Ég sendi aðstandendum hennar
innilegar samúðarkveðjur með
þakklæti fyrir að fá að kynnast og
vinna með henni. Hvíli hún í friði.
Haraldur Finnsson.
Kveðja frá Hjarta-
heillum og SÍBS
Hjartaheill voru að hefja vetr-
arstarfið þegar sú sorgarfregn
barst að félagi okkar, hún Valbjörg
Jónsdóttir, hefði látist að morgni
laugardagsins 14. september.
Markmið samtakanna er að slá
skjaldborg um heilbrigði hjartans,
bætta heilsu og lífsgæði í íslensku
samfélagi, með áherslu á framfarir
í forvörnum, fræðslu og meðferð
hjartasjúkdóma.
Mikill mannauður af sjálfboða-
liðum hefur safnast í gegnum tíðina
sem er styrkur fyrir samtökin. Ein
af þeim er Valborg okkar sem hef-
ur unnið mikið og óeigingjarnt
starf af mikilli fagmennsku og ein-
urð og erum við óendalega þakklát
fyrir það. Var hún valin í margar
trúnaðarstöður og fannst allt sjálf-
sagt þegar kom að því að taka að
sér verkefni. Hún lagði fram sinn
skerf við að móta sögu okkar frá
liðnum tíma og gera það sem við
höfum farmkvæmt mögulegt.
Þakklæti okkar felst í því að
kunna að bera kennsl á það sem
virðist sjálfsagt og læra að meta
það mikils. Var henni veitt heiðurs-
merki samtakanna úr gulli og var
það vel við hæfi, enda hafði hún
hjarta úr gulli.
Fyrir hönd samtaka okkar vil ég
nota tækifærið og þakka Valbjörgu
fyrir framlag hennar og þátttöku í
starfinu.
Félagar í Hjartaheillum, SÍBS
og aðildarfélögum kveðja góðan fé-
laga með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina.
Sorgin er mikil og vottum við
fjölskyldu hennar dýpstu samúð.
Mannsandinn líður ekki undir
lok, minning um góða manneskju
lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin
sem gengur til viðar en heldur allt-
af áfram að lýsa.
Sveinn Guðmundsson
formaður.
Nú stöðvar ekkert tregatárin,
og tungu vart má hræra.
Þakka þér amma, öll góðu árin,
sem ótal minningar færa.
Við áttum margar stundir saman
og sögðum frá hjartans málum.
Stundum sorgir og stundum gaman,
svona eins og hjá saklausum sálum.
Já, vinskap þinn svo mikils ég met
og minningar áfram lifa.
Mót áföllum lífsins svo lítið get,
en langar þó þetta að skrifa.
(G.S.)
Margt kemur í huga minn þegar
ég kveð Völlu vinkonu mína til
rúmlega 50 ára.
Mest þakklæti fyrir vináttu sem
aldrei bar skugga á. Á árum áður
kom Valla kannske í huga minn, og
viti menn, stuttu seinna hringdi
hún eða kom.
Ég á eftir að sakna þess að sím-
inn hringi ekki hjá mér, og þú seg-
ir: „Nú, ertu heima?“ Og komið síð-
an í kaffi.
Valla hefur verið með fjölskyldu
minni á gleði- og sorgarstundum í
gegnum árin og erum við þakklát
fyrir það.
Hún elskaði að dansa og fór
mikið á harmonikkuböll. Hún hafði
mjög gaman af að ferðast og var
dugleg að heimsækja vini og ætt-
ingja um allt land og kallaði ég
hana stundum flakkara.
Ég er þakklát fyrir að þú komst
til að kveðja okkur Inga og óska
okkur góðrar ferðar, en við vorum
að fara í frí.
Og þakklát fyrir faðmlagið þeg-
ar við kvöddumst.
Elsku Valla mín, nú ertu farin í
þína hinstu ferð og óska ég þér
góðrar ferðar.
Blessuð sé minning þín.
Jóhanna Þórisdóttir.
Valbjörg
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Allt í einu er Valla ekki
til staðar. Hún var það allt-
af. Ósegjanleg sorg er í
hjarta mínu. Við upplifðum
um áratugi svo margar
verðmætar stundir saman.
Þökk fyrir allt.
Þú
Vinátta þín hefur verið
sólskinið á vegi mínum
(Pam Brown)
Ég samhryggist ykkur
aðstandendum.
Renata Vilhjálmsdóttir.
Elsku afi.
Það er svo margt
sem okkur langar að
segja. Svo margt
sem við viljum þakka fyrir.
Afi var traustur og jarðbund-
Kjartan Konráð
Úlfarsson
✝ Kjartan Kon-ráð Úlfarsson
fæddist 10. júní
1935. Hann lést 4.
september 2019.
