Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 36
mér mikið. Þar gat ég unnið með sjálfa mig og sjálfstraustið. Ég tók að átta mig á að í kulnunarástandi missir maður stjórnina að vissu leyti.“ Varstu ólík sjálfri þér í þessu ástandi? „Já, ég breyttist. Áður tók ég mikinn þátt í félagsstörfum, var gjarnan formaður starfsmannafélags þess fyrirtækis sem ég vann hjá hverju sinni, átti sæti í nemendafélögum, tók að mér veislustjórn í brúðkaupum og þannig mætti lengi telja. Ég hef alltaf átt auðvelt með að tala fyrir framan fólk og verið opin í samskiptum. Í MBA- náminu breyttist ég hins vegar úr þessari félagsveru í manneskju sem lét lítið fyrir sér fara, gekk næstum með veggjum. Ég átti beinlínis erfitt með samræður, hvað ég ætti að tala um. Ég tók að forðast að hitta fólk. Ég áttaði mig á þessari breytingu og fannst hún einkennileg.“ Veikindin höfðu áhrif á fjölskylduna Hvað með umhverfið, tók maðurinn þinn eftir breytingu á þér? „Hann gerði það en það tók dálítinn tíma. Ég breyttist minna í umgengni við mína nánustu heldur en við utanaðkomandi fólk. Þetta voru fyrstu einkennin um það sem í vændum var. Sem dæmi um hvernig ég breyttist var að ég var endalaust þreytt. Við hjónin vorum að gera upp hús á lands- byggðinni, gamlan sveitabæ. Eftir að ég fékk þessi einkenni þá tók ég ekki þátt í neinu starfi, bara svaf. Maðurinn minn er mjög duglegur og það olli mér samviskubiti að gera ekki neitt í uppbyggingarstarfinu. Eftir nokkurn tíma spurði hann hvort mér leiddist að taka þátt í þessu. Þannig áttaði hann sig á því hvað væri að gerast. Hann stóð mjög þétt við bakið á mér í gegnum mitt bataferli. Þessi veikindi mín höfðu auðvitað áhrif á börnin og fjölskyldulífið meðan þau voru að ganga yfir en það er liðin tíð sem betur fer. Ég var sem sagt árið 2015 komin með fyrstu einkenni um kulnun, þreytu, félagsfælni, kvíða og minnkandi sjálfstraust. Þetta varð þess valdandi að ég leitaði á bráðdeild geðdeildar það ár. Þá var ekki gripið nógu vel inn í þessa óheillavænlegu þróun. Sennilega hefði mátt afstýra kulnunarástandinu ef það hefði verið gert. Ég fékk að vísu kvíðalyf hjá geðlækni og sagði upp í vinnunni hjá Lava Hostel – en það dugði ekki. Ég hef átt erfitt með að segja nei. Ég bauð stjórn hostelsins að vera áfram þangað til búið væri að ráða nýja manneskju þótt ég væri í reynd óvinnufær af örmögnun. Ég vildi á þessum tíma hætta vinnu til að geta lokið mastersnáminu í HR – enda taldi ég þá að örmögnunin væri fyrst og fremst þunglyndi og kvíði. Svo gerist það um þetta leyti að rosalega spennandi starf er auglýst í blöðunum. Þótt ég vissi að ég væri þreytt og þyrfti að ná mér upp ákvað ég að sækja um starf markaðsstjóra hjá TM Software, dótturfyrirtæki Origo. Ótrúlega flott starf í markaðsmálum hjá fyrirtæki sem sér um vef-, ferða- og heilbrigðislausnir. Ég hafði litið til þessa fyrirtækis þá fyrir nokkru. Áður en ég sótti um ráðfærði ég mig við lækni, hvort ég væri tilbúin til að sækja um. Hann gaf „grænt ljós“ á það. Ég sótti um og fékk starfið en sagði að ég væri ljúka verkefninu hjá Lava Hostel og einnig að ljúka MBA námi við HR og gæti því ekki verið í fullu starfi fyrr en um vorið. Þarna var ég sem sagt komin með auk reksturs heimilisins, tvö störf og í námi. Ég var líka þvílíkt að reyna að standa mig í nýja starfinu í umhverfi þar sem fyrir voru æðislegur yfirmaður og skemmtilegt samstarfsfólk. Ég fór í sumarfrí í júní 2016, nýbúin að ljúka MBA-náminu. Þá strax fékk ég bullandi samviskubit og leið þannig að mér fannst ég ekki gera nóg. Ég ákvað því að taka eitt verkefni með mér í sumarfríið – til þess að reyna að vinna mér inn einhverja punkta. Þetta voru afdrifarík mistök. Í sumarfríinu í Frakklandi fann ég svo aftur fyrir þessari örmögnun sem áður hafði hrjáð mig. Ég gat ekki byrjað á verkefninu, var óendanlega þreytt og fann fyrir minnisleysi. Ég stóð til dæmis við hraðbanka og ætlaði að taka út peninga en gat með engu móti munað pin- númerið á kortinu sem ég nota daglega. Þetta var stórfurðulegt og ég fann til ótta.“ Vaxandi kulnunareinkenni „Þegar ég kom úr sumarleyfinu fékk ég fastráðningu. Áður ákvað ég að vera hrein- skilin við minn yfirmann, segja honum að ég hefði þurft að hætta í síðustu vinnu og ofkeyrt mig – orðið kulnun var varla komið í umræðuna þá. Ég sagðist vera að jafna mig og yfirmaðurinn sýndi þessu góðan skilning. Við tók svo tímabil þar sem kulnunarein- kennin ágerðust í stækkandi skrefum, veikindadögum fjölgaði vegna þess að mig skorti einbeitingu. Ég sat í bílnum á bílastæði fyrirtækisins æ ofan í æ hágrátandi og fann að ég gat ekki farið þangað inn. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og endaði með því að keyra aftur heim. Ég höndlaði ekki aðstæðurnar.“ Hvað gerðir þú þá? „Þá erum við eiginlega komin að upphafi Núna finnst mér þetta hafa verið frábært tækifæri til að fara í alla þessa sjálfskoðun og geta fundið út hvað hrjáði mig. Að horfa inn á við leiðir ýmislegt í ljós. Ég er metnaðargjörn en maður má ekki ganga á varaforða sinn.“ 36 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.