Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 41
 VIRK örorkumat, en nýgengi eru ný örorkumöt á hverju ári fyrir sig. Á mynd 7 er hrá nýgengistala borin saman við staðlað nýgengi fyrir valin ár á tímabilinu 2000-2018. Þó nýgengið sveiflist nokkuð milli ára má sjá að staðlaða nýgengið 2018 er lægra en nýgengið árið 2000, eða 6 tilvik á hverja 1.000 íbúa. Staðlað áhættuhlutfall (þ.e. líkurnar á því að einstaklingur á aldrinum 16-66 hafi fengið örorkumat árið 2000 borið saman við 2018 var 1,07, sem þýðir að líkurnar á örorku hafi verið hærri árið 2000 en 2018. Fjölgun nýgengistilfella 2018 skýrist því nær einvörðungu af auknum fjölda þjóðarinnar (16-66 ára) sem og breyttri aldurs- og kynjasamsetningu. Það er áhugavert að skoða nýgengi 75% örorkumats eftir kyni (mynd 8). Líkt og með algengið, eru konur líklegri en karlar til að fá örorkumat fyrir öll árin sem eru til skoðunar. Fjöldi staðlaðra nýgengistilvika meðal kvenna eru þó færri árið 2018 (8 á hverja 1.000 íbúa) en árið 2000 (9 á hverja 1.000 íbúa) á meðan þau standa nokkurn veginn í stað hjá körlum. Staðlað áhættuhlutfall er tæplega 1,1 meðal kvenna en rúmlega 1 hjá körlum. Hvað þýða þessar niðurstöður? Niðurstöður sýna óyggjandi fram á mikilvægi þess að notaðar séu viðurkenndar aðferðir faraldsfræðinnar í greiningu á algengi og nýgengi örorkumats. Þegar leiðrétt er fyrir áhrifum aldurs og kyns á heildaralgengi örorku árið 2018, lækkar það úr 8% í 7%. Svo virðist því sem breytt samsetning þjóðarinnar skýri að hluta þá aukningu sem orðið hefur á heildaralgengi örorku frá árinu 2000. Einnig eru konur líklegri en karlar til að vera með örorkumat og virðist kynjamunurinn ágerast eftir því sem líður á tímabilið. Árið 2018 eru 1,5 kona á móti hverjum karli með 75% örorkumat borið saman við um 1,4 konu á hvern karl árið 2000. Nýgengi örorku fylgir eðlilega annarri dreif- ingu en uppsafnaðar algengistölur. Þá ber svo við að staðlað nýgengi verður lægra en nýgengi viðmiðunarársins (2000) eða um 6 tilvik af hverjum 1.000 16-66 ára íbúa árið 2018 borið saman við um 7 tilvik árið 2000. Líkt og með algengistölur er nýgengi örorku talsvert tíðara meðal kvenna en karla (1,6 konur á móti hverjum karli árið 2018). Staðlað nýgengi stendur í stað meðal karla árin 2000 og 2018 en lækkar meðal kvenna (8 tilvik af hverjum 1.000 íbúum á móti 9 tilvikum árið 2000). Því upplýstari sem stjórnvöld eru um lýð- fræðileg áhrif á heilbrigði þjóðarinnar því betri og markvissari verða aðgerðirnar. Það er nokkuð ljóst að aldur og kyn hafa veruleg áhrif á örorkulíkur fólks og því er hugsanlegt að einstaklingum með 75% örorkumat muni fjölga í framtíðinni í takt við hækkandi lífaldur þjóðarinnar. Af niðurstöðum má ráða að aðflutningur erlends vinnuafls (þá sérstaklega karla) til landsins hafið dregið úr vægi örorku í íslensku samfélagi. Sú þróun mun að öllum líkindum halda áfram næstu ár ef miðað er við mannfjöldaspá Hagstofunnar 2018-2067. Heimildir 1. Matthías Halldórsson (2001). Örorka og öryrkjar (ritstjórnargrein). Læknablaðið; 87: 201-202. 2. Hagstofa Íslands (e.d.). Mannfjöldaspá 2018-2067 (birt 19. október 2018). 3. Sigurður Thorlacius, Sigurjón Stefánsson, Stefán Ólafsson og Vilhjálmur Rafnsson (2001). Breytingar á algengi örorku á Íslandi 1976-1996. Læknablaðið; 87:205-9. 4. Tryggingastofnun ríkisins (e.d.). Fjöldi með 75% örorkumat (og/eða örorkulífeyri) í janúar ár hvert og nýgengi 75% örorkumats, árin 2000-2018. 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 9 8 7 6 5 4 Mynd 8 Mynd 6 Mynd 7 10 9 8 7 6 5 4 3 9 8 5 5 KonurKarlar Karlar Hrátala nýgengis Staðalað nýgengi út frá aldri og kyni Konur Aldursstaðlað nýgengi örorku meðal karla og kvenna á hverja 1.000 16-66 ára íbúa Aldursstaðlað algengi örorku eftir kyni sem hlutfall (%) af mannfjölda Nýgengi 75% örorkumats - hrá tíðni borin saman við staðlaða tíðni eftir aldri og kyni á hverjum 1.000 16-66 ára íbúa 9% 8% 6% 7 7 6 6% 2005 2008 2010 2012 2016 2017 2018 2000 2005 2008 2010 2012 2016 2017 2018 2005 2008 2010 2012 2016 2017 2018 41virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.