Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 ✝ Dagný MagneaHarðardóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1961. Hún lést 20. september 2019 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar henn- ar voru Hörður Sumarliðason (f. 1930) og Agnes Ásta Guðmunds- dóttir (f. 1933). Þau eru bæði látin. Dagný var yngst þriggja systra. Systur hennar eru Jenný Kamilla (f. 1953) og Oddný Guðbjörg (f. 1957). Eftirlifandi eiginmaður Dag- nýjar er Bjarni Reykjalín (f. 1949). Börn Dagnýjar eru Þor- leifur Kristinn (f. 1979) og Ásta (f. 1983) sem hún átti með fyrr- verandi sambýlismanni sínum Árna Þór Snorrasyni. Eig- Verkmenntaskólann á Ak- ureyri. Dagný lauk BS-prófi í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1997, lauk námi í kennslufræði til kennslurétt- inda frá sama skóla 2006 og MS-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2008. Dagný var bóndi á Völlum í Svarfaðardal í nokkur ár en var einn vetur aftur í Garðinum og þaðan flutti hún til Dalvíkur árið 1987, þar sem hún starfaði m.a. á Hjúkrunarheimilinu Dal- bæ og á skrifstofu Frystihúss KEA á Dalvík. Árið 1994 hóf hún nám við HA í rekstrar- fræði. Að námi loknu starfaði hún fyrst sem leiðbeinandi í Síðuskóla og síðan hjá Lífeyr- issjóði Norðurlands. Í febrúar árið 2001 hóf hún störf hjá Ak- ureyrarbæ, fyrst sem deildar- stjóri fjárreiðudeildar og síðar sem skrifstofustjóri skrifstofu Ráðhúss til ársins 2018 þegar hún flutti til Reykjavíkur og hóf störf á skrifstofu borgar- stjórnar í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í dag, 27. september 2019, klukkan 15. inmaður Ástu er Friðgeir Steinsson og sonur þeirra er Kristófer Máni Friðgeirsson (f. 2012). Börn Bjarna af fyrra hjóna- bandi eru Guð- björg Reykjalín Forup (f. 1980) og stjúpsonur Ari Jós- efsson (f. 1969). Eiginkona Guð- bjargar er Katja Reykjalín For- up. Þær eiga þrjú börn; Nönnu (f. 2010), Elliot (f. 2013) og Max (f. 2016). Ari á þrjá syni með fyrrverandi eiginkonu sinni Katherine; Brynjar (f. 1997), Bjarka (f. 2002) og Axel (f. 2009). Dagný ólst upp í Garðinum á Suðurnesjum. Hún lauk Grunn- skólanámi í Reykholti í Borg- arfirði og stundaði nám við Elsku mamma, það er sárara en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig og skrifa þessi hinstu kveðjuorð til þín. Góðar minn- ingar munu áfram lifa. Eftir erf- ið veikindi líður þér vonandi bet- ur núna og ég vona innilega að við munum hittast á ný þegar minn tími kemur. Nokkur orð sem lýsa þér vel í lifanda lífi eru jákvæð, bjartsýn, greind, traust og góð mann- eskja. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt og í þínu tilfelli er það svo sannarlega ekki. Að vera tekin í blóma lífsins og svo margt að lifa fyrir. Mikill missir fyrir okk- ur öll og stórt skarð sem verður aldrei fyllt. Sorgin er mikil en það sem ég vil helst minnast á er þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina og fyr- ir það mun ég vera þér ævinlega þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að hafa alltaf getað leitað til þín og verið ávallt velkominn og vel tekið á móti mér þegar ég kom í heim- sókn norður og svo síðar í Má- natúnið. Ég er þakklátur fyrir alla þá hjálp og stuðning frá þér þegar ég var í námi. Ég er svo þakklátur fyrir að þú hafir kynnst Bjarna og þið áttuð góð ár saman. Mjög minn- isstæður er brúðkaupsdagurinn ykkar þar sem hamingjan skein úr augum ykkar beggja. Minn- ingar frá þeim góða degi mun ég varðveita. Langar einnig að nefna ferðina til Tenerife þar sem við mættum