Útför Kjartans
fór fram 20. sept-
ember 2019.
inn. Allt lék í hönd-
um hans, hann var
vandvirkur, úr-
ræðagóður og róleg-
ur. Eins og Margrét
sagði: „afi laga“, því
hann gat gert við
allt, hann fann lausn
á öllu. Síðustu ár
hans voru okkur
dýrmæt en við syst-
urnar vorum þá
fluttar suður, gátum
verið ömmu og afa meira innan
handar og styttra var til þeirra.
Þau voru dugleg að bjóða fátæk-
um námsmönnum í mat og við
eyddum ófáum stundum í að
borða saman súkkulaði og drekka
sódavatn á meðan afi spilaði
harmonikkutónlist. Amma og afi
áttu fallegt samband sem ein-
kenndist af virðingu, trausti og
væntumþykju. Þau voru gott for-
dæmi fyrir hversu ástríkt, skiln-
ingsríkt og fallegt samband á að
vera.
Okkur er það ofarlega í huga
hvað afi gerði margt fyrir okkur
og hve margt hann kenndi okkur.
Hann var duglegur, hógvær og
hafði alla þá mannkosti sem góð
manneskja hefur. Hann mat gildi
fjölskyldunnar og hjálpsemi inn-
an hennar mikils. Hann var iðu-
lega fyrstur að stökkva af stað ef
einhver þurfti á hjálp að halda og
fyrstur til að hagræða því sem
þurfti til að gera fjölskyldu og
ástvinum auðveldara fyrir. Við
erum þakklát að seinna meir
fengum við tækifæri til að vera til
staðar fyrir hann og að hann hafi
kunnað að meta þá hjálp sem við
gátum veitt. Enda löngu búinn að
leggja góðan grunn sem við
systkinin verðum ævinlega þakk-
lát fyrir.
Hrós hans og stuðningur voru
einlæg, kærkomin og hann hvatti
okkur áfram í því sem við tókum
okkur fyrir hendur. Með því að
vera frábær fyrirmynd og góður
kennari á hann stóran þátt í að
við höfum náð markmiðum okk-
ar.
Takk fyrir allt, afi.
Margrét, Heiður Karítas,
Kristín Harpa og Davíð.
Í janúar 2018
lenti ég í vinnu-
slysi sem orsak-
aði 20% örorku
hjá mér í baki.
Dagarnir hjá
mér voru æði
misjafnir og oft
var ég með mikla
verki. Um haust-
ið þetta sama ár
tók mér að
versna og var þá
svo komið að ég gat ekki sinnt
verklegum hluta starfsins né
klæðst skotheldu vesti, vesti
þetta vegur 8,5 kg. Ekki var
gerð nein athugasemd varð-
andi þetta hjá yfirmönnum
mínum. Ég var í sjúkraþjálf-
un allt þetta ár en það virtist
ekki hjálpa mér nema að litlu
leyti. Hinn 15. október fékk
ég vottorð frá mínum heim-
ilislækni um að ég gæti ekki
klæðst skotheldu vesti við
dagleg störf. Hinn 5. desem-
ber var hringt í mig frá einka-
fyrirtækinu Heilsuvernd þar
sem ritari tjáði mér að ég
skyldi mæta til trúnaðar-
læknis og hvaða tími myndi
henta mér. Þar sem ég var
búinn að fá vottorð hjá mín-
um heimilislækni þá taldi ég
enga ástæðu til þess að hitta
trúnaðarlækni tollstjóra, svo
sem fram kemur í lögum um
réttindi sjúklinga 74/1997 20
grein: „Þrátt fyrir skiptingu
landsins í [heilbrigð-
isumdæmi] samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu á
sjúklingur rétt á að leita til
þess læknis sem honum hent-
ar best. Þá á hann rétt á að fá
álit annars læknis á grein-
ingu, meðferð, ástandi og
batahorfum. Sama gildir um
aðra heilbrigðisstarfsmenn.“
Starfsmönnum tollstjóra ber
því engin skylda til að fara til
trúnaðarlæknis, það kemur
skýrt fram í lögum þessum.
Það var síðan hinn 4. jan-
úar 2019 sem ég fékk tölvu-
póst frá fyrrverandi formanni
Tollvarðafélagsins og núver-
andi yfirtollverði þess efnis að
mér bæri að fara í veik-
indaleyfi frá og með 7. janúar
2019, ástæðan var sögð um-
rætt læknisvottorð frá 15.
október 2018.
