Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 82

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 82
 Við þurfum að skapa samfélag sem gefur öllu fólki tækifæri, ekki síst þeim sem búa við margvíslega erfiðleika.” almennt gerist og flest þeirra búa við mjög takmörkuð fjárráð10. Félagsleg staða þeirra hefur neikvæð áhrif á heilsufar, sérstaklega með tilliti til geðrænna sjúkdóma11,12. Samkvæmt OECD13 á þessi hópur á hættu að verða félagslega einangraður, með tekjur undir fátæktarmörkum og skorta færni til að bæta fjárhagsstöðu sína. Sænsku sérfræðingarnir Olafsson og Wadensjö14 hafa sýnt fram á að tímalengd frá vinnumarkaði eða námi skiptir miklu og taka þannig undir með niðurstöðum bresku hagstofunnar sem rætt var um hér að framan. Þeir segja að ungt fólk, sem hefur hvorki verið í námi né vinnu lengur en í 6 mánuði sé í verulegri hættu á félagslegri og fjárhagslegri fátækt til langframa. Norsku og sænsku fræðimennirnir Olsen og Tägtström12 hafa komist að svipuðum niðurstöðum og benda jafnframt á að andlegir erfiðleikar aukast með lengri tíma frá virkri þátttöku í vinnu eða í námi. Rannsóknir Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar sýna einnig að geðrænir erfiðleikar og þá helst kvíði og þunglyndi, séu mjög algengir hjá þeim sem eru óvirkir og hvorki í skóla né vinnu. Einnig er á það bent að geðrænir erfiðleikar eru algengasta orsökin fyrir örorku á unga aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi10. Hægt að festast í fátækt En af hverju er fátækt svona skýr hjá þeim sem standa utan vinnumarkaðar? Fyrst ber að nefna að upphæðir þær sem eru greiddar til fólks utan vinnumarkaðar eru ætíð lægri og í besta falli sambærilegar við allra lægstu laun. Slíkar upphæðir einar og sér auka áhættu á fátækt óháð því hvort um laun, líf- eyri eða aðrar bætur er að ræða15. Þeir sem framfleyta sér á lágmarksframfærslu geta sjaldnast leyft sér að hitta aðra í aðstæðum sem kalla á fjárútlát eins og á kaffihúsi eða í bíó og það eykur áhættu á félagslegri einangrun. Lægstu greiðslur hverju sinni eru fjárhags- aðstoð sveitarfélaga. Tölfræðigögn frá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar sýna að um 60% fólks sem nýtur fjárhagsaðstoðar hefur einnig verið með fjárhagsaðstoð árið áður og um 60% er einnig með fjárhagsaðstoð árið á eftir16. Þannig bendir tölfræðin til þess að talsverð hætta sé á að fólk festist á þessum stað þrátt fyrir að fjárhagslegur hvati sé mikill að komast úr þessum aðstæðum. Þess má geta að síðustu þrjú ár hefur ríflega helmingur allra sem eru með fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg verið með læknisvottorð um óvinnufærni. Slík vottorð auka ekki rétt einstaklinga til framfærslu en þegar þau eru til staðar eru ekki gerðar kröfur á fólk að það leiti sér að vinnu, enda óvinnufært17. Ætla má að óvinnufærnin sé tilkomin vegna heilsubrests sem getur til að mynda verið félagsfælni þess sem hefur einangrað sig og kvíði við að takast á við kröfur á vinnumarkaði. Heilsubrestur verður þó ekki meðhöndlaður hjá félagsþjónustu sveitarfélaga því sveitarfélögin hafa engar skyldur til að takast á við heilsuvanda íbúa sinna, það er verkefni heilbrigðiskerfisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Óvinnufærni skal meðhöndla Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/201218 tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa atvinnutengda starfsendurhæfingu. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður býður upp á starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga með heilsubrest ef vilji og geta er til að sinna starfs- endurhæfingu og markmið einstaklings er að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði svo fljótt sem verða má. Það er von mín að heilbrigðisstarfsfólk sinni skyldu sinni við samfélagið og einstaklingana sem þeir sinna og vísi fólki sem glímir við heilsubrest í starfsendurhæfingu. Að vísa í áframhaldandi fjárhagsaðstoð og fátækt þar sem ekki er unnið með vandann er ekki lausn. Hvort sem við lítum á fátækt út frá fjárhags- legum skilgreiningum eða stöðu og mögu- leikum einstaklings í samfélagi manna (færnikenningunni) er ljóst að það að vera utan vinnumarkaðar vegna heilsubrests hefur veruleg neikvæð áhrif á heilsufar, hamingju og fjárhag. Það minnkar því fátækt einstaklingsins og efnahagsvanda samfélagsins að tekið sé fljótt og vel á þeim heilsubresti sem leiður til óvinnufærni – en tíminn er dýrmætur. Heimildir 1. Stefán Ólafsson og Guðný Björk Eydal. (2012). Fátækt og fjárhagsþrengingar. Í Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson (ritstj.), Þróun Velferðarinnar 1988 til 2008 (bls. 185–211). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 2. Hagstofa Íslands. (2017). Litlar 8 7,5 7 6,5 6 5,5 Hamingja og atvinnuleysi Li fs án æ gj a Í vinnu 0-6 mánuðir 6-12 mánuðir Meira en 12 mánuðir Tími atvinnulaus Samkvæmt UK Office for National Statistics (2012) Mynd 1 82 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.