óvænt og það mun ég varðveita ásamt öllum þeim samverustundum sem við áttum saman í gegnum tíðina og lengi mætti áfram telja. Ég er þakklátur fyrir þær samverustundir sem við áttum á líknardeildinni í Kópavogi og að við fjölskyldan gátum verið sam- an allt til enda og fylgt þér eins langt og kostur er í þessu lífi. Þín er sárt saknað og verður um ókomna tíð. En þangað til næst, hvíl í friði elsku mamma. Kveðja, Þorleifur (Olli). Elsku Dæja, það er nánast óhugsandi að hugsa til þessa að þú verðir ekki partur af okkar daglega lífi lengur. En það er mikil huggun í því að það eru svo margar góðar minningar sem lifa. Ég kynntist þér fyrir rúmlega 19 árum þegar við Ásta fórum að taka saman og var fluttur inn til ykkar nánast daginn eftir. Það hefðu ekki allir tekið því fagnandi að fá 17 ára töffara inn á heimilið en þú bauðst mig strax velkominn. Mér leið alltaf svo vel í kringum þig enda ekki hægt að vera með betri nær- veru, varst alltaf svo róleg og yndisleg og stutt í húmorinn. Það vakti strax athygli mína hversu nánar þið Ásta voruð og gerði ég stundum grín að henni fyrir að þurfa að tala við mömmu sína á hverjum degi. Það vandist þó fljótt og gerði ég mér grein fyrir hversu mikinn styrk hún sótti í þig og hversu yndislegt samband ykkar var. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og í daglegu sambandi sama hvar í heiminum við vorum niðurkom- in. Það voru ófá skotin og alltaf nett pressa hvað varðaði barna- börn og þvílíkt sem þú varst glöð þegar Ásta var ólétt að Kristófer Mána. Það var augljóst að þú ætlaðir þér stóra hluti í ömmu- hlutverkinu og þvílík ofuramma sem þú varst. Það er eins og þú hafir vitað hvað tíminn var dýr- mætur. Kristófer dýrkar þig og var endalaust heppinn að fá að hafa þig fyrstu sjö árin af ævi sinni og mun hann búa að því alla ævi. Það var mikið áfall þegar þú veiktist en þú tæklaðir þetta svo vel og gerðir það erfitt fyrir okk- ur að hellast í sorg. Tíminn var svo vel nýttur og margar góðar minningar búnar til. Mér þykir endalaust vænt um að hafa náð að kveðja þig og eiga með þér smá stund áður en þú kvaddir þennan heim. Þín verður sárt saknað og minningu þinni haldið á lofti. Þinn tengdasonur, Friðgeir. Hún hét Dagný Magnea og var litla systir mín. Ég var fjög- urra ára þegar hún fæddist. Dæja var hún kölluð, hláturmild og glaðlynd frá fyrsta degi og þannig auðgaði hún líf okkar allra, jafnvel á meðan drungi skilnaðar foreldra okkar var yfir heimilinu og hún yngst og við- kvæmust. Mig grunaði ekki þá að hún ætti eftir að verða sú sem ætíð veitti mér stuðning og skjól með skýrri sýn á tilveruna og góðum ráðum á erfiðum stund- um. Dagný systir mín var sú sem ég gat alltaf reitt mig á, líka þeg- ar að mamma okkar dó langt fyrir aldur fram. Og raunar var hún öllum sínum nánustu ómet- anleg stoð og stytta. Dagný var mér ekki bara afar góð systir heldur einnig trúnað- arvinur. Eftir að við fluttum að heiman töluðum við saman í síma nánast á hverjum degi og hitt- umst þegar færi gafst. Þegar á bjátaði hafði hún lag á að sjá lausnir og broslegu hliðarnar á tilverunni. Og þegar heimilis- fólkið heyrði mig skellihlæja í símann vissi það að ég var að tala við Dæju. Dæja var orðin tveggja barna móðir þegar hún lét drauminn um framhaldsnám rætast. Svo fór að hún lauk háskólaprófi með glæsibrag og fékk starf þar sem menntun hennar og mannkostir nutu sín. Gæfan slóst svo sannarlega í för með henni systur minni þeg- ar hún kynntist eiginmanni sín- um Bjarna Reykjalín sem gerði hana svo