Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 15
Hvað gerir VIRK? Vinnur virkniáætlun Samhæfir áætlun með vinnustað Fylgir starfsmanni eftir Vinnur með styrkleika Veitir stuðning og fræðslu VIRK Því fyrr sem einstaklingar reyna endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys, því líklegra er að þeir komist aftur út á vinnumarkaðinn og því er mikilvægt að gefa einstaklingum tækifæri til að komast í vinnu við hæfi snemma í starfsendurhæfingar- ferlinu.“ skerta starfsgetu við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Gert var ráð fyrir að niðurstöður þróunar- verkefnisins gætu haft marktæk áhrif á ferli einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Þetta varð raunin, því árið 2018 var ákveðið að það ferli sem búið var að vinna eftir í þróunarverkefninu yrði varanlegt verkferli fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu sem voru tilbúnir til að reyna endurkomu á vinnumarkað en þurftu sérstaka aðstoð til þess. Einstaklingum er vísað í þjónustu hjá sérstökum atvinnulífstenglum þegar þeir eru metnir tilbúnir til að reyna endurkomu inn á vinnumarkaðinn, um 3–4 mánuðum áður en starfsendurhæfingu lýkur. Þar fá þeir stuðning frá atvinnulífstengli við undirbúning fyrir atvinnuleit og stuðning í gegnum allt ferlið þar til þeir eru komnir í vinnu. Margir eflast mjög á þessum tíma og sækja sjálfir um störf sem auglýst eru á almennum vinnumarkaði. Þá hefur komið í ljós að einstaklingum sem hafa verið lengi frá vinnumarkaði gagnast vel að fá tækifæri til að koma inn á vinnumarkaðinn á stigvaxandi máta og það eykur líkurnar á árangursríkri endurkomu á vinnumarkaðinn. Í þeim tilfellum er unnin sérstök virkniáætlun af atvinnulífstengli í samvinnu við starfsmanninn og yfirmann hans. Þar er tekið mið af verkefnum, vinnuferlum, aðstæðum og vinnutíma á viðkomandi vinnustað og síðan eru gerðar endurbætur á áætluninni eins og þurfa þykir. Bæði er lögð áhersla á að styðja einstaklinginn en ekki síður vinnustaðinn, bæði stjórnendur og samstarfsmenn, eins og óskað er eftir. Eftirfylgni er með starfsmanni inni á vinnustaðnum í samráði við starfsmanninn og vinnustaðinn og getur atvinnulífstengill aðstoðað við úrlausnir vandamála og hindrana sem upp geta komið. Á meðan einstaklingar eru í atvinnutengingu geta atvinnulífstenglarnir keypt einstaklings- miðuð úrræði frá ýmsum fagaðilum sem auðveldað geta endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Þetta geta verið úrræði eins og vinnuvistfræðilegt mat á vinnuumhverfi framkvæmt af sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa, viðtöl hjá sálfræðingi til stuðnings sem og sérstök námskeið sem geta aukið möguleika einstaklings á vinnumarkaðinum. Mynd 1 sýnir samstarf VIRK og vinnustaðar í endurkomuferlinu. Í lok árs 2018 störfuðu fimm atvinnu- lífstenglar í rúmlega 4 stöðugildum og aðstoðuðu ráðgjafa VIRK á höfuð- borgarsvæðinu (35 talsins) við að koma einstakl ingum með skerta starfsgetu aftur inn á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Auk þessa störfuðu fjórir atvinnulífstenglar við IPS- atvinnutengingu (Individual Placement and Support) í um 3,5 stöðugildum og aðstoðuðu þeir einstaklinga með alvarleg geðræn vandamál við að komast inn á vinnumarkaðinn. Þessir einstaklingar komu í þjónustu VIRK í gegnum samstarf við geðdeild Landspítalans – Laugarási og geðheilsuteymi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, bæði austur og vestur. 156 störf árið 2018 Tæplega 300 tilvísanir bárust frá ráðgjöf- um VIRK um aðstoð fyrir einstaklinga sem voru að klára starfsendurhæfingu hjá VIRK árið 2018 og fundu atvinnulífstenglar VIRK 156 störf á því ári. 26 þessara starfa voru fyrir einstaklinga í IPS-atvinnutengingunni sem tók að meðaltali um 6 mánuði að finna en 130 starfanna voru fyrir einstaklinga sem voru að klára almenna starfsendurhæfingu en þau störf tók að meðaltali rúmlega 3 mánuði að finna. Í 14% tilfella var gefið tækifæri á stigvaxandi endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Um Strax í byrjun verkefnisins var lögð mikil áhersla á að ná góðu samstarfi við vinnumarkaðinn og auka fræðslu og stuðning við fyrirtæki og stofnanir. Í heimsóknum til fyrirtækja fór fram ákveðin fræðsla um starfsemi VIRK, um mögulegan ávinning af því að ráða hæft starfsfólk sem var að ljúka starfsendurhæfingu til starfa og þann stuðning sem VIRK var tilbúin að veita í þessu ferli. Í kjölfar þessara heimsókna mynduðust tengsl milli atvinnulífstengla VIRK og tengiliða þeirra í fyrirtækjunum og mörg fyrirtæki skrifuðu undir sérstakan samstarfssamning við VIRK. Þetta skref hefur reynst verkefninu mjög mikilvægt og er enn mikilvægur þáttur í samskiptum við fyrirtækin. Í hvert sinn sem haft er samband við þessi fyrirtæki er reynt að tala við skráða tengiliði sem oft hafa þegar fengið fræðslu um atvinnutengingu einstaklinga með skerta starfsgetu sem auðveldar allt áframhaldandi samstarf. 200 fyrirtæki í samstarfi Í dag eru um 200 fyrirtæki með undir- ritaðan samstarfssamning við VIRK en í upplýsingagrunni VIRK eru nú skráð yfir 900 fyrirtæki og stofnanir. Núna stendur yfir sérstakt átak þar sem lögð er áhersla á að nálgast fyrirtæki sem ekki hafa verið í virku samstarfi við VIRK til þessa. Sendur var út fjölpóstur á þessi fyrirtæki og honum fylgt eftir með ósk um að fá að koma í heimsókn til að veita upplýsingar um starfsemi VIRK og starf atvinnulífstengla VIRK við að aðstoða einstaklinga með Mynd 1 15virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.