Ég var því settur í veik-
indaleyfi fyrirvaralaust frá og
með 7. janúar sl., þetta varð
mér að sjálfsögðu mikið áfall
og það fyrsta sem fór í gegn-
um hugann var að fá skýr-
ingar á þessari framkomu. Ég
óskaði því eftir fundi með
starfsmannastjóra. Umrædd-
ur fundur var haldinn þriðju-
daginn 8. janúar þar sem
mætt voru yfirtollvörður,
starfsmannastjóri, formaður
Tollvarðafélags Íslands og
undirritaður. Efni fundarins
var það að fá skýringar á
þeirri stöðu sem upp var
komin. Skemmst er frá því að
segja að undirritaður fékk
engin svör við þeim spurn-
ingum sem hann bar upp, svo
sem eins og hversu lengi
hann ætti að vera í veikinda-
leyfi. Undirritaður þurfti til
dæmis að spyrja starfs-
mannastjórann átta sinnum
hver hefði tekið ákvörðun um
að hann ætti að fara einhliða í
umrætt veikindaleyfi, en það
mun hafa verið aðstoðartoll-
stjóri, sem undirritaður er
reyndar búinn að bíða eftir
viðtali við í átta mánuði á ár-
angurs. Fyrrverandi formað-
ur Tollvarðafélagsins og nú-
verandi yfirtollvörður hafði
lítið til málanna
að leggja annað
en að glotta að
þeim skýringum
sem ég lagði
fram eins og til
dæmis þeim er
varða „réttindi
sjúklinga til að
velja sér lækni
sem hentar
best“. Formað-
ur Tollvarða-
félagsins kom
með tillögu um
hvort ég gæti verið í 80%
vinnu og 20% veikindaleyfi en
því var fljótsvarað af starfs-
mannastjóra „tollverðir geta
ekki verið í hlutastarfi“. Það
var því ákvörðun embættis-
ins að senda mig fyrir-
varalaust í veikindaleyfi, mér
var enginn annar kostur gef-
inn.
Ég var sem sagt kominn í
veikindaleyfi og næstu mán-
uðir urðu mér mjög erfiðir
andlega. Það var síðan í lok
mars 2019 að ég var í göngu
rétt við heimili mitt að ég
fékk mikinn verk fyrir brjóst-
ið sem leiddi út í báða hand-
leggi. Ég skildi ekki í fyrstu
hvað var að gerast en áttaði
mig svo á því að ég hlyti að
vera að fá hjartaáfall. Þetta
reyndist rétt því ég var flutt-
ur á Landspítalann við
Hringbraut með sjúkra-
bifreið beint á hjartadeild
Landspítalans, ég fór síðan í
aðgerð daginn eftir. Mér var
tjáð af læknum eftir aðgerð-
ina að ég væri heppinn að
vera á lífi og þakka ég Guði
fyrir það.
Þegar ég lá á Landspít-
alanum vöknuðu hjá mér
margar spurningar, hvernig
stóð á því að ég fékk hjarta-
áfall, ég hef aldrei reykt, ég
hafði engin líkamleg einkenni
sem gætu bent til þess að ég
væri í áhættuflokki varðandi
hjartaáfall. Þegar ég hafði
sagt læknunum mína sögu
um framkomu embættisins
við mig og þá andlegu krísu
sem ég hafði gengið í gegnum
á undanförnum mánuðum þá
töldu þeir ekki ólíklegt að
þetta hefði haft veruleg áhrif
á þessi veikindi mín. Þessi
einhliða ákvörðun hefur því
skaðað mig fyrir lífstíð. Frá
því að þetta gerðist þá hef
verið á Reykjalundi í endur-
hæfingu. Því miður hefur
batinn ekki verið mikill.
Tollstjóraembættið stærir
sig af merkilegri mannauðs-
stefnu eins og kemur fram á
heimasíðu embættisins en
þar segir orðrétt: „Tollstjóri
ber umhyggju fyrir velferð
starfsfólks.“ Á þeim níu mán-
uðum sem ég hef verið í
veikindaleyfi hef ég ekki
heyrt frá yfirmönnum mín-
um, starfsmannastjóra né
öðrum sem eru í forsvari hjá
Tollstjóraembættinu, þetta
er þá öll umhyggjan fyrir vel-
ferð starfsfólksins!
Í rúm 30 ár hef ég starfað
hjá embættinu, þetta hefur
verið ævistarf mitt. Vonandi
eru yfirmenn og starfs-
mannahald stolt af sínum
verkum, það munaði ekki
miklu að þetta fólk hefði líf
mitt á samviskunni!
Mannvonsku-
stefna tollstjóra
Björgvin V.
Björgvinsson
» Þessi einhliða
ákvörðun hefur
því skaðað mig
fyrir lífstíð.
Höfundur er tollvörður.
Eftir Björgvin
V. Björgvinsson