hamingjusama þau sautján ár sem þau áttu saman. Við Dæja áttum okkur hefð í nokkur ár sem við kölluðum „systra“ sem fólst í því að við tókum frá eina helgi á ári, bara fyrir okkur tvær. Oftast fór ég norður og reyndi ef mögulegt var að hitta á Akureyrarvöku. Dæja var þá búin að skipuleggja ferð um bæinn með tilheyrandi dekri. Við fórum ekki heim fyrr en Bjarni var búinn að elda handa okkur dýrindis mat eins og honum einum er lagið. Yfir eftirrétti spilaði Bjarni gjarnan fyrir okkur lögin hans Fúsa á pí- anóið og lagið Dagný með sér- stakri innlifun. Það er svo margs að minnast og svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman. Og hvort sem það voru fjölskylduheimsóknir eða ferðalög til útlanda eða sam- töl um hversdaginn létti Dæja okkur lífið. Dagný hóf störf hjá Reykja- víkurborg árið 2018 og var að- eins búin að vinna hjá borginni í um tvo mánuði þegar að hún greindist með krabbamein. Henni líkaði nýja vinnan vel og var ánægð með flutninginn til Reykjavíkur. Við höfðum hugsað okkur gott til glóðarinnar og lagt á ráðin um enn fleiri samveru- stundir þar sem stutt væri að fara bæði á milli vinnustaða okk- ar og heimila. En þá greip illvígt krabbamein inn í og nú verða samverustundirnar ekki fleiri. Síðustu vikurnar voru ein- staklega erfiðar og það var Dag- nýju mikils virði hve börnin hennar og Bjarni voru henni traust og góð. Ástin og umhyggj- an á milli þeirra hjóna varð þá nánast áþreifanleg. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt hana Dagnýju fyrir syst- ur. Elsku Bjarni, Olli, Ásta og fjölskylda, missir ykkar er mik- ill. Við Eiríkur færum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Elsku systir mín. Takk fyrir allt. Oddný G. Harðardóttir. Dagný var systir Oddnýjar móður okkar. Það er erfitt til þess að hugsa að Dæja frænka sé fallin frá. Við systur erum þakklátar fyrir að hafa átt Dæju að. Það var ómetanlegt að vita af traustum faðmi Dæju frænku á hliðarlínunni. Til hennar vorum við alltaf velkomnar og hún tók á móti okkur með sínu einstaka smitandi brosi. Börnin okkar tóku líka strax ástfóstri við Dæju. Það var glaðværðin og hennar opni faðmur sem gerði það að verkum. Það var einhvern veginn allt svo eðlilegt hjá Dæju, það er erfitt að útskýra það en það erum við systur sammála um. Kannski er það tilfinning okkar vegna þess hve líkar þær mamma voru. Þegar við hugsum til baka heyrum við hláturinn í þeim systrum. Í kringum þær var aldrei leiðinlegt að vera, það var hlegið svo mikið að tárin láku niður kinnarnar. Það eru minningar sem við munum alltaf geyma í hjarta okkar. Í kringum Dæju var alltaf mikil gleði og grín. Það er okkur minnisstætt frá æsku að ef við vorum með nammi eða gos hjá Dæju áttum við von á að hún vildi fá að smakka fyrst til þess að „athuga hvort þetta væri nokkuð eitrað“. Við notum þessa línu óspart á okkar börn og hugsum þá til þín, elsku frænka. Hvíl í friði. Elsku Bjarni, Olli, Ásta frænka og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykk- ur. Ásta Björk og Inga Lilja Eiríksdætur. Ég sit í ókunnugu húsi í Garð- inum, heimabæ Dagnýjar, um- hverfið og lyktin framandi fyrir ungan framhaldsskólanema norðan úr landi. Loks kemur Dagný og leysir mig úr prísund- inni, þvílíkur léttir, en á þessum tíma var Dagný sambýliskona Árna bróður. Mikið vorum við oft búin að skemmta okkur yfir þessum aðstæðum. Dæja, eins og hún var alltaf kölluð í fjöl- skyldunni, var afar indæl mann- eskja, eldklár og vildi öllum það besta. Góður húmor og smitandi hlátur óma í öllum