Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 54
VELLÍÐAN Á VINNUSTAÐ SAMSTARFSVERKEFNI STJÓRNENDA OG STARFSMANNA INGRID KUHLMAN leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) þjálfun og stuðla að þróun þess. Þeir vænta þess að starfsmenn setji sér krefjandi en raunhæf markmið, skipuleggi hvernig þeir ætla að ná markmiðum sínum og vinni verk sín af áhuga. Þeir leggja áherslu á vinnustaðamenningu þar sem starfsmenn styðja hvern annan og sýna hugmyndum og tillögum annarra áhuga. Þeir hvetja til jákvæðra tengsla og uppbyggilegra opinna samskipta. Stjórnendur með ágengan stjórnunarstíl á hinn bóginn sem ala á neikvæðri gagnrýni og refsa fyrir mistök skapa óöryggi og andúð á vinnustað. Afleiðingin er að starfsmenn hætta að þora að leggja sig fram, forðast að taka ákvarðanir og upplifa mikið andlegt álag. Ágengum stjórnunarstíl fylgir mikill kostnaður, m.a. í formi óánægju, streitu, slakrar samvinnu, veikindafjarvista og starfsmannaveltu. Fjölbreytileiki stjórnunarstíla Í bókinni Primal Leadership4 greina Richard Boyatzis, Daniel Goleman og Annie McKee frá viðamiklum rannsóknum á frammistöðu 3.870 stjórnenda víða um heim og hvernig þeir laða fram það besta hjá sínu fólki. Niðurstöður þeirra sýna að árangursríkir stjórnendur beita mismunandi stjórnunarstíl, allt eftir aðstæðum og ein- Vellíðan á vinnustað ætti að vera okkur öllum hugleikin. Við dveljum drjúgan tíma ævi okkar í vinnunni og því er mikilvægt fyrir vinnustaði að hafa vellíðan starfsmanna að leiðarljósi með því að bjóða upp á heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi og viðhafa góða stjórnunarhætti. H agsmunir starfsmanna og stjórnenda fara saman þegar kemur að vellíðan á vinnustað og báðir aðilar bera ábyrgð. Það er hlutverk stjórnenda að skapa vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan og það er ábyrgð starfsmanna að stunda heilsusamlega lifnaðarhætti, velja sér jákvætt viðhorf til vinnunnar og vinnustaðarins og setja sér mörk. Uppbyggilegur stjórnunarstíll lykilatriði Stjórnunarhættir eiga drjúgan þátt í vellíðan starfsmanna og frammistöðu þeirra í starfi. Rannsóknir á Vesturlöndum hafa ítrekað sýnt að meginástæða þess að fólk segir upp er ekki launatengd heldur tengist slæmum samskiptum við næsta yfirmann1. Enda fullyrti Marcus Buckingham, sem er vinsæll höfundur, fyrirlesari og stjórnunarráðgjafi: „People leave managers, not companies“2. Sálfræðingurinn Clayton Lafferty, sem rannsakaði áhrifaríka stjórnun í hátt í 40 ár, sýndi fram á að marktæk tengsl eru milli uppbyggilegs stjórnunarstíls og starfs- ánægju, vellíðunar og velgengni í starfi3. Leiðarljós stjórnenda með uppbyggilegan stjórnunarstíl er árangur og stöðugur lærdómur. Þeir bjóða starfsfólkinu upp á 54 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.