Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 65
 VIRK Helmingur telur mögulegt að fjölga hlutastörfum Fyrirtæki í upplýsingagrunni VIRK, í saman- burði við fyrirtækin úr fyrirtækjahópi Gallup, voru marktækt líklegri til að vera með skýra stefnu og/eða verklagsreglur á vinnustaðnum er varðaði endurkomu til vinnu eftir veikindi (47% vs 24%). Þau voru einnig marktækt líklegri til að grípa til ákveðinna aðgerða til að auðvelda starfsfólki að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys, eins og t.d. með því að breyta eða stytta vinnutíma, breyta vinnuskyldum, gefa möguleika á tilfærslu í starfi og vera í sambandi við starfsmanninn í gegnum síma eða með tölvupósti á meðan á veikindafjarveru stóð. Rannsóknir hafa sýnt að það að koma til móts við einstaklinginn hvað varðar aðlögun á vinnustað eykur möguleika þeirra á að komast inn á vinnumarkaðinn og haldast þar auk þess sem það bætir afkastagetu hjá þeim10. Nær helmingur fyrirtækjanna (45%) sem tóku þátt í rannsókninni töldu mögulegt að fjölga hlutastörfum á vinnustaðnum þeirra. Þau fyrirtæki sem voru með mjög góða eða frekar góða reynslu af því að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu voru marktækt líklegri til að svara játandi að hægt væri að fjölga hlutastörfum á vinnustaðnum þeirra. Á mynd 4 má sjá helstu ástæðurnar sem fyrirtækin, sem ekki töldu sig geta fjölgað hlutastörfum hjá sér, gáfu fyrir því að að geta það ekki. Í spurningakönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvaða kosti, ef einhverja, þeir sáu við það að ráða fólk með skerta starfsgetu til vinnu, umfram það að ráða fólk með fulla starfsgetu. Mynd 5 sýnir svör þeirra sem tóku afstöðu en svarendur höfðu frjálsar hendur um fjölda svara. Einungis 11% þeirra sem tóku afstöðu töldu enga kosti við það að ráða fólk með skerta starfsgetu inn á vinnustaðinn. Lokaorð Þessi spurningakönnun er fyrsta könnunin sem gerð hefur verið á viðhorfum vinnu- veitenda á Íslandi gagnvart því að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu í vinnu en tölfræðilega vinnan er enn í gangi varðandi niðurstöður hennar. Þær niðurstöður sem kynntar eru í þessari grein sýna að vinnu- veitendur með fyrri reynslu af því að ráða einstaklinga með skerta starfsgetu voru marktækt líklegri til að vilja ráða aftur slíka starfsmenn á næstu tveimur árum og þeir voru líklegri til að telja mögulegt að fjölga hlutastörfum á vinnustaðnum. Þetta var einnig niðurstaðan fyrir fyrirtæki sem komu úr upplýsingagrunni VIRK auk þess sem þau voru marktækt líklegri til að vera með skýra stefnu og/eða verklagsreglur á vinnustaðnum um endurkomu til vinnu eftir veikindi. Þau voru einnig líklegri til að halda sambandi við fjarverandi starfsmenn og koma til móts við þá þegar þeir snéru aftur til vinnu í formi þess að breyta vinnutímanum og vinnuskyldum, aðlaga vinnuumhverfið og/eða gefa möguleika á tilfærslu í starfi. Eins og fram hefur komið í textanum hér á undan þá getur það að koma til móts við starfsmenn með skerta starfsgetu aukið getu þeirra að vera á vinnustaðnum, ásamt því að auka afköstin hjá þeim og þar með líkurnar á árangursríkri endurkomu til vinnu eftir fjarveru vegna veikinda. Atvinnulífstenglar VIRK leggja áherslu á það í starfi sínu að vera í sambandi við vinnustaði og veita bæði almenna fræðslu og stuðning sem og meira sérhæfða ráðgjöf þegar einstaklingar sem eru að ljúka starfsendurhæfingu eru að koma til baka inn á vinnustaðinn. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við vinnuveitendur, þar sem þátttakendur frá fyrirtækjum sem voru úr upplýsingagrunni VIRK sýndu jákvæðari viðhorf gagnvart þessum hópi starfsmanna hvað varðar t.d. fjarveru frá vinnu og sveigjanleika í vinnu. Þeir töldu ennfremur að fjölbreytileikinn sem skapaðist við að ráða starfsmenn með skerta starfsgetu væri mikilvægur fyrir vinnustaðinn. Skapa þarf rými á vinnustaðnum fyrir einstaklinga með mismunandi starfsgetu og í því tilfelli er mikilvægt að auka þekkingu og breyta viðhorfum stjórnenda og starfsmanna á þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem stuðla að velferð og auðvelda endurkomu starfsmanna aftur til vinnu. Heimildir 1. Hagstofan. Vinnumarkaðurinn https:// hagsto fa . i s / ta lnaefn i /samfe lag/ vinnumarkadur/. 2. OECD. Sickness, disability and work: breaking the barriers. A synthesis of findings across OECD countries. Paris, 2010. 3. Dutta A, Gervey R, Chan F, Chou C-C, Ditchman N. Vocational rehabilitation services and employment outcomes for people with disabilities: a United States study. Journal of Occupational Rehabilitation, 2008;18(4):326–334. 4. Vornholt K, Villotti P, Muschalla B, Bauer J, Colella A, Zijlstra F et al. Disability and employment – overview and highlights. European Journal of Work and Organizational Psychology, 2018;27(1):40-55. 5. Strindlund L, Abrandt-Dahlgren M & Ståhl C. Employers´ views on disability, employability, and labor market inclusion: a phenomenographic study. Disability and Rehabilitation, 2018;30:1-8. 6. Ju S, Roberts E, Zhang D. Employer attitudes toward workers with disabilities: a review of research in the past decade. Journal of Vocational Rehabilitation, 2013;38:113-123. 7. Fraser R, Ajzen I, Johnson K, Hobert J, Chan F. Understanding employers' hiring intentions in relation to qualified workers with disabilities. Journal of Vocational Rehabilitation, 2011; 35:1-11. 8. Hernandez B, McDonald K, Divilbiss M, Horin E, Velcoff J, Donoso O. Reflections from employers on the disabled workforce: focus groups with healthcare, hospitality and retail administrators. Employee Responsibilities and Rights Journal, 2008;20(3):157–164. 9. Kalef L, Barrera M, Heymann J. Developing inclusive employment: lessons from Telenor open mind. Work, 2014;48(3):423–434. 10. Schartz HA, Hendricks D, Blanck P. Workplace accommodations: evidence based outcomes. Work, 2006;27(4):345–354. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við vinnu- veitendur, þar sem þátttakendur frá fyrir- tækjum sem voru úr upplýsingagrunni VIRK sýndu jákvæðari viðhorf gagnvart þessum hópi starfsmanna hvað varðar t.d. fjarveru frá vinnu og sveigjanleika í vinnu.“ 65virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.