minninga- brotum um Dæju. Því kynntist ég vel þegar ég bjó hjá henni og Árna í Goðabrautinni á Dalvík, það var dýrmæt reynsla á svo margan hátt enda gátum við Dæja spjallað um alla heima og geima og hún studdi mig ávallt í náminu, en Dæja hafði sérstakt lag á að gera nám áhugavert og skemmtilegt. Dæja var aldrei að flækja hlutina fyrir sér og bar t.d. matseðillinn í Goðabrautinni þess merki. Einfaldleikinn var framar öllu og talaði Dæja oft um að hún væri ekki mikill kokk- ur, en mér líkaði þessi einfald- leiki afar vel, fiskibollur, fiskbúð- ingur, hakk og spaghettí koma þar fyrst upp í hugann. Eitt verður þó ekki af Dæju tekið, hún var snillingur í að gera tartalettur í ýmsum útgáfum enda var það óskaréttur fjöl- skyldunnar um hátíðir. Dagný tókst á við margvíslegar áskor- anir í lífinu og fór það ávallt vel úr hendi hvort það sem var að vinna í fiski, vera bóndi eða skrifstofustjóri, allt leysti hún af alúð og æðruleysi. Það gerði hún einnig í sínu síðasta verkefni, en varð því miður að játa sig sigr- aða eftir hetjulega baráttu. Að leiðarlokum er okkur Hermínu efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir afar ánægjuleg kynni og vinskap í gegnum árin. Elsku Ásta, Olli, Bjarni og fjölskyldan öll, megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Dagnýjar Magneu. Arnar og Hermína. Elsku Dæja frænka mín er látin aðeins fimmtíu og átta ára gömul. Mig langar að skrifa nokkrar línur um hana Dæju mína sem fór allt of fljótt frá okkur. Móður sína missti hún þegar hún var tuttugu og eins árs en þá var Ásta frænka móðir hennar fjörutíu og átta ára. Mik- il og góð vinátta og systrakær- leikur var á milli föður míns Knúts og Ástu frænku og mikill samgangur. Við Dæja vorum mikið saman sem börn og lékum okkur saman og þá oft upp á lofti í Björkinni æskuheimili Dæju. Þar var stórt og gott rými sem nýtt var til alls kyns leikja og þá aðallega búaleiks. Mér er minn- isstætt þegar við gerðum okkur búaleik í heiðinni fyrir ofan heimili hennar og læddumst í ýmsar bökunarvörur hjá Ástu frænku. Nú átti að búa til alvöru köku og sulluðum við hinum ýmsum hráefnum saman þ.á m. miklu af kanil. Kakan leit vel út að okkar mati og borðuðum við hana af bestu lyst. Ekki leið okk- ur eins vel þegar heim kom, urð- um báðar veikar í maga og borð- aði ég ekki kanil öll mín bernskuár eftir þetta, ekki fyrr en ég varð fullorðin. Við Garð- húsafrænkur höfum þann góða sið að hittast á vorin ár hvert. Við fórum tvisvar til Akureyrar til Dæju og Bjarna og voru það yndislegar ferðir okkar frænkna, alltaf svo vel tekið á móti okkur, allt vel skipulagt og skemmti- legt. Í vor hittumst við og þú varst mætt þó að þú hefðir feng- ið slæmar fréttir deginum áður, svo falleg og leist svo vel út. Það er erfitt að hugsa til þess að þú komir ekki í næsta hitting en við frænkurnar munum halda upp heiðri þínum, elsku Dæja mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnumlífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Bjarni, Ásta, Olli, Jenný, Odda og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en eftir lif- ir minning um yndislega eigin- konu, móður, systur, ömmu og frænku. Guð geymi þig, elsku Dæja. Þín frænka Unnur Knúts. Ég var svo lánsöm að verða þeirrar gæfu njótandi að kynn- ast Dagnýju eða Dæju eins og hún var gjarnan kölluð fyrir rúmum fjörtíu árum þegar við urðum skólasystur í Reykholti í Borgarfirði. Dæja var falleg bæði að utan sem innan og fáguð í framkomu. Bakgrunnur okkar var um margt ólíkur, önnur úr sveit en