Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 33

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 33
 VIRK Það er vel hægt að taka vel ígrunduð skref í innleiðingu á starfsgetumati þar sem haldið er vel utan um þá einstaklinga sem eru með skerta starfsgetu og þeim tryggð allt í senn framfærsla, starfsendurhæfing og sérhæfður stuðningur við atvinnuleit með það að markmiði að auka bæði þátttöku og lífsgæði.“ ferðarkerfi í Bretlandi þar sem lítil virðing er borin fyrir einstaklingum og þeir settir í óboðlegar og ómannúðlegar aðstæður. Einnig hefur verið bent á breytingar í öðrum löndum sem ekki eru taldar hafa heppnast vel. Það er mikilvægt að líta til annarra landa og læra af því sem þar hefur verið gert og þá er mikilvægt að horfa bæði til þess sem hefur tekist vel og þess sem hefur tekist illa svo unnt sé að koma í veg fyrir slæm áhrif breytinga á líðan og heilsu einstaklinga. Það er líka mikilvægt að stíga varlega til jarðar í kerfisbreytingum sem þessum því þær geta haft áhrif á einstaklinga sem margir hverjir eru í ákaflega erfiðri stöðu. Það er hins vegar ekki rétt að setja orðið starfsgetumat eingöngu í samhengi við það sem illa hefur heppnast í kerfisbreytingum nágrannalanda okkar. Í því samhengi má t.d. benda á að það starfsgetumat sem notað er í Bretlandi er að grunni til það sama og örorkumatið sem hefur verið notað hér á landi frá árinu 1999. Innleiðing, þróun og framkvæmd matsins hefur hins vegar verið með allt öðrum hætti í Bretlandi en hér á landi og ef að myndin „I Daniel Blake“ gefur raunsanna mynd af velferðarkerfi Bretlands þá er ljóst að þangað getum við ekki horft nema til þess að læra hvernig við eigum ekki að framkvæma kerfisbreytingar sem þessar. Það er hins vegar ekki mögulegt hér á landi að stíga engin skref til breytinga, nota áfram sama örorkumatsstuðul og hefur verið í notkun frá árinu 1999 og horfa bara á skerðingar en ekki getu einstaklinga. Það er vel hægt að taka vel ígrunduð skref í innleiðingu á starfsgetumati þar sem haldið er vel utan um þá einstaklinga sem eru með skerta starfsgetu og þeim tryggð allt í senn framfærsla, starfsendurhæfing og sérhæfður stuðningur við atvinnuleit með það að markmiði að auka bæði þátttöku og lífsgæði. Það þurfa hins vegar margir að koma að kerfisbreytingum sem þessum og vinna þarf að viðhorfsbreytingu bæði á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu til að tryggja skilning og umburðarlyndi gagnvart einstaklingum með mismunandi getu og í mismunandi aðstæðum. Í raun má segja að þær breytingar sem þurfa að verða kristallast ekki nema að litlum hluta til í matinu sjálfu því það er nauðsynlegt að á sama tíma og við leggjum áherslu á að meta getu einstaklinga til starfa þá sé til staðar fyrir þessa einstaklinga tækifæri og störf við hæfi á vinnumarkaði. Hjá VIRK hefur verið byggt upp teymi atvinnulífstengla sem hefur sérhæft sig í að vinna með atvinnurekendum að því að fjölga störfum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Þetta hefur gefið mjög góða raun, nú eru á annað hundrað fyrirtækja í þessu samstarfi og fjölmörg störf hafa orðið til fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Þetta verkefni og önnur sambærileg t.d. hjá Vinnumálastofnun er mikilvægt að efla og þróa áfram því starfsgeta einstaklinga ræðst ekki eingöngu af því hver þeirra skerðing er heldur einnig af því hverjir möguleikarnir eru á vinnumarkaði. Til viðbótar við þetta er mikilvægt að auka þekkingu okkar á ástæðum þess að svo margir einstaklingar glíma við skerta starfsgetu í dag auk þess að efla forvarnir og heilsueflingu í atvinnulífinu, í skólum og í samfélaginu almennt. Við skulum líka hafa það í huga að gallar núverandi kerfis eru fjölmargir og það hefur leitt marga unga einstaklinga inn í fátækragildru sem erfitt er að komast úr. Kerfið er lítt sveigjanlegt, hvetur ekki til atvinnuþátttöku og einstaklingar í starfs- endurhæfingu glíma í dag margir hverjir við stöðugan kvíða vegna ótryggrar framfærslu þar sem framfærslukerfið er brotakennt og úrskurður um rétt til endurhæfingarlífeyris er oft til skamms tíma í einu. Það er því til mikils að vinna fyrir alla að kerfinu sé breytt en á sama tíma þá þurfum við að geta átt uppbyggilega og faglega umræðu um mögulegar leiðir til framtíðar með hagsmuni einstaklinga og samfélags í huga. 33virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.