hin úr sjávarþorpi en það breytti því ekki að með okkur tókst vin- átta sem var það sterk að ekkert í lífsins ólgusjó hefur getað skyggt á hana. Hlutverk okkar og aðstæður voru margbreytilegar, en fyrst og fremst vorum við vinkonur og á stundum var hún systirin sem mig langaði alltaf til að eignast. Við gátum deilt sorgum og gleði, stutt, hughreyst og gefið hvor annarri góð ráð en umfram allt hrósað hvor annarri þegar við unnum okkar litlu persónulegu sigra. Við vorum mágkonur í sextán ár en ég hef einnig verið svo lánsöm að vera samferða Dæju og Bjarna og séð hamingj- una og ástina sem ríkti á milli þeirra, samband sem var ein- stakt traust og sterkt. En ég bar einnig gæfu til að vera föðursystir þeirra Olla og Ástu sem hafa misst einstaka móður sem var stolt af þeim, bar hag þeirra og velferð ávallt fyrir brjósti og óskaði þess heitast af öllu að geta létt þeim sorgina og byrði með einhverjum hætti. Það er staðföst trú mín að með æðruleysi sínu, manngæsku og umhyggju fyrir maka, börn- um, barnabarni, tengdasyni og systrum hafi hún lagt sitt og meira til á vogarskálarnar til að svo mætti verða. Við áttum okkur draum um að fara saman í ferð í sól og sum- aryl, draumurinn bíður þar til við hittumst næst. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Hvíl í friði, mín kæra, og hafðu þökk fyrir allt. Helga Ester Snorradóttir. Við á skrifstofu borgarstjórn- ar duttum í óvæntan lukkupott þegar við auglýstum lausa stöðu og fengum umsókn að norðan frá konu sem hafði um árabil sinnt nánast öllum sömu verkefnum á Akureyri og við gerum í Reykja- vík. Ekki dró úr ánægju okkar þegar hún kom til starfa. Hún vann hratt og vel og áður en við vissum af var hún langt komin með að endurskipuleggja verk- ferla skrifstofunnar og skrifa um það gagnlega handbók. Það fór aldrei mikið fyrir Dagnýju en það tók ekki langan tíma fyrir hana að vinna hug og hjörtu okkar allra. Hún hafði hæverskt og ljúft yfirbragð en undir því leyndist nagli sem stóð fast á sínu og lét engan vaða yfir sig. Hún var líka svo skemmti- leg, átti til að lauma inn í samtöl athugasemdum sem komu okkur alltaf að óvörum og gerðu okkur máttlaus úr hlátri. Hún var búin að vinna með okkur í örfáa mánuði og taka með okkur eina frábæra kosn- ingatörn þegar hún greindist með krabbamein í fyrra. Hún fór í stífa meðferð, alltaf handviss um að hún kæmi aftur til starfa og það reyndist rétt. Hún kom hægt og rólega aftur, alltaf mætt fyrst af öllum, eftir hressandi göngutúr úr Mánatúninu. Hún féll strax aftur inn í hópinn eins og flís við rass og það var eins og hún hefði aldrei farið. Svo kom reiðarslagið í vor. Meinið hafði tekið sig upp að nýju og hún þurfti aftur frá að hverfa. Fréttirnar um andlát vinkonu okkar komu okkur öllum í opna skjöldu. Við vissum að útlitið væri ekki gott en við höfðum aldrei látið okkur detta í hug að þetta gæti gerst svona hratt. Um leið og við þökkum fyrir dýrmæt kynni syrgjum við Dagnýju og árin sem við fengum ekki með henni. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks á skrifstofu borgarstjórnar, Hekla Björk Laxdal. Dagný Magnea Harðardóttir HINSTA KVEÐJA Glaðværð, hlýtt viðmót, fallegt bros og húmor. Við söknum góðrar og fallegrar vinkonu sem kveður allt of snemma og snögglega. Við þökkum fyrir vináttu og góðar minningar m.a. frá nýliðnu sumri, sem fylgja okkur um ókomin ár, og vottum Bjarna vini okkar og fjölskyldum þeirra Dag- nýjar okkar innilegustu samúð. Þorgerður og Árni. Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.